Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. janúar 2020

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. janúar 2020

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. janúar 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 06.01.2020 - 11:01

Fundargerð 14. fundar Atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 6.janúar 2020 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Bergþóra Birgisdóttir, Hafliði Sævarsson og Sigurjón Stefánsson. Einnig sat Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi fundinn.

Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Skýrsla atvinnu- og menningarmálafulltrúa fulltrúa
2. Undirbúningur fyrir sumarið
3. Milljarður rís
4. Önnur mál

--

1. Skýrsla atvinnu-og menningarmálafulltrúa

Halldóra Dröfn, atvinnu- og menningarmálafulltrú gerði grein fyrir þeim málum sem hún hefur unnið að s.l. mánuð. Búið að vinna ýmsar skýrslur, Cittaslow-hilla er komin upp í Kjörbúðinni og vonandi hægt að fara merkja vörurnar fljótlega. Halldóra hefur útbúið lista yfir þá aðila í Djúpavogshreppi sem framleiða matvæli sem hún kynnti fyrir nefndinni. Áhugi er fyrir því að gefa út Hammod-Bóndavörðu, Halldóru er falið að fylgja því eftir.

Síðustu ár hefur utandagskrá Hammondhátíðar verið einstaklega fjölbreytt og glæsileg. Nefndin leggur áherslu á að fljótlega verði boðað til fundar vegna utandagskrár Hammondhátíðar, Halldóru falið að fylgja því eftir.

Unnið er að því að ganga frá samningi vegna kaupa á eggjum sem minjagripi. Halldóra vinnur áfram að því.

2. Undirbúningur fyrir sumarið

Nefndin leggur áherslur á að mikilvægt sé að koma nýjum skiltum upp fyrir sumarið. Búið er að leita eftir tilboði í skiltin, nefndin felur Halldóru Dröfn að klára málið fyrir næsta fund. Halldóru falið að skoða hvað er til að borðum og bekkjum. Einnig að fylgja því eftir að settur verður vatnskrani á Kallabakkann.

3. Milljarður rís

Íbúum í Djúpavogshreppi gefst í fyrsta sinn tækifæri til að taka þátt í dansviðburðinum Milljarður rís. Viðburðurinn er verkefni UN Women gegn kynbundnu ofbeldi og fer fram í íþróttahúsinu þann 14.febrúar kl.12:15 – 13:00. Nefndin hvetur alla til að koma í íþróttahúsið og dansa saman gegn kynbundnu ofbeldi.

4. Önnur mál

Næstu fundir nefndarinnar verður 5. mars og 2. apríl kl. 16:15.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:36

Þorbjörg Sandholt var fundarritari