Djúpivogur
A A

Fundargerðir

12. mars 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.03.2015

10. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Júlía Hrönn Rafnsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að bæta lið 1 n) inn í dagskrána.

Dagskrá:
1. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 28. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 30. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 11. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 12. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 13. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags. 2. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 4. mars 2015. Liður 1, breyttar reglur grunn- og leikskólans staðfestar. Liður 2, ungmennaráð, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags 10. mars 2015. Liður 1, úttekt á Djúpavogsskóla staðfestur og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Skólastofuna slf – Rannsóknir og ráðgjöf. Stefnt er að frágangi viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.
m) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 11. mars.
Liður 8, hænsnfuglar í þéttbýli, afgreiðslu frestað. Að öðru leyti staðfest.
n) Ferða- og menningarmálanefnd, dags 9. mars 2015. Liður 1, myndefni Þórarins Hávarðssonar, staðfestur og sveitarstjóra falið að ganga frá kaupunum.
Liður 2, móttaka listamanns frá Vesteraalen samþykkt. Liður 4, tónleikahald og leiksýning, staðfestur. Liður 5, List án landamæra 20.000 kr. styrkur, samþykkt. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, styrkbeiðni, dags. 11. febrúar 2015. Styrkbeiðni hafnað.
b) Hildur Björk Þorsteinsdóttir, styrkbeiðni, dags. 15. febrúar 2015. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000
c) Austurbrú, fréttabréf janúar og febrúar, dags. 17. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, framlag til Teigarhorns, dags. 20. febrúar 2015. Sveitarstjórn fagnar afgreiðslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
e) Skipulagsstofnun, Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi Teigarhorns dags. 25. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
f) Vinnumálastofnun, virkjum hæfileikana, dags. 25. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar. Lagt fram til kynningar.
g) Skotmannafélag Djúpavogs, ósk um landsvæði fyrir starfsemi félagsins dags. 25. febrúar 2015. Sveitarstjórn staðfestir bókun SFU um sama mál dags. 11. mars 2015.
h) Innanríkisráðuneytið, staðfesting á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Djúpavogshreppi dags. 26. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og breytta notkun á jörðinni Teigarhorn og deiliskipulagi fyrir Teigarhorn dags. 3. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
j) Skógrækt ríkisins, breytt landnotkun á Teigarhorni samanber tillögu að deiliskipulagi dags. 3. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
k) Minjastofnun Íslands, Teigarhorn – umsögn um breytingu á aðalskipulagi og um lýsingu á deiliskipulagi dags. 6. mars 2015. Fallist er á ábendingar Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu á svæðinu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3. Félagsþjónustan
Farið var yfir framkvæmdaáætlun í barnavernd og starfsáætlun Félagsþjónustu 2015 og hvort tveggja staðfest.

4. Starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi
Farið var yfir stöðu mála varðandi starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í engu verði hvikað frá samþykkt stjórnar Austurbrúar frá 7. nóvember 2013 um að „..næstu störf sem auglýst verða hjá Austurbrú, sem eru ekki háð annarri staðsetningu, verði með staðsetningu á Seyðisfirði annars vegar og Djúpavogi hinsvegar.“

5. Skólaskrifstofa Austurlands
Farið var yfir nýjan samning um Skólaskrifstofu Austurlands sem undirritaður var 6. mars. Um er að ræða minniháttar breytingar frá fyrra samningi að höfðu samráði við hagsmunaaðila.

6. Menningarráð Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Albert Jensson og Gauta Jóhannesson til vara sem fulltrúa Djúpavogshrepps á ársfund Menningarráðs Austurlands sem haldinn verður á Seyðisfirði 24. mars 2015.

7. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds
Sveitarstjóri kynnti tillögu uppsetningu á gjaldskrá vegna fráveitugjalds. Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

8. Cittaslow
Farið yfir reglur um stuðningsaðila Cittaslow. Nokkrar umsóknir liggja fyrir. Sveitarstjóra falið að afgreiða umsóknir um stuðningsaðila Cittaslow í samráði við formann ferða- og menningarmálanefndar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Rauða kross námskeið. Sveitarstjóri kynnti námskeið sem haldið verður á vegum Rauða krossins fyrir barnfóstrur. Stefnt er að því að halda námskeið fyrir vorið.
b) Byggðakvóti. Sveitarstjóri kynnti úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015-2016. Alls nemur úthlutaður byggðakvóti á Djúpavogi 191 þorskígildistonni og skiptist á þrjá báta.
c) Starfsmannamál. Sveitarstjóri kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á starfsmannahaldi í áhaldahúsinu en þar hefur starfsmönnum fækkað um einn og hefur Sigurbjörn Heiðdal tekið við forstöðu af Magnúsi Kristjánssyni.
d) Opnunartími skrifstofu. Sveitarstjóri fór yfir nýjan opnunartíma skrifstofu í tengslum við að starfshlutfall skrifstofustjóra hefur verið fært í 75%.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.03.2015

