Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - aukafundur

Atvinnu- og menningarmálanefnd - aukafundur

Atvinnu- og menningarmálanefnd - aukafundur

Ólafur Björnsson skrifaði 01.12.2018 - 09:12

Aukafundur í atvinnu- og menningarmálanefnd í Djúpavogshreppi kjörtímabilið 2018-2022

Aukafundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, föstudaginn 23. nóvember 2018 kl. 08:00. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, , Hafliði Sævarsson, Ingi Ragnarsson, Jóhann Hjaltason og Þór Vigfússon. Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi, Þorbjörg stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Umsóknir um rekstur Löngubúðar

-----

1. Umsóknir um rekstur Löngubúðar

Þrjár umsóknir bárust í rekstur Löngubúðar, frá Kálki, Heru Líf Liljudóttur og auk þess skiluðu Bergþóra Birgirsdóttir og Jóhanna Meyer Birgisdóttir inn sameiginlegu tilboði. Nefndin fór yfir umsóknirnar og líst vel á öll tilboðin. Það er álit nefndarinnar að Kálkur leggi fram besta tilboðið út frá veltu síðustu ára í Löngubúð. Nefndin telur það einnig kost að Kálkur hafi rekið Löngubúð við góðan orðstýr síðast liðin ár og þekki því reksturinn vel.

Nefndin þakkar öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00

Þorbjörg ritaði fundargerð