Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

7. júní 2017

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, föstudagur 7.júní 2017, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Erla Dóra Vogler ferða- og menningarmálafulltrúi.

Liður 1
Rætt var um stöðuna á Rúllandi Snjóbolta/9. Undirbúningur sýningar gengur vel. Boðskort fara í póst í dag og verða m.a. send á öll heimili í Djúpavogshreppi. Upp hefur komið sú hugmynd að sýningarrýmið fái að standa uppi allt árið og verði nýtt til annarra listviðburð s.s. List- án langamæra og fleira, nefndinni lýst vel á þá hugmynd.

Liður 2
Kristján gerði grein fyrir styrkjum sem Djúpavogshreppur fékk úr Húsfriðunarsjóði. Gamla kirkjan fékk kr. 5.000.000- til verkþáttarins þak á forkirkju og kór og Faktorshúsið fékk 2.000.000- til verkþáttarins útitröppur og pallur, hönnun og smíði. Nefndin þakkar Húsfriðunarsjóði kærlega fyrir styrkina.

Liður 3
Kristján gerðir grein fyrir selfie spot skiltum sem verða sett upp á næstu dögum. Skiltin verða sett upp á Bóndavörðu, við Eggin, Brennikletti og Sólvang/Sigfúsarbryggja. Skiltin eiga að hvetja fólk til að taka myndir frá þessum stöðum og merkja það með millumerki #djupivogur.
Erla gerði grein fyrir gönguleiða skiltum sem stendur til að setja upp á við upphaf og enda gönguleiða í sveitarfélaginu.

Liður 4
Erla gerði grein fyrir að Djúpavogshreppur sé áfram meðlimur í samtökum um söguferðaþjónustu. Hægt er að skoða heimasíðu samtakanna www.sagatrail.is

Liður 5
Nefndin vill lýsa yfir óánægju með verkefnið Pocket guide, búið er að greiða verkefnið að fullu en varan er ókomin. Nefndin skorar á Austurbrú að setja verkefnið í forgang og skila því fyrir lok árs.

Liður 6
Erla gerir grein fyrir stikunardegi 22. júlí sem fyrirhugaðir eru í samstarfi við slysavarnafélagið Báru, ungmennafélagið Neista og ferðafélagi Djúpavogshrepps. Fyrhugað er að stika gönguleiðir á Búlandsnesi.

Liður 7
Erla gerir grein fyrir stöðu á Tankinum en unnið er að því að því að setja upp grind fyrir ljós.

Liður 8
Erla gerir grein fyrir stöðu á verkefninu Áfangastaðurinn Austurland sem gengur vel.

Liður 9
Rætt var um að setja upp opið internet fyrir gesti. Nefndin lýsir áhuga á að koma þessu á sem fyrst.

Liður 10
Kristján gerði grein fyrir tónleikum sem verða í kirkjunni 23. ágúst næst komandi þar sem dúóið Anna og Sölvi munu spila.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 9:45

18.07.2017

10. apríl 2017


Fundur ferða- og menningarmálanefndar


Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, mánudaginn 10. apríl 2017, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg Sandholt og Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi. Rán Freysdóttir boðaði forföll.

Liður 1
Rætt var um nýtt fyrirkomulag á rekstri á upplýsingamiðstöð. Búið er að ganga frá samningum við Hótel Framtíð sem mun sjá um rekstur á upplýsingamiðstöð á Djúpavogi frá 15.maí – 15.september og er samningurinn gerður til eins árs. Með þessu fyrirkomulagi er Djúpavogshreppur að hagræða í rekstir án þess að skerða þjónustu.

Liður 2
Rætt var um endurbyggingu Faktorshús og gömlu kirkjunnar. Beðið er eftir upplýsingum um styrkveitingu og vonast nefndin eftir því að þær liggi fyrir sem fljótlega.

Liður 3
Bryndís fór yfir komudagsetningar skemmtiferðaskipa til Djúpavogs í sumar en það má sá lista yfir komu skipanna í nýjusta tölublaði Bóndavörðunnar. Tekjur vegna komu skemmtiferðaskipa hafa aukist s.l. ár og nefndin telur margvísleg tækifæri felast í þessum þætti ferðaþjónustu.

Liður 4
Kristján fór yfir dagskrá Hammondhátíðar sem er fjölbreytt glæsilega og í ár.

Liður 5
Þór Vigfússon kom inn á fundinn og hann og Bryndís fór yfir stöðuna á Rúllandi Snjóbolta. Skipulagið gengur vel og unnið er að því að finna fleiri styrki í verkefnið. Staðfestur listi yfir þá listamenn sem taka þátt í sýningunni í ár mun liggja fyrir fljótlega.

Liður 6
Bryndís fór yfir stöðuna á bæklingum fyrir sumarið. Bæklingarnir eru í prentun og von á þeim fyrir Hammondhátíð.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

18.07.2017

22. febrúar 2017


Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd miðvikudaginn 22.febrúar 2017 kl 14:00, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg Sandholt, Hörður Þórbjörnsson og Bryndís Reynisdóttir ferða og menningarmálafulltrúi.

Dagskrá:
1. Rúllandi snjóbolti
2. Cittaslow
3. Upplýsingamiðstöð
4. Hammondhátíð
5. Tankurinn
6. Bæklingar
7. Skiltamál
8. Rútustæði og göndustígar

Liður 1
Rætt var um Rúllandi Snjóbolta/7 sem verður opinn í sumar frá 15. júlí til 20. ágúst. Sýningin hefur nú þegar fengið styrki að upphæð 1.800.000- og þakkar nefndin kærlega fyrir það, unnið er að því að leita fleiri styrkja. Rúllandi Snjóbolti var tilnefndur til Eyrarrósarinnar í ár sem var ánægjulegt.

Liður 2
Bryndís gerði grein fyrir hvernig Cittaslowráð eru starfandi í mörgum sveitarfélögum og væri möguleiki á að koma slíku ráði í gang í Djúpavogshreppi. Bryndís gerði grein fyrir því að Cittaslow í Djúpavogshreppi fékk styrk úr Uppbyggingasjóði Austurlands að upphæð 500.000- . Styrkurinn ætlaður til uppbyggingar miðstöðvar Cittaslow á Íslandi og þakkar nefndin kærlega fyrir styrkinn.

Liður 3
Rætt var um rekstur upplýsingamiðstöðvar í sumar. Nefndin telur mikilvægt að hafa upplýsingamiðstöð opna í sveitarfélaginu í einhverju formi en leggur til að skoðaðar verði nýjar leiðir og opnunartími verði endurskoðaður.

Liður 4
Rætt var um untandagskrá í tengslum við Hammondhátíð í vor og ákveðið var að halda skipulagsfund þar sem þessi mál verða ákveðin. Fundurinn verður haldinn í Löngubúð þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00.

Liður 5
Uppbyggingasjóður Austurlands styrkti Tankinn um 300.000- krónur og þakkar nefndin kærlega fyrir það. Styrkurinn er áætlaður í frekari framkvæmdir við Tankinn og hvetur nefndin listamenn til að nýta sér Tankinn.

Liður 6
Bryndís kynnti hugmyndir að endurbættum bæklingi og kynningarefni fyrir Djúpavogshrepp sem vonandi verður tilbúið fyrir vorið.

Liður 7
Skiltamál voru rædd fyrir sumarið.

Liður 8
Rútustæði og göngustígar voru rædd og nefndin leggur áherslu á að þau mál komist í gott lag sem fyrst.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 15:50.


Ritari: Þorbjörg Sandholt

18.07.2017