Djúpavogshreppur
A A

Fundargerðir

10. júní 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.06.2016

13. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. júní 2016 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn sveitarstjóri og oddviti: Gauti Jóhannesson og Andrés Skúlason

Dagskrá:

1.Trúnaðarmál - fært í trúnaðarbók.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:39
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016

1. júní 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 01.06.2016

12. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 1. júní 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Sigríður Ósk Atladóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir.

Dagskrá:

1.Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri. Komu og kynntu dagtöl skólanna fyrir komandi skólaár.
Guðrún kynnti læsisstefnu Bjarkatúns og fór stuttlega yfir starfsmannamál leikskólans sem eru orðin ágæt fyrir sumarið en verið er að fara að auglýsa eftir starfmönnum fyrir næsta vetur.
Halldóra fór einnig yfir starfsmannamál við grunnskólann og fór með nefndinni yfir ráðningarferlið við ráðningu aðstoðarskólastóra. Þar vantar ennþá 2 umsjónarkennara fyrir næsta skólaár og ekki hefur fengist þroskaþjálfi til starfa eins og auglýst var eftir. Halldóra fer núna á fullt í það að leita og/eða auglýsa eftir þessu starfsfólki sem vantar. Einnig upplýsti hún að fengist hefði lengri frestur til að koma upp brunavarnakerfi í húsinu en þangað til verða settir upp brunaboðar og flóttaleiðir í samvinnu við varðstjóra.
Dagatöl skólanna voru borin upp og samþykkt með fyrirvara um færslu á vortónleikum tónskólans framar um 1 viku.

2. Læsistefna Bjarkatúns lögð fram til kynningar

3. Gæsluvöllur- Enginn sótti um starf við gæsluvöllinn í sumar og einungis 4 börn sóttu um vist á vellinum. Því verður ekki starfræktur gæsluvöllur þetta sumar.

4. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin í síðasta sinn. Nefndin hafði á milli funda unnið töluvert í stefnunni og fengið athugasemdir og leiðbeiningar frá jafnréttisstofu. Stefnan svo staðfest og send sveitarstjórn til samþykktar.

Önnur mál voru engin.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016

4. maí 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 04.05.2016

11. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 4. maí 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Jóhanna Reykjalín

Dagskrá:

1. Niðurstaða starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla kynnt fyrir nefndinni.

2. Minnismiði frá Guðrúnu Sigurðardóttur Leikskólastjóra lagður fram til kynningar.
Þar kemur m.a. fram að Guðrún gerir ráð fyrir að 4 börn sem nú þegar hefur verið sótt um vistun fyrir munu ekki fá inn á leikskólann í haust. Fræðslunefnd mælir með að aukinn kraftur verði settur í að fá dagforeldra til starfa og hvetur áhugasama að kynna sér starfið.
Einnig kemur fram að töluverð starfsmannaekla er búin að vera viðvarandi síðan um áramót og ekki sér fram á að náist að fullmanna leikskólann fyrir sumarið. Lagt er til að auglýst verði eftir starfsfólki víðar.

3. Gæsluvöllur- Sóley tekur að sér að kanna málið með gæsluvöll fyrir sumarið.

4. Læsistefna Djúpavogsskóla lögð fram til kynningar.

5. Reglur um dagforeldra lagðar fram til kynningar.

6. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin. Sóley tekur að sér að vinna í stefnunni og hafa lagfærða stefnu klára fyrir síðustu viku maí svo hægt verði að fullklára stefnuna og senda til sveitarstjórnar til samþykktar.

7. 2 erindi frá Foreldrafélagi Djúpavogsskóla.
Beiðni um að Djúpavogshreppur bæti umferð gangandi, hjólandi, og akandi vegfarenda við grunnskóla Djúpavogs. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir með foreldrafélaginu að nauðsynlegt er að bæta umferðamenningu við grunnskólann. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fá til þess bæra aðila til að útfæra örugga aksturs- og gönguleið til og frá skóla.
Beiðni um að öryggi barna við grunnskóla Djúpavogsskóla sé sett í forgang og að brunakerfi verði sett upp í skólanum, reykskynjarar og slökkvitæki séu yfirfarin árlega og rýmingaráætlun sé gerð sýnileg og kennd börnum og starfsfólki. Nefndin þakkar erindið og tekur undir með foreldrafélaginu. Nefndin veit til þess að verið er að vinna í þessum málum og ætlast til úrbóta.

Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016

20. júlí 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd  mánudaginn 20. júlí kl. 9.00 að Bakka 1, Djúpavogi. 

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Þór Vigfússon.

