Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

6. desember 2017

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 06.12.2017
22. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 6. desember 2017 kl.16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Pálmi Fannar Smárason.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldra: Sigríður Ósk Atladóttir og Ágústa Margrét Arnardóttir.
Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Gjaldskrá leikskóla sem vísað var til okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi 16. nóvember 2017. Tekin til umræðu, borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Nýjar reglur Djúpavogsskóla.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kynnti nýjar reglur Djúpavogsskóla. Töluverðar umræður voru um reglurnar. Að loknum umræðum voru reglurnar bornar upp til samþykktar. Nýjar reglur Djúpavogsskóla voru samþykktar með fyrirvara um að inn í reglurnar verði sett að tillit verði tekið til barna í sérstökum aðstæður.

3. Gjaldskrár grunn-og tónskóla sem vísað var til okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi 16. nóvember 2017. Tekin til umræðu, borin upp og samþykkt samhljóða.

4. Erindi frá Þórdísi Sigurðardóttur dags. 13. nóv. '17.
Erindið er 3 liðum. Í fyrsta lið er farið fram á það að þeim nemendum grunnskólans sem vilja koma með nesti að heima til að neyta í hádegishléi verði búin aðstaða til að matast. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að því koma því svo við að nemendur geti borðað nesti sitt í skólanum/mötuneyti skólans í hádegishléi eins og reglugerð um lágmarksaðstöðu í grunnskólum segir til um.
Í öðrum lið er spurt um hver beri ábyrgð á því að kennt sé eftir námsskrá og hver fylgist með því að svo sé. Einnig er þar spurt um hvernig nemendur Djúpavogsskóla komi út úr samræmdum prófum á landsvísu eða meðal skóla hér á austurlandi. Skv. grunnskólalögum (29gr.) er það á ábyrgð skólastjóra að gerð sé, og kennt eftir, skólanámsskrá sem er nánari útfærsla á aðalnámskrá sem gefin er út af ráðherra. Ráðuneytið tekur skólann út með reglubundnum hætti og fylgist þannig með að aðalnámsskrá sé fylgt. Einnig er innra og ytra mat framkvæmt af skóla og sveitarfélagi reglulega. Einnig geta foreldrar fylgst með sínum börnum og þeirra markmiðum skv. námskránni inná mentor. Varðandi samræmd próf þá er það þannig að þegar verið er að bera saman meðaltöl einkunna í samræmdum prófum eru einungis bornir saman skólar þar sem a.m.k. 11 nemendur tóku prófið. Það er gert til að tryggja að ekki sé hægt að persónugreina gögnin. Nemendur við Djúpavogsskóla hafa því ekki verið bornir saman við landsmeðaltöl eða meðaltöl á austurlandi í opinberum gögnum undanfarin ár, þar sem árgangar við skólann hafa verið mjög fámennir undanfarið. Skólastjóri/kennarar hafa þó aðgang að þessum gögnum og geta brugðist við ef tilefni er til. En óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburð nemanda öðrum en honum sjálfum og forráðamönnum.
Þriðji liður erindisins snýr að gæslu í frímínútum og hádegishléi. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að tryggja að gæsla sé ávallt nægilega vel mönnuð miðað við aðstæður. Einnig að skólalóðin verði gerð öruggari og allar slysagildrur fjarlægðar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:10
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.12.2017

10. maí 2017


Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.5.2017

18. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson, Magnús Hreinsson og Elísabet Guðmundsdóttir.
Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúi kennara: Þórdís Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Skoðanakönnun til foreldra vegna skólatíma og dreifnáms. Farið yfir niðurstöður könnunarinnar og þær metnar sem svo að ekki sé ástæða til að fara í breytingar á byrjun skóladags. Varðandi dreifnám þá voru niðurstöður afgerandi með því að bjóða upp á dreifnám. Nefndin mun fylgja því eftir.

2. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla mætti til fundar með nefndinni. Halldóra fór m.a. yfir starfsmannamál í grunnskólanum næsta vetur sem líta bara vel út. Engin umsókn kom um kennslu í tónskólanum og það verður auglýst aftur á næstu dögum. Halldóra kynnti drög að vinnureglum vegna fjarvista starfsmanna sem stefnt er á að verði klárar fyrir komandi skólaár.

