Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

23. nóvember 2015

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 23. nóvember 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 23. nóvember kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon og Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Rætt um kynningarmyndband sem Saga film gerði fyrir Icelandair og hægt er að horfa á í vélum þeirra. Sveitarfélögin á Austurlandi gerðu samning við Icelandair í gegnum Austubrú við Icelandair. Nefndin lýsir yfir óánægju með hvernig staðið var að gerð kynningarmyndbandsins og útkomu þess. Ferða- og menningarmálafulltrúi mun koma skoðun nefndarinnar til hlutaðeigandi aðila. Hægt er að skoða myndbandið hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEh8fOGPi8g

Liður 2
Nefndin leggur til að sitjandi ferða- og menningarnefnd hvers tíma myndi stjórn Löngubúðar og því sem menningarhúsinu fylgir. Hún sé tengiliður við rekstraraðila Löngubúðar og stjórn Ríkarðssafns.

Liður 3
Nefndin lýsir yfir ánægju með gestalistamennina sem dvelja hér þessa dagana. Svein Erik og Marie Elisabeth stefna á að halda kynningu á vinnu sinni fimmtudaginn 26. nóvember í Löngubúð kl. 20:00.

Liður 4
Erla fer yfir styrkjamál, en hún vinnur að því þessa dagana að sækja um ýmsa menningarstyrki.

Liður 5
Erla gerir grein fyrir fundi sem haldinn var í Sviðslistamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum í sláturhúsinu, með fulltrúum leikfélaga á Austurlandi. Stefnt er að því efla samstarf leikfélaga á Austurlandi.

Liður 6
Unnið úr athugasemdir frá opnum fundi um menningarstefnu Djúpavogshrepps og haldið áfram vinnu við mótum menningarstefnunnar.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15
Ritari: Þorbjörg Sandholt

22.02.2016

8. febrúar 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 8. febrúar 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
mánudaginn 8. febrúar kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Berglind Häsler.

Liður 1
Erla gerir grein fyrir stöðu á gönguleiðakortinu og bæklingnum eftir opnu fundina í Löngubúð. Bæklingurinn er kominn í vinnslu hjá Grafít og verið er að leiðrétta og bæta við örnefnum í göngukortið.

Liður 2
Eyrarrósina hljóta þeir listviburðir/verkefni sem þykja skara fram úr á landsbyggðinni. Rúllandi Snjóbolti/6 komst á lista með tíu listvirðburðum sem til greina komu og er það mikill heiður. Því miður var Snjóboltinn ekki meðal þriggja efstu sem hljóta styrk þetta árið.

Liður 3
Úthlutun Uppbyggingarsjóðs fór fram í byrjun febrúar. Þrjú verkefni á vegum Djúpavogshrepps fengu styrk.
Rúllandi Snjóbolti/6 fékk 900.000-
Tankurinn fékk 500.000-
Cittaslow 300.000-
FM þakkar Uppbyggingarsjóði styrkveitinguna.
Eins fékk Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður styrk til að ljúka við heimildarmynd sína um Hans Jónatan.

Liður 4
FM lýsir yfir ánægju með Kynningardaginn sem haldinn var í íþróttahúsinu 31. janúar 2016. Nefndin vill þakka Ágústu Margréti Arnardóttur kærlega fyrir flott framtak.

Liður 5
Erla Dóra gerir grein fyrir því hvað kom út úr menningarkönnun sem send var í hús fyrir jól og hægt var að skila í Samkaup þar sem íbúar voru beðnir um að svara ýmsum spurningum til að aðstoða F&M nefnd við mörkun menningarstefnu. Margar góðar hugmyndir komu en einungis níu útfylltum blöðum var skilað inn.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016

25. janúar 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 25. janúar 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
Mánudaginn 25. janúar kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt, Þór Vigfússon var í símasambandi.

Liður 1
Erla gerir grein fyrir ferð sinni til Kaupmannahafnar á vinnufund norðurlandanets Cittaslow. Fundurinn var vel heppnaður og rætt var um Cittaslow skóla og möguleiki á samstarfi milli skóla í Cittaslow bæjarfélögum og jafnvel í skólaferðalög. Einnig var rætt um ungmennaráð norðurlandanets Cittaslow. Rætt var um möguleika á samstarfi í sambandi við Cittaslow sunnudaginn.

Liður 2
Rætt um ársfund norðurlandanets Cittaslow sem haldinn verður á Djúpavogi 24. – 27. maí. Hugmynd er að halda skipulagsfund fljótlega vegna þessa.

Liður 3
Rætt um bæklinga og kynningarefni sem þarf að endurútgefa fyrir vorið. Búið er að leita eftir tilboðum í hönnunina og ferðaþjónustuaðilar hafa fengið fundarboð vegna bæklingsins.

Liður 4
Rætt var um rekstur á upplýsingamiðstöð næsta sumar, opnunartíma og fleira. Upplýsingamiðstöðinn verður áfram staðsett í Sætúni og auglýsa þarf eftir starfsmönnum.

Liður 5
Rætt um skilti og merkingar sem þurfa að vera tilbúin fyrir sumarið. Merkja þarf WC betur við Samkaup.

Liður 6
Kynntar hugmyndir að breyttu skipulagi á Bakka fyrir sumarið.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016

9. október 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd

Fundargerð 9. október 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
Mánudaginn 2. nóvember kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Erindi Kálks um breytingu á starfsemi Ríkarðssafns tekið fyrir og ákveðið að boða forsvarsmenn Kálks á fund sem fyrst og ræða frekari útfærslur.

Liður 2
Erla Dóra gerir grein fyrir styrkmöguleikum.

Liður 3
Rætt um gestlistamenn sem koma og dvelja á Djúpavogi 11. nóvember – 1. desember sem hluti af menningarsamstarfi Austurlands og Vesterålen.

Liður 4
Farið yfir drög að menningarstefnu Djúpavogshrepps fyrir opinn fund um menningarmál sem haldin verður í Löngubúð 4. nóvember kl. 17:00.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016