Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

9. mars 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 9. mars 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd  miðvikudaginn 9. febrúar kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Þór Vigfússon.

Liður 1
Erla Dóra gerir grein fyrir stöðu skiltamála. Flest skilti tilbúin og fara fljótlega á sinn stað.

Liður 2
Sunnudaginn 10. apríl verður haldið “hverfakaffi” í Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps. Nánar auglýst síðar.

Liður 3
Erla Dóra gerir grein fyrir vinnu við menningarstefnu Djúpavogshrepps sem er í vinnslu. Stefnt er að klára hana fyrir vorið.

Liður 4
Erla Dóra fór yfir stöðuna á PocketGuide verkefninu. Vinnan við það gengur loksins vel og vonandi verður það tilbúið fyrir vorið.

Liður 5
Fundur verður haldinn um utandagskrá Hammondhátíðar, mánudaginn 14. mars kl. 17:00 í Geysi og hvetur nefndin áhugasama um að mæta.

Liður 5
Erla Dóra lagði áherslu á mikilvægi þess að koma munum sem gefnir hafa verið á söfn í Djúpavogshreppi í örugga geymslu á meðan verið er að finna þeim endanlega staðsetningu.

Liður 6
Rætt var um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar í Djúpavogsskóla. Sú vinna er ágætlega á veg komin undir stjórn Bryndísar Skúladóttur.

Liður 7
Ársfundur norðurlandsnets Cittaslow verður haldin á Djúpavogi í lok maí. Unnið er að skipulagðri dagskrá fyrir fundinn.

Liður 8
Rætt var um verkefnið Áfangastaðinn Austurland. Ánægja var með kynningarfundinn sem haldinn var um verkefnið í Löngubúð þriðjudaginn 8. mars s.l. á vegum Austurbrúar. 

Liður 9
Erla Dóra fór fyrir stöðuna á vinnu við endurbætt gönguleiðakort sem gengur vel. Erla Dóra og nefndin þakkar þeim aðilum sem lagt hafa fram vinnu sína við endurbætur á kortinu.

Liður 10
Heimasíða Ríkarðssafns er ekki lengur á internetinu. Vinna við endurgerð á heimasíðunni er á byrjunarstigi.

Liður 11
Listamenn í heimabyggð í samvinnu við Djúpavogshrepp fengu styrk úr Uppbyggingasjóði Austurlands til að vinna að því að gera tankinn inn við Bræslu að sýningarrými. Grunnvinna við tankinn hefst fljótlega og til stendur hann verði nothæfur í sumar. Á næstu vikum verður boðað til fundar þangað sem allir eru velkomnir sem áhuga hafa.

Liður 12
Skógræktarfélag Djúpavogs mun sjá um Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður hér á Djúpavogi í haust. Undirbúningur er hafin og gengur vel.

Liður 13
Bóndavarðan kemur út í byrjun apríl. Erla Dóra hefur óskað eftir auglýsingum og greinum sem fyrst.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:40
Ritari: Þorbjörg Sandholt

11.03.2016