3. Aðgerðaáætlun Djúpavogssskóla – Bókun I í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands – Lögð fram til kynningar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:50
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.07.2017

21. júní 2017


Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 21.6.2017

20. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 21. júní 2017 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Elísabet Guðmundsdóttir.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir

Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Samrekstur grunn- og leikskóla - Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir fóru yfir hvernig samvinna þeirra hefur verið síðustu 2 ár og hvernig þær sjá fyrir sér framhaldið. Þær mæla báðar með því að samrekstri verði hætt. Guðrún hefur alfarið séð um allt sem viðkemur leikskólanum, samgangur starfsmanna er enginn en samstarf er á milli skólastiga. Þær sjá ekki fyrir sér að starf skólanna breytist þó að þessi samrekstur verði lagður af og áfram yrði samstarf skólastiga þróað.
Fræðslunefnd mælir með þvi að skoðað verði hvaða breytingar það hefði í för með sér að slíta samrekstri og hvernig það væri best útfært.

2. Bréf dags. 8. júní 2017 frá Umf. Neista til Fræðslu- og tómstundanefndar. Vegna launagreiðslna til aðstoðarþjálfara og þjálfara vegna ferða á mót í sumar. Nefndin mælir með því að orðið verði við beiðni Ungmennafélagsins.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.07.2017

7. júní 2017


Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 7.6.2017

19. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 7. júní 2017 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir.
Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúi kennara og foreldra: Þórdís Sigurðardóttir og Berglind Hasler

Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Þorbjörg Sandholt kynnti fyrir nefndinni lokaverkefni sitt í meistaranámi sínu í Grunnskólakennaranámi um innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla.

2. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kom og kynnti starfsmannamál í grunnskólanum fyrir næsta skólaár. Enn vantar í nokkrar stöður sem auglýstar verða aftur. Engin umsókn hefur skilað sér vegna starfa við tónskólann en áfram verður auglýst.Talað var um það hvort hægt væri að setja tónlistar kennslu upp sem smiðjur og fá til okkar tónlistarfólk tímabundið til að kenna. Einnig var talað um auglýsa á Schengen svæðinu.

Halldóra lagði fram til samþykktar vinnureglur við Djúpavogsskóla vegna leyfa starfsfólks. Reglurnar voru samþykktar samhljóða.
Rætt var um könnun um byrjun skóladags og ákveðið að birta niðurstöðurnar sem fyrst.
Skóladagatal Djúpavogsskóla veturinn ´17-´18 var einnig kynnt fyrir nefndinni og svo samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1, þó með þeim fyrirvara að setja inn foreldrafund í grunnskólanum í september, skoða samræmingu starfsdaga leik- og grunnskóla. Athugasemd kom fram um fjölda frídaga á vorönn ´18.
Fræðslu-og tómstundanefnd leggur til að skóladagatal verði framvegis tilbúið fyrir lok apríl.

3. Samrekstur grunn- og leikskóla - Halldóra og Guðrún fara yfir hvernig samvinna þeirra hefur verið síðustu 2 ár og hvernig þær sjá fyrir sér framhaldið. Frestað vegna fjarveru Guðrúnar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:50
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.07.2017

7. mars 2017


Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 7.3.2017

17. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps þriðjudaginn 7. mars 2017 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:
1. Skoðanakönnun til foreldra vegna skólatíma og dreifnáms. Könnunin var kláruð og verður send út á allra næstu dögum.

2. Reglur leikskólans. Nýjar innritunarreglur og reglur leikskólans Bjarkatúns yfirfarnar, bornar upp og samþykktar.

3. Yfirsetinn leikskóli- Minnismiði frá Leikskólastjóra lagður fram til kynningar og ræddur. Ljóst er að ef ekkert verður að gert verður ekki hægt að taka börn inná eldri deild leikskólans (3-6 ára) fyrr en haustið 2019 (eða ekki hægt að taka börn inn í leikskólann fyrr en 2 ára og aldursskiptingu á deildum breytt). FTN skorar á sveitarstjórn að auglýsa aftur eftir dagforeldrum. Fáist dagforeldrar ekki til starfa mælir nefndin með því að skoðaðar verði aðrar lausnir til að leysa þennan vanda sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir.

