Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

16. nóvember 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 14:30, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Häsler, Hörður Þórbjörnsson og Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarfulltrúi var á Skype.

Liður 1
Farið yfir erindisbréf nefndarinnar sem sjá má á heimssíðu Djúpavogshrepps undir stjórnsýsla – nefndir og ráð – ferða og menningarmálanefnd.

Liður 2
Síðastliðin ár hefur verið hægt að kaupa minjagripi af eggjunum í Gleðivík á upplýsingamiðstöðinni og víðar. Upplag eggjanna er nú á þrotum og var nefndin sammála um að Djúpavogshreppur ætti ekki að kaupa nýtt upplag og var ferða- og menningarfulltrúa falið að leita til einkaaðila um mögulega aðkomu að því máli.

Liður 3
Rætt var um möguleika í rekstri upplýsingamiðstöðva. Ferða- og menningarfulltrúa falið að hafa samband við sveitarfélög sem farið hafa nýjar leiðir í þessum efnum. Nefndin sammála um að það sé mikilvægt að hafa upplýsingamiðstöð en ljóst að leita þarf nýrra leiða í rekstri.

Liður 4
Málefni Rúllandi Snjóbolta voru rædd og nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að halda áfram með þetta metnaðarfulla verkefni. Ferða- og menningarfulltrúa falið að leita styrkja í verkefnið.

Liður 5
Formaður gerði grein fyrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland en nýlega kynntu starfsmenn Austurbrúar verkefnið fyrir sveitarstjórn Djúpavogshrepps. Lesa má um verkefnið á http://destinationausturland.com

Liður 6
Bryndís gerði grein fyrir stöðu Bóndavörðunnar en stútfullt jólablað kemur út 1. desember.

Liður 7
Rætt var um fyrirhugaðan fund um ferða- og menningarmál sem haldinn verður í desember og nánar auglýstur síðar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:10
Ritari: Þorbjörg Sandholt

18.11.2016

20. júlí 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd  mánudaginn 20. júlí kl. 9.00 að Bakka 1, Djúpavogi. 

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Þór Vigfússon.

 

Liður 1 

Rætt um fyrirhugaðar breytingar á Bakkasvæðinu. Nefndin er sammála um jákvæðar breytingar hafa átt sér stað með því að færa þvottaplanið. Fyrirhugað er að merkja aðgengi fyrir gangandi umferð. Einnig þarf að merkja sérstakt sleppistæði fyrir rútur vel þar sem gert er ráð fyrir að þær stoppi í ca 5 mínútur og hleypi fólki út en leggi á öðrum stað sem merkja þarf sérstaklega. Nefndin er sammála um að sleppistæðið sem þegar er merkt, fyrir framan Bakkabúð henti best til slíks. 

Búið er að setja upp bekki á gamla þvottaplanið. 

Liður 2 

Eggin sem seld hafa verið sem minjagripir eru að verða uppseld. Nefndin leggur til að keypt verði nýtt upplag af eggjunum sem seld verða á upplýsingamiðstöðinni og verslunum og ferðaþjónustustöðum Djúpavogs.

Liður 3 

Boðið er upp á niðurgreidda klassíska tónleika úti á landsbyggðinni, svokallaða Landsbyggðatónleikar. Á fyrri fundi F&M nefndar hafði verið samþykkt að kanna möguleika á að fá slíka tónleika hingað. Nefndin leggur til Erla Dóra hafi samband við forsvarsmenn þeirra og gangi frá samningi um að hér verði tónleikar í lok ágúst. 

Liður 4 

Nefndin leggur til að þróunarstyrkur til menningarmála frá SSA 2016 fari í að efla samtímamyndlist og klassíska tónlistarmenningu í Djúpavogshreppi. 

Liður 5 

Borið hefur á að skilti sem segja til um að ekki skuli tjalda eða gista í bílum séu tekin ófrjálsri hendi, sem er miður. Búið er að panta ný skilti sem verða sett niður sem fyrst. 

Verið er að undirbúa að setja upp áberandi og upplýsandi skilti við innkomu bæjarins sem m.a. segi ferðamönnum að aðeins skuli gist á merktum tjaldstæðum. 

