Djúpivogur
A A

Fundargerðir

12. júlí 2016

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 12. júlí 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 12. júlí kl. 09:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.  

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Árshlutauppgjör – fyrstu fimm mánuðir ársins 2016

Farið var yfir málaflokkayfirlit og greiningarskjöl frá KPMG vegna fimm fyrstu mánaða ársins.  Tekjur hafnarinnar eru mun minni en áætlanir gerður ráð fyrir.  Það helgast af því að tekjur hafnarinnar eru jafnan mestar í árslok. Útsvar er jafnframt undir áætlunum og krefst það frekari skoðunar.  Heilt yfir eru flestir málaflokkar í samræmi við áætlun þó eru nokkur frávik sem krefjast frekari athugunar.  Samþykkt að sveitarstjóri taki saman stutta greinargerð sem send verður starfshópnum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

14.10.2016

6. apríl 2016

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 6. apríl 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 6. apríl kl. 10:30. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Rekstur Djúpavogsskóla 2015 og 2016
2. Ársreikningur 2015
3. Árshlutauppgjör - 2016
4. Lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga
5. Sala á eignum
6. Staða lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga um áramót og greiðsluáætlun
7. Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

 

1. Rekstur Djúpavogsskóla 2015 og 2016
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla sat fundinn undir þessum lið og fór yfir rekstur skólans 2015. Ljóst er að frávik frá fjárhagsáætlun eru veruleg á árinu sbr. greinargerð skólastjóra. Samþykkt að fela skólastjóra að útbúa greinargerð í samráði við launafulltrúa sem verði lögð fyrir sveitarstjórn við fyrri umræðu um ársreikning 2015.

2. Ársreikningur 2015
Farið yfir drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2015.

3. Árshlutauppgjör – janúar og febrúar 2016
Farið yfir árshlutauppgjör sem virðist í stórum dráttum samkvæmt áætlun. Stefnt að nákvæmri yfirferð 1. ársfjórðungs í samráði við KPMG á næsta fundi hópsins.

4. Lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Sveitarstjóri fór yfir gögn frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi lánveitingu til að standa straum af afborgunum lána á árinu 2016, u.þ.b. 30 milljónir. Starfshópurinn sammála um að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði frá umræddri lántöku.

5. Sala á eignum
Sveitarstjóri kynnti fjárhagslega stöðu vegna félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins. Íbúðirnar eru fjórar: Borgarland 20a og b ásamt Borgarlandi 38 og 40. Eftirstöðvar lána með verðbótum eru frá 13 – 16 milljónir. Í ljósi þess að undanfarið hefur verið viðvarandi skortur á íbúðarhúsnæði beinir starfshópurinn því til sveitarstjórnar að möguleikar á sölu eignanna verði skoðaðir.

6. Staða lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga um áramót og greiðsluáætlun
Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 15. janúar.

7. Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/11. desember 2015 lögð fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

14.10.2016

11. október 2016


Smellið hér til að skoða fundargerð starfshóps um fjárhagsleg málefni frá 19. september 2016.

14.10.2016

5. október 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd:  Fundargerð 05.10.2016

14. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30. 

Fundarstaður: Geysir. 

Mætt voru:  Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom  inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði Sóley.  

Dagskrá: 

1. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.

Starfsmannaekla  hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann.  Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017. 

Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.

Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.

2. Erindisbréf nefndarinnar.  Fórum saman yfir það sem okkur er falið.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð. 

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

 

 Fræðslu-og tómstundanefnd:  Fundargerð 05.10.2016

 

14. fundur 2014 – 2018

 

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

 

Mætt voru:  Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir,  Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom  inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

 

Fundargerð ritaði Sóley.  

 

Dagskrá: 

 

1.Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.

Starfsmannaekla  hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann.  Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017.

Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.

Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.