4. Erindi frá Jóhönnu Reykjalín og Inga Ragnarssyni. Í erindinu er fyrirspurn um tímabundið leikskólapláss utan sveitarfélagsins. Nefndin mælir með því að orðið verði við beiðninni, þar sem Jóhanna er að fara í námsleyfi sem kemur skólasamfélaginu hér til góð, enda verði farið eftir þeim viðmiðunarreglum sem Samband íslenskra sveitarfélaga setur í þeim efnum

5. Ungmennaráð - Stofnfundur ungmennaráðs var haldinn 23. febrúar. Þar mætti hópur ungmenna og forráðamenn þeirra og vann erindisbréf ráðsins undir stjórn Williams Óðins Lefever. Gert er ráð fyrir að ráðið verði orðið starfhæft í lok mánaðarins og verði formlega skipað af sveitarstjórn í apríl.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.20:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.07.2017

26. október 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 26.10.2016

15. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 26. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Pálmi Fannar Smárason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldrafélags: Auður Ágústsdóttir, Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri fór með okkur yfir málefni leikskólans. Starfsmannamál hafa verið í góðu horfi þetta haustið, þrátt fyrir mikil forföll. Um áramót mun vanta 2 starfsmenn. Leikskólinn er fullur og um áramót verða 2 börn á biðlista. Reglur leikskólans þarf að yfirfara og þá sérstaklega inntökureglur, Guðrún ætlar að gera það og er stefnt að því að samþykkja nýjar reglur strax eftir áramót.

2. William Óðinn Lefever íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór með nefndinni yfir verkefni vetrarins í Zion. Framundan er að koma á fót ungmennaráði og Óðinn er á leið til Finnlands og Lettlands til að sitja vinnustofu um hvernig best er að vinna að því að koma slíku ráði af stað. Endurskoða þarf lið í fjárhagsáætlun um æskulýðsstarf og Óðinn ætlar að koma sinni áætlun til sveitarstjóra til skoðunar. Óðinn talaði um húsnæði Zion sem ekki er hið besta ef tekið er tillit til starfsins sem þar fer fram.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:55
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.11.2016

5. október 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd:  Fundargerð 05.10.2016

14. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30. 

Fundarstaður: Geysir. 

Mætt voru:  Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom  inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði Sóley.  

Dagskrá: 

1. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.

Starfsmannaekla  hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann.  Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017. 

Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.

Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.

2. Erindisbréf nefndarinnar.  Fórum saman yfir það sem okkur er falið.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð. 

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

 

 Fræðslu-og tómstundanefnd:  Fundargerð 05.10.2016

 

14. fundur 2014 – 2018

 

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

 

Mætt voru:  Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir,  Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom  inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

 

Fundargerð ritaði Sóley.  

 

Dagskrá: 

 

1.Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.

Starfsmannaekla  hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann.  Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017.

Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.

Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.

 

2. Erindisbréf nefndarinnar.  Fórum saman yfir það sem okkur er falið.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

14.10.2016

10. júní 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.06.2016

13. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. júní 2016 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn sveitarstjóri og oddviti: Gauti Jóhannesson og Andrés Skúlason

Dagskrá:

1.Trúnaðarmál - fært í trúnaðarbók.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:39
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016

1. júní 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 01.06.2016

12. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 1. júní 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Sigríður Ósk Atladóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir.

Dagskrá:

1.Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri. Komu og kynntu dagtöl skólanna fyrir komandi skólaár.
Guðrún kynnti læsisstefnu Bjarkatúns og fór stuttlega yfir starfsmannamál leikskólans sem eru orðin ágæt fyrir sumarið en verið er að fara að auglýsa eftir starfmönnum fyrir næsta vetur.
Halldóra fór einnig yfir starfsmannamál við grunnskólann og fór með nefndinni yfir ráðningarferlið við ráðningu aðstoðarskólastóra. Þar vantar ennþá 2 umsjónarkennara fyrir næsta skólaár og ekki hefur fengist þroskaþjálfi til starfa eins og auglýst var eftir. Halldóra fer núna á fullt í það að leita og/eða auglýsa eftir þessu starfsfólki sem vantar. Einnig upplýsti hún að fengist hefði lengri frestur til að koma upp brunavarnakerfi í húsinu en þangað til verða settir upp brunaboðar og flóttaleiðir í samvinnu við varðstjóra.
Dagatöl skólanna voru borin upp og samþykkt með fyrirvara um færslu á vortónleikum tónskólans framar um 1 viku.

2. Læsistefna Bjarkatúns lögð fram til kynningar

3. Gæsluvöllur- Enginn sótti um starf við gæsluvöllinn í sumar og einungis 4 börn sóttu um vist á vellinum. Því verður ekki starfræktur gæsluvöllur þetta sumar.

4. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin í síðasta sinn. Nefndin hafði á milli funda unnið töluvert í stefnunni og fengið athugasemdir og leiðbeiningar frá jafnréttisstofu. Stefnan svo staðfest og send sveitarstjórn til samþykktar.

Önnur mál voru engin.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016