Djúpivogur
A A

Fundargerðir

27. júlí 2016

Fundargerð - SFU

12. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 27.07. 2016 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Kári Snær Valtingojer, ( Óskar Ragnarsson og varamaður boðuðu fjarveru)


Dagskrá

1. Skýrsla byggingarfulltrúa

Form. SFU gerði grein fyrir í upphafi fundar að hann hefði óskað sérstaklega eftir skýrslu frá byggingarfulltrúa Þórhalli Pálssyni vegna byggingartengdra mála innan sveitarfélagsins svo nefndin væri vel upplýst og fengi heildstæða mynd að umfangi þeirra framkvæmda sem hafa verið í gangi og eru í vinnslu á borði byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi fór að því sögðu yfir margvísleg byggingartengd verkefni í sveitarfélaginu sem hafa verið á borði hans. Sérstaka athygli vekur sú uppbygging sem hefur verið í dreifbýlinu og er í burðarliðnum um þessar mundir. Landeigendur hafa í mjög auknum mæli farið í framkvæmdir bæði með áherslu á nýjar framleiðslugreinar og einnig og ekki síst fjölbreytta uppbyggingu í tengslum við ferðaþjónustu. Þessum drifkrafti í sveitinni vill nefndin fagna sérstaklega á sama tíma og segja má að áhyggjuefni hafi verið að sjá hinar hefðbundnu greinar landbúnaðarins gefa eftir á undanförnum árum og áratugum.
Hefðbundin landbúnaður í bland við ferðaþjónustu sem áfram er til staðar er einnig til marks um að hægt er að tvinna ólíkar rekstareiningar saman. Vænta má að fjölbreyttari atvinnuuppbygging í dreifbýli geti eflt til muna mannlíf til sveita og tryggt verði í leiðinni að jörðum og fasteignum verði vel við haldið.

Þá fór byggingarfulltrúi yfir byggingartengd mál í þéttbýlinu á Djúpavogi, sömuleiðis fór hann yfir í máli og myndum lóðaumsóknir og uppmælingar lóða í þéttbýlinu á Djúpavogi og lagði að því tilefni mikla áherslu á að haldið yrði áfram að vinna jafnt og þétt að uppmælingum á lóðum og uppfæra eldri lóðasamninga sem margir hverjir þörfnuðust endurnýjunar og nákvæmari mælinga. Sömuleiðis væri mikil þörf í þessu samhengi að vinna jafnhliða að deiliskipulagi í íbúðahverfum, með þeim hætti væru hnitsetningar á lóðum jafnframt tryggðar.

Ljóst er á yfirferð byggingarfulltrúa að starf og eftirlit byggingarfulltrúa er býsna viðamikið í sveitarfélaginu og verkefni ekki alltaf fyrirséð. Djúpavogshreppur er auk þess víðfemt eftirlitssvæði og hafa framkvæmdir og byggingartengd verkefni víðsvegar um sveitarfélagið vaxið umtalsvert og verkefni byggingarfulltrúa samhliða því. Byggingarfulltrúa þakkað yfirgripsmikla og ítarlega yfirferð um framkvæmdaverkefni innan sveitarfélagsins og voru nefndarmenn sammála um að mikilvægi þess að fá yfirlit verkefna frá byggingarfulltrúa með þessum hætti þar sem hægt væri að spyrja út í ýmsa þætti máls.
Byggingarfulltrúi yfirgaf fundinn.kl 18.30.

