Fundargerðir
10. september 2014
Ferða- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2014
Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 10. september 2014 kl. 16:00. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg sandholt, Rán Freysdóttir í forföllum Harðar Inga Þórbjörnssonar varaformanns og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. KI stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
Fundurinn samþykkti að taka lið 7 á dagskrá.
1. Erindisbréf
2. Skiltamál
3. Staða í húsfriðunarverkefnum
4. Hans Jónatan
5. Ferða- og menningarmálafulltrúi
6. Fundur ferðaþjónustuaðila í Djúpavogshreppi
7. Önnur mál
1. Erindisbréf
Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf til kynningar.
2. Skiltamál
KI gerði grein fyrir hugmyndum um skilti við ýmis náttúruvætti og sögustaði. Nefndin sammála um að skiltamálin verði eitt af fyrstu verkefnum nýs ferða- og menningarmálafulltrúa í samráði við nefndina og Vegagerðina. Nefndin telur eðlilegt að miða við að ný skilti verði komin upp fyrir næstu Hammondhátíð þar sem þau verði kynnt með viðhöfn.
3. Staða í húsfriðunarverkefnum
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu endurbyggingar gömlu kirkjunnar og Faktorshússins.
4. Hans Jónatan
KI skýrði frá hugmyndum tengdum útgáfu bókarinnar “Maðurinn sem stal sjálfum sér” eftir Gísla Pálsson sem segir frá ævihlaupi Hans Jónatans. Nefndin er sammála um að gera útgáfu bókarinnar góð skil og felur KI, RF og sveitarstjóra ásamt nýjum ferða- og menningarmálafulltrúa að vinna að málinu.
5. Ferða- og menningarmálafulltrúi
Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum sem borist hafa vegan starfs ferða- og menningarmálafulltrúa. Samþykkt að nefndin hittist að nýju sem fyrst eftir að umsóknarfrestur er runnin út 15. september.
6. Fundur ferðaþjónustuaðila í Djúpavogshreppi
Rætt var um fyrirhugaðan fund með ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að hann verði haldinn þegar líður á haustið.
7. Önnur mál
Rán kynnti hugmyndir um lítinn bækling með leiðbeiningum um hvaða þjónusta og afþreying er í boði á Djúpavogi. Nefndin er sammála um að endurskoða þurfi kynningarefni um sveitarfélagið.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00
20. ágúst 2014
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
4. september 2014
Atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 04.09.2014
Fundur var haldinn í atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 4. september 2014 kl. 16:00. Fundinn sátu Rán Freysdóttir formaður, Guðbjört Einarsdóttir varaformaður, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Sveinn Kristján Ingimarsson og Þórir Stefánsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Nefndin samþykkir að taka fyrir lið 1 sem ekki var á dagskrá fundarins.
1. Frumkvöðlasetur á Djúpavogi
Alfa Freysdóttir verkefnisstjóri frumkvöðlaseturs á Djúpavogi kynnti fyrirhugaða starfsemi frumkvöðlaseturs sem er samstarfsverkefni Austurbrúar, Djúpavogshrepps og Afls starfsgreinafélags. Setrið verður opið frumkvöðlum til að vinna að nýsköpunarverkefnum. Gert er ráð fyrir að námsmönnum standi einnig til boða að nýta sér aðstöðuna en fjarfundabúnaður er á staðnum. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist 1. október. Stefnt er að opnum kynningarfundi um verkefnið fljótlega.
Alfa vék af fundi.
2. Erindisbréf
Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf til kynningar.
3. Staða atvinnumála í Djúpavogshreppi
Elís Hlynur Grétarsson vinnslustjóri hjá Vísi hf sat fundinn undir þessum lið. Hann gerði grein fyrir stöðu mála. Vísir hf stefnir að því að láta af starfsemi á staðnum um áramót. Stefnt er að því að nýtt fyrirtæki í eigu Ósness og Fiskeldis Austfjarða taki við rekstrinum á þeim tíma. Ekki hefur endanlega verið gengið frá með hvaða hætti. Elís vék af fundi.
4. Mótvægisaðgerðir í atvinnumálum
Rán Freysdóttir gerði grein fyrir fundi sem hún sat ásamt sveitarstjóra og oddvita með fulltrúa atvinnuþróunarsvið Austurbrúar. Á fundinum var farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir í atvinnumálum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í bolfiskvinnslu á Djúpavogi. Atvinnumálanefnd beinir því til sveitarstjórnar að hún beiti sér af krafti til að tryggja nægar varanlegar aflaheimildir í byggðarlaginu svo að halda megi uppi sambærilegri vinnslu og verið hefur. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að fylgt verði eftir þeirri kynningu á sjónarmiðum íbúa sem fram kom í vor m.a. á myndbandi og í fjölmiðlum. Samþykkt samhljóða að veita formanni umboð til að vinna að málinu áfram í samráði við sveitarstjóra.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:15
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri
8. september 2014
Hafnarnefnd Djúpavogshrepps: Fundargerð 08.09.2014
Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 8. september 2014 kl. 15:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson varaformaður og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Erindisbréf
Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri
11. september 2014
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.09.2014
4. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. september 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Fundargerð starfshóps um fjárhagsleg málefni, dags. 9. september 2014.
