Atvinnu- og menningarmálanefnd - 27.09.2018

Fundargerð
1. fundur atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 27. september 2018 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Häsler, Hafliði Sævarsson, Sigurjón Stefánsson og Bergþóra Birgisdóttir.
Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi sem ritaði fundargerð, Þorbjörg stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Erindisbréf nefndarinnar
2. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
3. Langabúð
4. Fjallskil
5. Önnur mál
Formaður bað fundinn um leyfi til að taka fyrir tvö erindi sem nefndinni bárust eftir að fundarboð fór úr. Samþykkt.
1. Erindisbréf nefndarinnar
Formaður fór yfir erindisbréf nefndarinnar.
2. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir þeim verkefnum sem hún hefur verið að sinna frá því að hún tók til starfa í maí s.l. og helstu verkefnum sem fyrirhuguð eru.
- Erindi um styrk vegna jólatónleika Jólin til þín. Nefndin hafnar erindinu um að styrkja tónleikana og leggur til að ákveðið verði verklag fyrir styrkveitingar.
- Greta gerði grein fyrir hugmynd að kynningarefni fyrir sveitarfélagið. Nefndinni lýst vel á hugmyndina og Greta Mjöll falið að vinna málið frekar.
- Nefndinni barst bréf frá Þór Vigfússyni m.a. vegna fyrirhugaðar sýningar þann 1.desember næst komandi á 100 ára afmæli fullveldisins. Nefndin þakkar Þór fyrir bréfið og formanni falið að svara Þór formlega. Atvinnu og menningarmálafulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við Ríkarðshús.
3. Langabúð
Formaður fór yfir erindi frá Ester Sigurðardóttur þar sem hún segir upp rekstrarsamningi vegna Löngubúðar. Mun sá samningur renna út þann 30. nóvember 2018. Nefndin leggur til að auglýst verði eftir nýjum rekstraraðila sem fyrst.
4. Fjallskil
Formaður gerði grein fyrir fjallskilum haustið 2018.
5. Önnur mál
Nefndin hyggst hittast mánaðarlega. Ákveðinn fundartími 1.nóvember og 6.desember kl.8:00.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:50
Greta Mjöll Samúelsdótti, fundarritari