Djúpivogur
A A

Atvinnumálanefnd

4. september 2015

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2015

6. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 4. september kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Sóley Dögg Birgisdóttir og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Ljósleiðaravæðing.
Verkefnið kynnt fyrir nefndarmönnum.

2. Breyting á lögum um byggðarkvóta.
Bréf sem barst formanni Atvinnumálanefndar kynnt nefndarmönnum. Sveitarstjóri kom á fundinn og fór yfir stöðuna. Sveitarstjórn hefur farið þess á leit við ráðuneytið að útgerðir sem fengu úthlutuðum byggðarkvóta fyrir árið 14/15 fái eitt ár til þess að veiða hann. En tafir urðu á úthlutun byggðarkvóta þetta ár og því fengu útgerðir aðeins nær helming þess tímanna til þess að veiða hann. Þegar hefur verið veitt 100 tonn af þeim 190 sem úthlutað var. Sveitarstjórn kallaði til aukafundar og samþykkti beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta. Málið er í vinnslu í ráðuneytinu.

3. Staða atvinnumála á Djúpavogi
Rætt var um stöðu atvinnumála í Djúpavogshreppi. Margt hefur áunnist síðustu mánuði og þegar hefur verið ráðið í flest auglýst störf. Lagt var áhersla á að Nýsköpunarmiðstöð kláraði ráðningaferli á starfsmanni með starfstöð á Djúpavogi. Formanni atvinnumálanefndar falið að ganga eftir málinu.
Ný heimasíða Djúpavogshrepps var rædd og mikilvægi þess að hún væri aðgengileg og hefði uppfærðar upplýsingar um fyrirtæki og þjónustu á svæðinu, ásamt því að stefnu sveitarfélagsins væri komið skýrt á framfæri. Mannauðskortið væri aðgengilegt, laus störf væru ávallt auglýst á heimasíðunni og húsnæði/jarðir sem væru til leigu/sölu væru listaðar á heimasíðunni og eða linkur á upplýsingarnar til að auðvelda þeim sem eru að leyta.
Formanni atvinnumálanefndar farið að kanna stöðu hjúkrunarfræðings í Djúpavogshreppi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

08.09.2015

9. febrúar 2015

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.02.2015
5. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps mánudaginn 9.febrúar kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Guðbjört Einarsdóttir, Þórir Stefánsson og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Búlandstindur:
Elís Hlynur Grétarsson kom og fór yfir stöðu Búlandstinds eins og hún er í dag. Þar kom fram að Ósnes og Fiskeldi Austfjarðar eiga jafnan hlut í Búlandstindi. 31 starfsmenn eru á launaskrá í dag. 400 tonna kvóti er komin frá Byggðastofnun til að styrkja vinnsluna. Í dag var síðast dagur til að semja um byggðakvótann og hafa þónokkrir sótt um. Búlandstindur er að vinna í því að finna bát til að styrkja vinnsluna enn frekar.


2. Íris Hákonardóttir erindi um sumarlokun leikskólans:
Við leggjum til að þetta verði skoðað fyrir sumarið 2015. Sú tillaga kom fram að ef ekki næðist samstaða meðal starfsfólks leikskólans og yfirmanna um opnun allt árið, þá væri hægt að leigja út starfsemina til einkaaðila á þeim tíma sem sumarlokunin stendur yfir.

3. Mannauður á Djúpavogi:
Kortlagning mannauðs á Djúpavogi sem unnið var í Djúpinu lagt til kynningar.

4. Nýsköpunarmiðstöð:
Farið yfir starfsemi og möguleika á að nýta sér þá þjónustu sem Nýsköpunarmiðstöð hefur upp á að bjóða. Athuga með námskeið í vor til að virkja og efla starfandi fyrirtæki á Djúpavogi ásamt því að hvetja til nýrra viðskiptahugmynd.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:50
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

13.03.2015