2. Deiliskipulag miðsvæði

Form. fór yfir stöðu deiliskipulagsvinnu í þéttbýlinu á Djúpavogi með áherslu á deiliskipulag á miðbæjarsvæði sem er í vinnslu með Teiknistofu TGJ eftir að þrír íbúafundir hafa verið haldnir um málefnið. Ný uppfærður uppdráttur af miðsvæðinu við Bakka lagður fram. Um er að ræða hugmynd að lausn til að koma á skilvirkari umferðarstýringu á frá gatnamótum Vogalands að Löngubúð með áherslu á meiri aðskilnað akandi og gangandi. Hugmyndin gerir einnig ráð fyrir sérstökum sleppistæðum fyrir rútur með tímamörkum.
Þá er gert ráð fyrir torgi þar sem þvottaplanið var og útsýnisstað með bekkjum sitt hvoru megin við Bakkabúð. Hugmynd þessi að fyrirkomulagi miðar m.a. að gefa íbúum og gestum greiðari leið í öruggara umhverfi með göngusvæði milli umferðarþyngstu svæða í hjarta miðbæjarins, en álag á þetta svæði er m.a. mikið yfir hásumarið. Í þessari útfærslu er komið til móts við ábendingar sem komið hafa fram, bæði á íbúafundum og á síðari stigum í umræðum inn á vettvangi sveitarstjórnar og SFU. Um er að ræða hugmynd að útfærslu sem þegar er byrjað að láta reyna á til að sjá hvernig svæðið bregst við breytingum sem þessum. Ljóst er að þegar orðnar breytingar með lokun á þvottaplani hafa komið vel út og er því vilji nefndarinnar til að halda áfram að þróa breytingarnar til fulls í sumar ef við verður komið. Þegar á fyrirkomulagið hefur reynt að fullu er hægt að laga og bæta það sem betur mætti fara ef ástæða þykir til. Nefndin sammála um að vinna að fyrirliggjandi hugmyndum og hrinda af stað ef hægt verður að koma því við á verkefnalista það sem eftir lifir sumars.

3. Deiliskipulag íbúðabyggð.

a. Form. fór yfir aukna eftirspurn eftir íbúðahúsalóðum og almennt skort á nýbyggingum á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi í því sambandi, en búast má við áframhaldandi aukinni eftirspurn á næstu misserum. Í þessu ljósi er mjög mikilvægt að leggja meiri kraft í vinnu við deiliskipulag á þegar afmörkuðum íbúðasvæðum í Aðalskipulagi fyrir þéttbýlið á Djúpavogi.
Það mat nefndarinnar að vegna aukinnar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði á Djúpavogi að áherslur og skyldur sveitarfélagsins til að mæta þeirri þörf eigi fyrst og síðast að liggja í að hafa til ráðstöfunar vel deiliskipulagðar íbúðabyggðir með fjölbreyttum kostum fyrir húsbyggjendur fremur en að sveitarfélagið sjálft fari í aukna skuldsetningu með beinum framkvæmdum við húsbyggingar. Sveitarfélagið hefur auk þess í boði ívilnanir til húsbyggjenda sem þegar hafa verið kynntar. Deiliskipulagðar íbúðabyggðir eru forsenda þess að hægt sé að afgreiða lóðaumsóknir og úthluta með skilvirkari hætti en verið hefur.
Nefndin fagnar jafnhliða þeim áhuga og eftirspurn sem er til staðar vegna nýbygginga íbúða á Djúpavogi.
b. SFU leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun með það fyrir augum að leggja til aukna fjármuni til þess að hægt verði að setja meiri kraft í deiliskipulagsvinnu í íbúðabyggð þéttbýlisins á Djúpavogi og gerð verði áætlun í því sambandi. Nefndin vill með þessu leggja áherslu á að tryggja nægt og sýnilegt framboð lóða og skilmála vegna þeirra og hafa jafnframt til reiðu fjölbreytta valkosti fyrir áhugasama húsbyggjendur til að mæta aukinni eftirspurn.

