Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

16. nóvember 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 14:30, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Häsler, Hörður Þórbjörnsson og Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarfulltrúi var á Skype.

Liður 1
Farið yfir erindisbréf nefndarinnar sem sjá má á heimssíðu Djúpavogshrepps undir stjórnsýsla – nefndir og ráð – ferða og menningarmálanefnd.

Liður 2
Síðastliðin ár hefur verið hægt að kaupa minjagripi af eggjunum í Gleðivík á upplýsingamiðstöðinni og víðar. Upplag eggjanna er nú á þrotum og var nefndin sammála um að Djúpavogshreppur ætti ekki að kaupa nýtt upplag og var ferða- og menningarfulltrúa falið að leita til einkaaðila um mögulega aðkomu að því máli.

Liður 3
Rætt var um möguleika í rekstri upplýsingamiðstöðva. Ferða- og menningarfulltrúa falið að hafa samband við sveitarfélög sem farið hafa nýjar leiðir í þessum efnum. Nefndin sammála um að það sé mikilvægt að hafa upplýsingamiðstöð en ljóst að leita þarf nýrra leiða í rekstri.

Liður 4
Málefni Rúllandi Snjóbolta voru rædd og nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að halda áfram með þetta metnaðarfulla verkefni. Ferða- og menningarfulltrúa falið að leita styrkja í verkefnið.

Liður 5
Formaður gerði grein fyrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland en nýlega kynntu starfsmenn Austurbrúar verkefnið fyrir sveitarstjórn Djúpavogshrepps. Lesa má um verkefnið á http://destinationausturland.com

Liður 6
Bryndís gerði grein fyrir stöðu Bóndavörðunnar en stútfullt jólablað kemur út 1. desember.

Liður 7
Rætt var um fyrirhugaðan fund um ferða- og menningarmál sem haldinn verður í desember og nánar auglýstur síðar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:10
Ritari: Þorbjörg Sandholt

18.11.2016