Djúpivogur
A A

Fundargerðir

23. nóvember 2015

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 23. nóvember 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 23. nóvember kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon og Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Rætt um kynningarmyndband sem Saga film gerði fyrir Icelandair og hægt er að horfa á í vélum þeirra. Sveitarfélögin á Austurlandi gerðu samning við Icelandair í gegnum Austubrú við Icelandair. Nefndin lýsir yfir óánægju með hvernig staðið var að gerð kynningarmyndbandsins og útkomu þess. Ferða- og menningarmálafulltrúi mun koma skoðun nefndarinnar til hlutaðeigandi aðila. Hægt er að skoða myndbandið hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEh8fOGPi8g

Liður 2
Nefndin leggur til að sitjandi ferða- og menningarnefnd hvers tíma myndi stjórn Löngubúðar og því sem menningarhúsinu fylgir. Hún sé tengiliður við rekstraraðila Löngubúðar og stjórn Ríkarðssafns.

Liður 3
Nefndin lýsir yfir ánægju með gestalistamennina sem dvelja hér þessa dagana. Svein Erik og Marie Elisabeth stefna á að halda kynningu á vinnu sinni fimmtudaginn 26. nóvember í Löngubúð kl. 20:00.

Liður 4
Erla fer yfir styrkjamál, en hún vinnur að því þessa dagana að sækja um ýmsa menningarstyrki.

Liður 5
Erla gerir grein fyrir fundi sem haldinn var í Sviðslistamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum í sláturhúsinu, með fulltrúum leikfélaga á Austurlandi. Stefnt er að því efla samstarf leikfélaga á Austurlandi.

Liður 6
Unnið úr athugasemdir frá opnum fundi um menningarstefnu Djúpavogshrepps og haldið áfram vinnu við mótum menningarstefnunnar.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15
Ritari: Þorbjörg Sandholt

22.02.2016

15. október 2015

Fundargerð - SFU
8. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 15.10.2015 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Auk þess sat fundinn Páll J. Líndal fulltrúi TGJ. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Páll J Líndal mætti á fundinn 16:35 vegna seinkunar á flugi, þannig að lítill tími var fyrir ítarlega kynningu fyrir nefndina að hans hálfu áður en íbúafundur hófst formlega.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag - miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi – Íbúafundur
Páll Líndal kynnti á hraðbergi upplegg við vinnu við kynningu á deiliskipulagi á miðbæjarsvæði Djúpavogs í aðdragenda íbúafundar nr. 2 sem haldinn verður strax að loknum fundi í SFU í Löngubúð kl 17:00 í dag.

Fyrsti íbúafundur vegna miðbæjarskipulags var haldinn þann 25. júní síðastliðinn og á þessum síðari kynningarfundi í aðdragenda vinnu við miðbæjarskipulag mun verða fjallað um þau afmörkuðu svæði sem eftir stóðu frá fyrri fundi og jafnframt birtar lauslegar niðurstöður frá fyrri fundi. Stefnt er síðan á að taka saman allar niðurstöður af fundunum tveimur og halda næsta íbúafund í apríl eða maí 2016. Þá mun jafnframt liggja fyrir gróf drög að greinargerð og frekari hugmyndir að útfærslu miðbæjarskipulags byggða meðal annars á niðurstöðum íbúafunda og þeim forsendum sem unnið hefur verið með samkvæmt stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps.

Annað ekki tekið til umræðu

Fundi í SFU slitið kl 17:00 og íbúafundur settur.

15.02.2016

3. desember 2015

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 03.12.2015

8. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 3. desember 2015 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Berta Björg Sæmundsdóttir og Júlía Hrönn Rafnsdóttir. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir

Dagskrá:

Liður nr. 1
Bréf frá Guðrúnu Sigurðardóttur Leikskólastjóra vegna fjölgunar í leikskólanum Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir og leikskólastjóri Guðrún Sigríður Sigurðardóttir komu og fóru yfir stöðuna í Bjarkatúni, en eldri deild leikskólans er full og 1 barn á biðlista. Dóra og Guðrún höfðu tekið saman minnisblað um hvernig þróunin í nemendafjölda í skólanum verður næstu ár og ljóst er að um viðvarandi "vanda" er að ræða. Ræddar voru ýmsar hugmyndir til að leysa málið og algerlega ljóst að nauðsynlegt er að finna lausn til framtíðar á þessu máli sem fyrst. FTN hvetur sveitarstjórn til að finna varanalega lausn á vandanum með því að auglýsa strax eftir dagforeldrum og finna húsnæði fyrir nýja deild við leikskólann. Einnig mælir nefndin með því að sveitarstjórn skipi undirbúningsnefnd sem skoðar þörf á stækkun grunnskólans.