4. Umhverfismál

a. Nefndin sammála því að hvetja fyrirtæki til bættrar umgengni, jafnframt væri þakkarvert þar sem vel er um gengið. Þá þarf sveitarfélagið sjálft að bæta úr umgengni á tilteknum svæðum sbr. innan girðingar á Háaurum. Huga þarf því að hvort ásættanlegt sé að hafa opið inn á það svæði allan sólarhringinn í ljósi slæmrar umgengni. Þá þarf sveitarfélagið sömuleiðis að hvetja þá sérstaklega sem nýta hafnarsvæðin, ekki síst við Gleðivík til að sómasamlegrar umgengni sem ekki hefur verið til staðar. SFU hvetur sveitarfélagið til þess að auglýst verði að hver sá sem óskar að geyma hluti á lóðum hafnarsvæða sveitarfélagsins beri að leita sérstaks leyfis vegna þess og hlutir fái aðeins að standa í tiltekin tíma. Íhuga þurfi jafnframt sérstaka gjaldtöku vegna þessa í ljósi þess að hafnarsvæði sveitarfélagsins eru ekki geymslusvæði til langframa fyrir einstaka aðila eða fyrirtæki, því er með öllu óforsvaranlegt að ýmiskonar óskyldir hlutir dagi uppi á þessum svæðum til lengri tíma eins og verið hefur. Þá var einnig rætt mikill óþrifnaður sem hefur komið til vegna löndunar á fiskeldisfóðri á hafnarsvæðinu í Gleðivík, slíkt verður að koma í veg fyrir að endurtaki sig.

b. Bættir slóðar vegna hreindýraveiða

Sveitarfélagið Djúpavogshreppur hefur nú í fyrsta sinn eitt sveitarfélaga beitt sér sérstaklega fyrir því í góðu samstarfi við stjórn félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum að bæta úr aðgengi veiðimanna með lagfæringum á viðurkenndum slóðum inn til dala hér í sveitarfélaginu. Þegar hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir vegna þessa með úrbótum á vegslóðum í Hamarsdal. Um er að ræða viðleitni sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir utanvegaakstur vegna meiri umferðar veiðimanna vegna aukins veiðikvóta á svæðinu undanfarinn ár. Þá má gera ráð fyrir að þessar úrbætir á vegslóðum hugnist einnig öðrum en þessum sérstaka markhópi með hreindýraveiðum. Markmiðið er að halda áfram úrbótum á næstu árum í góðu samráði og samkomulagi við landeigendur/bændur og stjórn félags hreindýraleiðsögumanna og eftirlitsmanna á svæðinu um forgangsröðun verkefna í þessum efnum. SFU hvetur stjórn félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum að ganga til samtals og góðrar samvinnu við fleiri sveitarfélög en Djúpavogshrepp um slíkar úrbætur með það að markmiði að vinna gegn utanvegaakstri, slíkt væri ábyrg stefna af hálfu félagsins. Þá er full ástæða til að brýna almennt þá sem ferðast um landið að hlífa landinu við utanvegaakstri.
c. Stígakerfi við skólastofnanir
Form. skýrði frá framkvæmdum við göngustíg sem kallað hefur verið eftir um árabil til að auka m.a. öryggi skólabarna milli grunnskóla og hótelsins, auk þess sem að stígur þessi er ætlaður almennt gangandi umferð eins og aðrir stígar sem lagðir hafa verið. Ætlunin er síðan að halda áfram framkvæmdum þegar færi gefst við samfellda stígagerð frá íþróttahúsi alla leið að Leikskólanum Bjarkatúni sem jafnhliða hefur verið talin mikil þörf á. Segja má að þessar framkvæmdir séu liður í parti af mun viðameira stígakerfi sem verið er að móta hugmyndir að í deiliskipulagi miðsvæðisins. Framkvæmd þessa stígakerfis við og kringum stofnanir Djúpavogsskóla með tengingar á milli stofnanna og svæða hefur hinsvegar verið í deiglunni um árabil og þótti því tímabært að ráðast í úrbætur ekki síst með öryggi barnanna að leiðarljósi og því ber að fagna.