9. febrúar 2015

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.02.2015
5. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps mánudaginn 9.febrúar kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Guðbjört Einarsdóttir, Þórir Stefánsson og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Búlandstindur:
Elís Hlynur Grétarsson kom og fór yfir stöðu Búlandstinds eins og hún er í dag. Þar kom fram að Ósnes og Fiskeldi Austfjarðar eiga jafnan hlut í Búlandstindi. 31 starfsmenn eru á launaskrá í dag. 400 tonna kvóti er komin frá Byggðastofnun til að styrkja vinnsluna. Í dag var síðast dagur til að semja um byggðakvótann og hafa þónokkrir sótt um. Búlandstindur er að vinna í því að finna bát til að styrkja vinnsluna enn frekar.


2. Íris Hákonardóttir erindi um sumarlokun leikskólans:
Við leggjum til að þetta verði skoðað fyrir sumarið 2015. Sú tillaga kom fram að ef ekki næðist samstaða meðal starfsfólks leikskólans og yfirmanna um opnun allt árið, þá væri hægt að leigja út starfsemina til einkaaðila á þeim tíma sem sumarlokunin stendur yfir.

3. Mannauður á Djúpavogi:
Kortlagning mannauðs á Djúpavogi sem unnið var í Djúpinu lagt til kynningar.

4. Nýsköpunarmiðstöð:
Farið yfir starfsemi og möguleika á að nýta sér þá þjónustu sem Nýsköpunarmiðstöð hefur upp á að bjóða. Athuga með námskeið í vor til að virkja og efla starfandi fyrirtæki á Djúpavogi ásamt því að hvetja til nýrra viðskiptahugmynd.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:50
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

13.03.2015

11. mars 2015

Fundargerð - SFU
5. fundur 2014 – 2018

Fundur í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd miðvikudaginn 11.03.2015 kl. 17:00.
Fundarstaður Geysir. Mættir Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Magnús Kristjánsson, Óskar Ragnarsson og Rán Freysdóttir. Andrés ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Teigarhorn
a. Umsagnir stofanana vegna lýsingar á breytingu á aðal- og deiliskipulagi á Teigarhorni.
Umsagnir frá Haust, Skógrækt ríkisins, Minjastofnun og Skipulagsstofnun. Í athugasemdum Minjastofnunar kemur m.a. fram að vinna þarf að fornleifaskráningu á Teigarhorni. Fornleifaskráning verði að vera undanfari deiliskipulags á svæðum í opinberri eigu og telur því nefndin ljóst að ráðast þurfi í vinnu við fornleifaskráningu hið fyrsta, enda nokkuð víða merkar minjar að finna á jörðinni.

b. Færsla vegar ofan við bæinn á Teigarhorni og við Búlandsá. Form. kynnti hugmyndir um færslu þjóðvegar ofan við bæinn á Teigarhorni sem og við Búlandsá. Unnið er um þessar mundir að tillögum af hálfu veghönnuða vegagerðarinnar að nýju vegstæði og mun tillaga liggja fyrir fljótlega. Mikil áhersla er lögð á það af hálfu stjórnar fólkvangsins og þeirra aðila er vinna við deiliskipulagsgerðina að færsla á þjóðveginum gangi eftir þar sem að öllum fagaðilum ber saman, m.a. vegagerðinni um að núverandi vegstæði mun ekki mæta þeim kröfum sem þarf til er varðar framtíðaruppbyggingu á Teigarhorni.

c. Framlag Framkvæmasjóðs Ferðamannastaða til Teigarhorns 2015.
Form. kynnti bréf sem hann sendi stjórn framkvæmdasjóðsins í des. síðastl. og afgreiðslu þeirra í framhaldi þar sem framkvæmdasjóður fellst á sjónarmið Djúpavogshrepps og gerir því tillögu um endurúthlutun 9. milljónir kr. til Teigarhorns sem að stærstum hluta er ætlað til skipulagsmála innan jarðarinnar.

d. Framkvæmdir við íbúðarhúsið á Teigarhorni 2015.
SFU mælir með því að ráðist verði í framkvæmdir til lagfæringar á íbúðarhúsinu á Teigarhorni sumarið 2015 svo það verði varið fyrir frekari skemmdum m.a. vegna leka, mest liggur við að skipta um járn á þaki og lagfæra útveggi og mála húsið.

2. Lóðasamningar
Endurnýjaðir og breyttir lóðasamningar til umsagnar hjá nefndinni, unnið af byggingarfulltrúa Þórhalli Pálssyni. SFU gerir ekki athugasemdir við framlagða lóðasamninga enda séu þeir gerðir með samþykki viðkomandi lóðahafa.

3. Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga
Tölvubréf frá vegagerðinni lagt fram ásamt umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar og frekari skoðunar. Nefndin leggur jafnframt mikla áherslu á að fylgt verði úr hlaði endurteknum athugasemdum sem gerðar hafa verið m.a. er varðar að tryggja öryggi með hraðahindrunum við innkomuleið í bæinn með tilliti til umferðar barna.

4. Garðyrkjustefna - svæði í fóstur - Bréf frá áhugahópi um málefnið.
SFU fagnar áhuga viðkomandi aðila á að koma að vinnu með nefndinni og íbúum að móta sérstaka garðyrkjustefnu hér í þéttbýlinu sem og tillögur um nánari nýtingu opinna svæða hér í þéttbýlinu.
Þá hefur hópurinn áhuga á að fylgja úr hlaði hugmyndum um að íbúar taki sérstök svæði í fóstur og einnig koma að tillögugerð er varðar mótun stígagerðar í þéttbýlinu og milli hverfa.
Segja má að bréf þetta komi fram á góðum tíma þar sem stefna þessi og vinna sem áhugahópurinn getur um, liggur fyrir í því formlega vinnuferli sem framundan er á næstu vikum og mánuðum er varðar deiliskipulag hér í þéttbýlinu. Í deiliskipulagsvinnunni mun SFU marka framtíðarstefnu með vonandi virkri þáttöku íbúa m.a. um opin svæði og nánari nýtingu þeirra. Nefndin hvetur því áhugahópinn til að leggja tillögur fyrir nefndina um nánari nýtingu einstakra opinna svæða sem hægt verður að leggja til grundvallar við deiliskipulagsvinnuna. Nefndin býður einnig áhugahópnum til næsta fundar um þau málefni sem þau vilja leggja áherslu á.

4. Skotvöllur – bréf sent samhliða á sveitarstjórn.
Erindi frá stjórn skotmannafélagsins um að sveitarfélagið hlutist til um að finna land til frambúðar fyrir starfsemi félagsins. Magnús vék af fundi.

SFU hefur fullan skilning á því að finna þarf starfsemi þessari svæði til frambúðar. Sveitarfélagið er því fullt vilja til þess að leiðbeina félaginu sem best verður á kosið með tilliti til þess umfangs sem þarf að koma til samhliða uppbyggingu og óhjákvæmilegra skipulagsþátta sem þurfa að fara fram í aðdragenda slíkar uppbyggingar. Form. SFU hefur kynnt sér vegna þessa erindis skotmannafélagsins hvernig staðið er að sambærilegum málum í öðrum sveitarfélögum þar sem verið er að vinna að skipulagi skotsvæða um þessar mundir. Formaður hefur einnig verið í sambandi við eftirlitsaðila/stofnanir sem hafa einnig komið með ábendingar varðandi uppbyggingu skotvalla. Skotvellir falla því ekki aðeins undir meðferð skipulagsmála heldur eru skotvellir starfsleyfisskyld starfsemi með reglubundnu eftirliti. Það er mat SFU með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru til skotvalla í dag, ekki síst með tilliti til stærðar og umhverfisþátta að ljóst er að sveitarfélagið sem slíkt hefur ekki yfir ákjósanlegu landi að ráða sem hentar til að úthluta fyrir starfsemina. Starfsemin fellur við nánari athugun illa að nærsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi og eða við önnur útivistarsvæði hér í nágrenninu þar sem þegar önnur skipulögð landnýting er til staðar. 

SFU mælir því við skotmannafélagið að fundin verði því ákjósanlegri staður en á nærsvæði við þéttbýlið og gert verði í staðinn samkomulag við landeigendur sem hafa á mun stærri landsvæðum að skipa sem gefur starfseminni nægt svigrúm og án hættu á að hún trufli aðra nærliggjandi starfsemi eða landnýtingu. Með þessum hætti liggur samhliða fyrir að hægt væri að vinna hraðar að undirbúningi og skipulagsþáttum sem þarf að vinna að sem og annarri uppbyggingu starfseminni til heilla til frambúðar litið. Magnús kom inn á fund.

