Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

24. september 2014

Fundur haldinn í Ferða og menningarmálanefnd, miðvikudaginn 24. september 2014 kl 15:00 í Geysi. Mætt á fundinn Þorbjörg Sandholt, Þór Vigfússon og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1. Umsóknir um starf Ferða og menningarmálafulltrúa.
2. Hans Jónatan.
3. Önnur mál.

1. Fjallað var um umsóknir um starf Ferða og menningarmálafulltrúa. Alls bárust 14 umsóknir um starfið en umsóknarfrestur rann út 15. september s.l. Sex umsóknir voru valdar úr til frekari úrvinnslu.

2. Farið var yfir útgáfuhóf vegna bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson en hún verður gefin út af Forlaginu 11. október n.k.

3.

a)Fundarmenn hvattir til þátttöku í Cittaslow Sunday sem verður næstkomandi sunnudag.
b)Kvikmyndahátíðin Riff hefur boðað komu sína til Djúpavogs og fundarmenn taka hátíðinni fagnandi.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:10.

Kristján Ingimarsson, fundarritari.

15.12.2014