Fundargerðir
29. september 2015
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.09.2015
6. aukafundur 2014 – 2018
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 29. september 2015 kl. 12:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 er varðar breytta legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z.
Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 10. september sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 24. september sl. Engar ábendingar bárust.
Þá bárust sveitarfélaginu umsagnir eftirfarandi stofnana varðandi lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem óskað var eftir 15. júlí sl.:
• Skipulagsstofnun dags. 23. júlí sl.
• Minjastofnun dags. 28. júlí sl.
• Umhverfisstofnun dags. 10. ágúst sl.
• Vegagerðin dags. 20. júlí sl.
Þá var jafnframt óskað eftir umsögn Veiðimálastofnunar en hún hefur ekki borist.
Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar var 13. ágúst sl. óskað eftir viðbrögðum frá Vegagerðinni og bárust svör frá stofnuninni 24. ágúst.
Sveitarstjórn er samþykk breytingunni og felur sveitarstjóra að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar á breytingunni sbr. 3.mgr.30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30.
Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.
4. september 2015
Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2015
6. fundur
Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 4. september kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Sóley Dögg Birgisdóttir og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Ljósleiðaravæðing.
Verkefnið kynnt fyrir nefndarmönnum.
2. Breyting á lögum um byggðarkvóta.
Bréf sem barst formanni Atvinnumálanefndar kynnt nefndarmönnum. Sveitarstjóri kom á fundinn og fór yfir stöðuna. Sveitarstjórn hefur farið þess á leit við ráðuneytið að útgerðir sem fengu úthlutuðum byggðarkvóta fyrir árið 14/15 fái eitt ár til þess að veiða hann. En tafir urðu á úthlutun byggðarkvóta þetta ár og því fengu útgerðir aðeins nær helming þess tímanna til þess að veiða hann. Þegar hefur verið veitt 100 tonn af þeim 190 sem úthlutað var. Sveitarstjórn kallaði til aukafundar og samþykkti beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta. Málið er í vinnslu í ráðuneytinu.
3. Staða atvinnumála á Djúpavogi
Rætt var um stöðu atvinnumála í Djúpavogshreppi. Margt hefur áunnist síðustu mánuði og þegar hefur verið ráðið í flest auglýst störf. Lagt var áhersla á að Nýsköpunarmiðstöð kláraði ráðningaferli á starfsmanni með starfstöð á Djúpavogi. Formanni atvinnumálanefndar falið að ganga eftir málinu.
Ný heimasíða Djúpavogshrepps var rædd og mikilvægi þess að hún væri aðgengileg og hefði uppfærðar upplýsingar um fyrirtæki og þjónustu á svæðinu, ásamt því að stefnu sveitarfélagsins væri komið skýrt á framfæri. Mannauðskortið væri aðgengilegt, laus störf væru ávallt auglýst á heimasíðunni og húsnæði/jarðir sem væru til leigu/sölu væru listaðar á heimasíðunni og eða linkur á upplýsingarnar til að auðvelda þeim sem eru að leyta.
Formanni atvinnumálanefndar farið að kanna stöðu hjúkrunarfræðings í Djúpavogshreppi.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.
7. september 2015
Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn. 7. september kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Gudmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt að stefna að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði var þá falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni. Hafnarvörður fór yfir nokkur dæmi frá mismunandi höfnum um með hvaða hætti staðið er að úthlutun og leigu á leguplássum við fingur. Nefndin samþykkt í framhaldinu að bjóða pláss til eins árs í senn við 8 metra fingur fyrir kr. 120.000.- + vsk. Hafnarstjóra falið að auglýsa fyrirkomulagið í samráði við hafnarvörð hið fyrsta.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.