5. Samskipti við stjórn FLH (félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum)
Á fundi SFU 4. des. síðastliðnum var form. SFU falið að vinna að málum er varðar utanvegaakstur í sveitarfélaginu eftir að ábendingar um það höfðu borist og var sú fundargerð staðfest af sveitarstjórn þann 11. des.2014 Form. SFU hafði í kjölfarið samband við FLH og einnig starfsmann Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum og sendi síðan formlegt bréf ásamt myndum af náttúruspjöllum vegna utanvegasksturs. Í bréfinu var óskað viðbragða af hálfu viðkomandi aðila.
Í svarbréfi FLH kemur fram að stjórn harmar umgengni félagsmanna FLH á tilteknum svæðum í sveitarfélaginu sem stríðir gegn þeirri viðleitni félagsmanna að ganga vel um hvar sem þeir fara.
Stjórn FLH hyggst brýna fyrir félagsmönnum sínum enn frekar að fara þannig um land að ekki hljótist spjöll af þannig að noktunarmöguleikar sexhjóla við veiðar verði því ekki settir í frekara uppnám en orðið er með slæmri umgengni. Að öðru leyti telur stjórn FLH sig hafa fátækleg úrræði.
Í ljósi svars FLH er það er mat SFU að ef að stjórn FLH telji sig ekki hafa næg úrræði þá þurfi stjórnin að afla sér frekari heimildar til að grípa inn í mál gagnvart félagsmönnum sem staðnir eru að því brjóta þær reglur sem sannarlega eru þó til staðar sbr. „5 gr.reglugerðar nr. 528/2005 um takmarkanir á umferð í náttúru íslands“ Það er fyrst og síðast hreindýraveiðimenn sjálfir og leiðsögumenn á viðkomandi svæðum eiga allt undir að ímynd þessarar mikilvægu atvinnugreinar á svæðinu bíði ekki frekar tjón af en þegar er orðið og því lýsir SFU og Djúpavogshreppur sig reiðubúið til að eiga í áframhaldandi og góðum samskiptum við stjórn FLH til að vinna að lausnum til úrbóta. SFU þakkar því stjórn FLH fyrir svarið og auðsýnilegan vilja og áhuga stjórnar á að vinna að úrbótum í þessum málum.

Stjórn FLH og SFU hafa þegar í góðri samvinnu ákveðið að hittast á sérstökum fundi nú á vordögum til að ræða frekar um stöðu mála með það að markmiði að leita lausna svo sporna megi við frekari náttúruspjöllum af veiðiskap þessum sem öllum aðilum máls er mjög mikilvægur ekki síst fyrir Djúpavogshrepp og þá fjölmörgu leiðsögumenn á svæðinu sem hafa starfa af þessum veiðum.
SFU fagnar því að stjórn FLH vilji efna til frekara samtals í þessum mikilvægu málum.

Að öðru leyti mun SFU að óbreyttu leggja til við sveitarstjórn, þó að undangenginni frekari umræðu að frá og með 1 júní 2015 verði alfarið lagt bann við umferð vélknúinna ökutækja á Búlandal utan uppbyggðs akvegar sem þangað liggur.

7. Endurvinnslukortið - http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=42121
Form. kynnti endurvinnslukortið sem er sett fram með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem ítarupplýsingar er að finna fyrir íbúa og gesti varðandi flokkun og endurvinnslu. SFU vonast til þess að þessi mjög svo upplýsandi vefur verði til þess að hvetja íbúa til virkar þátttöku í flokkun og endurvinnslu.

8. Hænsnfuglar í þéttbýli.
Form. kynnti að um nokkurt skeið hafi verið til umræðu að skoða hvort leyfa eigi hænsfugla í þéttbýlinu t.d. allt að fimm hænur en ekki hana. Nokkuð algengt er orðið að sveitarfélög veiti leyfi sem þessi gegn ákvæðum. Form. leggur til að leyfi verði veitt fyrir hænsfugla í þéttbýlinu á Djúpavogi enda verði tryggt að settar séu viðhlítandi reglur til grundvallar er varðar aðbúnað og útlit húsa og fl. Einnig að ákvæði verði sett um að sveitarfélagið áskilji sér rétt til að afturkalla megi leyfi berist ábendingar og kvartanir ef reglum er ekki hlítt. Þeim sem sæki um leyfi til að halda hænur verði jafnframt gert skylt að leita samþykkis næstu nágranna. Smáhýsi yfir hænsnin verði að vera snyrtileg og falla vel að lóðum og sækja þurfi því sérstaklega um byggingarleyfi fyrir slíkum smáhýsum. Setja þarf ákvæði um málið inn í samþykkt sveitarfélagsins um dýrahald. Mjög góðar umræður urðu á fundinum um málið og voru fundarmenn þó með nokkuð misjafna sýn á málið svona við fyrstu skoðun. Ekki var gengið til atkvæðagreiðlsu um málið en SFU leggur það fyrir sveitarstjórn að taka afstöðu til málsins og afgreiða það. Ef fallist verður á tillöguna þá er mælst til þess að unnið verði skipulaga að því að móta skýrar reglur um málið í sátt og gefa síðan leyfi á grunni þeirra.
Rán Freysdóttir fór af fundi að lokinni afgreiðslu.

