Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5. mars 2020

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5. mars 2020

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5. mars 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 05.03.2020 - 11:03

Fundargerð 15. fundar Atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Bergþóra Birgisdóttir, Hafliði Sævarsson, Ingi Ragnarsson og Sigurjón Stefánsson. Einnig sat Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi fundinn.

Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Skýrsla atvinnu- og menningarmálafulltrúa fulltrúa
2. Utandagskrá Hammondhátíðar
3. Önnur mál

--

1. Skýrsla atvinnu-og menningarmálafulltrúa

Halldóra Dröfn, atvinnu- og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir þeim málum sem hún hefur unnið að frá síðasta fundi. Djúpavogshreppur fékk styrk úr Uppbyggingasjóði í sýningu Sigurðar Guðmundssonar kr. 1.500.000- og í Cittaslow-miðstöð á Íslandi kr. 600.000-, nefndin þakkar styrkinn.

Beðið er eftir tilboði í skilti. Tilboð í gerð minjagripa, Eggin Gleðivík er tilbúið og verður sent á sveitarstjórn. Vinna við nýja Bóndavörðu er í fullum krafti og stefnt er að því að hún komi út í lok mars.

Þann 1. apríl verður opinn fundur á vegum Cruise Iceland vegna komu leiðangurs-/ skemmtiferðaskipa. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

2. Utandagskrá Hammondhátíðar

Haldinn var fundur vegna utandagskrár Hammond. Ágætlega var mætt á fundinn og margar hugmyndir komnar fram. Halldóru falið að fylgja málinu áfram og auglýsa.

3. Önnur mál

Síðasti fundur nefndarinnar er 2. apríl kl. 16:15.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:02

Þorbjörg Sandholt var fundarritari