 

Liður 1 

Rætt um fyrirhugaðar breytingar á Bakkasvæðinu. Nefndin er sammála um jákvæðar breytingar hafa átt sér stað með því að færa þvottaplanið. Fyrirhugað er að merkja aðgengi fyrir gangandi umferð. Einnig þarf að merkja sérstakt sleppistæði fyrir rútur vel þar sem gert er ráð fyrir að þær stoppi í ca 5 mínútur og hleypi fólki út en leggi á öðrum stað sem merkja þarf sérstaklega. Nefndin er sammála um að sleppistæðið sem þegar er merkt, fyrir framan Bakkabúð henti best til slíks. 

Búið er að setja upp bekki á gamla þvottaplanið. 

Liður 2 

Eggin sem seld hafa verið sem minjagripir eru að verða uppseld. Nefndin leggur til að keypt verði nýtt upplag af eggjunum sem seld verða á upplýsingamiðstöðinni og verslunum og ferðaþjónustustöðum Djúpavogs.

Liður 3 

Boðið er upp á niðurgreidda klassíska tónleika úti á landsbyggðinni, svokallaða Landsbyggðatónleikar. Á fyrri fundi F&M nefndar hafði verið samþykkt að kanna möguleika á að fá slíka tónleika hingað. Nefndin leggur til Erla Dóra hafi samband við forsvarsmenn þeirra og gangi frá samningi um að hér verði tónleikar í lok ágúst. 

Liður 4 

Nefndin leggur til að þróunarstyrkur til menningarmála frá SSA 2016 fari í að efla samtímamyndlist og klassíska tónlistarmenningu í Djúpavogshreppi. 

Liður 5 

Borið hefur á að skilti sem segja til um að ekki skuli tjalda eða gista í bílum séu tekin ófrjálsri hendi, sem er miður. Búið er að panta ný skilti sem verða sett niður sem fyrst. 

Verið er að undirbúa að setja upp áberandi og upplýsandi skilti við innkomu bæjarins sem m.a. segi ferðamönnum að aðeins skuli gist á merktum tjaldstæðum. 

Liður 6

Farið var yfir þá staði, svæði og leiðir í Djúpavogshreppi sem ætti að senda inn til gerðar Landsáætlunar um uppbygging innviða á ferðamannastöðum sem á að ná til verndar náttúru og menningarminja. Farið var yfir tillögur sem komu frá ferðaþjónustuaðilum auk hugmynda sem áður höfðu komið fram, gerður aðgerðarlisti og reynt að forgangsraða verkefnum.

Liður 7

Rætt var um að það vanti sárlega gangstétt eða göngustíg til að tengja Gleðivík til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Mikil umferð er um þetta svæði bæði gangandi og akandi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 11:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

 

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd

mánudaginn 20. júlí kl. 9.00 að Bakka 1, Djúpavogi.

 

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Þór Vigfússon.

 

 

Liður 1

Rætt um fyrirhugaðar breytingar á Bakkasvæðinu. Nefndin er sammála um jákvæðar breytingar hafa átt sér stað með því að færa þvottaplanið. Fyrirhugað er að merkja aðgengi fyrir gangandi umferð. Einnig þarf að merkja sérstakt sleppistæði fyrir rútur vel þar sem gert er ráð fyrir að þær stoppi í ca 5 mínútur og hleypi fólki út en leggi á öðrum stað sem merkja þarf sérstaklega. Nefndin er sammála um að sleppistæðið sem þegar er merkt, fyrir framan Bakkabúð henti best til slíks.

Búið er að setja upp bekki á gamla þvottaplanið.

 

Liður 2

Eggin sem seld hafa verið sem minjagripir eru að verða uppseld. Nefndin leggur til að keypt verði nýtt upplag af eggjunum sem seld verða á upplýsingamiðstöðinni og verslunum og ferðaþjónustustöðum Djúpavogs.

 

Liður 3

Boðið er upp á niðurgreidda klassíska tónleika úti á landsbyggðinni, svokallaða Landsbyggðatónleikar. Á fyrri fundi F&M nefndar hafði verið samþykkt að kanna möguleika á að fá slíka tónleika hingað. Nefndin leggur til Erla Dóra hafi samband við forsvarsmenn þeirra og gangi frá samningi um að hér verði tónleikar í lok ágúst.

 

Liður 4

Nefndin leggur til að þróunarstyrkur til menningarmála frá SSA 2016 fari í að efla samtímamyndlist og klassíska tónlistarmenningu í Djúpavogshreppi.

 

Liður 5

Borið hefur á að skilti sem segja til um að ekki skuli tjalda eða gista í bílum séu tekin ófrjálsri hendi, sem er miður. Búið er að panta ný skilti sem verða sett niður sem fyrst.

Verið er að undirbúa að setja upp áberandi og upplýsandi skilti við innkomu bæjarins sem m.a. segi ferðamönnum að aðeins skuli gist á merktum tjaldstæðum.