 

2. Erindisbréf nefndarinnar.  Fórum saman yfir það sem okkur er falið.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

14.10.2016

13. október 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.10.2016

27. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 5 væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2017
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2017 sem unnið hefur verið að undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.
b) Viðauki II við fjárhagsáætlun 2016
Breytingar á fjárfestingu - Vegna aukinna umsvifa í sveitum í tengslum við ferðaþjónustu og byggingaráforma í þorpinu liggur fyrir að auka þarf fjármagn til skipulagsvinnu. Fjárfesting vegna skipulags færist í Eignasjóði og hækkar
um 5,0 millj. kr.
Breytingar á rekstrarkostnaði – Vegna aukinna byggingaráforma í sveitarfélaginu er lagt til að auka framlög varðandi þjónustu byggingarfulltrúa til ársloka 2016. Lagt er til að framlög til málaflokks 09 Skipulags og byggingarmála hækki um 2,0 millj. kr.
Rekstarniðurstaða – Rekstarhagnaður mun lækka um 2,0 millj. kr. og verða 1,3 millj. kr.
Handbært fé, breyting – Framangreind útgjöld verða fjármögnuð af handbæru fé. handbært fé mun lækka um 7,0 millj. kr. og verða 66,3 millj. kr.
Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, 19. september 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 21. september 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd 21. september 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 5. október 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur SSA, 7.-8. október 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 11. október 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Austurbrú, uppbygging á innviðum fyrir rafmagnsbíla, dags. 21. september 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Þjóðskrá, meðferð kjörskrárstofna, dags. 29. október 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, form og efni viðauka við fjárhagsáætlun, dags. 3. október 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Snorraverkefnið 2017, styrkbeiðni, dags. 6. október 2016. Styrkbeiðni hafnað.
e) Dagur Bjarnason, kynningarbréf v. þjónustu sálfræðinga og geðlækna, ódagsett.
Lagt fram til kynningar

4. Kjörskrá
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskúrða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

5. Samgönguáætlun
Oddviti kynnti að samgönguáætlun til 4 ára hefur verið samþykkt frá Alþingi.
Við afgreiðslu á samgönguáætlun voru á lokametrum þingsins samþykktar breytingatillögur í nokkrum liðum sem minnihluti Umhverfis- og samgöngunefndar alþingis lagði til. Á meðal þeirra breytingatillagna er Axarvegur sem hefur nú verið færður inn á 4 ára áætlun með fjárframlag árið 2018 til undirbúnings og útboðs.
Tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir á nýjum Axarvegi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Berufjarðarbotn sem bjóða á út að óbreyttu eftir áramótin. Þá er malarkaflinn í botni Skriðdals að Axarvegi á framkvæmdaáætlun 2018. Ljóst má vera að með þessu hefur náðst mikill áfangasigur fyrir hönd íbúa Djúpavogshrepps sem og hins almenna vegfarenda með því að tillögur minnihlutans í Umhverfis- og samgöngunefndar voru samþykktar. Sveitarstjórn vill af þessu tilefni fagna jákvæðum breytingum á samgönguáætlun og þakka um leið þeim fulltrúum þingsins sem hafa barist fyrir brýnum samgöngubótum fyrir hönd svæðisins svo og Umhverfis- og samgöngunefnd allri fyrir að samþykkja tillögur minnihlutans.

