Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2. maí 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2. maí 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2. maí 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 02.05.2019 - 11:05

Fundargerð 8. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 2.maí 2019 kl. 08:00. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Jóhann Hjaltason, Sigurjón Stefánsson og Bergþóra Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi. Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1.Styrkur vegna fjarlægðar
2.Opinn fundur um menningarmál
3.Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
4.Önnur mál

-----

1. Styrkur vegna fjarlægðar

Ákveðið að styrkur vegna fjarlægðar 2019, verði nýttur til að efla menningu eldriborgara í Djúpavogshreppi, Daga myrkurs og menningarsjóðinn.

Nefndin leggur til að hluti af styrk vegna fjarlægðar 2020, fari í að efla unglinga og ungmenna menningu. Atvinnu-og menningarfulltrúa falið að klára málið.

2. Opinn fundur um menningarmál

Nefndin þakkar þeim sem sáu sér fært að mæta á opinn fund um landbúnað sem haldinn var í byrjun apríl s.l. Fundurinn var upplýsandi og málefnalegur. Góðar ábendingar komu þar fram og mun nefndin ásamt atvinnu-og menningarfulltrúa fara yfir þær.

Rætt var um skipulag á opnum fundi um menningarmál sem haldinn verður 11.maí næst komandi. Nefndin hvetur alla áhugasama um að mæta á fundinn.

3. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi

Greta Mjöll gerði grein fyrir verkefnum sem hún hefur unnið að á s.l. vikum m.a. að því að koma bæklingum í prentun fyrir sumarið. Greta sagði frá skemmtilegri hugmynd að hreinsunar vikur og verður hún kynnt fljótlega.

4. Önnur mál

Þór Vigfússon kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir og teikningar af trékössum utan um ruslatunnur sem fyrirhugað er að koma upp á nokkrum stöðum í þorpinu. Nefndinni líst vel á hugmyndir Þórs, atvinnu-og menningarmálafulltrúa falið að vinna málið áfram með Þór.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:40
Næsti fundur fyrirhugaður 6.júní


Þorbjörg var fundarritari