Gauti Jóhannesson fundarritari
13. júlí 2015
Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 13. júlí 2015 kl. 09:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Jóhann Sigurðsson frá Vegagerðinni var í símasambandi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Framkvæmdir við flotbryggjur
1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Farið yfir tilboð í 40 metra af bryggjum 2,4 metra breiðum og 55 metra af bryggjum 3 metra breiðum. Heildarkostnaður með uppsetningu er 39.200.000 kr. Staðfest af hafnarnefnd að taka tilboðinu eins og það er uppsett með þeim breytingum að teknir verða 6, 6x16 amp. einfasa tenglastólpar með mælum í stað 8 6x16 amp. einfasa stólpa. Farið yfir tilboð vegna fingra, 8 og 10 metra. Nefndin samþykkir að stefnt verði að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni á næsta fundi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00
Gauti Jóhannesson, fundarritari
30. júní 2015
Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Sigurður Ágúst Jónsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Framkvæmdir við flotbryggjur
2. Önnur mál
1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fyrir fundinn voru lögð gögn, annarsvegar frá Króla ehf og hins vegar frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Nefndin sammála um að fá upplýsingar um verð miðað við tvær 20x2,4 metra, tvær 20x3,0 metra bryggjur og eina 15x3,0 metra. Jafnframt vill nefndin A-Laiturit/Fi steypurjárn festipolla í stað álpolla SF Marina og 8 metra landganga í stað 10 metra.
2. Önnur mál
Hafnarvörður gerði grein fyrir komu Ocean Diamond til Djúpavogs 28. júní. Nefndin sammála um að skoða möguleika á að bæta við öruggum festum fyrir skipið svo það eigi auðveldara með að leggja að í Gleðivík. Formanni og hafnarverði falið að skoða málið.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00
Gauti Jóhannesson, fundarritari
26. ágúst 2015
Fundur í ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 26. ágúst 2015
Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, og Þorbjörg Sandholt.
Fundarefni var að undirbúa opinn fund um ferðamál og ákveðið að auglýsa hann fljótlega.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt
20. júlí 2015
Fundur í ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 20. júlí 2015
Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 20. júlí kl. 14:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og verkefnastjóri Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur Alfa Freysdóttir.
Aðal fundarefni var að ræða undirbúning og vinnu við Rúllandi snjóbolta/6, hvað gekk vel og hvað má betur fara.
Liður 1
Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur
Allir sammála um að vel hafi tekist til, sýningin er stórglæsileg og gaman að sjá hvað hún hefur vaxið á einu ári. Mikil ánægja er meðal nefndarmanna með Rúllandi snjóboltana. Störf skapast fyrir heimamenn í tengslum við sýninguna, hún kemur sterkt inn sem afþreying og aðdráttarafl og ýtir þannig undir ört vaxandi ferðaþjónustu á svæðinu auk þess að vera einn flottasti menningarviðburður á Austurlandi (og þó víðar væri leitað).
Þau fyrirtæki og stofnanir sem styrkja verkefnið hljóta bestu þakkir ferða- og menningarmálanefndar.
Erla Dóra fór yfir þá styrki sem sýninginn fær.
· Uppbyggingarsjóður 1.000.000 kr
· Samfélagssjóður Landsbankans 500.000 kr
· Myndlistarsjóður 400.000 kr
· Vaxtarsamningur Austurlands 500.000 kr
Alls 2,4 milljónir.
Alfa og Þór fóru yfir hvernig undirbúningsvinnu var háttað og voru sammála um að sú vinna hafi gengið vel.
Alfa vék af fundi.
Nefndin leggur áherslur á hversu mikilvægt er að hafa öflugan verkefnastjóra yfir svona verkefni og þakkar Ölfu góða vinnu.
Liður 2
Þór kom með þrjá gripi sem tilheyrðu KBF hér áður fyrr, en voru í Samkaup og eiga heima á safninu í Löngubúð. Erla Dóra tók að sér að koma hlutunum í Löngubúð.
Liður 3
Erla Dóra gerði grein fyrir að upplýsingaskilti sem segja til um að bannað sé að tjalda/gista í bíl yfir nótt á ákveðnum stöðum, séu komin til Djúpavogs og verið sé að vinna í að koma þeim upp. Einhver skilti hafa þegar þegar verið sett upp.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 15:45
Ritari: Þorbjörg Sandholt
7. september 2015
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.07.2015
15. fundur 2010-2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 7. september 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir að mál 2k, 3l og 3m yrðu tekið fyrir á fundinum þó þau væru ekki á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Drög að ályktunum fyrir aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri sveitarstjórnarmál fylgdi úr hlaði drögum að ályktunum fyrir aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2.- og 3. október og fór yfir fyrirkomulag fundarins.