6. Djúpavogsskóli
Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru kynntar áætlanir um hönnunarkostnað frá Mannviti, Eflu og Verkís vegna viðbyggingar við Grunnskóla Djúpavogs. Þá var samþykkt að afla frekari upplýsinga um framkomnar áætlanir og fresta afgreiðslu til næsta fundar. Erindi hefur borist frá Eflu og Verkís þar sem farið er fram á lengri frest til að skila inn gögnum. Sveitarstjórn fellst á það og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps og greindi frá síðasta fundi sameiningarnefndar 28. september á Kirkjubæjarklaustri. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til að hafa yfirumsjón með verkefninu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með sveitarstjórn ásamt opnum fundi með frambjóðendum Vinstri grænna sunnudaginn 9. október. Gert er ráð fyrir að fulltrúar fleiri stjórnmálaflokka verði á ferðinni á næstunni í aðdraganda kosninga þar sem tækifæri mun gefast til að koma helstu áherslum svæðisins á framfæri.
Á fundunum var meðal annars rætt að gefnu tilefni um mikinn skort á 3 fasa rafmagni og háhraðanettengingum í dreifbýli. Miklar breytingar í atvinnumálum hafa átt sér stað og eru í farvatninu til sveita. Þrátt fyrir að nokkrar jarðir standi áfram sterkt í hefðbundnum landbúnaði í Djúpavogshreppi þá hafa nýjar atvinnugreinar verið að vaxa mjög sbr. ferðaþjónusta, fullvinnsla í matvælaiðnaði o.fl., sumpart samhliða hefðbundnum búskap. Til þess að hægt sé að mæta þörfum dreibýlisins varðandi ný sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu er því knýjandi að koma á bæði þriggja fasa rafmagni og háhraðaneti til þessara svæða. Fjölbreyttara atvinnulíf er forsenda þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun í dreifbýlinu. Algert forgangsatriði í þessu sambandi er því að lagt verði 3 fasa rafmagn og ljósleiðari í dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að loknum kosningum að hefja þegar markvissa uppbyggingu á þessari grunnþjónustu með byggðasjónarmið að leiðarljósi.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ungmennaráð. Gert er ráð fyrir að umsjón með ráðinu verði í höndum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá og með áramótum.
d) Sveitarstjórn vill í ljósi vel heppnaðs kynningardags í Íþróttamiðstöðinni laugardaginn
8. okt. síðast liðinn, sem nú var haldinn annað árið í röð, fagna sérstaklega því frumkvæði sem einstaklingar á svæðinu hafa sýnt með samfélagsviðburði þessum. Þar ber fyrsta að telja Ágústu M Arnardóttur sem á hugmyndina að viðburðinum svo og öllum þeim fjölmörgu sem þátt hafa tekið og sýnt hvað mikið er í boði hér í samfélaginu. Viðburður þessi er til vitnis um að Djúpavogshreppur er Cittaslow sveitarfélag þar sem jákvætt frumkvæði heimamanna verður til þess að fjölbreytt starfsemi og vörur úr héraði eru til kynningar.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

14.10.2016

19. september 2016

 

Smellið hér til að skoða fundargerð starfshóps um fjárhagsleg málefni frá 19. september 2016.

06.10.2016

12. september 2016

Fundargerð - SFU

13. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 12.09. 2016 kl. 18:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson og Óskar Ragnarsson. Fjarverandi. Kári Valtingojer og Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá
1. Deiliskipulagsverkefni

a. Miðbæjarsvæði. Farið yfir stöðu deiliskipulags á miðbæjarsvæði. Stefnt að íbúafundi í nóvember þar sem fyrstu tillögur verði lagðar fram með tilliti rannsókna sem gerðar hafa verið á svæðinu svo og með hliðsjón af úrvinnslu gagna frá íbúafundum. Fyrirspurnir hafa komið fram vegna nýrra lóða fyrir atvinnustarfsemi á miðbæjarsvæði. Úthlutanir á nýjum lóðum á miðbæjarsvæði geta ekki átt sér stað fyrr en staðfest deiliskipulag liggur fyrir. SFU telur mikilvægt að vinda miðbæjardeiliskipulaginu áfram eins og lögbundið ferli leyfir svo hægt sé að horfa til nánustu framtíðar með nýtingu miðbæjarsvæðisins í huga og mæta um leið m.a. þörf fyrir þéttingu byggðar og aukna og fjölbreyttari atvinnustarfsemi.

b. Íbúðabyggð
Fjöldi umsókna og fyrirspurna um lóðir til íbúðabygginga hefur vaxið umtalsvert á liðnum mánuðum. Verulegt óhagræði og kostnaður fellst í að afgreiða einstök mál þegar a) deiliskipulag liggur ekki fyrir á einstökum íbúðarsvæðum og b) liggja fyrir eldri deiliskipulög sem þarfnast endurskoðunar og uppfærslu. SFU mælir því með að gengið verði markvisst í deiliskipulagsgerð á íbúðarsvæðum með hliðsjón að aukinni eftirspurn.

