Djúpivogur
A A

Fundargerðir

10. desember 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.12.2015

18. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 15:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2016; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2016.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2016 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

I. Fasteignaskattur A...........0,625%
II. Fasteignaskattur B..........1,32%
III. Fasteignaskattur C.........1,65%
IV. Holræsagjald A..............0,30%
V. Holræsagjald B...............0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli........8.000 kr.
VII. Vatnsgjald A................0,35%
VIII. Vatnsgjald B...............0,35%
IX. Aukavatnsskattur...........37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald................16.800 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald..........15.000 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús..12.000 kr.
XIII. Lóðaleiga....................1% (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga............6

Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
d) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2016, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................242.257
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs...............................25.995
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.............26.404
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ...............37.195
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð .....3.293
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......28.455
* Afskriftir A og B hluti ....................................23.625
* Eignir ........................................................789.734
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.....................354.376
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.........95.977
* Skuldir og skuldbindingar samtals.....................450.353
* Eigið fé í árslok 2016 ....................................339.381
* Veltufé frá rekstri áætlað ...............................26.882
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) .........23.900

e) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 3,3 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu smábátahafnar, við faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2016. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast. Sveitarstjórn er sammála að þrátt fyrir áfall í atvinnulífinu með brotthvarfi Vísis hf. af svæðinu þá sé full ástæða til bjartsýni á framtíðina, innviðir eru sterkir eftir sem áður og mannauður til staðar á svæðinu til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Sveitarstjórn telur því að Djúpavogshreppur hafi eftir sem áður mörg sóknarfæri til að treysta samfélagið enn frekar í sessi.

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða, dags. 13. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 2. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 3. desember. Sveitarstjóra falið að kynna sér fyrirkomulag varðandi dagforeldra í öðrum sveitarfélögum og kynna á næsta fundi sveitarstjórnar. Formanni FTN falið að endurvekja starfshóp um húsnæðismál Djúpavogsskóla og stefna að fundi sem fyrst á nýju ári. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 18. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð Djúpavogs 2016 um 300.000 kr. og gert ráð fyrir því í fjárhjagsáætlun 2016.
b) Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni, dags. 23. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja verkefnið „Bændur græða landið“ um 24.000 kr. og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016.
c) Innanríkisráðuneytið, breytingar á lögræðislögum, dags. 23. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, framlenging á samningi um almenningssamgöngur, dags. 25. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
e) Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, breyting á vinnslu úrgangs, dags. 26. nóvember 2015. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að annast viðræður um málið við fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda, dags. 26. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
g) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 2. desember 2015. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs með sama hætti og verið hefur sbr. fjárhagsáætlun auk 200.000 kr eingreiðslu vegna undirbúnings aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2.-4. september 2016.

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 að því tekur til breyttrar legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z ásamt umhverfisskýrslu sem henni fylgir. Tillaga að breytingunni ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 14. október 2015, og lágu gögnin frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 25. nóvember 2015. Þrjár athugasemdir bárust; frá Fjarðabyggð, sveitarstjórn Breiðdalshrepps og Eiði Ragnarssyni. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar ábendingar og athugasemdir og samþykkir umsagnir um þær. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 25. júní 2015 með síðari uppfærslum (þeirri síðustu 9. desember 2015) ásamt umhverfisskýrslu til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Viðvera byggingarfulltrúa. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á viðveru byggingarfulltrúa sem framvegis verður með viðveru á Djúpavogi 1. miðvikudag í hverjum mánuði.
b) Úthlutun hreindýraarðs. Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2015 sem áætluð er rúmar 3 milljónir.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

11.12.2015

16. október 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.10.2015

16. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 16. október 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að mál 2l, 7 og 8 verði tekin fyrir á fundinum þó þau séu ekki á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2016
Fjárhagsáætlun 2016. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2016 sem unnið hefur verið að undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.

2. Fundargerðir

a) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 2. september 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 4. september 2015. Kári vék af fundi. Samþykkt ný reikniregla framlaga aðildarsveitarfélaga Brunavarna á Austurlandi, þ.e. að bætt yrði við launabreytu. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Kári mætir aftur til fundar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. september 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 15. september 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags 21. september 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 21. september 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. september 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Félagsmálanefnd, dags. 23. september 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 25. september 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 1. október 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Hafnarnefnd, dags. 6. október 2015. Liður 1, seinkun á framkvæmdum við flotbryggjur, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Ferða og menningarmálanefnd, dags. 9. október 2015. Liður 11, styrkbeiðni. Hafnað. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
m) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. október 2015. Lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði sveitarstjóra vegna árshlutauppgjörs Djúpavogsskóla. Launakostnaður er verulega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er að launakostnaður, sérstaklega í tónskóla, hefur verið vanáætlaður, hagræðingaraðgerðir hafa ekki náð fram að ganga og viðbótarlaunakostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara er umtalsverður. Ljóst er að taka verður afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti megi hagræða innan skólanna með tilliti til launakostnaðar og þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Samþykkt að starfshópurinn fundi með fulltrúum skólasamfélagsins og fari yfir málið fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
n) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 14. október 2015. Reglur í leik- og grunnskóla og um skólaakstur staðfestar. Að öðru leyti lögð fram til kynnningar.

