Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

9. mars 2015

Fundur í ferða og menningarmálanefnd - Fundargerð 9. mars 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 9. mars kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Rán Freysdóttir, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler.

Liður 1
Mál Þórarins Hávarðssonar
Nefndin leggur til að fréttaefni ÞH verði keypt og telur að þetta séu góðar sögulegar heimildir og vísar málinu til sveitastjórnar til loka ákvörðunar.

Liður 2
Listamannadvöl á Djúpavogi
Samþykkt að taka á móti listamanni frá Vesteraalen í listamannadvöl næsta haust/vetur. Erla Dóra verður tengiliður við verkefnið og skoðar möguleika að sækja um styrk.

Liður 3
Endurstika gönguleiðir
Nefndin telur að tími sé kominn á að endurstika gönguleiðir sem merktar eru á gönguleiðakort Djúpavogshrepps og kort Birds.is. Erla Dóra leggur til að leita samstarfs við Ferðafélagið og Birds.is við verkefnið.

Liður 4
Tónleikahald og leiksýning
Leikfélag ME hefur áhuga á að koma á Djúpavog og sýna fjölskyldu og barnaleikritið Klaufa og kóngsdætur. Sýningin kostar 150.000- , Erla Dóra er búin að leita eftir styrkjum og húsnæði fyrir sýninguna. Kvenfélagið, foreldrafélagið og Hótel Framtíð hafa samþykkt að styrkja verkefnið. Erla Dóra kemur til með að leita eftir frekari styrkjum. Nefndin leggur til að sveitarfélagið styrki verkefnið með einhverjum hætti.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður með tónleika í Djúpavogskirkju 12. apríl.
Fyrri hluta september er fyrirhugað að halda tónleika í Bræðslunni. Þar sem Svanur Vilbergsson og Maja Bugge frumflytja verk.

Liður 5
List án landamæra
List án landamæra leitar eftir styrkjum til sveitafélaga í verkefnið. Nefndin telur jákvætt að Djúpavogshreppur taki þátt í verkefninu og greiði hlut í auglýsingakostnaði. Leggur til að Djúpavogshreppur greiði 20.000. Opnunarhátíðin verður 9. maí á Hótel framtíð og víðar í þorpinu.

Liður 6
Stuðningsaðilar Cittaslow
Erla Dóra sendi upplýsingar á öll fyrirtæki í Djúpavogshreppi um að gerast stuðningsaðilar Cittaslow. Nokkrar umsóknir hafa borist sem lagðar verða fyrir sveitarstjórn.

Liður 7
Bóndavarðan
Erla Dóra kynnir stöðuna á Bóndavörðunni. Stefnt er á að blaðið komi út í lok mars.

Liður 8
Menningarstefna Djúpavogshrepps
Ákveðið að Erla Dóra sæki um frest á lokaskilum á menningarstefnu Djúpavogshrepps sem styrkt var af Austurbrú 2011 – 2013.

Liður 9
Bæklingar
Erla Dóra kynnti hugmyndir að bæklingum fyrir Djúpavogshrepp sem prenta þarf fyrir sumarið. Ákveðið að Erla Dóra leiti eftir tilboðum í uppsetningu bæklingsins.

Liður 10
Önnur mál
Komið hafa fram ábendingar um að það vantaði fleiri WC merkingar og að skoða þurfi skiltamál á Búlandsnesi.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40Ritari: Þorbjörg Sandholt

 

13.03.2015

11. febrúar 2015

Fundur í ferða og menningarmálanefnd  - Fundargerð 11. febrúar 2015

Fundur var haldin í ferða og menningarmálanefni miðvikudaginn 11. febrúar kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Hörður Ingi Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler ferða og menningarfulltrúi Djúpavogshrepps.

Nýr ferða og menningarfulltrúi boðin velkomin til starfa og farið yfir stöðuna með henni.

Liður 1
Cittaslow, Erla Dóra er byrjuð að vinna að því að kynna möguleika Cittaslow sem eru fyrir hendi fyrir fyrirtæki í sveitafélaginu. Hún mun vinna að þessu á næstu vikum.

Liður 2
Pocketguide. Upplýsingar sem notaðar eru í appið eru farnar frá Erlu Dóru til forritara erlendis. Þegar það kemur til baka fer það í yfirlestur.

Liður 3
Þórarinn Hávarðsson. Þórarinn vill selja myndefni frá Djúpavogi á árunum 1990 til 2001. Um er að ræða töluvert magn. Erla ætlar að hafa samband við Þórarinn til að fá nánari upplýsingar um efnið sem um er talað. Í framhaldi væri hægt að skoða hvernig hægt væri að fjármagna kaupin.

Liður 4
Bæklingamál. Rætt um möguleika á uppsettningu. Allir sammála um að hafa þetta einfalt, hnitmiðað með fallegum myndum. Kanna möguleika á að gefa út tvo bæklinga. Einn til að kveikja áhuga á Djúpavogi og laða fólk inn í sveitafélagið. Sá síðar með meiri upplýsingum fyrir þá sem eru komnir á staðinn til að upplýsa fólk um starfsemi í sveitafélaginu.

Liður 5
Skiltamál. Djáknadys, Valtýrskambur og Fossárvík. Hugmyndir af texta komnar frá Kristjáni Ingimars og Erla Dóra er byrjuð að skoða þær. Fyrirhugað var að setja skiltin upp fyrir sumarið en nú er ljóst að það verður seinkun á því. Rætt var um að vinna málið vel í sumar og vonandi víga skiltin í haust. Kanna möguleika á styrkjum.

Liður 6
Rúllandi snjóbolti. Rúllandi snjóbolti hefst 11. júlí 2015. Gestalistamenn verða tveir listamenn, einn frá Kína og annar íslenskur. Erla Dóra vinnur áfram að þessu máli.

Liður 7
Upplýsingamiðstöð Djúpavogs. Rætt var um að hafa meiri áherslur á Djúpavog í upplýsingamiðstöðinni. Erla Dóra ræddi ákveðnar hugmyndir hvernig hægt er að framkvæma þetta.

Liður 8
Rætt um að Djúpavogshreppur væri með skýra menningarstefnu og nefndarmenn færu í það að kynna sér menningarstefnu annara sveitarfélaga.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40
Ritari: Hörður Ingi Þórbjörnsson

13.03.2015

7. janúar 2015

Fundur haldinn í F&M í Geysi 7. janúar klukkan 14:00 2015.

Farið yfir stöðu mála í ferða og menningarmálum. Kristján Ingimarsson formaður er að fara í tímabundið leyfi og Þorbjörg Sandholt mun taka við formennsku í nefndinni. Þór Vigfússon tekur sæti sem aðalmaður í nefndinni.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan 15:00

Kristján Ingimarsson
Fundarritari.

13.03.2015