Djúpivogur
A A

Atvinnumálanefnd

21. október 2014

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 21.10.2014

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps í Geysi þriðjudaginn 21.10.2014 kl 16:00. Mættir: Júlía Rafnsdóttir, Þórir Stefánsson, Óskar Ragnarsson og Kristján Ingimarsson sem stjórnaði fundi og ritaði fundargerð. Einnig kom inn á fundinn Elís Grétarsson.

Dagskrá:

1. Byggðakvóti.

Rætt var um úthlutun byggðakvóta fyrir kvótaárið 2014/2015 og eftirfarandi lagt til enda er markmiðið að allur byggðakvótinn verði veiddur, þannig að 388 tonn skili sér inn i vinnslu á staðnum.
Heimamenn sitji fyrir í kvótaúthlutun en ef ekki næst að úthluta öllu á heimamenn miðað við tonn á móti tonni þá geti utanaðkomandi útgerðir veitt það sem uppá vantar enda geri þær samning við vinnslu á staðnum.
Gengið verði frá samningum við vinnslu á staðnum fyrir 1. febrúar.
Standi útgerðir ekki við samninginn má beita sektum t.d. svipting veiðileyfis eða fjársekt.
Löglærður einstaklingur verði fenginn til þess að útfæra nánar sérreglur fyrir sveitarfélagið.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl 17:50.

 

03.11.2014