 

Liður 6

Farið var yfir þá staði, svæði og leiðir í Djúpavogshreppi sem ætti að senda inn til gerðar Landsáætlunar um uppbygging innviða á ferðamannastöðum sem á að ná til verndar náttúru og menningarminja. Farið var yfir tillögur sem komu frá ferðaþjónustuaðilum auk hugmynda sem áður höfðu komið fram, gerður aðgerðarlisti og reynt að forgangsraða verkefnum.

 

Liður 7

Rætt var um að það vanti sárlega gangstétt eða göngustíg til að tengja Gleðivík til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Mikil umferð er um þetta svæði bæði gangandi og akandi.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 11:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

 

 

 

 

 

 

06.10.2016

18. apríl 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 18. apríl kl. 14:30 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Berglind Häsler, Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt.

 

Liður 1

Erla Dóra gerir grein fyrir stöðu skiltamála. Fyrirhugað er að setja upp leiðbeinandi skilti fyrir sumarið. Skiltin eru tilbúin og fara upp á næstu vikum.

Liður 2

Hverfaveislan sem haldin var 10. apríl s.l. lukkaðis vel og taldi nefndin um 80 manns í íþróttahúsinu. Nefndin telur mikilvægt að halda í slíka samfélagsdaga. Nefndin ræddi um dagskrá á sjómannadegi og 17. júní og býður fram krafta sína við að koma að skipulagi á þessum dögum.

Liður 3

Menningarstefna Djúpavogshrepps sem er í vinnslu og til stóð að kæmi út í vor frestast trúlega fram á haust, vegna annara verkefna.

Liður 4

Erla Dóra lagði fram til kynningar tónlistarviðburði frá Félagi íslenskra tónlistarfmanna - klassískri deild FÍH, landsbyggðartónleika. Margir áhugaverðir tónlistarviðburðir eru í boði og nefndin leggur til að kvartett tónleikar verði á dagskrá hjá okkur í sumar (Hanna Dóra Sturludóttir og Chalumeaux-tríóið), mögulega í tengslum við annan viðburð eða hátíð. Verð fyrir tónleikana sjálfa er 70.000 kr. Sveitarfélagið þyrfti að sjá um uppihald og ferðakostnað en FÍT kemur til móts við útlagðan ferðakostnað.

Liður 5

Rætt var um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar í Djúpavogsskóla. Sú vinna er ágætlega á veg komin undir stjórn Bryndísar Skúladóttur. Verkefnið fékk styrk að upphæð 2.100.000 kr. úr Sprotasjóði og þakkar nefndin góðan styrk.

Liður 6

Ársfundur Norðurlandanets Cittaslow verður haldin á Djúpavogi 25. – 26. maí. Dagskrá fyrir fundardagana er langt komin og stendur til að kynna sem flesta þætti Cittaslow í Djúpavogshreppi fyrir fundarmeðlimum Cittaslow.

Liður 7

Erla Dóra fór fyrir stöðuna við vinnuna við að endurbæta gönguleiðakort sem gengur vel. Verkefnið fékk styrk að upphæð 3.800.000 kr. úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til eflingar gönguferðamennsku á svæðinu. Nefndin þakkar góðan styrk.

Liður 8

Styrkur að upphæð 500.000 kr. fékkst frá Uppbyggingarsjóði til grunnframkvæmda til að gera Tankinn innan og ofan við Bræðsluna að sýningar-/viðburðarými. Tankurinn verður þrifinn á næstu dögum og í framhaldi af því verður boðað til fundar með þeim sem áhuga hafa að koma að verkefninu.

Liður 9

Fyrirhugað er að merkja bílaplanið og planið fyrir framan Bakkabúð í sumar til að takmarka bílaumferð á svæðinu og gera gangandi umferð í miðbænum hærra undir höfði.

Liður 10

Heimasíða Ríkarðssafns (www.rikardssafn.is) er ekki lengur til. Gerð nýrrar heimasíðu bíður þar sem ekki var gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun ársins.

Liður 11

Djúpavogshreppur mun taka þátt í List án landamæra. Hátíðin í ár er þannig upp sett að hægt er að hafa viðburði á vegum hennar allt árið um kring. Bæði virðist vera áhugi á því sem og opnunarviðburði.

Liður 12

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn á Djúpavogi dagana 2.-4. september nk. Skógræktarfélag Djúpavogs biður um að Djúpavogshreppur styrki félagið um fræðslu, skemmtun og veitingar á Teigarhorni föstudaginn 2. september kl. 14-17:00. Ferða- og menningarmálanefnd er hlynnt því að verða við þessari bón félagsins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt

06.10.2016