Annað ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl: 20:10

21.11.2016

12. september 2016

Fundargerð 12.0.2016
7. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 12. september kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Þórir Stefánsson og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Atvinnumál í Djúpavogshreppi:
Hvetja Djúpavogshrepp til að uppfæra heimasíðu og gera laus störf sýnilegri og lista upp öll þau störf sem eru í boð hjá fyrirtækjum staðarins. Rán mun tína saman á listann. Selja okkur út á við og fá fólk til okkar í þropið.
Fara yfir kostnað á birtingu, hvar og hvernig þetta verður auglýst.
Geta Austurbrú eða Nýsköpunarmiðstöð komið inn í þetta?
Nota mannauðskortið, hafa það sýnilegra á heimasíðunni.
Gefa okkur til 2. október til að sjóða saman og auglýsa.

2. Staðan á heimasíðu:
Hvar er nýja heimasíðan?

3. Skólpið:
Skorum á sveitarstjórn að taka á skólpmálum í sveitarfélaginu. Setja inn í næstu fjárhagsáætlun.

4. Vegir og gangstéttir - umhverfið og ásýnd bæjarins:
Hver er staðan á að klára að malbika götur og ljúka við gangstéttir? Brýn nauðsyn að laga veg og gangstétt inn í bræðslu.
Ásýnd bæjarins þarf að bæta og tiltekt að eiga sér stað.
Við hvetjum sóknarnefnd til að taka til hendinni og klára að helluleggja og malbika planið
ásamt því að mála kirkjuna, hún er staðarprýð okkar og hefur drabbast mikið niður síðustu
ár.

5. Ljósleiðaravæðing:
Viljum minna sveitarstjórn á að vera vakandi fyrir umsóknarferli fyrir ljósleiðaravæðingu,
og koma inn umsókn inn í næsta ferli.
Koma ljósleiðara í öll fyrirtæki og heimili í sveitarfélaginu.

6. Þriggjafasa rafmagn:
Krafa úr dreifbýli að þriggja fasa rafmagn sé sett í forgang ásamt ljósleiðara. Dreifbýlið er á
tímamtóum. Sauðfjárbúum fækkar og dreifbýlið verður að geta tekið við nýjum iðnaði.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

18.11.2016

10. nóvember 2016

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

18.11.2016

4. nóvember 2016


Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

18.11.2016

16. nóvember 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 14:30, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Häsler, Hörður Þórbjörnsson og Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarfulltrúi var á Skype.

Liður 1
Farið yfir erindisbréf nefndarinnar sem sjá má á heimssíðu Djúpavogshrepps undir stjórnsýsla – nefndir og ráð – ferða og menningarmálanefnd.

Liður 2
Síðastliðin ár hefur verið hægt að kaupa minjagripi af eggjunum í Gleðivík á upplýsingamiðstöðinni og víðar. Upplag eggjanna er nú á þrotum og var nefndin sammála um að Djúpavogshreppur ætti ekki að kaupa nýtt upplag og var ferða- og menningarfulltrúa falið að leita til einkaaðila um mögulega aðkomu að því máli.

Liður 3
Rætt var um möguleika í rekstri upplýsingamiðstöðva. Ferða- og menningarfulltrúa falið að hafa samband við sveitarfélög sem farið hafa nýjar leiðir í þessum efnum. Nefndin sammála um að það sé mikilvægt að hafa upplýsingamiðstöð en ljóst að leita þarf nýrra leiða í rekstri.

Liður 4
Málefni Rúllandi Snjóbolta voru rædd og nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að halda áfram með þetta metnaðarfulla verkefni. Ferða- og menningarfulltrúa falið að leita styrkja í verkefnið.

Liður 5
Formaður gerði grein fyrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland en nýlega kynntu starfsmenn Austurbrúar verkefnið fyrir sveitarstjórn Djúpavogshrepps. Lesa má um verkefnið á http://destinationausturland.com

Liður 6
Bryndís gerði grein fyrir stöðu Bóndavörðunnar en stútfullt jólablað kemur út 1. desember.