2. Umsóknir um lóðir.
a. Umsókn um lóð við Vörðu 9. Emil Karlsson dags. 15.ágúst 2016

SFU mælir með úthlutun. Grenndarkynning skal fara fram þegar byggingaráform liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.

b. Umsókn um lóð (nr. ótilgreint.) við Hlíð. Kolbeinn Einarsson og Íris Birgisdóttir dags. 29. ágúst 2016.

Sótt er um lóð og stöðu fyrir 120 m2 íbúðarhúsi á einni hæð auk 30 m2 bílskúrs.
SFU mælir ekki með frekari úthlutun lóða við Hlíð fyrr en nánari útfærsla og endurskoðun á deiliskipulagi liggur fyrir. SFU telur ástæðu til að fara í þá vinnu sem fyrst. Litið er jafnframt svo á að umrætt svæði sem sótt er um þarfnist nokkuð ítarlegrar skoðunar með tilliti til staðhátta.
Samþykkt samhljóða.

3. Umferðarstýring á skólatorfu – gangandi og akandi.
Form. kynnti framkvæmdir og fyrirkomulag sem unnið hefur verið að við skólatorfuna með það að markmiði að auka sérstaklega öryggi barna á svæðinu, en þegar hefur verið komið á umferðarstýringu fyrir bæði gangandi og akandi sem hefur nú þegar skilað góðum árangri. Í framhaldi kynnti form. tillögu við stígagerð milli íþróttamiðstöðvar/grunnskóla og leikskóla. Breytingar hafa verið gerðar frá fyrstu tillögu og hefur stígur m.a. verið færður fjær heilsugæslustöðinni. Tillagan var send skólastofnunum og viðkomandi lóðahöfum og hafa jákvæðar umsagnir þegar borist frá lóðahöfum og jafnhliða verið tekið tillit til ábendinga frá skólasamfélaginu.
Samþykkt samhljóða að hvetja sveitarstjórn að ráðast í gerð göngustígsins um leið og aðstæður eru fyrir hendi.

4. Umhverfismál
Rætt um slæma umgengni á gömlu vegagerðarlóðinni (Háaurum) og mælst til þess við sveitarstjórn að skoðað verði alvarlega að koma upp rampi sem hægt væri að keyra upp á með t.d. kerrur svo auðveldara sé að losa þyngri hluti. Við rampana verði settir stórir gámar eftir þörfum á hvora hlið m.a. til að flokka brotajárn, timbur og fl.
Ljóst má vera að fullu er reynt á núverandi skipulag innan lóðarinnar.
SFU leggur því til að gert verði ráð fyrir breytingum í þessa veru við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár .
Samþykkt samhljóða.

5. Skipulagsráðgjafi Djúpavogshrepps - Guðrún Jónsdóttir FAÍ
SFU vill undir þessum lið minnast Guðrúnar Jónsdóttur FAÍ sem féll frá þann 2.sept. síðast liðinn, en Guðrún og Teiknistofa hennar að Tjarnargötu 4 í Reykjavík hefur unnið mjög mikilsvert starf í þágu skipulagsmála bæði í fyrrum Búlandshreppi og síðar Djúpavogshreppi og ber þar hæst vinna við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020. Auk þess vann Guðrún ómetanlegt starf í þágu húsverndarmála í Djúpavogshreppi um langt árabil og stuðlaði að uppbyggingu þeim efnum. Þá stóð Teiknistofan einnig undir handleiðslu Guðrúnar að útgáfu viðamikillar húsakönnunar bæði í þéttbýli og dreifbýli í Djúpavogshreppi sem hefur fengið mikið lof.