Liður nr. 2
Leikskólinn Bjarkatún
Guðrún leikskólastóri fór yfir starfið og starfsmannahald í leikskólanum það sem af er vetri og hvað er framundan. Þrátt fyrir miklar mannabreytingar lýsir Guðrún yfir ánægju með starfið í leikskólanum sem hefur gengið vel í haust.

Liður nr. 3
Bréf frá Þórdísi Sigurðardóttur til nefndarinnar
Efni bréfsins snýr að breytingum í skólamálum undan farið í Djúpavogshreppi og hvort ekki sé áætlað að halda opinn kynningarfund vegna þeirra á næstunni. Nefndin þakkar bréfið og er algerlega sammála Þórdísi um nauðsyn þess að halda opinn fund um skólamál. Nefndi stefnir að því að halda slíkan fund sem fyrst á nýju ári. Sóley tekur að sér að undirbúa slíkan fund.

Liður 4
Gjaldskrár Djúpavogsskóla
Sveitarsjórn vísaði Gjaldskrám Djúpavogskóla til umsagnar hjá FTN á síðasta fundi sínum. Gjaldskrár samþykkar samhljóða.

Liður 5
Önnur mál voru engin

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:55
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

15.02.2016

22. júní 2015

Minnisblað starfshóps um ljósleiðaravæðingu

Geysir 22. júní kl. 16:00

Mættir:

Ólafur Björnsson
Rán Freysdóttir
Svavar Pétur Eysteinsson

Aðgerðaráætlun fyrir næsta fund

Óli - gera Excel yfir bæina í sveitarfélaginu og hnitsetja. Finna út vegalengdir - fyrir Svavar Pétur svo hægt sé að fá kostnaðaráætlun við lagninguna.

Kári - hönnun á lagnaleið fyrir ljósleiðara/þriggjafasa línu.

Svavar Pétur - Hafa samband við Gunnar framkvæmdarstjóra hjá Tengir og fá áætlaðan kostnaði í að leggja línuna (gera þeir þetta í samvinnu við RARIK?? þ.e. með þriggja-fasa rafmagn)

Senda hnitsetningu til Póst-og fjarskiptastofnun þegar gögn eru tilbúin.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 16:45.

Rán Freysdóttir, fundarritari

12.02.2016

8. júní 2015

Minnisblað starfshóps um ljósleiðaravæðingu.

Geysir, 8. júní kl. 16:00

Kári Snær Valtingojer
Ólafur Björnsson
Rán Freysdóttir
Svavar Pétur Eysteinsson

Hópurinn fór yfir helstu skýrslur sem gefnar hafa verið út um verkefnið.

Svavar Pétur tók að sér verkefnastjórn.

Ákveðið að hafa næsta fund eftir viku, mánudaginn 15. júní kl. 16:00 í Geysi.

Hópurinn skipti með sér verkefnum (fá svör við spurningum sem komu upp). Sjá hér að neðan.

Verkefnalisti:

  • Verður farið inn á línuna sem þegar er til staðar (hvar liggur ljósleiðarinn)? Míla/Vodafone - Kári
  • Upplýsingar um 4g og 5g. Hver er kostnaðurinn við sendi og hver er munurinn á 4 og 5g og svo ljósleiðaranum? - Svavar
  • Er ljósleiðaranetið framtíðin eða er þetta úrelt fyrirbæri? Er hægt að leggja þriggja fasa rafmagn í leiðinni? - Svavar
  • Lista upp sveitarfélagið, dreifbýli og þéttbýli og starfsemi á svæðinu - Ólafur
  • Þarfagreina mikilvægi ljósleiðaravæðingu á svæðinu - Ólafur
  • Kostnaður við verkefnið? Hvert er framlag ríkisins? Hvað leggst á íbúa? Hafa samband við fjarskiptastofnun. - Kári
  • Hvetja SSA til að stíga fram og vinna í sameiningu að ljósleiðaravæðingu Austurlands - Ólafur
  • Tala við Egilsstaði (Hadd) - Rán
  • Tala við RARIK um samnýtingu á vinnuhóp þegar farið verður í framkvæmdir á ljósleiðara - Kári
  • Er spurning að skoða það að setja hitaveitu og ljósleiðara saman í þéttbýli? - Kári

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi lauk kl. 18:00.

