Djúpivogur
A A

Ferða- og menningarmálanefnd

24. september 2014

Fundur haldinn í Ferða og menningarmálanefnd, miðvikudaginn 24. september 2014 kl 15:00 í Geysi. Mætt á fundinn Þorbjörg Sandholt, Þór Vigfússon og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1. Umsóknir um starf Ferða og menningarmálafulltrúa.
2. Hans Jónatan.
3. Önnur mál.

1. Fjallað var um umsóknir um starf Ferða og menningarmálafulltrúa. Alls bárust 14 umsóknir um starfið en umsóknarfrestur rann út 15. september s.l. Sex umsóknir voru valdar úr til frekari úrvinnslu.

2. Farið var yfir útgáfuhóf vegna bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson en hún verður gefin út af Forlaginu 11. október n.k.

3.

a)Fundarmenn hvattir til þátttöku í Cittaslow Sunday sem verður næstkomandi sunnudag.
b)Kvikmyndahátíðin Riff hefur boðað komu sína til Djúpavogs og fundarmenn taka hátíðinni fagnandi.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:10.

Kristján Ingimarsson, fundarritari.

15.12.2014

10. september 2014

Ferða- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2014

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 10. september 2014 kl. 16:00. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg sandholt, Rán Freysdóttir í forföllum Harðar Inga Þórbjörnssonar varaformanns og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. KI stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:
Fundurinn samþykkti að taka lið 7 á dagskrá.

1. Erindisbréf
2. Skiltamál
3. Staða í húsfriðunarverkefnum
4. Hans Jónatan
5. Ferða- og menningarmálafulltrúi
6. Fundur ferðaþjónustuaðila í Djúpavogshreppi
7. Önnur mál


 

1. Erindisbréf
Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf til kynningar.

2. Skiltamál
KI gerði grein fyrir hugmyndum um skilti við ýmis náttúruvætti og sögustaði. Nefndin sammála um að skiltamálin verði eitt af fyrstu verkefnum nýs ferða- og menningarmálafulltrúa í samráði við nefndina og Vegagerðina. Nefndin telur eðlilegt að miða við að ný skilti verði komin upp fyrir næstu Hammondhátíð þar sem þau verði kynnt með viðhöfn.

3. Staða í húsfriðunarverkefnum
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu endurbyggingar gömlu kirkjunnar og Faktorshússins.

4. Hans Jónatan
KI skýrði frá hugmyndum tengdum útgáfu bókarinnar “Maðurinn sem stal sjálfum sér” eftir Gísla Pálsson sem segir frá ævihlaupi Hans Jónatans. Nefndin er sammála um að gera útgáfu bókarinnar góð skil og felur KI, RF og sveitarstjóra ásamt nýjum ferða- og menningarmálafulltrúa að vinna að málinu.

5. Ferða- og menningarmálafulltrúi
Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum sem borist hafa vegan starfs ferða- og menningarmálafulltrúa. Samþykkt að nefndin hittist að nýju sem fyrst eftir að umsóknarfrestur er runnin út 15. september.

6. Fundur ferðaþjónustuaðila í Djúpavogshreppi
Rætt var um fyrirhugaðan fund með ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að hann verði haldinn þegar líður á haustið.

7. Önnur mál
Rán kynnti hugmyndir um lítinn bækling með leiðbeiningum um hvaða þjónusta og afþreying er í boði á Djúpavogi. Nefndin er sammála um að endurskoða þurfi kynningarefni um sveitarfélagið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00

15.09.2014