Djúpivogur
A A

Atvinnumálanefnd

12. september 2016

Fundargerð 12.0.2016
7. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 12. september kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Þórir Stefánsson og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Atvinnumál í Djúpavogshreppi:
Hvetja Djúpavogshrepp til að uppfæra heimasíðu og gera laus störf sýnilegri og lista upp öll þau störf sem eru í boð hjá fyrirtækjum staðarins. Rán mun tína saman á listann. Selja okkur út á við og fá fólk til okkar í þropið.
Fara yfir kostnað á birtingu, hvar og hvernig þetta verður auglýst.
Geta Austurbrú eða Nýsköpunarmiðstöð komið inn í þetta?
Nota mannauðskortið, hafa það sýnilegra á heimasíðunni.
Gefa okkur til 2. október til að sjóða saman og auglýsa.

2. Staðan á heimasíðu:
Hvar er nýja heimasíðan?

3. Skólpið:
Skorum á sveitarstjórn að taka á skólpmálum í sveitarfélaginu. Setja inn í næstu fjárhagsáætlun.

4. Vegir og gangstéttir - umhverfið og ásýnd bæjarins:
Hver er staðan á að klára að malbika götur og ljúka við gangstéttir? Brýn nauðsyn að laga veg og gangstétt inn í bræðslu.
Ásýnd bæjarins þarf að bæta og tiltekt að eiga sér stað.
Við hvetjum sóknarnefnd til að taka til hendinni og klára að helluleggja og malbika planið
ásamt því að mála kirkjuna, hún er staðarprýð okkar og hefur drabbast mikið niður síðustu
ár.

5. Ljósleiðaravæðing:
Viljum minna sveitarstjórn á að vera vakandi fyrir umsóknarferli fyrir ljósleiðaravæðingu,
og koma inn umsókn inn í næsta ferli.
Koma ljósleiðara í öll fyrirtæki og heimili í sveitarfélaginu.

6. Þriggjafasa rafmagn:
Krafa úr dreifbýli að þriggja fasa rafmagn sé sett í forgang ásamt ljósleiðara. Dreifbýlið er á
tímamtóum. Sauðfjárbúum fækkar og dreifbýlið verður að geta tekið við nýjum iðnaði.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

18.11.2016

4. september 2015

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2015

6. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 4. september kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Sóley Dögg Birgisdóttir og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Ljósleiðaravæðing.
Verkefnið kynnt fyrir nefndarmönnum.

2. Breyting á lögum um byggðarkvóta.
Bréf sem barst formanni Atvinnumálanefndar kynnt nefndarmönnum. Sveitarstjóri kom á fundinn og fór yfir stöðuna. Sveitarstjórn hefur farið þess á leit við ráðuneytið að útgerðir sem fengu úthlutuðum byggðarkvóta fyrir árið 14/15 fái eitt ár til þess að veiða hann. En tafir urðu á úthlutun byggðarkvóta þetta ár og því fengu útgerðir aðeins nær helming þess tímanna til þess að veiða hann. Þegar hefur verið veitt 100 tonn af þeim 190 sem úthlutað var. Sveitarstjórn kallaði til aukafundar og samþykkti beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta. Málið er í vinnslu í ráðuneytinu.

3. Staða atvinnumála á Djúpavogi
Rætt var um stöðu atvinnumála í Djúpavogshreppi. Margt hefur áunnist síðustu mánuði og þegar hefur verið ráðið í flest auglýst störf. Lagt var áhersla á að Nýsköpunarmiðstöð kláraði ráðningaferli á starfsmanni með starfstöð á Djúpavogi. Formanni atvinnumálanefndar falið að ganga eftir málinu.
Ný heimasíða Djúpavogshrepps var rædd og mikilvægi þess að hún væri aðgengileg og hefði uppfærðar upplýsingar um fyrirtæki og þjónustu á svæðinu, ásamt því að stefnu sveitarfélagsins væri komið skýrt á framfæri. Mannauðskortið væri aðgengilegt, laus störf væru ávallt auglýst á heimasíðunni og húsnæði/jarðir sem væru til leigu/sölu væru listaðar á heimasíðunni og eða linkur á upplýsingarnar til að auðvelda þeim sem eru að leyta.
Formanni atvinnumálanefndar farið að kanna stöðu hjúkrunarfræðings í Djúpavogshreppi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

08.09.2015

9. febrúar 2015

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.02.2015
5. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps mánudaginn 9.febrúar kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Guðbjört Einarsdóttir, Þórir Stefánsson og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Búlandstindur:
Elís Hlynur Grétarsson kom og fór yfir stöðu Búlandstinds eins og hún er í dag. Þar kom fram að Ósnes og Fiskeldi Austfjarðar eiga jafnan hlut í Búlandstindi. 31 starfsmenn eru á launaskrá í dag. 400 tonna kvóti er komin frá Byggðastofnun til að styrkja vinnsluna. Í dag var síðast dagur til að semja um byggðakvótann og hafa þónokkrir sótt um. Búlandstindur er að vinna í því að finna bát til að styrkja vinnsluna enn frekar.


2. Íris Hákonardóttir erindi um sumarlokun leikskólans:
Við leggjum til að þetta verði skoðað fyrir sumarið 2015. Sú tillaga kom fram að ef ekki næðist samstaða meðal starfsfólks leikskólans og yfirmanna um opnun allt árið, þá væri hægt að leigja út starfsemina til einkaaðila á þeim tíma sem sumarlokunin stendur yfir.