Rán Freysdóttir, fundarritari.

12.02.2016

4. febrúar 2016

Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla: Fundargerð 04.02.2016

2. fundur 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um húsnæðismál Djúpavogsskóla fimmtudaginn 4. febrúar 2016 kl.14.
Fundarstaður: Grunnskólinn.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Gauti Jóhannesson,Egill Egilsson, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer.

Dagskrá:

1. Tillögur að lausnum í húsnæðisvanda Djúpavogsskóla

Kári og Rán mættu til að fylgja úr hlaði tillögum sínum um notkun Helgafells til lausnar á húsnæðisvanda Djúpavogsskóla. Góðar umræður urðu um ýmsar hliðar á hugsanlegri nýtingu hússins bæði fyrir leikskóla, tónskóla, mötuneyti, félagsmiðstöð og grunnskólann. Fundarmenn voru þó sammála um að um framtíðarlausn er ekki að ræða, en góður kostur sem vert er að skoða þar til viðbygging við grunnskólann verður klár. Einnig var rætt um ýmsa aðra möguleika sem þarft er að skoða þar til viðbygging verður klár, s.s. pakka niður hluta af bókasafni, minnka umfang tónskóla, má leggja niður viðveru! Þá yfirgáfu Kári og Rán fundinn ásamt Gauta.
Kostir sem ákveðið er að leggja fyrir sveitarstjórin á næsta fundi hennar eru:
* Færa golfskála að leikskóla- Sóley kannar hjá byggingarfulltrúa kostnað við viðbyggingu og frístandandi og talar við arkitekt ef þarf. Sóley og Egill klára kostnaðarútreikninga.
* Færa golfskála að grunnskóla- Væntanlega sami kostnaður og við leikskóla. Dóra og Guðrún setja upp faglega kosti og galla við hvorn kost.
* Leigja Helgafell eins og það er í 4 ár og vera þá með tilbúna viðbyggingu við grunnskóla. - Sóley talar við Þóri, ef þetta er í boði leggjast kennarar hópsins yfir bestu nýtingu á því húsi :)

2. Þarfagreining vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við grunnskólann.
Dóra, Obba og Lilja eru langt komnar með þarfagreininguna og Obba kynnti flotta vinnu sem hún hafði farið í með nemendum grunnskólans, en hún fékk krakkana til að lista upp hvað þeim finnst vanta í skólann sinn. Útfrá þessu öll var Obba búin að vinna flotta tillögu að viðbyggingu við skólann. Dóra, Obba og Lilja klára þarfagreiningu og Sóley tékkar á hvernig útboð færi fram og hvort hægt er að fá grófar kostnaðartölur án mikils tilkostnaðar

Rætt um að hafa þetta allt klárt fyrir næsta fund sveitarstjórnar þann 11. feb.
Reyna að klára í tölvupósti en tökum stuttan fund í næstu viku ef þarf.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:15
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

12.02.2016

19. janúar 2016

Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla: Fundargerð 19.01.2016

1. fundur 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um húsnæðismál Djúpavogsskóla þriðjudaginn 19. janúar 2016 kl.14.
Fundarstaður: Grunnskólinn.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir og Þorbjörg Sandholt. Forföll boðuðu Gauti Jóhannesson og Egill Egilsson.
Fundargerð ritaði Sóley.

Á fundi sveitarstjórnar þann 10.des. ´15 var undirritaðri falið að endurvekja starfshóp um húsnæðismál Djúpavogsskóla og stefna að fundi sem fyrst á nýju ári. Verkefni starfshópsins að þessu sinni er tvíþætt annars vegar að koma með tillögur að lausnum á húsnæðisvanda leikskólans og kostnaðarmeta þær og hinsvegar að vinna þarfagreiningu vegna fyrirhugaðrar stækkunar grunnskólans.

