Djúpivogur
A A

Atvinnumálanefnd

12. september 2016

Fundargerð 12.0.2016
7. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 12. september kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Þórir Stefánsson og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Atvinnumál í Djúpavogshreppi:
Hvetja Djúpavogshrepp til að uppfæra heimasíðu og gera laus störf sýnilegri og lista upp öll þau störf sem eru í boð hjá fyrirtækjum staðarins. Rán mun tína saman á listann. Selja okkur út á við og fá fólk til okkar í þropið.
Fara yfir kostnað á birtingu, hvar og hvernig þetta verður auglýst.
Geta Austurbrú eða Nýsköpunarmiðstöð komið inn í þetta?
Nota mannauðskortið, hafa það sýnilegra á heimasíðunni.
Gefa okkur til 2. október til að sjóða saman og auglýsa.

2. Staðan á heimasíðu:
Hvar er nýja heimasíðan?

3. Skólpið:
Skorum á sveitarstjórn að taka á skólpmálum í sveitarfélaginu. Setja inn í næstu fjárhagsáætlun.

4. Vegir og gangstéttir - umhverfið og ásýnd bæjarins:
Hver er staðan á að klára að malbika götur og ljúka við gangstéttir? Brýn nauðsyn að laga veg og gangstétt inn í bræðslu.
Ásýnd bæjarins þarf að bæta og tiltekt að eiga sér stað.
Við hvetjum sóknarnefnd til að taka til hendinni og klára að helluleggja og malbika planið
ásamt því að mála kirkjuna, hún er staðarprýð okkar og hefur drabbast mikið niður síðustu
ár.

5. Ljósleiðaravæðing:
Viljum minna sveitarstjórn á að vera vakandi fyrir umsóknarferli fyrir ljósleiðaravæðingu,
og koma inn umsókn inn í næsta ferli.
Koma ljósleiðara í öll fyrirtæki og heimili í sveitarfélaginu.

6. Þriggjafasa rafmagn:
Krafa úr dreifbýli að þriggja fasa rafmagn sé sett í forgang ásamt ljósleiðara. Dreifbýlið er á
tímamtóum. Sauðfjárbúum fækkar og dreifbýlið verður að geta tekið við nýjum iðnaði.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

18.11.2016