Liður 6

Farið var yfir þá staði, svæði og leiðir í Djúpavogshreppi sem ætti að senda inn til gerðar Landsáætlunar um uppbygging innviða á ferðamannastöðum sem á að ná til verndar náttúru og menningarminja. Farið var yfir tillögur sem komu frá ferðaþjónustuaðilum auk hugmynda sem áður höfðu komið fram, gerður aðgerðarlisti og reynt að forgangsraða verkefnum.

Liður 7

Rætt var um að það vanti sárlega gangstétt eða göngustíg til að tengja Gleðivík til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Mikil umferð er um þetta svæði bæði gangandi og akandi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 11:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

 

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd

mánudaginn 20. júlí kl. 9.00 að Bakka 1, Djúpavogi.

 

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Þór Vigfússon.

 

 

Liður 1

Rætt um fyrirhugaðar breytingar á Bakkasvæðinu. Nefndin er sammála um jákvæðar breytingar hafa átt sér stað með því að færa þvottaplanið. Fyrirhugað er að merkja aðgengi fyrir gangandi umferð. Einnig þarf að merkja sérstakt sleppistæði fyrir rútur vel þar sem gert er ráð fyrir að þær stoppi í ca 5 mínútur og hleypi fólki út en leggi á öðrum stað sem merkja þarf sérstaklega. Nefndin er sammála um að sleppistæðið sem þegar er merkt, fyrir framan Bakkabúð henti best til slíks.

Búið er að setja upp bekki á gamla þvottaplanið.

 

Liður 2

Eggin sem seld hafa verið sem minjagripir eru að verða uppseld. Nefndin leggur til að keypt verði nýtt upplag af eggjunum sem seld verða á upplýsingamiðstöðinni og verslunum og ferðaþjónustustöðum Djúpavogs.

 

Liður 3

Boðið er upp á niðurgreidda klassíska tónleika úti á landsbyggðinni, svokallaða Landsbyggðatónleikar. Á fyrri fundi F&M nefndar hafði verið samþykkt að kanna möguleika á að fá slíka tónleika hingað. Nefndin leggur til Erla Dóra hafi samband við forsvarsmenn þeirra og gangi frá samningi um að hér verði tónleikar í lok ágúst.

 

Liður 4

Nefndin leggur til að þróunarstyrkur til menningarmála frá SSA 2016 fari í að efla samtímamyndlist og klassíska tónlistarmenningu í Djúpavogshreppi.

 

Liður 5

Borið hefur á að skilti sem segja til um að ekki skuli tjalda eða gista í bílum séu tekin ófrjálsri hendi, sem er miður. Búið er að panta ný skilti sem verða sett niður sem fyrst.

Verið er að undirbúa að setja upp áberandi og upplýsandi skilti við innkomu bæjarins sem m.a. segi ferðamönnum að aðeins skuli gist á merktum tjaldstæðum.

 

Liður 6

Farið var yfir þá staði, svæði og leiðir í Djúpavogshreppi sem ætti að senda inn til gerðar Landsáætlunar um uppbygging innviða á ferðamannastöðum sem á að ná til verndar náttúru og menningarminja. Farið var yfir tillögur sem komu frá ferðaþjónustuaðilum auk hugmynda sem áður höfðu komið fram, gerður aðgerðarlisti og reynt að forgangsraða verkefnum.

 

Liður 7

Rætt var um að það vanti sárlega gangstétt eða göngustíg til að tengja Gleðivík til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Mikil umferð er um þetta svæði bæði gangandi og akandi.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 11:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

 

 

 

 

 

 

06.10.2016

18. apríl 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 18. apríl kl. 14:30 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Berglind Häsler, Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt.

 

Liður 1

Erla Dóra gerir grein fyrir stöðu skiltamála. Fyrirhugað er að setja upp leiðbeinandi skilti fyrir sumarið. Skiltin eru tilbúin og fara upp á næstu vikum.

Liður 2

Hverfaveislan sem haldin var 10. apríl s.l. lukkaðis vel og taldi nefndin um 80 manns í íþróttahúsinu. Nefndin telur mikilvægt að halda í slíka samfélagsdaga. Nefndin ræddi um dagskrá á sjómannadegi og 17. júní og býður fram krafta sína við að koma að skipulagi á þessum dögum.

