Djúpivogur
A A

Atvinnumálanefnd

26. nóvember 2014

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 26.11.2014

3. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 26. nóvember 2014 kl. 09:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Rán Freysdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Guðbjört Einarsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Sérreglur um úthlutun byggðarkvóta.
Fyrir liggur að sótt hefur verið um frest til 15. des til þess að semja sérreglur um úthlutun Byggðakvóta fyrir Djúpavogshrepp. Ákveðið var að halda fund með útgerðum á Djúpavogi þar sem farið verður yfir almennar reglur um úthlutun byggðakvóta og gefa viðkomandi aðilum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

2. Staða Atvinnumála á Djúpavogi
Staða atvinnumála rædd. Rætt var um ný atvinnutækifæri og þá vinnu sem hefur verið í gangi til að ná nýjum störfum inn á svæðið.

Þörf er á að uppfæra fyrirtækjalista á heimasíðu Djúpavogshrepps, bæta við upplýsingum fyrir hvert og eitt fyrirtæki og þjónustuaðila og bæta inn nýjum á listann. Ákveðið að auglýsa eftir skráningum og ábendingum um þá þjónustu sem er til staðar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 10:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

15.12.2014