3. Mannauður á Djúpavogi:
Kortlagning mannauðs á Djúpavogi sem unnið var í Djúpinu lagt til kynningar.

4. Nýsköpunarmiðstöð:
Farið yfir starfsemi og möguleika á að nýta sér þá þjónustu sem Nýsköpunarmiðstöð hefur upp á að bjóða. Athuga með námskeið í vor til að virkja og efla starfandi fyrirtæki á Djúpavogi ásamt því að hvetja til nýrra viðskiptahugmynd.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:50
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

13.03.2015

26. nóvember 2014

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 26.11.2014

3. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 26. nóvember 2014 kl. 09:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Rán Freysdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Guðbjört Einarsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Sérreglur um úthlutun byggðarkvóta.
Fyrir liggur að sótt hefur verið um frest til 15. des til þess að semja sérreglur um úthlutun Byggðakvóta fyrir Djúpavogshrepp. Ákveðið var að halda fund með útgerðum á Djúpavogi þar sem farið verður yfir almennar reglur um úthlutun byggðakvóta og gefa viðkomandi aðilum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

2. Staða Atvinnumála á Djúpavogi
Staða atvinnumála rædd. Rætt var um ný atvinnutækifæri og þá vinnu sem hefur verið í gangi til að ná nýjum störfum inn á svæðið.

Þörf er á að uppfæra fyrirtækjalista á heimasíðu Djúpavogshrepps, bæta við upplýsingum fyrir hvert og eitt fyrirtæki og þjónustuaðila og bæta inn nýjum á listann. Ákveðið að auglýsa eftir skráningum og ábendingum um þá þjónustu sem er til staðar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 10:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

15.12.2014

21. október 2014

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 21.10.2014

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps í Geysi þriðjudaginn 21.10.2014 kl 16:00. Mættir: Júlía Rafnsdóttir, Þórir Stefánsson, Óskar Ragnarsson og Kristján Ingimarsson sem stjórnaði fundi og ritaði fundargerð. Einnig kom inn á fundinn Elís Grétarsson.

Dagskrá:

1. Byggðakvóti.

Rætt var um úthlutun byggðakvóta fyrir kvótaárið 2014/2015 og eftirfarandi lagt til enda er markmiðið að allur byggðakvótinn verði veiddur, þannig að 388 tonn skili sér inn i vinnslu á staðnum.
Heimamenn sitji fyrir í kvótaúthlutun en ef ekki næst að úthluta öllu á heimamenn miðað við tonn á móti tonni þá geti utanaðkomandi útgerðir veitt það sem uppá vantar enda geri þær samning við vinnslu á staðnum.
Gengið verði frá samningum við vinnslu á staðnum fyrir 1. febrúar.
Standi útgerðir ekki við samninginn má beita sektum t.d. svipting veiðileyfis eða fjársekt.
Löglærður einstaklingur verði fenginn til þess að útfæra nánar sérreglur fyrir sveitarfélagið.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl 17:50.

 

03.11.2014

4. september 2014

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2014

Fundur var haldinn í atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 4. september 2014 kl. 16:00. Fundinn sátu Rán Freysdóttir formaður, Guðbjört Einarsdóttir varaformaður, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Sveinn Kristján Ingimarsson og Þórir Stefánsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Nefndin samþykkir að taka fyrir lið 1 sem ekki var á dagskrá fundarins.

1. Frumkvöðlasetur á Djúpavogi
Alfa Freysdóttir verkefnisstjóri frumkvöðlaseturs á Djúpavogi kynnti fyrirhugaða starfsemi frumkvöðlaseturs sem er samstarfsverkefni Austurbrúar, Djúpavogshrepps og Afls starfsgreinafélags. Setrið verður opið frumkvöðlum til að vinna að nýsköpunarverkefnum. Gert er ráð fyrir að námsmönnum standi einnig til boða að nýta sér aðstöðuna en fjarfundabúnaður er á staðnum. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist 1. október. Stefnt er að opnum kynningarfundi um verkefnið fljótlega. 

Alfa vék af fundi.

2. Erindisbréf
Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf til kynningar.

3. Staða atvinnumála í Djúpavogshreppi
Elís Hlynur Grétarsson vinnslustjóri hjá Vísi hf sat fundinn undir þessum lið. Hann gerði grein fyrir stöðu mála. Vísir hf stefnir að því að láta af starfsemi á staðnum um áramót. Stefnt er að því að nýtt fyrirtæki í eigu Ósness og Fiskeldis Austfjarða taki við rekstrinum á þeim tíma. Ekki hefur endanlega verið gengið frá með hvaða hætti. Elís vék af fundi.

4. Mótvægisaðgerðir í atvinnumálum
Rán Freysdóttir gerði grein fyrir fundi sem hún sat ásamt sveitarstjóra og oddvita með fulltrúa atvinnuþróunarsvið Austurbrúar. Á fundinum var farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir í atvinnumálum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í bolfiskvinnslu á Djúpavogi. Atvinnumálanefnd beinir því til sveitarstjórnar að hún beiti sér af krafti til að tryggja nægar varanlegar aflaheimildir í byggðarlaginu svo að halda megi uppi sambærilegri vinnslu og verið hefur. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að fylgt verði eftir þeirri kynningu á sjónarmiðum íbúa sem fram kom í vor m.a. á myndbandi og í fjölmiðlum. Samþykkt samhljóða að veita formanni umboð til að vinna að málinu áfram í samráði við sveitarstjóra.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:15

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri

 

12.09.2014