Djúpivogur
A A

Fundargerðir

13. október 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. október 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 09:30. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Minnisblað vegna Djúpavogssskóla.
2. Fjárhagsáætlun 2016
3. Fjárfestingaráætlun 2016-2019
4. Hafnarsjóður


1. Minnisblað vegna Djúpavogsskóla
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað vegna Djúpavogsskóla. Ljóst er að frávik í launaþætti eru minni en áður var gert ráð fyrir eða rúm 17%. Að höfðu samráði við KPMG leggur starfshópurinn til að ekki verði gerður viðauki vegna þessa fráviks. Starfshópurinn leggur, í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp, mikla áherslu á að betur þurfi að standa að áætlanagerð og að eftirfylgni með áætlunum komist í fastari skorður. Leggur starfshópurinn til að stefnt verði að föstum fundum með stjórnendum skólans ársfjórðungslega þar sem farið verði yfir stöðuna hverju sinni.

2. Fjárhagsáætlun 2016
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2016. Stefnt er að því að fyrstu drög verði tilbúin fyrir 20. október og verði þá send sveitarstjórn til kynningar.

3. Fjárfestingaráætlun 2016-2019
Farið var yfir drög að fjárfestingaráætlun næstu 4 ára.

4. Hafnarsjóður - aflagjöld
Sveitarstjóri kynnti stöðu varðandi innheimt aflagjöld fyrstu 8 mánuði ársins. Um nokkra lækkun er að ræða frá fyrra ári. Í ljósi mun minni landaðs afla í september en á fyrra ári er ljóst að tekjur hafnarsjóðs af aflagjöldum verða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Starfshópurinn lýsir áhyggjum sínum af þessari stöðu þar sem meginhluti tekna hafnarsjóðs kemur venjulega inn á síðustu 4 mánuðum ársins.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

15. september 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 15. september 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, föstudaginn 15. september 2015 kl. 11:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Kostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara og breytinga á skólahúsnæði
2. Framkvæmdir á Teigarhorni
3. Framkvæmdir við gömlu kirkjuna
4. Framkvæmdir við Faktorshús
5. Framkvæmdir við nýjar flotbryggjur
6. Fjárhagsáætlun, árshlutauppgjör og næsti fundur


1. Kostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara og breytinga á skólahúsnæði
Skólastjóri Djúpavogsskóla sat fundinn undir þessum lið. Farið yfir kostnaðarhækkanir sem hljótast af nýju vinnumati grunnskólakennara og breytingum á skólahúsnæði ásamt fráviki frá áætlun. Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða. Frávik í launaþætti stefna í rúmar 44 milljónir eða 33%. Skólastjóri lagði fram samantekt líkt og ákveðið var á síðasta fundi samráðshópsins. Sveitarstjóra falið að vinna drög að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir næsta fund samráðshópsins í samráði við KPMG.

2. Framkvæmdir á Teigarhorni
Farið yfir stöðu framkvæmda á Teigarhorni s.s. stígagerð og endurbætur á íbúðarhúsi. Framkvæmdir eru innan fjárhagsáætlunar.

3. Framkvæmdir við gömlu kirkjuna
Farið yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Í sumar hefur verið unnið að nýjum grunni og styrkingu innviða.

4. Framkvæmdir við Faktorshús
Farið yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu Faktorshússins. Í sumar hefur verið unnið að grjóthleðslum og frágangi á lóð. Framkvæmdir eru innan fjárhagsáætlunar.

5. Framkvæmdir við nýjar flotbryggjur
Farið yfir stöðu framkvæmda vegna nýrra flotbryggja.

6. Fjárhagsáætlun, árshlutauppgjör og næsti fundur
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Stefnt er að næsta fundi um leið og árhlutauppgjör vegna fyrstu 8 mánaða liggur fyrir þar sem frekar verður fjallað um fjárhagsáætlun 2016.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

22. janúar 2016

Fundargerð - SFU
9. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 22.01. 2016
kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Páll Líndal fulltrúi Teiknistofu GJ.

