Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

26. ágúst 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 26. ágúst 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, og Þorbjörg Sandholt.

Fundarefni var að undirbúa opinn fund um ferðamál og ákveðið að auglýsa hann fljótlega.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

08.09.2015

20. júlí 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 20. júlí 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 20. júlí kl. 14:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og verkefnastjóri Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur Alfa Freysdóttir.
Aðal fundarefni var að ræða undirbúning og vinnu við Rúllandi snjóbolta/6, hvað gekk vel og hvað má betur fara.

Liður 1
Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur

Allir sammála um að vel hafi tekist til, sýningin er stórglæsileg og gaman að sjá hvað hún hefur vaxið á einu ári. Mikil ánægja er meðal nefndarmanna með Rúllandi snjóboltana. Störf skapast fyrir heimamenn í tengslum við sýninguna, hún kemur sterkt inn sem afþreying og aðdráttarafl og ýtir þannig undir ört vaxandi ferðaþjónustu á svæðinu auk þess að vera einn flottasti menningarviðburður á Austurlandi (og þó víðar væri leitað).

Þau fyrirtæki og stofnanir sem styrkja verkefnið hljóta bestu þakkir ferða- og menningarmálanefndar.

Erla Dóra fór yfir þá styrki sem sýninginn fær.
· Uppbyggingarsjóður 1.000.000 kr
· Samfélagssjóður Landsbankans 500.000 kr
· Myndlistarsjóður 400.000 kr
· Vaxtarsamningur Austurlands 500.000 kr
Alls 2,4 milljónir.

Alfa og Þór fóru yfir hvernig undirbúningsvinnu var háttað og voru sammála um að sú vinna hafi gengið vel.
Alfa vék af fundi.

Nefndin leggur áherslur á hversu mikilvægt er að hafa öflugan verkefnastjóra yfir svona verkefni og þakkar Ölfu góða vinnu.

Liður 2
Þór kom með þrjá gripi sem tilheyrðu KBF hér áður fyrr, en voru í Samkaup og eiga heima á safninu í Löngubúð. Erla Dóra tók að sér að koma hlutunum í Löngubúð.

Liður 3
Erla Dóra gerði grein fyrir að upplýsingaskilti sem segja til um að bannað sé að tjalda/gista í bíl yfir nótt á ákveðnum stöðum, séu komin til Djúpavogs og verið sé að vinna í að koma þeim upp. Einhver skilti hafa þegar þegar verið sett upp.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 15:45
Ritari: Þorbjörg Sandholt

08.09.2015