Til að fara yfir húsnæðisvanda leikskólans kom Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri til okkar. Í máli hennar kom fram að leikskólinn er yfirfullur í dag með 25 krakka á eldri deild og yngri deildin verður fullsetin í febrúar. (Fullsetinn skóli er 20 börn á eldri og 15 á yngri ef aldursdreifingin er jöfn) Fjöldi barna í leikskólanum næstu ár, ef við gerum ráð fyrir 6 börnum fæddum á ári og enginn flytji frá eða til okkar :
Veturinn ´16 -´17: 19 börn á yngri, 25 á eldri
Veturinn ´17 -´18: 21 á yngri, 23 á eldri
Veturinn ´18 -´19: 12 á yngri, 29 á eldri
Veturinn ´19 -´20: 12 á yngri, 25 á eldri
Af þessum tölum má vera ljóst að við þurfum að bregðast við og bæta við húsnæði leikskólans.
Þá voru ræddar þær tillögur sem höfðu áður komið fram varðandi lausnir. Fyrir liggur að Ingvar frá Skólastofunni leggur til að elstu börn á leikskólanum verði færð upp í grunnskóla. Einnig á eftir að koma í ljós hvað línur menntamálaráðherra mun leggja í þessum efnum en verið er að ræða að börn byrji ári fyrr í grunnskóla. Ljóst er að ekki er pláss fyrir 5 ára börnin í grunnskólanum strax og því þarf að brúa bilið þangað til.
Fram hafði komið hugmynd um lausa kennslustofu sem sett yrði á lóð leikskólans og tengd leikskólanum með viðbyggingu. Golfskálinn hefur verið nefndur í því samhengi. Einnig var rætt um hvor væri hægt að nýta einhverjar aðrar byggingar í nærri leikskólanum. En Guðrún og Dóra tóku skýrt fram að það væri alltaf verri kostur og reynslan hefði ekki verið góð af slíku fyrirkomulagi. Því var ákveðið að byrja á að fara á vettvang og skoða golfskálann, hvort hann er hentur í þetta verkefni. Farið verður fimmtudaginn 21. jan kl.13. Guðrún yfirgaf fundinn.

Málefni Grunnskólans voru þá rædd. Starfshópurinn hafði á sínum tíma rýnt húsnæði grunnskólans nokkuð ýtarlega og þekkir því vel hvað vantar. Ákveðið að byrja á því að starfshópurinn kynni sér lög og reglugerðir um húsnæði og aðbúnað grunnskóla. Dóra, Obba og Lilja byrja á lista yfir þarfir. Næsti fundur ákveðinn 4. febrúar kl.14 í grunnskólanum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:00
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

12.02.2016

10. desember 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 10. desember 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 10:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrár
2. Fjárhagsáætlun 2016

1. Gjaldskrár
Samþykkt að vísa gjaldskrám sem farið var yfir á fundinum til sveitarstjórnar til staðfestingar.

2. Fjárhagsáætlun 2016
Farið yfir lokaútgáfu af fjárhagsáætlun. Samþykkt að leggja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, unna í samráði við KPMG, með breytingum frá fyrri áætlun sem lýtur að vísitölubreytingum til næstu þriggja ára til síðar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar 10. desember 2015.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

9. nóvember 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 9. nóvember 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 9. nóvember 2015 kl. 10:30. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Einnig sátu fundinn Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla og Guðrún Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns, leikskóla. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Hagræðing í rekstri Djúpavogsskóla og gjaldskrár.

1. Hagræðing í rekstri Djúpavogsskóla og gjaldskrár.
Tilefni sameiginlegs fundar var bókun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps frá 16. október 2015:

Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. október 2015. Lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði sveitarstjóra vegna árshlutauppgjörs Djúpavogsskóla. Launakostnaður er verulega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er að launakostnaður, sérstaklega í tónskóla, hefur verið vanáætlaður, hagræðingaraðgerðir hafa ekki náð fram að ganga og viðbótarlaunakostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara er umtalsverður. Ljóst er að taka verður afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti megi hagræða innan skólanna með tilliti til launakostnaðar og þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Samþykkt að starfshópurinn fundi með fulltrúum skólasamfélagsins og fari yfir málið fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

Á fundinum var farið yfir endurskoðaðar áætlaðar launagreiðslur í Djúpavogsskóla 2016. Jafnframt var farið yfir mögulega hagræðingarmöguleika varðandi reksturinn. Niðurstaða fundarins er að ekki sé svigrúm til frekari endurskoðunar á launaþætti en að áfram verði reynt að gæta aðhalds og að stjórnendur í samráði við sveitarstjóra leiti allra leiða til hagræðingar. HDH mun þó fara yfir fyrirkomulag vegna kennslu í tónskóla og gera sveitarstjóra grein fyrir niðurstöðum og mögulegum tækifærum til hagræðingar og/eða skipulagsbreytinga.
Fundurinn sammála um að gjaldskrár þarfnist ekki róttækra breytinga annarra en þeirra að gerðar verði á þeim leiðréttingar vegna vísitölubreytinga. Fundurinn sammála um að leggja skuli af niðurgreiddar 3 klst. hjá elsta árgangi í leikskóla frá og með hausti 2016.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016