Dagskrá
1. Deiliskipulag miðbæjarsvæði
Páll Líndal gerði nefndinni grein fyrir helstu niðurstöðum af íbúafundum sem að haldnir hafa verið í tengslum við fyrirhugað deiliskipulag á miðbæjarsvæði. Jafnframt gerði Páll grein fyrir næstu skrefum og áætlunum um tímalengd við vinnu við skipulagsferlinn. Jafnframt ákveðið að hafa næsta íbúafund í apríl og þá verði jafnframt lögð fram lýst lýsing á deiliskipulagi.

Fundi slitið kl: 16.50

12.02.2016

20. ágúst 2015

F U N D A R G E R Ð
LANDBÚNAÐARNEFND DJÚPAVOGSHREPPS

Fundur var haldinn í landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 20. ágúst 2015 kl. 13:00. Fundinn sátu Steinþór Björnsson formaður, Guðný Gréta Eyþórsdóttir varaformaður og Gautur Svavarsson.
Einnig Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. SB stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:


1. Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga
2. Réttir
_____________________________________________________________________

1. Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga.

a) Ákvörðun um fjallskilastjóra í Djúpavogshreppi haustið 2015.

Guðm. Valur Gunnarsson, Lindarbr. Svæði:Gamli Beruneshreppur.
Baldur Gunnlaugsson, Borgargarði Svæði:Gamli Búlandshreppur.
Guðmundur Eiríksson, Starmýri I Svæði:Gamli Geithellahreppur.

b) Ákvörðun um vinnuframlag vegna fjallskila hjá bændum, fjárlausum bændum / fjárlausum landeigendum haustið 2015 í samræmi við V. kafla fjallskilareglugerðar fyrir Múlasýslur nr. 9/2006.

Nefndin undirstrikar að þótt jarðeigendur eigi ekkert fé á sínu landi beri þeim samt skylda til að taka þátt í fjallskilum, annað hvort með vinnuframlagi eða greiðslu, sbr. ákvæði í 13. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, svohljóðandi:
“Eigi síðar en tveimur vikum fyrir fyrstu löggöngu, skal sveitarstjórn hafa lokið við að ákveða gangnadaga og raða niður gangnadagsverkum, í afréttir, upprekstrarheimalönd og önnur ógirt heimalönd, og öðrum áætluðum fjallskilakostnaði, á fjáreigendur í fjallskiladeildinni. Raða skal dagsverkum niður eftir fjártölu hvers fjáreiganda. Heimilt er þó að leggja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða. Sveitarstjórn er einnig heimilt að leggja gangnadagsverk á fjárlausa bændur vegna fjárskipta, eyðibýlaeigendur og aðra bændur í fjallskiladeildinni. Fjallskil skulu innt af hendi í vinnu, eftir því sem þörf krefur og við verður komið, ella goldin í peningum eftir mati sveitarstjórnar.
Hver bóndi eða jarðeigandi, hvaða búskap sem hann stundar, er skyldur að taka þátt í smölun síns heimalands þegar sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur eða umráðamenn eyðijarða, þó þeir eigi þar ekki fjár von. Samhliða göngum skulu eigendur afgirtra heimalanda smala þau lönd og gera full skil á því fé sem þar er”.
Sé tilskildum fjölda dagsverka ekki skilað ber hlutaðeigandi að gr. kr. 18.000.- í fjallskilasjóð fyrir hvert dagsverk, sem upp á kann að vanta á fulla mætingu og 1,5 falda þá fjárhæð, láti hlutaðeigandi ekki vita með minnst 24 klst. fyrirvara að hann óski eftir að gangnaforingi/fjallskilastjóri ráði smalamann / -menn fyrir sig gegn greiðslu.

Þar sem margar jarðir ná yfir mun stærra svæði en heimalöndin, er það mat landbúnaðarnefndar að fjáreigendur, ásamt fjallskilastjórum, beri ábyrgð á smölun þess lands, sem ekki telst heimaland. Landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að fjárbændur leggi til menn í þær landareignir (aðrar en eigin) sem líklegt er að þeir eigi fjár von. Einu dagsverki skal skila fyrir hverjar 30 kindur eða þar um bil.