9. Botn Berufjarðar staða verkefnisins
Form. kynnti samskipti við Svein Sveinsson á starfstöð vegagerðar á Reyðarfirði sem og regluleg samskipti við vegamálastjóra vegna stöðu samgöngumála í sveitarfélaginu. Bréf form. SFU til Innanríksráðherra/ samgönguráðherra sömuleiðis einnig lagt fram til kynningar þar sem ráðherra er m.a. hvattur sérstaklega til að beita sér fyrir framgangi mála vegna framkvæmda við botn Berufjarðar. Form. fór í stuttu máli yfir stöðu mála og kynnti fyrirhugaðan fund með ráðherra samgöngumála síðar í marsmánuði. Vegamálastjóri hefur lýst áhyggjum af miklum niðurskurði til nýframkvæmda og viðhalds almennt á vegum. SFU ítrekar mikilvægi þess að staðið verði við að hefjast handa við gerð vegar við botn Berufjarðar strax á þessu ári, enda séu forsendur til staðar að nýta þær 200 milljónir sem áætlaðar voru til framkvæmda fyrir árið 2015 í þessu brýnasta verkefni á okkar svæði nú um stundir. Fyrir liggur ef vilji er til að ráðast í vegframkvæmdir strax á þessu ári frá og með slitlagi við Lindarbrekku og inn að botni fyrir þá upphæð sem liggur til grundvallar í samgönguáætlun fyrir árið 2015.

10. Húsverndarmál – framkvæmdir og framlög
Form. fór yfir stöðu framkvæmda við Faktorshús og gömlu kirkju og kynnti fyrirhuguð framlög til verkefna í þeim efnum. Afgreiðsla umsókna í húsafriðun til þessara verkefna munu liggja fyrir um miðjan marsmánuð. Jafnhliða kynnti form. umtalsverðar framkvæmdir við gamla Weyvadtshús á Teigarhorni sem standa fyrir dyrum í sumar en þar liggur fyrir að hefjast handa við uppbyggingu ljósmyndahúss Nicolínu Weyvatd sem fyrst kvenna gerðist atvinnuljósmyndari á Íslandi.

11. Starfstöð Minjavarðar Austurlands á Djúpavogi
Minjavörður Austurlands Rúnar Leifsson er tekin formlega til starfa með starfstöð á Djúpavogi með aðsetur í ráðhúsinu Geysi eins og kynnt hefur verið. Starfsvæði minjarvarðar nær frá Vopnafirði til Öræfasveitar. SFU telur starfstöð þessa mjög mikilvæga og viðeigandi hér á svæðinu vegna stefnu sveitarfélagins í þeim málaflokki sem minjavörður vinnur að m.a. húsverndarmálum og hér liggja einmitt nokkur slík verkefni á borðinu í sveitarfélaginu. Þá liggja einnig fyrir spennandi fornleifarannsóknir á svæðinu sem eru sömuleiðis mikill ávinningur fyrir sveitarfélagið að unnið verði frekar að á næstu árum. SFU telur mikilvægt að starfstöð minjavarðar verði kynnt með sérstökum hætti og að íbúar sjálfir leiti einnig upplýsinga og ráðgjafar til minjarvarðar ef þeir hafa verkefni tengd starfstöðinni á sínum snærum.

11. Önnur mál
a. Skipulagsmál – deiliskipulag miðsvæði – unnið að undirbúningi næsta fundar um deiliskipulagið á miðsvæðinu.
b. Plastpokalaust samfélag – málið er í skoðun hvernig best megi nálgast verkefnið í samvinnu við íbúa og fyrirtæki.
c. Lífrænn úrgangur / moltugerð – rætt um mikilvægi þess að halda áfram að leita lausna í þessu sambandi, mörg og misjöfn úrræði eru til staðar en flestum ber saman um að í smærri samfélögum sé árangursvænlegast að hver og einn stundi sína moltugerð í eigin garði, en þannig sparast kostnaður og vinna bæði fyrir bæði sveitarfélag og íbúa. Mikilvægt er sem áfram að vinna að því að lágmarka það magn sem fer til urðunar og þar vegur úrgangur frá heimilum sem hæfir til moltugerðar þungt í pokanum.


Fundi slitið kl. 19.30

13.03.2015

23. janúar 2015

Fundargerð - SFU
4. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 23.01. 2014 kl. 18:30. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Auk þess sat fundinn Páll J. Líndal fulltrúi TGJ. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag Teigarhorn
Fulltrúi Teiknistofu GJ. Páll J. Líndal kynnti fyrir nefndinni lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi ásamt lýsingu á deiliskipulagi á Teigarhorni sem verður til kynningar á auglýstum íbúafundi í Löngubúð á morgun laugardag 24. jan. Almenn ánægja var meðal fulltrúa í SFU með kynningu Páls á þeirri stefnu og framtíðarsýn sem verið er að vinna að á Teigarhorni m.a. í nánu samstarfi við stjórn ráðgjafarnefndar fólkvangsins. Að lokinni íbúakynningu verður lýsing á Aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi á Teigarhorni auglýst formlega á heimasíðu Djúpavogshrepps. Hægt verður að skila inn skriflegum ábendingum við lýsingarnar til 5.feb.