Liður 3

Menningarstefna Djúpavogshrepps sem er í vinnslu og til stóð að kæmi út í vor frestast trúlega fram á haust, vegna annara verkefna.

Liður 4

Erla Dóra lagði fram til kynningar tónlistarviðburði frá Félagi íslenskra tónlistarfmanna - klassískri deild FÍH, landsbyggðartónleika. Margir áhugaverðir tónlistarviðburðir eru í boði og nefndin leggur til að kvartett tónleikar verði á dagskrá hjá okkur í sumar (Hanna Dóra Sturludóttir og Chalumeaux-tríóið), mögulega í tengslum við annan viðburð eða hátíð. Verð fyrir tónleikana sjálfa er 70.000 kr. Sveitarfélagið þyrfti að sjá um uppihald og ferðakostnað en FÍT kemur til móts við útlagðan ferðakostnað.

Liður 5

Rætt var um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar í Djúpavogsskóla. Sú vinna er ágætlega á veg komin undir stjórn Bryndísar Skúladóttur. Verkefnið fékk styrk að upphæð 2.100.000 kr. úr Sprotasjóði og þakkar nefndin góðan styrk.

Liður 6

Ársfundur Norðurlandanets Cittaslow verður haldin á Djúpavogi 25. – 26. maí. Dagskrá fyrir fundardagana er langt komin og stendur til að kynna sem flesta þætti Cittaslow í Djúpavogshreppi fyrir fundarmeðlimum Cittaslow.

Liður 7

Erla Dóra fór fyrir stöðuna við vinnuna við að endurbæta gönguleiðakort sem gengur vel. Verkefnið fékk styrk að upphæð 3.800.000 kr. úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til eflingar gönguferðamennsku á svæðinu. Nefndin þakkar góðan styrk.

Liður 8

Styrkur að upphæð 500.000 kr. fékkst frá Uppbyggingarsjóði til grunnframkvæmda til að gera Tankinn innan og ofan við Bræðsluna að sýningar-/viðburðarými. Tankurinn verður þrifinn á næstu dögum og í framhaldi af því verður boðað til fundar með þeim sem áhuga hafa að koma að verkefninu.

Liður 9

Fyrirhugað er að merkja bílaplanið og planið fyrir framan Bakkabúð í sumar til að takmarka bílaumferð á svæðinu og gera gangandi umferð í miðbænum hærra undir höfði.

Liður 10

Heimasíða Ríkarðssafns (www.rikardssafn.is) er ekki lengur til. Gerð nýrrar heimasíðu bíður þar sem ekki var gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun ársins.

Liður 11

Djúpavogshreppur mun taka þátt í List án landamæra. Hátíðin í ár er þannig upp sett að hægt er að hafa viðburði á vegum hennar allt árið um kring. Bæði virðist vera áhugi á því sem og opnunarviðburði.

Liður 12

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn á Djúpavogi dagana 2.-4. september nk. Skógræktarfélag Djúpavogs biður um að Djúpavogshreppur styrki félagið um fræðslu, skemmtun og veitingar á Teigarhorni föstudaginn 2. september kl. 14-17:00. Ferða- og menningarmálanefnd er hlynnt því að verða við þessari bón félagsins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

06.10.2016

9. mars 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 9. mars 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd  miðvikudaginn 9. febrúar kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Þór Vigfússon.

Liður 1
Erla Dóra gerir grein fyrir stöðu skiltamála. Flest skilti tilbúin og fara fljótlega á sinn stað.

Liður 2
Sunnudaginn 10. apríl verður haldið “hverfakaffi” í Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps. Nánar auglýst síðar.

Liður 3
Erla Dóra gerir grein fyrir vinnu við menningarstefnu Djúpavogshrepps sem er í vinnslu. Stefnt er að klára hana fyrir vorið.

Liður 4
Erla Dóra fór yfir stöðuna á PocketGuide verkefninu. Vinnan við það gengur loksins vel og vonandi verður það tilbúið fyrir vorið.