Landbúnaðarnefnd áréttar að frá og með Berufirði til og með Urðarteigi, í landi Hamars og Hamarssels og í löndum sunnan Stórhóls verði ekki raðað niður í dagsverk, enda hefur fyrirkomulag fjallskila á þessum svæðum verið ágreiningslaust.

Með vísan til framangreinds samþykkir landbúnaðarnefnd samhljóða að boða alla hlutaðeigandi; þ.e. bændur og/eða eigendur/umráðamenn fjárlausra jarða í Djúpavogshreppi í smalamennsku haustið 2015 sem hér greinir, raðað niður eftir svæðum:

FYRRI GANGA:

19. sept. Karlsstaðir, Berunes, Þiljuvellir. Réttað á Berunesi.
Gangnaforingi: Sigurður Hjaltason.
Karlsstaðir 2 dagsverk
Berunes 1 1 dagsverk
Berunes 2 3 dagsverk
Þiljuvellir 1 dagsverk
Kross 1 dagsverk

19. sept. Fagrihvammur, Gautavík, Skáli og Kelduskógar. Réttað í Gautavík.
Gangnaforingi: Stefán Ingólfsson/Kári Snær Valtingojer
Fagrihvammur 2 dagsverk
Gautavík 2 dagsverk
Kross 4 dagsverk
Skáli 2 dagsverk
Kelduskógar 2 dagsverk

19. sept. Hvannabrekka. Réttað í Reiðsundi.
Gangnaforingi: Steinþór Björnsson
Hvannabrekka 2 dagsverk
Berufjörður 2 dagsverk
Kelduskógar 1 dagsverk

19. sept. Ytri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason.
Múlabæir 4 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk

19. sept. Rannveigarstaðir, Staðarfjall, Hærukollsnes og Oddar. Réttað á Rannveigarstöðum.
Gangnaforingi: Pétur Ragnarsson/Skúli Benediktsson
Rannveigarst. 3 dagsverk
Hærukollsnes 1 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk
Hof 2 dagsverk
Torfi Sigurðsson 1 dagsverk

19. sept. Geithellnadalur. Réttað á „Nesjarétt“
Gangnaforingi: Rúnar Gunnarsson.
Geithellnar 1 1 dagsverk
Geithellnar 2 2 dagsverk
Kambsel 2 dagsverk (G1, G 2 og K = v/ upprekstur Blábj. og Hnaukar)
Blábjörg 1 dagsverk

19. sept. Jökulfell og Tunguafrétt.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Stórhóll 3 dagsverk
Torfi Sigurðsson 2 dagsverk
Flugustaðir 1 dagsverk

20. sept. Innri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason
Múlabæir 4 dagsverk
Stórhóll 2 dagsverk

20. sept. Geithellnadalur, utan Hákonarár. Réttað á Blábjörgum.
Gangnaforingi: Stefán Gunnarsson.
Geithellnar 1 1 dagsverk
Geithellnar 2 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

20. sept. Tunga. Réttað á Stórhól eða Hofi.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 6 dagsverk
Stórhóll 6 dagsverk

26. sept. Krossdalur, beggja megin ár. Réttað í Krossgerði.
Gangnaforingi: Örn Ingólfsson
Kross 6 dagsverk
Krossgerði 1 3 dagsverk
Krossgerði 2 1 dagsverk
Fossgerði 1 dagsverk
Steinaborg 1 dagsverk

26. sept. Hofsdalur og Hofsbót (inndalur, rekið í nátthaga við Timburás).
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 3 dagsverk
Hof 2 dagsverk

26. sept. Bragðavalladalur að Mjósundafellum. Réttað á Bragðavöllum.
Gangnaforingi: Hafliði Sævarsson.
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk
Fossárdalur 1 dagsverk

27. sept. Núpsland. Réttað á Núpi.
Gangnaforingi: Björgvin Gunnarsson.
Núpur 4 dagsverk

27. sept. Hofsdalur (ytri hluti, réttað á Hofi).
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 3 dagsverk