3. Erindi og bréf

a) Skólastjórafélag Austurlands, dags. 23. september 2015. Ályktun vegna kjarasamninga. Lagt fram til kynningar.
b) Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 24. september 2015. Styrkbeiðni. Hafnað.
c) Heimili og skóli, dags. 25. september 2015. Ályktun vegna gervigrasvalla og eiturefna í dekkjakurli. Fyrir fundinn barst einnig erindi undirritað af hluta foreldra barna við Djúpavogsskóla þar sem þess er krafist að því kurli sem er á sparkvellinum verði skipt út. Samþykkt að taka erindið fyrir. Samþykkt að stefnt skuli að því að skipta út kurli á vellinum í samráði og samvinnu við nágrannasveitarfélög. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
d) Ungliðahreyfing Slow Food á Íslandi, dags. 28. september 2015. Styrkbeiðni vegna ferðar ábúenda á Karlsstöðum á ráðstefnuna We Feed the Planet. Samþykkt að styrkja verkefnið um 25.000 kr.
e) Kálkur ehf, dags. 4. október 2015. Heimild til breytinga á rekstarformi Ríkarðsafns. Málinu vísað til hönnuðar sýningarinnar og til umsagnar hjá ferða og menningarmálanefnd.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. október 2015. Móttaka sveitarfélaga á flóttamönnum. Lagt fram til kynningar.
g) Kristín Rögnvaldsdóttir, stofnun lóðar undir sumarhús Múli II, dags. 12. október 2015. Afgreiðslu frestað.
h) Félag eldri borgara, öldungaráð, dags. 12. október 2015. Sveitarstjórn fagnar frumkvæði félags eldri borgara við stofnun öldungaráðs. Samþykkt að Þorbjörg Sandholt og Óðinn Sævar Gunnlaugsson taki sæti í ráðinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

4. Langalág 10
Haft hefur verið samband við sveitarstjóra og falast eftir Löngulág 10 til kaups. Í ljósi þess áhuga sem virðist vera á eigninni er sveitarstjóra falið að auglýsa hana til sölu og ganga frá kaupsamningi og afsali fáist ásættanlegt verð enda verði húsið notað undir frístundabúskap.

5. Þjónusta N1 á Djúpavogi
Sveitarstjórn gerir enn og aftur alvarlegar athugasemdir við þjónustu N1 á Djúpavogi. Eldsneytisdælur hafa ítrekað verið bilaðar undanfarna mánuði og ár og engin salernisaðstaða er til staðar. Þess má geta að viðbragðsaðilar s.s. lögregla, sjúkra- og slökkvilið reiða sig nær eingöngu á þessa einu bensíndælu í sveitarfélaginu auk heimamanna. Skorti á salernisaðstöðu fylgir svo viðeigandi sóðaskapur.
Þolinmæði íbúa og sveitarstjórnar er þrotin gagnvart þessu ástandi og beinir sveitarstjórn því til stjórnenda fyrirtækisins að þeir nú þegar grípi til viðeigandi aðgerða til að tryggja að þessu ófremdarástandi linni.

6. Grenndarkynning – Hamrar 6
Farið hefur fram grenndarkynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hamra 6. Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggt verði við húsið samkvæmt þeim uppdráttum sem liggja fyrir. Húseiganda er bent á að leggja fram byggingarleyfisumsókn og tilskilin gögn í samráði við byggingarfulltrúa.

7. Verndarsvæði í byggð
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að tillaga að verndarsvæði í byggð (sbr. lög nr. 87/2015) verði útbúin samhliða gerð deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæði á Djúpavogi innan þess svæðis sem nú þegar nýtur hverfisverndar skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020. Með þessu stefnir Djúpavogshreppur á að verða fyrsta sveitarfélagið á landinu til að útbúa tillögu af þessu tagi. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og formanni SFU að vinna að framgangi málsins.