Liður 5
Fundur verður haldinn um utandagskrá Hammondhátíðar, mánudaginn 14. mars kl. 17:00 í Geysi og hvetur nefndin áhugasama um að mæta.

Liður 5
Erla Dóra lagði áherslu á mikilvægi þess að koma munum sem gefnir hafa verið á söfn í Djúpavogshreppi í örugga geymslu á meðan verið er að finna þeim endanlega staðsetningu.

Liður 6
Rætt var um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar í Djúpavogsskóla. Sú vinna er ágætlega á veg komin undir stjórn Bryndísar Skúladóttur.

Liður 7
Ársfundur norðurlandsnets Cittaslow verður haldin á Djúpavogi í lok maí. Unnið er að skipulagðri dagskrá fyrir fundinn.

Liður 8
Rætt var um verkefnið Áfangastaðinn Austurland. Ánægja var með kynningarfundinn sem haldinn var um verkefnið í Löngubúð þriðjudaginn 8. mars s.l. á vegum Austurbrúar. 

Liður 9
Erla Dóra fór fyrir stöðuna á vinnu við endurbætt gönguleiðakort sem gengur vel. Erla Dóra og nefndin þakkar þeim aðilum sem lagt hafa fram vinnu sína við endurbætur á kortinu.

Liður 10
Heimasíða Ríkarðssafns er ekki lengur á internetinu. Vinna við endurgerð á heimasíðunni er á byrjunarstigi.

Liður 11
Listamenn í heimabyggð í samvinnu við Djúpavogshrepp fengu styrk úr Uppbyggingasjóði Austurlands til að vinna að því að gera tankinn inn við Bræslu að sýningarrými. Grunnvinna við tankinn hefst fljótlega og til stendur hann verði nothæfur í sumar. Á næstu vikum verður boðað til fundar þangað sem allir eru velkomnir sem áhuga hafa.

Liður 12
Skógræktarfélag Djúpavogs mun sjá um Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður hér á Djúpavogi í haust. Undirbúningur er hafin og gengur vel.

Liður 13
Bóndavarðan kemur út í byrjun apríl. Erla Dóra hefur óskað eftir auglýsingum og greinum sem fyrst.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:40
Ritari: Þorbjörg Sandholt

11.03.2016

23. nóvember 2015

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 23. nóvember 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 23. nóvember kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon og Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Rætt um kynningarmyndband sem Saga film gerði fyrir Icelandair og hægt er að horfa á í vélum þeirra. Sveitarfélögin á Austurlandi gerðu samning við Icelandair í gegnum Austubrú við Icelandair. Nefndin lýsir yfir óánægju með hvernig staðið var að gerð kynningarmyndbandsins og útkomu þess. Ferða- og menningarmálafulltrúi mun koma skoðun nefndarinnar til hlutaðeigandi aðila. Hægt er að skoða myndbandið hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEh8fOGPi8g

Liður 2
Nefndin leggur til að sitjandi ferða- og menningarnefnd hvers tíma myndi stjórn Löngubúðar og því sem menningarhúsinu fylgir. Hún sé tengiliður við rekstraraðila Löngubúðar og stjórn Ríkarðssafns.

Liður 3
Nefndin lýsir yfir ánægju með gestalistamennina sem dvelja hér þessa dagana. Svein Erik og Marie Elisabeth stefna á að halda kynningu á vinnu sinni fimmtudaginn 26. nóvember í Löngubúð kl. 20:00.

Liður 4
Erla fer yfir styrkjamál, en hún vinnur að því þessa dagana að sækja um ýmsa menningarstyrki.

Liður 5
Erla gerir grein fyrir fundi sem haldinn var í Sviðslistamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum í sláturhúsinu, með fulltrúum leikfélaga á Austurlandi. Stefnt er að því efla samstarf leikfélaga á Austurlandi.

Liður 6
Unnið úr athugasemdir frá opnum fundi um menningarstefnu Djúpavogshrepps og haldið áfram vinnu við mótum menningarstefnunnar.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15
Ritari: Þorbjörg Sandholt

22.02.2016

8. febrúar 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 8. febrúar 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
mánudaginn 8. febrúar kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Berglind Häsler.