Lögð fram til kynningar.
2. Fundargerðir
a) LBN, dags. 20. ágúst 2014. Liður 2, skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) AMN, dags. 4. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) HFN, dags. 8. september 2014. Lögð fram til kynningar.
d) FMN, dags. 10. september 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Félagsmálanefnd, dags. 9. júlí 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnasamband Íslands, dags.15. ágúst 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 18. ágúst 2014. Lögð fram til kynningar.
h) Fundur stýrihóps um alþjóðlegan flugvöll á Egilsstöðum, dags. 1. september 2014.
Lögð fram til kynningar af sveitarstjóra sem á sæti í stýrihópnum.
i) Stjórn SSA, dags. 26. ágúst 2014. Lögð fram til kynningar.
j) HAUST, dags. 3. september 2014. Lögð fram til kynningar.
3. Erindi og bréf
a) Samband íslenskra sveitarfélaga, ályktanir 9. fundar sveitarstjórnavettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða, dags. 10. júlí 2014. Lagt fram til kynningar.
b) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Dagur íslenskrar náttúru, dags. 27. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar, erindinu hefur verið beint til Djúpavogsskóla.
c) Hafnasamband Íslands, hafnasambandsþing, dags. 25. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að fulltrúar sveitarfélagsins sitji næsta hafnasambandsþing.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, kynningarbæklingur, dags. 25. ágúst 2014. Lagður fram til kynningar.
e) Jafnréttisstofa, skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008, dags. 14. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar.
f) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ný reglugerð um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun, dags. 1. september 2014. Lagt fram til kynningar.
g) Orkustofnun, framlenging á leyfi Melmis ehf., dags. 14. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Samtök ungra bænda, ályktun um varðveislu landbúnaðarlands, dags. 4. september 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Sókn lögmannsstofa, dags. 3. september 2014. Tilboð í innheimtu og ráðgjafarþjónustu. Sveitarstjóra falið að leita tilboða frá Sókn lögmannstofu.
j) Íris Dögg Hákonardóttir, leikskólalokun, dags. 7. september 2014. Erindi vísað til fræðslu-og tómstundanefndar og atvinnumálanefndar.
k) Lárus Bjarnason, nýtt embætti Sýslumanns, dags. 3. september 2014. Fjárveitingar til embættis sýslumannsins á Austurlandi. Sveitarstjóra falið að boða til fundar með sýslumanni við fyrsta tækifæri.
l) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015, dags. 2. september 2014. Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015.
4. Almenningssamgöngur
Málefni almenningssamgangna á svæðinu rædd og staða Djúpavogshrepps í því sambandi. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir yfir vonbrigðum með að Djúpivogur skuli ekki vera tengdur við leiðakerfi Strætisvagna Austurlands og hvetur SSA til að bæta úr því án tafar.
5. Gjaldskrá Félagsþjónustu
Lögð fram til kynningar.
6. Viðbragðsaðilar á Djúpavogi
Staða slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila á svæðinu rædd.
7. Kjör fulltrúa á ársfund Sambands íslenskra sveitarfélaga
Andrés Skúlason aðalmaður – Sóley Dögg Birgisdóttir varamaður.
8. Skýrsla sveitarstjóra
a) Tryggvabúð. Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfinu í Tryggvabúð. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn í 50% starf sem hafa með höndum umsjón með starfinu í húsinu.
b) Ferða- og menningarmálafulltrúi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starf ferða- og menningarmálafulltrúa. Þegar hafa nokkrir sótt um starfið en umsóknarfrestur er til 15. september.
c) Bókavörður. Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu bókavarðar í 30% starf.
d) Æskulýðs og íþróttafulltrúi. Sveitarstjóri greindi frá ráðningum í starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Tveir starfsmenn deila með sér starfinu og eru í nánu samstarfi við Djúpavogsskóla og Umf. Neista.
e) Gatnagerð í Hrauni. Sveitarstjóri gerði grein fyrir gatnagerð í Hrauni. Malbikað var í sumar og stefnt er að því að ganga frá gangstéttum sem fyrst.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi í stjórn almannavarna á starfssvæði lögreglustjórans á Eskifirði, vegna mengunar frá gosstöðvunum við Holuhraun.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.