27. sept. Bragðavalladalur frá Mjósundafellum að Snædalsöxl. Réttað á Bragðavöllum.
Gangnaforingi: Hafliði Sævarsson.
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk
Fossárdalur 1 dagsverk

27. sept. Snædalur og Snædalsöxl. Réttað á Bragðavöllum.
Gangnaforingi: Stefán Gunnarsson
Bragðavellir 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

27. sept. Flugustaðadalur. Réttað á Stórhól.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 4 dagsverk
Flugustaðir 1 dagsverk

3. okt. Allur Búlandsdalur og Hálsströnd. Réttað í Hálsrétt.
Gangnaforingjar: Gautur Svavarsson og Baldur Gunnlaugsson.
Teigarhorn 1 dagsverk
Djúpavogshr. 1 dagsverk
Lindarbrekka 2 dagsverk
Hamarssel (Flötufjöll 1) 4 dagsverk

Fjáreig. DPV 5 dagsverk (Baldur Gunnlaugsson = 3, Baldur Sigurðsson = 1, Kristinn Pétursson = 1).

SÍÐARI GANGA:

10. okt. Innri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason.
Múlabæir 3 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk

10. okt. Geithellnadalur. Réttað á „Nesjarétt“ / „Landrétt“.
Gangnaforingi: Rúnar Gunnarsson.
Geithellnar 1 1 dagsverk (v/ upprekstur Blábjörg og Hnaukar)
Geithellnar 2 2 dagsverk (v/ upprekstur Blábjörg og Hnaukar)
Blábjörg 1 dagsverk

10. okt. Karlsstaðir, Berunes, Þiljuvellir og Krossdalur. Réttað í Krossgerði.
Gangnaforingi: Sigurður Hjaltason/Örn Ingólfsson
Berunes 2 2 dagsverk
Kross 4 dagsverk
Karlsstaðir 1 dagsverk
Krossgerði 1 2 dagsverk

10. okt. Hofsdalur (inndalur) smalað í nátthaga við Timburás.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 4 dagsverk
Stórhóll 4 dagsverk

10. okt. Bragðavalladalur að Mjósundafellum.
Gangnaforingi: Gautur Svavarsson
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk

11. okt. Ytri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason
Múlabæir 4 dagsverk

11. okt. Núpsland. Réttað á Núpi.
Gangnaforingi: Björgvin Gunnarsson.
Núpur 3 dagsverk

11. okt. Fagrihvammur, Gautavík, Skáli, Kelduskógar og Hvannabrekka. Réttað í Gautavík (og jafnvel víðar).
Gangnaforingi: Stefán Ingólfsson/Kári Snær Valtingojer
Kross 3 dagsverk
Kelduskógar 1 dagsverk
Berufjörður 1 dagsverk
Fagrihvammur 1 dagsverk
Hvannabrekka 1 dagsverk

11. okt. Bragðavalladalur frá Mjósundafellum að Snædalsöxl.
Gangnaforingi: Hafliði Sævarsson.
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk
Fossárdalur 1 dagsverk

11. okt. Hofsdalur (útdalur), Rannveigarstaðir, réttað á Hofi.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 4 dagsverk
Stórhóll 5 dagsverk
Rannveigarstaðir 1 dagsverk

11. okt. Geithellnadalur, utan Hákonarár. Réttað á Blábjörgum.
Gangnaforingi: Stefán Gunnarsson.
Geithellnar 1 & 2 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

12. okt. Rannveigarstaðir. Réttað á Rannveigarstöðum.
Gangnaforingi: Pétur Ragnarsson.
Rannveigarst. 1 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk

12. okt. Snædalsöxl og Snædalur. Réttað í Bragðavallarétt.
Gangnaforingi: Ragnar Eiðsson
Bragðavellir 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

 

12. okt. Allur Búlandsdalur og Hálsströnd. Réttað í Hálsrétt.
Gangnaforingi: Gautur Svavarsson
Djúpavogshr. 1 dagsverk
Lindarbrekka 1 dagsverk
Teigarhorn 1 dagsverk
Hamarssel 2 dagsverk
Fjáreig. DPV 2 dagsverk (Ákveðist af gangnaforingja)

