Fundargerðir
9. mars 2017
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.03.2017
32. fundur 2010-2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Stjórn SSA, dags. 31. janúar 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, 8. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 17. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 22. febrúar 2017. Lögð fram til kynnningar.
e) Félagsmálanefnd, dags. 22. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd 23. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Hafnasambandsins, 24. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, 7. mars 2017. Liður 2, reglur leikskólans staðfestur. Liður 3, dagforeldrar, sveitarstjóra falið að auglýsa eftir dagforeldrum. Liður 4, fyrirspurn um tímabundið leikskólapláss, sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og kynna sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
2. Erindi og bréf
a) Samband ísl. sveitarfélaga, Endurskoðun samninga við Fjölís, dags. 7. febrúar 2017. Samþykkt að ganga til samninga við Fjölís á grundvelli framlagðra gagna.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi fyrir hönd sveitarfélagsins.
b) Olíudreifing ehf., umsókn vegna niðurrifs á eldsneytisgeymi, dags. 14. febrúar 2017.
Leyfi veitt sbr. staðfestingu á fundargerð skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar frá 23. febrúar 2017
c) Strympa – skipulagsráðgjöf, Umsókn um heimild til stofnunar lóðar úr landi Þvottár, dags. 19. febrúar 2017. Sveitarstjóra og form. SFU falið að bregðast við erindinu í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins.
d) Þeba Björt Karlsdóttir og Ragnhhildur Bjarney Traustadóttir, stofnun lóðar í landi Múla 1, dags. 28. febrúar 2017. Samþykkt samhljóða.
e) Stjórn Ungs Austurlands, styrkbeiðni, dags. 6. mars 2017. Samþykkt að styðja samtökin um 30.000 kr.
3. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningi við fjarskiptasjóð vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt“. Endanleg útfærsla á verkefninu liggur ekki fyrir en áfram er unnið að henni í samráði við Mannvit.
4. Sameining Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps
Farið yfir skapalón til notkunar vegna mögulegrar sameiningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps. Samþykkt að sveitarstjórn komi saman til vinnufundar þar sem frekar verður unnið með áherslur sveitarfélagsins og framtíðarsýn. Sveitarstjóra falið að boða til fundarins við fyrsta tækifæri.
Hlé var gert á fundi.
Fundi fram haldið á brúnni yfir Berufjarðará.
5. Samgöngumál – Berufjarðarbotn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps skorar á samgönguráðherra og alþingi að standa við nýsamþykkta samgönguáætlun og efna þannig gefin loforð fyrir kosningar.
Yfirlýsingar samgönguráðherra í fjölmiðlum um að mótmæli íbúa í Djúpavogshreppi muni engu breyta varðandi niðurskurð við botn Berufjarðar eru þess eðlis að þær geta ekki annað en haft þveröfug áhrif á allt samfélagið á Austurlandi. Samgönguyfirvöldum ásamt þingheimi er löngu kunnugt um ástand mála á þjóðvegi 1 við botn Berufjarðar. Ráðherra samgöngumála þarf því ekki að láta hörð mótmæli við niðurskurðartillögum á þessari framkvæmd koma sér á óvart. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps krefst þess því að samgönguráðherra og alþingi sameinist um að koma framkvæmd við nýjan veg um botn Berufjarðar í útboð nú þegar.
Ályktun borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.
6. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundum með fulltrúum kennara vegna Bókunar 1 í kjarasamningi.
b) Sveitarstjóri kynnti minnisblað framkvæmdastjórnar HSA varðandi brýn málefni á árinu 2017.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.