Liður 1
Erla gerir grein fyrir stöðu á gönguleiðakortinu og bæklingnum eftir opnu fundina í Löngubúð. Bæklingurinn er kominn í vinnslu hjá Grafít og verið er að leiðrétta og bæta við örnefnum í göngukortið.

Liður 2
Eyrarrósina hljóta þeir listviburðir/verkefni sem þykja skara fram úr á landsbyggðinni. Rúllandi Snjóbolti/6 komst á lista með tíu listvirðburðum sem til greina komu og er það mikill heiður. Því miður var Snjóboltinn ekki meðal þriggja efstu sem hljóta styrk þetta árið.

Liður 3
Úthlutun Uppbyggingarsjóðs fór fram í byrjun febrúar. Þrjú verkefni á vegum Djúpavogshrepps fengu styrk.
Rúllandi Snjóbolti/6 fékk 900.000-
Tankurinn fékk 500.000-
Cittaslow 300.000-
FM þakkar Uppbyggingarsjóði styrkveitinguna.
Eins fékk Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður styrk til að ljúka við heimildarmynd sína um Hans Jónatan.

Liður 4
FM lýsir yfir ánægju með Kynningardaginn sem haldinn var í íþróttahúsinu 31. janúar 2016. Nefndin vill þakka Ágústu Margréti Arnardóttur kærlega fyrir flott framtak.

Liður 5
Erla Dóra gerir grein fyrir því hvað kom út úr menningarkönnun sem send var í hús fyrir jól og hægt var að skila í Samkaup þar sem íbúar voru beðnir um að svara ýmsum spurningum til að aðstoða F&M nefnd við mörkun menningarstefnu. Margar góðar hugmyndir komu en einungis níu útfylltum blöðum var skilað inn.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016

25. janúar 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 25. janúar 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
Mánudaginn 25. janúar kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt, Þór Vigfússon var í símasambandi.

Liður 1
Erla gerir grein fyrir ferð sinni til Kaupmannahafnar á vinnufund norðurlandanets Cittaslow. Fundurinn var vel heppnaður og rætt var um Cittaslow skóla og möguleiki á samstarfi milli skóla í Cittaslow bæjarfélögum og jafnvel í skólaferðalög. Einnig var rætt um ungmennaráð norðurlandanets Cittaslow. Rætt var um möguleika á samstarfi í sambandi við Cittaslow sunnudaginn.

Liður 2
Rætt um ársfund norðurlandanets Cittaslow sem haldinn verður á Djúpavogi 24. – 27. maí. Hugmynd er að halda skipulagsfund fljótlega vegna þessa.

Liður 3
Rætt um bæklinga og kynningarefni sem þarf að endurútgefa fyrir vorið. Búið er að leita eftir tilboðum í hönnunina og ferðaþjónustuaðilar hafa fengið fundarboð vegna bæklingsins.

Liður 4
Rætt var um rekstur á upplýsingamiðstöð næsta sumar, opnunartíma og fleira. Upplýsingamiðstöðinn verður áfram staðsett í Sætúni og auglýsa þarf eftir starfsmönnum.

Liður 5
Rætt um skilti og merkingar sem þurfa að vera tilbúin fyrir sumarið. Merkja þarf WC betur við Samkaup.

Liður 6
Kynntar hugmyndir að breyttu skipulagi á Bakka fyrir sumarið.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016

9. október 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd

Fundargerð 9. október 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
Mánudaginn 2. nóvember kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Erindi Kálks um breytingu á starfsemi Ríkarðssafns tekið fyrir og ákveðið að boða forsvarsmenn Kálks á fund sem fyrst og ræða frekari útfærslur.

Liður 2
Erla Dóra gerir grein fyrir styrkmöguleikum.

Liður 3
Rætt um gestlistamenn sem koma og dvelja á Djúpavogi 11. nóvember – 1. desember sem hluti af menningarsamstarfi Austurlands og Vesterålen.

Liður 4
Farið yfir drög að menningarstefnu Djúpavogshrepps fyrir opinn fund um menningarmál sem haldin verður í Löngubúð 4. nóvember kl. 17:00.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016