2. Deiliskipulag - miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi
Páll Líndal kynnti fyrstu drög að vinnu við deiliskipulag á miðsvæði Djúpavogs og var fundurinn sammála um að halda áfram með þá aðferðarfræði sem lögð hefur verið til grundvallar í þessari vinnu. Fundurinn lagði nokkuð endanlegar línur um mörk skipulagssvæðisins sem og uppskiptingu svæðisins í því vinnuferli sem framundan er.
Samþykkt að stefna á sérstakan fund um deiliskipulag á miðsvæðinu í maí næstkomandi ásamt fyrsta opna íbúakynningarfundinum í framhaldi. Form. kom inn á mikilvægi þess að nefndin hvetji íbúa þegar þar að kemur til þátttöku og aðkomu strax á fyrsta íbúafundi um deiliskipulagið á miðsvæðinu.

Annað ekki tekið til umræðu

Fundi slitið 21:45

13.03.2015

12. janúar 2015

Fundargerð - SFU
3. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 12.01. 2015 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Óskar Ragnarsson. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Skipulagsmál
Form. kynnti að fundi með Teiknistofunni vegna skipulagsmála hefði verið frestað til 23. jan. næstk. Íbúakynning vegna deiliskipulags á Teigarhorni verður laugardaginn 24. janúar næstk.

2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands. dags. 29. desember 2014
Starfsleyfi fyrir fráveitu í þéttbýlinu við Djúpavog. Vísað frá sveitarstjórn til umsagnar.
Drög að starfsleyfi, unnin skv. ákvörðun Heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis fyrir fráveitu lögð fram á fundinum. SFU gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. SFU leggur til að Djúpavogshreppur láti vinna áætlanagerð er varðar framgang fráveituframkvæmda við þéttbýlið með það fyrir augum að hægt verði að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í þessum efnum.

3. Grenndarkynning vegna byggingaráforma við Hammersminni 2b
Vísað frá sveitarstjórn til umsagnar. Lagt fram bréf og afstöðumynd frá byggingarfulltrúa DPV. sem sent var íbúum á nærliggjandi svæði vegna áforma um stækkun á húsnæði Rafsstöðvar Djúpavogs ehf. Áformað er að lengja húsið sem fyrir er um 7,9 m. til austurs.
Á auglýstum tíma komu fram athugasemdir frá eigendum að Hammersminni 4 vegna fyrirliggjandi áforma þar sem byggingaráform þessi eru talin þrengja að aðgengi að Hammersminni 4 og geti skapað slysahættu vegna umferðar að fyrirtækinu. Bent er á í bréfinu að Hammersminni 4 sé leigt út til orlofsdvalar.
Nefndin er sammála um að vísa málinu til skipulagsfulltrúa Guðrúnar Jónsdóttur til frekari skoðunar og umsagnar þar sem byggingaráform verða vegin og metin með tilliti til athugasemda og annarra þátta er varðar umhverfi og framtíðarskipulag. Nefndin leggur því til að ekkert verði aðhafst í málinu fyrr en umsögn skipulagsfulltrúa og frekari umræða í nefndinni fari fram um málið.

4. Endurvinnslukortið
Lögð fram kynning á verkefninu Endurvinnslukortið. Um er að ræða samstarf Náttúru ehf við sveitarfélög um miðlun upplýsinga og fræðslu um endurvinnslu og meðferð úrgangs. Umhverfisnefnd mælir með því að Djúpavogshreppur gerist formlegur aðili að verkefninu og að linkur með endurvinnslukortinu með upplýsingum um tilhögun endurvinnslu og úrgangsmála í Djúpavogshreppi verði settur með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Önnur mál
Rætt um að stefna á að gera Djúpavogshrepp að plastpokalausu sveitarfélagi.

Annað ekki tekið til umræðu
Fundi slitið kl 18:00

13.03.2015

26. janúar 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 26. janúar 2015 kl. 15:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Framkvæmdir við flotbryggjur
3. Framkvæmdir við trébryggju
4. Vigtarmenn
5. Viðhald og framkvæmdir sumarið 2015

1. Gjaldskrá Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Framkvæmdir við flotbryggjur Fjármagn vegna framkvæmda við nýjar flotbryggjur frá ríkinu er ekki tryggt sumarið 2015. Samþykkt að fresta ákvörðun varðandi frekari framkvæmdir þar til ákvörðun liggur fyrir.

