Atvinnu- og menningarmálanefnd - 06.12.2018

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 06.12.2018
Ólafur Björnsson skrifaði 06.12.2018 - 09:123. fundur atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 08:00. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Ingi Ragnarsson, Jóhann Hjaltason og Bergþóra Birgisdóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi kom inn á fundinn undir lið nr. 3. Þorbjörg stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Framkvæmdarstjóri Búlandstinds
2. Opinn fundur um atvinnumál
3. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
4. Fundartími á nýju ári
5. Önnur mál
------
1. Framkvæmdarstjóri Búlandstinds
Elís Hlynur Grétarsson gerði grein fyrir stöðu á vinnslu í Búlandstindi. Ánægjulegt að heyra að vinnslan vex og störfum fjölgar.
2. Opinn fundur um atvinnumál
Nefndin ræddi um fyrirhugaðan opinn fund um atvinnumál. Ákveðið að halda fundinn laugardaginn 12.janúar kl. 11. Nánari staðsetning auglýst síðar. Nefndin hvetur þá sem hafa áhuga á atvinnumálum að taka daginn frá.
3. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
Atvinnu- og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir stöðu verkefna sem unnið er að um þessar mundir. Meðal annars áhugavert verkefni þar sem áhersla er á staðbundna matarmenningu.
4. Fundartími á nýju ári
Nefndin ákvað að funda áfram fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 8.
5. Önnur mál
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnaða sýningu í tilefni 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30
Þorbjörg Sandholt, fundarritari