8. Gangstétt í Hammersminni
Tekið var fyrir erindi frá Jóhönnu Reykjalín og sýnt myndband sem hún sendi og sýnir ástand gangstétta í Hammersminni. Jóhanna hafði áður komið erindinu á framfæri við sveitarstjóra sem gerði ráð fyrir endurbótum í tillögu að fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn sammála um að brýnt sé að bregðast við og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við formann skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Hraðahindrun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hraðahindrun á Hlíðarhæðinni. Ítrekað hefur verið haft samband við Vegagerðina vegna málsins og samkvæmt nýjustu upplýsingum verður farið í verkið fyrir lok mánaðarins.
b) Íbúafundur vegna deiliskipulags. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir íbúafundi sem haldinn var vegna deiliskipulags á miðbæjarsvæði.
c) Gangstéttir við Hraun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við gangstéttir við Hraun. Framkvæmdum er lokið.
d) Faktorshús. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við Faktorshús. Vinnu við grjóthleðslu á þessu ári er lokið. Stefnt er að því að ljúka við grjóthleðslu og framkvæmdir á miðhæð fáist til þess fyrirgreiðsla á næsta ári.
e) Teigarhorn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum á Teigarhorni. Miklar endurbætur hafa verið gerðar innanhúss og nú er unnið að viðgerðum á þaki sem stefnt er á að ljúki fljótlega. Verkefnið er fjármmagnað með styrk frá „Uppbygging innviða“.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.10.2015

29. september 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.09.2015

6. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 29. september 2015 kl. 12:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 er varðar breytta legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z.

Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 10. september sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 24. september sl. Engar ábendingar bárust.

Þá bárust sveitarfélaginu umsagnir eftirfarandi stofnana varðandi lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem óskað var eftir 15. júlí sl.:

• Skipulagsstofnun dags. 23. júlí sl.
• Minjastofnun dags. 28. júlí sl.
• Umhverfisstofnun dags. 10. ágúst sl.
• Vegagerðin dags. 20. júlí sl.

Þá var jafnframt óskað eftir umsögn Veiðimálastofnunar en hún hefur ekki borist.

Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar var 13. ágúst sl. óskað eftir viðbrögðum frá Vegagerðinni og bárust svör frá stofnuninni 24. ágúst.

Sveitarstjórn er samþykk breytingunni og felur sveitarstjóra að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar á breytingunni sbr. 3.mgr.30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30.

Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

30.09.2015

4. september 2015

Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2015

6. fundur

Fundur var haldinn í Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 4. september kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru:, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Sóley Dögg Birgisdóttir og Rán Freysdóttir sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1. Ljósleiðaravæðing.
Verkefnið kynnt fyrir nefndarmönnum.

2. Breyting á lögum um byggðarkvóta.
Bréf sem barst formanni Atvinnumálanefndar kynnt nefndarmönnum. Sveitarstjóri kom á fundinn og fór yfir stöðuna. Sveitarstjórn hefur farið þess á leit við ráðuneytið að útgerðir sem fengu úthlutuðum byggðarkvóta fyrir árið 14/15 fái eitt ár til þess að veiða hann. En tafir urðu á úthlutun byggðarkvóta þetta ár og því fengu útgerðir aðeins nær helming þess tímanna til þess að veiða hann. Þegar hefur verið veitt 100 tonn af þeim 190 sem úthlutað var. Sveitarstjórn kallaði til aukafundar og samþykkti beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta. Málið er í vinnslu í ráðuneytinu.

3. Staða atvinnumála á Djúpavogi
Rætt var um stöðu atvinnumála í Djúpavogshreppi. Margt hefur áunnist síðustu mánuði og þegar hefur verið ráðið í flest auglýst störf. Lagt var áhersla á að Nýsköpunarmiðstöð kláraði ráðningaferli á starfsmanni með starfstöð á Djúpavogi. Formanni atvinnumálanefndar falið að ganga eftir málinu.
Ný heimasíða Djúpavogshrepps var rædd og mikilvægi þess að hún væri aðgengileg og hefði uppfærðar upplýsingar um fyrirtæki og þjónustu á svæðinu, ásamt því að stefnu sveitarfélagsins væri komið skýrt á framfæri. Mannauðskortið væri aðgengilegt, laus störf væru ávallt auglýst á heimasíðunni og húsnæði/jarðir sem væru til leigu/sölu væru listaðar á heimasíðunni og eða linkur á upplýsingarnar til að auðvelda þeim sem eru að leyta.
Formanni atvinnumálanefndar farið að kanna stöðu hjúkrunarfræðings í Djúpavogshreppi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Rán Freysdóttir, fundarritari.