3. Framkvæmdir við trébryggju Lokaáfangi vegna framkvæmda við nýja trébryggju er frágangur á rafmagni og lýsingu. Mikilvægt er að ljúka þeim áfanga. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir við rafvirkja og aðra svo verkinu verði lokið áður en umsvif við bryggjuna aukast með vorinu.

4. Vigtarmenn Nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að fjölga vigtarmönnum með réttindi á staðnum. Hafnarstjóra falið að auglýsa eftir mönnum sem tilbúnir eru til að afla sér tilskilinna réttinda.

5. Viðhald og framkvæmdir sumarið 2015 Hafnarverði falið að taka saman lista yfir nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir sumarið 2015. Sérstök áhersla verði lögð á öryggisbúnað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

13.03.2015

4. mars 2015

Fræðslu-og jafnréttisnefnd: Fundargerð 04.03.2015

3. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi og ritaði fundargerð, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla og foreldra þær, Þorbjörg Sandholt, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Ólöf Rún Stefánsdóttir.

Dagskrá:

1. Djúpavogsskóli
Skólastjóri Djúpavogsskóla Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kom til okkar og fór yfir ýmislegt. Dóra kynnti Starfsáætlun Djúpavogsskóla sem er komin vel á veg og verður kláruð fyrir páska og sett á heimasíðu skólans. Skóladagatal fyrir 2015-2016 er að fara í vinnslu og verið að ræða um lengd skólaársins og fleira.
Dóra lagði breyttar reglur grunnskólans fram til samþykktar. Reglur bornar upp og samþykktar með 4 atkvæðum, 1 var á móti. Nefndin vill að reglurnar verið endurskoðaðar með tilliti til leibeininga sem væntanlegar eru frá Heimili og skóla ef til tilefni er til.
Einnig kynnti Dóra breytingu á reglum leikskólans sem voru samþykktar samhljóða.

2. Ungmennaráð
– Erindi frá Óskalistanum vísað til okkar frá sveitastjórn.
Bókun sveitarsjórnar: Sveitarstjórn er jákvæð fyrir stofnun ungmennaráðs og sammála um að beina erindinu til fræðslu- og tómstundanefndar.

Nefndinni líst mjög vel á stofnun ungmennaráðs og mælir með því að umsjón með þessu verði komið inní starfslýsingu íþrótta-og æskulýðsfulltrúa sem myndi leiða ráðið.

3. Gæsluvöllur sumarið 2015
-erindi vísaði til okkar frá sveitarstjórn
Bókun sveitarsjórnar: Lagt til að unnið verði út frá bókun fræðslu- og tómstundanefndar og nefndin vinni að nánari útfærslu.
Nefndin leggur til að gerð verið könnun á því hversu margir komi til með að nýta þessa þjónustu og hvaða opnunartími þarf að vera. Sóley og Helga Rún taka þetta að sér og ætla að senda könnunina út fyrir miðjan mars.

4. Rætt um góðan fund sem fræðslunefnd sat með starfsfólki leikskólans. Fundargerð þessa fundar verður tekin fyrir á næsta fundi FTN.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:54
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

13.03.2015

9. mars 2015

Fundur í ferða og menningarmálanefnd - Fundargerð 9. mars 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 9. mars kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Rán Freysdóttir, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler.

Liður 1
Mál Þórarins Hávarðssonar
Nefndin leggur til að fréttaefni ÞH verði keypt og telur að þetta séu góðar sögulegar heimildir og vísar málinu til sveitastjórnar til loka ákvörðunar.

Liður 2
Listamannadvöl á Djúpavogi
Samþykkt að taka á móti listamanni frá Vesteraalen í listamannadvöl næsta haust/vetur. Erla Dóra verður tengiliður við verkefnið og skoðar möguleika að sækja um styrk.

Liður 3
Endurstika gönguleiðir
Nefndin telur að tími sé kominn á að endurstika gönguleiðir sem merktar eru á gönguleiðakort Djúpavogshrepps og kort Birds.is. Erla Dóra leggur til að leita samstarfs við Ferðafélagið og Birds.is við verkefnið.

Liður 4
Tónleikahald og leiksýning
Leikfélag ME hefur áhuga á að koma á Djúpavog og sýna fjölskyldu og barnaleikritið Klaufa og kóngsdætur. Sýningin kostar 150.000- , Erla Dóra er búin að leita eftir styrkjum og húsnæði fyrir sýninguna. Kvenfélagið, foreldrafélagið og Hótel Framtíð hafa samþykkt að styrkja verkefnið. Erla Dóra kemur til með að leita eftir frekari styrkjum. Nefndin leggur til að sveitarfélagið styrki verkefnið með einhverjum hætti.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður með tónleika í Djúpavogskirkju 12. apríl.
Fyrri hluta september er fyrirhugað að halda tónleika í Bræðslunni. Þar sem Svanur Vilbergsson og Maja Bugge frumflytja verk.