2. Fundargerðir
a) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 28. maí 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 8. júlí 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 20. júlí 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 20. ágúst 2015. Staðfest.
f) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags 21. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23.24. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 24. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 26. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnumálanefnd, dags. 4. september 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð hafnarnefndar, dags. 7. september 2015. Staðfest.
3. Erindi og bréf
a) Sóknarnefnd Djúpavogskirkju, ódags. Styrkbeiðni vegna kaupa á nýju orgeli fyrir Djúpavogskirkju. Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um 400.000 kr.
b) Vegagerðin, Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn – veglína Z, dags. 20. júlí 2015. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
c) Skipulagsstofnun, Berufjarðarbotn, breytt lega hringvegar, dags. 23. júlí 2015. Skipulagsstofnun gerir hvorki athugasemdir við lýsingu á skipulagsverkefninu né áherslur í umhverfismatinu.
d) Minjastofnun Íslands, Lýsing á breytingu aðalskipulags Djúpavogshrepps – veglína Z, dags. 28. júlí 2015. Minjastofnun gerir ekki frekari athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi en þegar hafa komið fram frá stofnuninni.
e) Umhverfisstofnun, Lýsing. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Breytt lega hringvegar um Berufjarðarbotn, dags. 10. ágúst 2015. Að mati Umhverfisstofnunnar er mikilvægt að fjallað verði um álit Skipulagsstofnunar frá 2011. Sömuleiðis verði fjallað um hvaða efnistökusvæði er áætlað að nýta og að brúarop verði nægilega stórt svo vatnsskipti verði næg fyrir lífríki innan brúar.
f) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, framkvæmd laga um leikskóla nr. 90/2008, dags. 14. ágúst 2015. Lagt fram til kynningar.
g) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innleiðing laga um um grunnskóla nr. 91/2008, dags. 15. ágúst 2015. Lagt fram til kynningar.
h) UÍA, styrkbeiðni vegna ungmennaverkefnis í Ungverjalandi, dags. 19. ágúst 2015. Samþykkt að veita 25.000 kr. styrk.
i) Benedikt V Warén, styrkbeiðni vegna Flugsögu Austurlands, dags. 22. ágúst 2015. Styrkbeiðni hafnað.
j) UÍA, Hreyfivikan, dags. 28. ágúst 2015. Lagt fram til kynningar.
k) Velferðarráðuneytið, Móttaka flóttafólks og sveitarfélög, dags. 1. september 2015. Í erindinu kemur fram “Við val á sveitarfélagi, sbr. 1. mgr., skal taka mið af aðstæðum öllum, þar með talið félagsþjónustu,heilbrigðisþjónustu, atvinnuástandi, menntunarmöguleikum, möguleikum á húsnæði og öðru sem eftir atvikum skiptir máli hverju sinni.Samningar við sveitarfélög skulu taka til þjónustu og náms sem ætla má að flóttafólkið þarfnist og eru á hendi sveitarfélaga, svo sem útvegun húsnæðis, leikskóla, grunnskóla, félagsráðgjafar, fjárhagsaðstoðar og aðstoðar við atvinnuleit. Enn fremur skal flóttafólki tryggð heilbrigðisþjónusta, sbr. 22. og 23. gr., íslenskukennsla og samfélagsfræðsla, sbr. 17. og 19. gr. Sveitarstjóra falið að leita upplýsinga um hvernig sambærileg sveitarfélög á starfssvæðinu hyggjast fara yfir þessi mál með tilliti til þeirra skilmála sem settir eru.
l) Steinþór Björnsson, stofnun lóðar „Stekkur“ undir frístundahús á Hvannabrekku, dags. 15. júlí 2015. Samþykkt.
m) Kristín Hanna Hauksdóttir f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, stofnun lóðar undir sumarhúsabyggð, dags. 1. september 2015. Samþykkt.
4. Þjóðarsáttmáli um læsi
Sveitarstjóri kynnti Þjóðarsáttmála um læsi sem hann undirritaði ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúa Heimilis og skóla 25. ágúst 2015.