08.09.2015

7. september 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn. 7. september kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Gudmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt að stefna að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði var þá falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni. Hafnarvörður fór yfir nokkur dæmi frá mismunandi höfnum um með hvaða hætti staðið er að úthlutun og leigu á leguplássum við fingur. Nefndin samþykkt í framhaldinu að bjóða pláss til eins árs í senn við 8 metra fingur fyrir kr. 120.000.- + vsk. Hafnarstjóra falið að auglýsa fyrirkomulagið í samráði við hafnarvörð hið fyrsta.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.

Gauti Jóhannesson fundarritari

08.09.2015

13. júlí 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 13. júlí 2015 kl. 09:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Jóhann Sigurðsson frá Vegagerðinni var í símasambandi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Farið yfir tilboð í 40 metra af bryggjum 2,4 metra breiðum og 55 metra af bryggjum 3 metra breiðum. Heildarkostnaður með uppsetningu er 39.200.000 kr. Staðfest af hafnarnefnd að taka tilboðinu eins og það er uppsett með þeim breytingum að teknir verða 6, 6x16 amp. einfasa tenglastólpar með mælum í stað 8 6x16 amp. einfasa stólpa. Farið yfir tilboð vegna fingra, 8 og 10 metra. Nefndin samþykkir að stefnt verði að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni á næsta fundi.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

08.09.2015

30. júní 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Sigurður Ágúst Jónsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.


Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
2. Önnur mál 

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fyrir fundinn voru lögð gögn, annarsvegar frá Króla ehf og hins vegar frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Nefndin sammála um að fá upplýsingar um verð miðað við tvær 20x2,4 metra, tvær 20x3,0 metra bryggjur og eina 15x3,0 metra. Jafnframt vill nefndin A-Laiturit/Fi steypurjárn festipolla í stað álpolla SF Marina og 8 metra landganga í stað 10 metra.

2. Önnur mál
Hafnarvörður gerði grein fyrir komu Ocean Diamond til Djúpavogs 28. júní. Nefndin sammála um að skoða möguleika á að bæta við öruggum festum fyrir skipið svo það eigi auðveldara með að leggja að í Gleðivík. Formanni og hafnarverði falið að skoða málið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

08.09.2015

26. ágúst 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 26. ágúst 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, og Þorbjörg Sandholt.

Fundarefni var að undirbúa opinn fund um ferðamál og ákveðið að auglýsa hann fljótlega.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt

08.09.2015

20. júlí 2015

Fundur í ferða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 20. júlí 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 20. júlí kl. 14:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og verkefnastjóri Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur Alfa Freysdóttir.
Aðal fundarefni var að ræða undirbúning og vinnu við Rúllandi snjóbolta/6, hvað gekk vel og hvað má betur fara.

Liður 1
Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur

Allir sammála um að vel hafi tekist til, sýningin er stórglæsileg og gaman að sjá hvað hún hefur vaxið á einu ári. Mikil ánægja er meðal nefndarmanna með Rúllandi snjóboltana. Störf skapast fyrir heimamenn í tengslum við sýninguna, hún kemur sterkt inn sem afþreying og aðdráttarafl og ýtir þannig undir ört vaxandi ferðaþjónustu á svæðinu auk þess að vera einn flottasti menningarviðburður á Austurlandi (og þó víðar væri leitað).

Þau fyrirtæki og stofnanir sem styrkja verkefnið hljóta bestu þakkir ferða- og menningarmálanefndar.

Erla Dóra fór yfir þá styrki sem sýninginn fær.
· Uppbyggingarsjóður 1.000.000 kr
· Samfélagssjóður Landsbankans 500.000 kr
· Myndlistarsjóður 400.000 kr
· Vaxtarsamningur Austurlands 500.000 kr
Alls 2,4 milljónir.

Alfa og Þór fóru yfir hvernig undirbúningsvinnu var háttað og voru sammála um að sú vinna hafi gengið vel.
Alfa vék af fundi.

Nefndin leggur áherslur á hversu mikilvægt er að hafa öflugan verkefnastjóra yfir svona verkefni og þakkar Ölfu góða vinnu.

Liður 2
Þór kom með þrjá gripi sem tilheyrðu KBF hér áður fyrr, en voru í Samkaup og eiga heima á safninu í Löngubúð. Erla Dóra tók að sér að koma hlutunum í Löngubúð.

Liður 3
Erla Dóra gerði grein fyrir að upplýsingaskilti sem segja til um að bannað sé að tjalda/gista í bíl yfir nótt á ákveðnum stöðum, séu komin til Djúpavogs og verið sé að vinna í að koma þeim upp. Einhver skilti hafa þegar þegar verið sett upp.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 15:45
Ritari: Þorbjörg Sandholt

08.09.2015