Liður 5
List án landamæra
List án landamæra leitar eftir styrkjum til sveitafélaga í verkefnið. Nefndin telur jákvætt að Djúpavogshreppur taki þátt í verkefninu og greiði hlut í auglýsingakostnaði. Leggur til að Djúpavogshreppur greiði 20.000. Opnunarhátíðin verður 9. maí á Hótel framtíð og víðar í þorpinu.

Liður 6
Stuðningsaðilar Cittaslow
Erla Dóra sendi upplýsingar á öll fyrirtæki í Djúpavogshreppi um að gerast stuðningsaðilar Cittaslow. Nokkrar umsóknir hafa borist sem lagðar verða fyrir sveitarstjórn.

Liður 7
Bóndavarðan
Erla Dóra kynnir stöðuna á Bóndavörðunni. Stefnt er á að blaðið komi út í lok mars.

Liður 8
Menningarstefna Djúpavogshrepps
Ákveðið að Erla Dóra sæki um frest á lokaskilum á menningarstefnu Djúpavogshrepps sem styrkt var af Austurbrú 2011 – 2013.

Liður 9
Bæklingar
Erla Dóra kynnti hugmyndir að bæklingum fyrir Djúpavogshrepp sem prenta þarf fyrir sumarið. Ákveðið að Erla Dóra leiti eftir tilboðum í uppsetningu bæklingsins.

Liður 10
Önnur mál
Komið hafa fram ábendingar um að það vantaði fleiri WC merkingar og að skoða þurfi skiltamál á Búlandsnesi.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40Ritari: Þorbjörg Sandholt

 

13.03.2015

11. febrúar 2015

Fundur í ferða og menningarmálanefnd  - Fundargerð 11. febrúar 2015

Fundur var haldin í ferða og menningarmálanefni miðvikudaginn 11. febrúar kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Hörður Ingi Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler ferða og menningarfulltrúi Djúpavogshrepps.

Nýr ferða og menningarfulltrúi boðin velkomin til starfa og farið yfir stöðuna með henni.

Liður 1
Cittaslow, Erla Dóra er byrjuð að vinna að því að kynna möguleika Cittaslow sem eru fyrir hendi fyrir fyrirtæki í sveitafélaginu. Hún mun vinna að þessu á næstu vikum.

Liður 2
Pocketguide. Upplýsingar sem notaðar eru í appið eru farnar frá Erlu Dóru til forritara erlendis. Þegar það kemur til baka fer það í yfirlestur.

Liður 3
Þórarinn Hávarðsson. Þórarinn vill selja myndefni frá Djúpavogi á árunum 1990 til 2001. Um er að ræða töluvert magn. Erla ætlar að hafa samband við Þórarinn til að fá nánari upplýsingar um efnið sem um er talað. Í framhaldi væri hægt að skoða hvernig hægt væri að fjármagna kaupin.

Liður 4
Bæklingamál. Rætt um möguleika á uppsettningu. Allir sammála um að hafa þetta einfalt, hnitmiðað með fallegum myndum. Kanna möguleika á að gefa út tvo bæklinga. Einn til að kveikja áhuga á Djúpavogi og laða fólk inn í sveitafélagið. Sá síðar með meiri upplýsingum fyrir þá sem eru komnir á staðinn til að upplýsa fólk um starfsemi í sveitafélaginu.

Liður 5
Skiltamál. Djáknadys, Valtýrskambur og Fossárvík. Hugmyndir af texta komnar frá Kristjáni Ingimars og Erla Dóra er byrjuð að skoða þær. Fyrirhugað var að setja skiltin upp fyrir sumarið en nú er ljóst að það verður seinkun á því. Rætt var um að vinna málið vel í sumar og vonandi víga skiltin í haust. Kanna möguleika á styrkjum.

Liður 6
Rúllandi snjóbolti. Rúllandi snjóbolti hefst 11. júlí 2015. Gestalistamenn verða tveir listamenn, einn frá Kína og annar íslenskur. Erla Dóra vinnur áfram að þessu máli.

Liður 7
Upplýsingamiðstöð Djúpavogs. Rætt var um að hafa meiri áherslur á Djúpavog í upplýsingamiðstöðinni. Erla Dóra ræddi ákveðnar hugmyndir hvernig hægt er að framkvæma þetta.

Liður 8
Rætt um að Djúpavogshreppur væri með skýra menningarstefnu og nefndarmenn færu í það að kynna sér menningarstefnu annara sveitarfélaga.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40
Ritari: Hörður Ingi Þórbjörnsson

13.03.2015