Störf Guðrúnar og alúð hennar fyrir þeim verkefnum sem hún sinnti fyrir sveitarfélagið hafa hvarvetna vakið athygli meðal þeirra sem kynnt hafa sér mál. Um langt árabil og allt fram að dánardægri naut Guðrún mikils liðstyrks frá syni sínum dr. Páli Líndal, en saman hafa þau átt drjúgan þátt með íbúum og stjórnsýslu sveitarfélagsins að marka þá stefnu sem að Djúpavogshreppur státar af í dag og hefur eflt byggð og samfélag í heild með fjölbreyttum hætti. Megi Guðrún Jónsóttir FAÍ og Teiknistofa hennar hafa ævarandi þakkir fyrir einstakt og heillaríkt samstarf við sveitarfélagið á fjórða áratug. Teiknistofan mun eftir sem áður starfa óbreytt áfram að verkefnum í tengslum við skipulagsmál fyrir Djúpavogshrepp.

Fundi slitið kl: 20:00

06.10.2016

19. maí 2016

Fundargerð - SFU

11. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 19.05 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fjarverandi Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés ritaði fundargerð.

Gestir fundarins Páll J Líndal og samstarfsaðilar TGJ - Ydda arkitektar Hjördís Sigurðardóttir og Hildur Ottósdóttir.

Dagskrá

1. Miðbæjarskipulag – íbúafundur nr. 3
Form. bauð gesti velkomna og að því loknu fór Páll J Líndal yfir stöðu mála er varðar vinnu við miðbæjarskipulag á Djúpavogi. Í meginatriðum fór Páll yfir úrvinnslu gagna frá tveimur síðustu íbúafundum sem haldnir hafa verið á Djúpavogi og lagði upp í framhaldi samantekt þar sem dregnar voru saman helstu niðurstöður og jafnframt kynntar fyrstu tillögur á korti hvernig svæðið gæti í grófum dráttum litið út miðað við umræðuna sem átt hefur sér stað ásamt rannsóknum á svæðinu.
Þessar fyrstu tillögur taka sömuleiðis mið af forsendum og leiðarljósi aðalskipulagsins.

2. Önnur skipulagsmál
Farið var yfir deiliskiplögð íbúðasvæði í þéttbýlinu sem þarfnast uppfærslu og önnur íbúðasvæði sem skilgreind eru í aðalskipulagi. Þá var lögð sérstök áhersla á að setja sérstaka vinnu af stað við deiliskipulag á skilgreindu íbúðasvæði á nærsvæði Steinstaða og Mela fyrir svokallaða „Smáheimilabyggð“ að sama skapi verði unnið jafnhliða að deiliskipulagi á frístundasvæði neðan við fyrirhugaða „Smáheimilabyggð“ ofan við Hvarf og Víkurland. Ljóst er að verkefni þetta kallar á umtalsverða vinnu. Að sama skapi leggur nefndin mikla áherslu á að sveitarfélagið þurfi að hafa á að skipa deiliskipulögðum svæðum fyrir húsbyggjendur þegar kemur að umsóknum til nánustu framtíðar það er forsenda þess að hraða megi öllum umsóknarferlum og uppbyggingu íbúðabyggðar þegar eftir því er leitað. Fundarmenn SFU ánægðir með það upplegg sem kynnt verður á íbúafundi á Djúpavogi í Djúpinu kl. 18:00 síðar í dag þar sem farið verður yfir bæði stöðu á miðbæjarskipulagi sem og önnur skipulagsmál sem eru í vinnslu í þéttbýlinu.

Fundi slitið kl: 17.30

06.10.2016

15. ágúst 2016

 

Smellið hér til að skoða fundargerð Landbúnaðarnefndar frá 15. ágúst 2016

06.10.2016