17. okt. Tunga. Réttað á Stórhól.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 5 dagsverk
Stórhóll 4 dagsverk

18. okt. Flugustaðadalur sunnan ár. Réttað á Stórhól.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 3 dagsverk
Flugustaðir 1 dagsverk

Ákvörðun um greiðslur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að inntar verði af hendi fastar greiðslur fyrir hvert dagsverk sem gangnaforingjar þurfa að manna, eða kr. 18.000 sbr. bókun í lið 1 b) hér að framan. Orlof er innifalið. Gangnaforingjar skulu ráða gangnamenn að höfðu samráði við fjallskilastjóra, sem skrifar upp á dagsverk vegna þeirra fjallskila er greiða þarf. Að öðru leyti verði ekki um greiðslu að ræða úr fjallskilasjóði. Fjár- og landeigendur eru minntir á þá skyldu sína að tilkynna til gangnaforingja geti þeir ekki útvegað gangnamenn.

2. Réttir

Nefndin minnir á að mikilvægt er að farið sé yfir og viðhaldi sinnt á fjárréttum í sveitarfélaginu áður en göngur hefjast.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest og prentuð út.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.

12.02.2016

23. desember 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 23. desember 2015 kl. 08:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Flotbryggja
3. Önnur mál

1. Gjaldskrá 2016
Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Flotbryggja
Hafnarnefnd leggur áherslu á að hið fyrsta verði gengið frá rafmagni og festingum á nýrri flotbryggju.

3. Önnur mál
Rætt um með hvaða hætti verði hægt að nota þær af gömlu flotbryggjunum sem eru nothæfar. Ákveðið að skoða málið samhliða lokafrágangi í vor í samráði við Vegagerðina.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

6. október 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óskar Ragnarsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
2. Hafnarsvæði
3. Fastsetningarpolli
4. Vigtarmenn
5. Uppsátur
6. Önnur mál

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Hafnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með nýja flotbryggju sem komin er í Djúpavogshöfn. Lokafrágangur er eftir svo sem tenging við rafmagn en stefnt er að því að það verði tilbúið fljótlega. Jafnframt liggur fyrir að gera þarf ráðstafanir vegna festinga sem ekki eru nógu djúpt. Króli ehf mun fljótlega koma austur og annaðhvort koma fyrir nýjum festingum eða þá færa þær til sem fyrir eru svo sjófarendum standi ekki hætta af. Þangað til hefur verið komið fyrir belgjum á festingarnar svo skipstjórnarmenn geti forðast að rekast í þær. Að höfðu samráði við Króla ehf og hafnadeild Vegagerðarinnar leggur hafnarnefnd til að frekari framkvæmdum við síðari flotbryggjuna og niðurrif á gömlu trébryggjunni verði frestað þar til sól fer aftur að hækka á lofti með það að markmiði að nýjar flotbryggjur verði fullkláraðar fyrir 1. maí á næsta ári.

2. Hafnarsvæði
Formaður hafnarnefndar og hafnarvörður fóru yfir þær endurbætur sem þurfa að eiga sér stað á klæðningu og skipulagi við hafnarsvæðið. Samþykkt að þeir vinni drög að framkvæmdaáætlun í tengslum við nýtt deiliskipulag og kynni nefndinni.

3. Fastsetningarpolli
Nauðsynlegt er að koma upp fastsetningarpolla vegna komu skemmtiferðaskipa í Gleðivík næsta sumar. Hafnarverði og formanni hafnarnefndar falið að koma með drög að kostnaðaráætlun á næsta fundi nefndarinnar.

4. Vigtarmenn
Farið var yfir áætlun um með hvaða hætti vigtarmenn skipta með sér helgum í haust. Hafnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að fjölgað hafi í röðum vigtarmanna.

5. Uppsátur
Farið yfir hugmyndir að nýju uppsátri í Djúpavogshöfn. Ákveðið að taka málið fyrir í tengslum við nýtt deiliskipulag.

