Djúpivogur
A A

Fundargerðir

24. mars 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 24. mars 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 08:30. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Lántökur og fjárhagsáætlun
2. Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs 2014
3. Fjárhagsáætlun og fundir með forstöðumönnum stofnana
4. Viðaukar við fjárhagsáætlnun


1. Lántökur og fjárhagsáætlun

Sveitarstjóri gerði grein fyrir lántökum hjá Lánasjóði sveitarfélaga kr. 37 millj. og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 54 millj. Lánin voru tekin til uppgreiðslu á eldri lánum og leiða til lækkunar á afborgunum sem nemur 21 millj. á árinu.

2. Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs 2014
Sveitarstjóri lagði fram yfirlit um endanleg framlög Jöfnunarsjóðs 2014.

3. Fjárhagsáætlun og fundir með forstöðumönnum stofnana
Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun og með hvaða hætti verður farið yfir hana með forstöðumönnum stofnana með tilliti til raunkostnaðar. Stefnt að því að gera grein fyrir stöðunni á fyrsta ársfjórðungi á næsta fundi starfshópsins.

4. Viðaukar við fjárhagsáætlun
Farið yfir vinnulag við gerð viðauka við fjárhagsáætlun.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

09.06.2015

30. mars 2015

Landbúnaðarnefnd: Fundargerð 30. mars 2015

Fundur var haldinn í Landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1 Djúpavogi mánudaginn 30. mars kl. 14.15.

Fundinn sátu Steinþór Björnsson, Guðmundur Eiríksson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Refa og minkaveiðar

2. Upprekstur á Tungu

3. Girðingamál

4. Önnur mál.


1.a Landbúnaðarnefnd leggur til að fjárveitingar til refaveiða verði auknar svo hægt sé að tryggja að farið verði á öll þekkt greni í sveitarfélaginu að vori.  Vitað er að stór svæði urðu útundan í fyrra vegna þess að peningurinn var búinn á miðju grenjatímabili, þannig vinnubrögð eru óásættanleg og þar með sitja ekki allir landeigendur  við sama borð.

1.b. Landbúnaðarnefnd leggur til að fjárveiting verði aukin að sama skapi til minnkaveiða, því fyrirséð er að peningur sem ætlaður er í þann málaflokk dugar ekki til að fara yfir allan Djúpavogshrepp.

Landbúnaðarnefnd leggur til að sami háttur verði hafður á við ráðningu manna í refa og minkaveiðar.

 

2. Formanni Landbúnaðarnefndar hefur borist erindi frá Torfa Sigurðssyni, Haga í Hornafirði þar sem hann lýsir yfir áhuga sínum á að endurnýja upprekstrarsamning við sveitarfélagið á Tungu. Meirihluti nefndarinnar vill endurnýja samninginn.  Landbúnaðarnefnd vill þó taka fram að smölun á komandi hausti verði að vera mun markvissari en síðasta haust, einnig skal öllu fé keyrt og sleppt á Tungu.  Nefndin vill leiðrétta þá misritun sem varð í fundargerð 06. nóvember 2014  að samkomulag fjár/ og landeigenda í Flugustaðadal, Tungu og Hofsdal sé engan vegin ásættanlegt, þar er eingöngu átt við fjáreigendur og vill nefndin biðja hlutaðeigandi velvirðingar.

3. Landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að séð verði til þess að gert verði við veggirðingar innan tilskilins tíma. (setja dagsetningu) 

Landbúnaðarnefndin vill að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að landeigendur fjarlægi ónýtar girðingar á landi sínu sem eru bæði mönnum og dýrum hættulegar,svo ekki sé minnst á sjónmengun af þeim.

4. Önnur mál.

a.  Landbúnaðarnefnd vill beina því til sveitarstjórnar að klára lagfæringar á skilarétt í Hamarsseli sem byrjað var á í fyrra.

 b. Það væri æskilegt að rúlluplast væri sótt til bænda oftar en einu sinni á ári einnig verði net og bindigarn tekið líka.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.16.15

09.06.2015

13. apríl 2015

Ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 13. apríl 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 13. apríl kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler.

Liður 1

Farið yfir bæklingamál. Erla Dóra kynnti nýjan bækling sem er í vinnslu hjá hönnuði. Erla er að klára texta fyrir bæklinginn og er að leita tilboða í prentun. Bæklingurinn verður bæði á íslensku og ensku.

Aðrir bæklingar sem prentaðir verða eru í vinnslu.

Liður 2

Erla Dóra fór yfir styrkjamál. Sótt um styrk fyrir Rúllandi Snjóbolta og verið að vinna í fleiri umsóknum.

Liður 3

Rætt um hvort leyfilegt sé að sofa í húsbílum hvar sem er í þorpinu. Ákveðið að skoða hvernig önnur sveitafélög taka á þessu.

Liður 4

Stefna bókasafns Djúpavogshrepps lögð fram til kynningar.

Liður 5

Skilti á Búlandsnesi og víðar eru illa farin. Nefndin leggur til að skoða möguleika á að kaupa ný skilti en nota núverandi undirstöður. Einnig að fara vel yfir þær upplýsingar sem eru á hverju skilti.

Liður 6

Stuðningsaðilar Cittaslow, Erla Dóra kynnir hverjir eru stuðningsaðilar.

Liður 7

Samningur milli Djúpavogshrepps og Menningarráðs 2011 - 2013 lagður fram til kynningar.

Liður 8

Erla Dóra minnti á leiksýningu ME, Klaufa og kóngsdætur sem sýnt verður á Hótel Framtíð 19. apríl.

Liður 9

Rætt um að gaman væri að hafa samfélagsdag í maí með áherslu á að snyrta og laga til í þorpinu okkar. Hugmynd að hægt væri að hafa fasta daga á ári í sameiginlega tiltekt í framtíðinni. Svona daga er upplagt að tengja við skemmtilegar uppákomur. Ákveðið að ræða við æskulýðs- og íþróttafulltrúa um smiðju í skiltagerð með börnunum. Í þeim tilgangi að ferðamenn gangi vel um þorpið.

Liður 10

Farið yfir stöðuna á Rúllandi Snjóbolta.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:30 Ritari: Þorbjörg Sandholt

09.06.2015