5. Lögreglusamþykkt
Sveitarstjóri kynnti lög um lögreglusamþykktir og reglugerð um lögreglusamþykktir.
Sveitarstjórn sammála um að fresta ákvörðun um hvort setja beri sérstaka lögreglusamþykkt fyrir Djúpavogshrepp.
6. Viðmiðunarreglur kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira.
Farið var yfir reglurnar. Sveitarstjórn sammála um að standa myndarlega að endurbótum á kirkjugarðinum í samræmi við þær og að gera ráð fyrir þeim framkvæmdum við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
7. Átak í meðferð heimilisofbeldismála
Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um átak í meðferð heimilisofbeldismála en honum var falið að kynna sér málið á fundi sveitarstjórnar 9. júlí 2015. Sveitarstjórn sammála um að fela sveitarstjóra að hafa samráð um frekari aðgerðir í málinu við aðra sveitarstjóra í sameiginlegri félagsmálanefnd.
8. Hraðahindrun
Sveitarstjóri kynnti framkvæmd við hraðahindrun við aðkomu í bæinn sem til stendur að koma fyrir mjög fljótlega. Sveitarfélagið hefur um langt skeið þrýst á úrbætur í þessum efnum og fagnar að lending sé komin í málið í samvinnu við Vegagerðina.
9. Gjaldskrá heimaþjónustu
Sveitarstjóri kynnti nýja gjaldskrá heimaþjónustu sem var samþykkt samhljóða.
10. Skýrsla sveitarstjóra
a) Ljósnet. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við ljósnet í byggðarlaginu. Að framkvæmdum loknum munu öll íbúahverfi á Djúpavogi hafa aðgang að ljósneti sem er mikilvægt skref í bættri þjónustu við íbúa.
b) Tryggvabúð. Sveitarstjóri gerði grein fyrir lagfæringum og endurbótum á Tryggvabúð sem hefur fengið mikla andlitslyftingu. Sveitarstjórn sammála um að gengið verði frá lóð og bílastæði næsta sumar og tekið verði tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar.
c) Skólamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi við grunn- og leikskólann, jafnframt breytingum innanhúss í grunnskólanum.
d) Flotbryggjur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við flotbryggjur.
Gert er ráð fyrir að nýjar ytri flotbryggjur verði settar niður um miðjan september.
Að því loknu verði hafist handa við að rífa gömlu bryggjuna og nýjar innri bryggjur verði settar niður að því loknu.
e) Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa en William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir munu deila starfinu. Sveitarstjórn býður þau velkomin til starfa.
f) Gangstéttir við Hraun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við gangstéttir við Hraun. Stefnt er að því að verkinu ljúki á næstu dögum.
g) Faktorshús. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við Faktorshús. Stefnt er að því að vinnu við grjóthleðslu ljúki innan tíðar.
h) Teigarhorn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum á Teigarhorni. Miklar endurbætur hafa verið gerðar innanhúss og stefnt er að því að viðgerðir utanhúss hefjist fljótlega.
i) Viðgerðir á götum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum viðgerðum á götum innanbæjar í næstu viku.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.
28. ágúst 2015
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 28.08.2015
5. aukafundur 2014 – 2018
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 28. ágúst 2015 kl. 10:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að óska eftir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að þeim útgerðum á Djúpavogi sem var úthlutað byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015 verði heimilað að víkja frá því skilyrði að að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta fyrir 1. september 2015. Ástæða beiðninnar er að byggðakvóti Djúpavogshrepps kom til úthlutunar þegar yfirstandandi kvótaár var rúmlega hálfnað sem torveldaði að mögulegt væri að tvöfalda byggðakvótaúthlutun til vinnslu á tilskildum tíma. Í ljósi þess áfalls sem útgerð og fiskvinnsla á Djúpavogi varð fyrir í fyrra þegar Vísir hf. tilkynnti um áform sín um að hætta starfsemi á staðnum, sem svo varð um áramót og þeirrar stöðu sem komin er upp hjá fiskeldi á staðnum sem að stórum hluta hefur selt afurðir sínar til Rússlands er afar brýnt að þær aflaheimildir sem þó eru eftir á staðnum nýtist á næstu vikum og mánuðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:15.
Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.