 

6. Önnur mál
FA-Flotbryggjur. Borist hefur erindi frá Fiskeldi Austfjarða um það hvort FA geti nú þegar fengið einhvern hluta af gömlu flotbryggjunum. Nefndin sammála um að FA standi hluti af gömlu flotbryggjunum til boða um leið og framkvæmdum verður fram haldið.
Gjaldskrá hafnarinnar. Samþykkt að formaður hafnarnefndar og hafnarvörður fari yfir gjaldskrá hafnarinnar og geri tillögur að breytingum á næsta fundi nefndarinnar.
Fingur. Þrjár útgerðir hafa fest sér viðlegupláss við fingur. Stefnt er að því að auglýsa aftur þegar framkvæmdum verður fram haldið á næsta ári.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

10. febrúar 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.02.2016

9. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Pálmi Fannar Smárason, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir

Dagskrá:

1. Zion og æskulýðsmál
William Óðinn Lefever kom til okkar í almennt spjall um aðstöðu og starfsemi zion og æskulýðsmála. Óðinn mun útbúa lista yfir það sem vantar fyrir félagsmiðstöðina og setja niður hvernig hann vill sjá félagsmiðstöðina og starf íþrótta-og æskulýðsfulltrúa þróast.

2. Fyrirspurn frá Jóhönnu Reykjalín
Nefndinni barst fyrirspurn frá Jóhönnu Reykjalín:
Fyrirspurn til fræðslunefndar

Góðan dag
Mig langar til að spyrja ykkur út í námskeiðsmál í leikskólanum. Ég heyrði dæmi um starfsmann sem fékk ekki að fara á námskeið í gegnum fjarfundarbúnað vegna þess að starfsmaðurinn var ekki menntaður. Það þótti mér afskaplega miður að heyra enda hljótum við að vera sammála því að allir starfsmenn eiga að hafa sömu tækifærin til að bæta sig sem starfskraft burtséð frá því hvaða bakgrunn starfsmaðurinn hefur.

Ef þetta er stefna Leikskólans eða annarra stofnanna á vegum Djúpavogshrepps, þ.e.a.s. að mismuna fólki eftir menntun, þykir mér það mjög miður og eitthvað sem þarf klárlega að endurskoða.

Bestu kveðjur,
Jóhanna Reykjalín
Foreldri

Stefna Djúpavogshrepps er skýr í þessum efnum, eins og m.a. segir í skólastefnu sveitarfélagsins
"Skóli sveitarfélagsins skal vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna... Skólastjórnandi á að hvetja starfsfólk til þróunarstarfa, efla frumkvæði og stuðla að skólamenningu sem einkennist af samábyrgð og samvinnu. Starfsfólk á að hafa starfsskilyrði og menntun til þess að axla þá ábyrgð. Það skal gert með því að: Laða að og halda í fagmenntað, metnaðarfullt og hæft starfsfólk og leggja áherslu á starfsþróun hvers og eins..."

Einnig segir í 17. lið í starfsmannsstefnu Djúpavogshrepps " Það er stefna Djúpavogshrepps að leggja rækt við menntunarmál starfsfólks, svo hagnýt og fræðileg þekking þess sé ætíð í samræmi við kröfur tímans. Umsjón með slíku fræðslustarfi skal vera í höndum forstöðumanna stofnana og sveitarstjóra. Með starfsmannastefnunni er gerð sú krafa til allra sem vinna fyrir sveitarfélagið að þeir fylgist með nýjungum á starfssviði sínu og að þeir nýti sér þær í þágu hagræðingar og aukinnar þjónustu til íbúa sveitarfélagsins og þeirra fyrirtækja og stofnana sem sveitarfélagið hefur samskipti við. Í því sambandi skulu starfsmenn sérstaklega fylgjast með þróun upplýsingatækninnar og nýta sér hana eins vel og kostur er þannig að sveitarfélagið og stofnanir þess verði ávallt í fremstu röð á því sviði."

Nefndin vill taka fram að ef starfsmanni finnst á sér brotið eða að stefna sveitarfélags í þessum efnum sé ekki virt, að leita leiðbeininga hjá sínu stéttarfélagi eða trúnaðarmanni.

3. Minnismiði frá Dóru varðandi mannahald í grunnskólanum og cittaslow innleiðingu í Djúpavogsskóla lagt fram til kynningar.