Liður 7
Rætt var um fyrirhugaðan fund um ferða- og menningarmál sem haldinn verður í desember og nánar auglýstur síðar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:10
Ritari: Þorbjörg Sandholt

18.11.2016

26. október 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 26.10.2016

15. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 26. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Pálmi Fannar Smárason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldrafélags: Auður Ágústsdóttir, Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri fór með okkur yfir málefni leikskólans. Starfsmannamál hafa verið í góðu horfi þetta haustið, þrátt fyrir mikil forföll. Um áramót mun vanta 2 starfsmenn. Leikskólinn er fullur og um áramót verða 2 börn á biðlista. Reglur leikskólans þarf að yfirfara og þá sérstaklega inntökureglur, Guðrún ætlar að gera það og er stefnt að því að samþykkja nýjar reglur strax eftir áramót.

2. William Óðinn Lefever íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór með nefndinni yfir verkefni vetrarins í Zion. Framundan er að koma á fót ungmennaráði og Óðinn er á leið til Finnlands og Lettlands til að sitja vinnustofu um hvernig best er að vinna að því að koma slíku ráði af stað. Endurskoða þarf lið í fjárhagsáætlun um æskulýðsstarf og Óðinn ætlar að koma sinni áætlun til sveitarstjóra til skoðunar. Óðinn talaði um húsnæði Zion sem ekki er hið besta ef tekið er tillit til starfsins sem þar fer fram.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:55
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.11.2016

17. nóvember 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.11.2016

28. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 5 væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2017. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2017.
b) Gjaldskrár 2017 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2017. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2017. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2017. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2016. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af KPMG í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 1 millj. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2017. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 15. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, 20. september 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 23. september 2016.
Lögð fram til kynningar.
c) Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 23. september 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafnsins, dags. 26. september 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 6. október 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambandsins, dags. 12. október 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 14. október 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf, dags. 17. október 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Félagsmálanefnd, dags. 19. október 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn Austurbrúar, dags. 25. október 2016. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 26. október 2016. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Sambands. ísl. sveitarfélaga, dags. 28. október 2016. Lögð fram til kynningar.
m) Stjórn SSA, dags. 1. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
n) Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands, dags. 2. nóvember 2016.
Lögð fram til kynningar.
o) Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins, dags. 3. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
p) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
q) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
r) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
s) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 10. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
t) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 10. október 2016. Styrkbeiðni hafnað.
b) Skógræktarfélaga Íslands, þakkir til Skógræktarfélags Djúpavogs og fleiri, dags. 14. október 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Innanríkisráðuneytið, greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2016, dags. 27. október 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks, dags. 28. október 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta 2016/2017, dags. 31. október 2016. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2016/2017 er 300 þorskígildistonn. Sveitarstjórn gerir ekki tillögur um að vikið verði frá þeim almennu reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2016/2017.
f) Minjavörður Austurlands, umsögn vegna byggingarrreits, dags. 2. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka tónlistarskólastjóra, áskorun, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Mannvirkjastofnun, brunavarnaáætlun, dags. 7. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Austurbrú, Orkuskipti á Austurlandi, dags. 10. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
j) Guðrún Guðmundsdóttir, ódagsett, v. Stekkáss. Formanni skipulags-, umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að svara erindinu.

4. Sameining Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Fyrir liggur vilyrði um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni veita fjárhagslega aðstoð vegna verkefnisins og gengið hefur verið frá samningi við KPMG um verkefnisstjórn.

5. Djúpavogsskóli
Þorbjörg víkur af fundi. Farið yfir framlögð gögn vegna hönnunarkostnaður viðbyggingar/endurbóta á grunnskóla Djúpavogs. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við Mannvit, skólayfirvöld og hagsmunaðila.
Þorbjörg kemur aftur til fundar.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir auglýsingu sem birtist í fjölmiðlum varðandi laus störf í Djúpavogshreppi.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn erlendra blaðamanna sem væntanlegir eru á næstu dögum til að kynna sér Cittaslow.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á Hótel Framtíð 7. nóvember.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

18.11.2016