Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

1. júní 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd

Fundargerð 1. júní 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 1. júní kl. 14:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt.

Tvö mál voru á dagskrá.

Liður 1
Farið var yfir kort af Djúpavogshreppi og merktir inn þeir staðir þar sem þarf að setja niður skilti fyrir sumarið.

Liður 2
Farið yfir nýja bæklinginn áður en að hann fer í prentun.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 15:00 Ritari: Þorbjörg Sandholt

23.06.2015

18. maí 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd

Fundargerð 18. maí 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 18. maí kl. 14:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Berglind Häsler, Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Erla Dóra fer yfir skipulag í sambandi við skemmtiferðaskipin. Búið að ráða starfsmann með Erlu Dóru á upplýsingamiðstöðina í sumar. Fyrsta skipið er væntanlegt 27. maí. Nefndin sammála um að halda fund í lok sumars og fara vel yfir málin, hvað má gera betur.

Liður 2
Erla Dóra gerði grein fyrir því að Rúllandi snjóbolti fékk eina milljón í styrk frá Uppbyggingasjóð austurlands. Erla Dóra tekur við styrknum fyrir hönd sveitarfélagsins.
Rætt um að stór tankur við Bræðsluna verði notaður fyrir verk á Rúllandi snjóbolta/6. Ákveðið að skoða þetta frekar í samráði við listamanninn.

Liður 3
Hrafnkell Sigurðsson hefur sýnt áhuga á að halda einkasýningu á verkum sínum á meðan hann dvelur á Djúpavogi, í listamannadvöl í tengslum við Rúllandi snjóbolta/6. Ákveðið að skoða mögueika á húsnæði fyrir sýninguna.

Liður 4
Bannað að tjalda/gista í húsbílum nema á merktum tjaldstæðum í sveitarfélaginu. Mikið er um það að bílum sé lagt yfir nótt víðsvegar um þorpið. Úti á söndum, inn við kirkju, við eggin og víðar. Skoðað var hvernig önnur bæjarfélög hafa komið að þessu máli og hvernig best sé fyrir Djúpavogshrepp að finna lausn á þessu í samráði við sveitarstjórn og lögreglu.
Það eru til hjá Djúpavogshreppi “bannað að tjalda” skilti sem þarf að koma niður sem fyrst á ákveðnum svæðum.
Rætt um að merkingar allar þurfi að vera betri og leiða ókunnuga betur í gegnum bæinn okkar .

Liður 5
Nefndin leggur til að hafa hreinsunardaga í byrjun júní þar sem einstaklingar og fyrirtæki eru hvattir til að taka til í kring um sig, upplagt að grilla saman í lokin. Lagt er til að FM og Umhverfisnefnd vinni saman að þessum dögum.

Liður 6
Ákveðið að ganga í Samtök söguferðaþjónustu (SSF) og leggja áherslu á að kynna sögu Djúpavogshrepps fyrir ferðamönnum.

Liður 7
Farið yfir umsóknir um listamannadvöl á Djúpavogi í haust. Erlu Dóru falið að skoða málið betur.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:00 Ritari: Þorbjörg Sandholt.

23.06.2015

13. apríl 2015

Ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 13. apríl 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 13. apríl kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler.

Liður 1

Farið yfir bæklingamál. Erla Dóra kynnti nýjan bækling sem er í vinnslu hjá hönnuði. Erla er að klára texta fyrir bæklinginn og er að leita tilboða í prentun. Bæklingurinn verður bæði á íslensku og ensku.

Aðrir bæklingar sem prentaðir verða eru í vinnslu.

Liður 2

Erla Dóra fór yfir styrkjamál. Sótt um styrk fyrir Rúllandi Snjóbolta og verið að vinna í fleiri umsóknum.

Liður 3

Rætt um hvort leyfilegt sé að sofa í húsbílum hvar sem er í þorpinu. Ákveðið að skoða hvernig önnur sveitafélög taka á þessu.

Liður 4

Stefna bókasafns Djúpavogshrepps lögð fram til kynningar.

Liður 5

Skilti á Búlandsnesi og víðar eru illa farin. Nefndin leggur til að skoða möguleika á að kaupa ný skilti en nota núverandi undirstöður. Einnig að fara vel yfir þær upplýsingar sem eru á hverju skilti.

Liður 6

Stuðningsaðilar Cittaslow, Erla Dóra kynnir hverjir eru stuðningsaðilar.

Liður 7

Samningur milli Djúpavogshrepps og Menningarráðs 2011 - 2013 lagður fram til kynningar.

Liður 8

Erla Dóra minnti á leiksýningu ME, Klaufa og kóngsdætur sem sýnt verður á Hótel Framtíð 19. apríl.

Liður 9

Rætt um að gaman væri að hafa samfélagsdag í maí með áherslu á að snyrta og laga til í þorpinu okkar. Hugmynd að hægt væri að hafa fasta daga á ári í sameiginlega tiltekt í framtíðinni. Svona daga er upplagt að tengja við skemmtilegar uppákomur. Ákveðið að ræða við æskulýðs- og íþróttafulltrúa um smiðju í skiltagerð með börnunum. Í þeim tilgangi að ferðamenn gangi vel um þorpið.

Liður 10

Farið yfir stöðuna á Rúllandi Snjóbolta.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:30 Ritari: Þorbjörg Sandholt

09.06.2015