4. Húsnæðismál Djúpavogsskóla
Fundargerðir starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla lagðar fram til kynningar.
Óskalistinn óskar eftir að það sé fulltrúi frá þeim sé settur í þennan starfshóp.

5. Starfsáætlun Djúpavogsskóla
Lagt fram til kynningar

Önnur mál voru engin.
Næsti fundur nefndarinnar verður fimmtudaginn 18. kl.17:30.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:12.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

12.02.2016

14. október 2015

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 14.10.2015

7. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 14. október 2015 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Magnús Hreinsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt og Þórdís Sigurðardóttir

Dagskrá:

1. Djúpavogsskóli
Skólastjóri, Halldóra Dröfn mætti og fór yfir starfið í Djúpavogsskóla þetta haustið. Breytingarnar sem gerðar á yfirstjórn skólans leggjst vel í skólastjóra og haustið fer vel afstað. Breytingar innanhús í grunnskólanum leggjast vel í starfsfólk og nemendur eru að virka vel. Unnið er í yngri- og eldribarnateymum og mikil samvinna á milli umsjónakennara í hvorum hóp. Verið er að vinna í nýrri læsis- og stærðfræðistefnu fyrir skólann. Tónskólinn er fullsetinn. Leikskólinn er einnig þéttsetinn, eldri deildin er full og yngri deildin stefnir í að verða full eftir áramótin.
Dóra fór einnig yfir lítillegar breytingar á reglum leikskólans.

2. Reglur Leikskólans Bjarkatúns
Lítillega breyttar reglur leikskólans Bjarkatúns voru lagðar fyrir nefndina og samþykktar samhljóða.

3. Skólaakstur
Reglur sem Sóley og Guðrún unnu í sumar og hafa verið sendar til skólastjóra, sveitarstjóra, skólabílstjóra, nemenda og starfsfólks leikskólans til athugasemda voru kynntar fyrir nefndinni. Lagfærðar og lagðar svo fram til samþykktar. Reglurnar voru samþyktar samhljóða.

4. Bréf skólastjóra til mennta- og menningarmálaráðuneyti lögð fram til kynningar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18.40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

12.02.2016

8. febrúar 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 8. febrúar 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
mánudaginn 8. febrúar kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þorbjörg Sandholt og Berglind Häsler.

Liður 1
Erla gerir grein fyrir stöðu á gönguleiðakortinu og bæklingnum eftir opnu fundina í Löngubúð. Bæklingurinn er kominn í vinnslu hjá Grafít og verið er að leiðrétta og bæta við örnefnum í göngukortið.

Liður 2
Eyrarrósina hljóta þeir listviburðir/verkefni sem þykja skara fram úr á landsbyggðinni. Rúllandi Snjóbolti/6 komst á lista með tíu listvirðburðum sem til greina komu og er það mikill heiður. Því miður var Snjóboltinn ekki meðal þriggja efstu sem hljóta styrk þetta árið.

Liður 3
Úthlutun Uppbyggingarsjóðs fór fram í byrjun febrúar. Þrjú verkefni á vegum Djúpavogshrepps fengu styrk.
Rúllandi Snjóbolti/6 fékk 900.000-
Tankurinn fékk 500.000-
Cittaslow 300.000-
FM þakkar Uppbyggingarsjóði styrkveitinguna.
Eins fékk Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður styrk til að ljúka við heimildarmynd sína um Hans Jónatan.

Liður 4
FM lýsir yfir ánægju með Kynningardaginn sem haldinn var í íþróttahúsinu 31. janúar 2016. Nefndin vill þakka Ágústu Margréti Arnardóttur kærlega fyrir flott framtak.

Liður 5
Erla Dóra gerir grein fyrir því hvað kom út úr menningarkönnun sem send var í hús fyrir jól og hægt var að skila í Samkaup þar sem íbúar voru beðnir um að svara ýmsum spurningum til að aðstoða F&M nefnd við mörkun menningarstefnu. Margar góðar hugmyndir komu en einungis níu útfylltum blöðum var skilað inn.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

12.02.2016