Djúpivogur
A A

Fundargerðir

17. júlí 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.07.2014

3. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 17.07 2014 kl. 16:30. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Júlía Rafnsdóttir. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:


1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, síðari umræða.

Fjallað hafði verið um tillögur að breytingum F og Ó lista á nefndakerfi sveitarfélagsins og erindisbréfum. Að lokinni umfjöllun var Samþykkt um stjórn og fundarsköp borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fyrir fundinum lágu einnig tilnefningar F og Ó lista um skipan í fastanefndir. Samþykkt samhljóða að eftirfarandi fastanefndir verði starfandi af hálfu sveitarfélagsins kjörtímabilið 2014 – 2018. Sveitarstjóra falið að senda tilkynningu þess efnis á þá einstaklinga sem tilnefndir hafa verið.

Hafnarnefnd

Aðalmenn:
Sigurjón Stefánsson form.
Sigurður Á Jónsson
Óskar Ragnarsson varaform.

Varamenn:
Brynjólfur Reynisson
Stefán Þór Kjartansson
Óðinn Sævar Gunnlaugsson

Fræðslu- og tómstundanefnd

Aðalmenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir form.
Berta Björg Sæmundsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir varaform.
Óðinn Sævar Gunnlaugsson

Varamenn:
Pálmi Fannar Smárason
Magnús Hreinsson
Hafdís Reynisdóttir
Birgir Th. Ágústsson
Júlía Hrönn Rafnsdóttir

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

Aðalmenn:
Andrés Skúlason form.
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir
Magnús Kristjánsson
Kári Snær Valtingojer varaform.
Ester Sigurðardóttir

Varamenn:
Albert Jensson
Þórdís Sigurðardóttir
Þór Vigfússon
Óskar Ragnarsson
Rán Freysdóttir

Atvinnumálanefnd

Aðalmenn:
Rán Freysdóttir form.
Júlía Hrönn Rafnsdóttir
Sveinn Kristján Ingimarsson
Guðbjört Einarsdóttir varaform.
Þórir Stefánsson

Varamenn:
Ester Sigurðardóttir
Óskar Ragnarsson
Svavar Pétur Eysteinsson
Lilja Dögg Björgvinsdóttir
Sóley Dögg Birgisdóttir

Ferða- og menningarmálanefnd

Aðalmenn:
Sveinn Kristján Ingimarsson form.
Þorbjörg Sandholt
Hörður Ingi Þórbjörnsson varaform.

Varamenn:
Þór Vigfússon
Berglind Häsler
Rán Freysdóttir

Landbúnaðarnefnd

Aðalmenn:
Steinþór Björnsson form.
Guðný Gréta Eyþórsdóttir varaform.
Gautur Svavarsson

Varamenn:
Guðmundur Eiríksson
Baldur Gunnlaugsson
Guðmundur Valur Gunnarsson

Starfshópur um fjárhagsleg málefni

Sóley Dögg Birgisdóttir
Kári Snær Valtingojer
Gauti Jóhannesson

Kjörstjórn

Egill Egilsson form.
Berglind Einarsdóttir
Bergþóra Birgisdóttir varaform.

Til vara:
Ásdís Þórðardóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Ólafur Áki Ragnarsson

Endurskoðendur

KPMG - Endurskoðun hf


Til eins árs

Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA

Sóley Dögg Birgisdóttir
Kári Snær Valtingojer

Kristján Ingimarsson
Andrés Skúlason

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Helga R Guðjónsdóttir

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Kristján Ingimarsson

Birgir Th Ágústsson


Til fjögurra ára

Fulltrúi á Landsþing samb. ísl. Sveitarfélaga og annar til vara.

Gauti Jóhannesson

Rán Freysdóttir

Félagsmálanefnd (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Júlía Hrönn Rafnsdóttir

Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Þorbjörg Sandholt

Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands

Gauti Jóhannesson

Sóley Dögg Birgisdóttir

Stjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Andrés Skúlason

Stjórn Nönnusafns

Þorbjörg Sandholt Rán Freysdóttir

Stjórn Ríkarðshúss

Andrés Skúlason
Þór Vigfússon
Gauti Jóhannesson

2.  Erindi og bréf

a)   Fjármála- og efnahagsráðuneytið, vatnsréttindi í Fossá, dags. 9. júlí 2014.  Óskað er eftir afstöðu Djúpavogshrepps til þess hvort sveitarfélagið telji það í þágu þess að samið verði um vatnsréttindi  ríkisins til Iceland Beverage Company ehf. áður en sameigendur réttindanna hafa samið.
Þar sem frekari upplýsingar skortir um verkefnið þá er sveitarstjórn samhljóða sammála um að fela sveitarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá viðkomandi aðilum um áform sín, umfang verkefnisins og fyrirætlan svo hægt sé að meta áhrifin og þá hvort verkefnið sé í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur sömuleiðis mikilvægt að leitað verði álits landeigenda.

b)  Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn á allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði, þar af 6000 tonna aukningu í Berufirði, dags. 3. júlí 2014.  Undir þessum lið vék Kristján Ingimarsson af fundi og Þorbjörg Sandholt tók sæti hans.  Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn er sammála um að umrædd stækkun sé í þágu uppbyggingar atvinnulífs á svæðinu, auk þess mun frekari stækkun tryggja svigrúm til þess að einstök fiskeldissvæði í Berufirði verði hvíld og þannig komið í veg fyrir hugsanleg og óæskileg umhverfisáhrif vegna uppsöfnunar úrgangs á sjávarbotni. Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta.  Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.
Undir þessum lið kynnti oddviti áhugavert verklag sem sveitarfélög á strandsvæðum á Vestfjörðum hafa tekið sig saman um að vinna með stuðningi Sóknaráætlunar landshlutanna. Um er að ræða svokallaða nýtingaráætlun fyrir strandsvæði m.a.vegna hefðbundinna fiskveiða, uppbyggingar á fiskeldi og annari starfsemi í og við firði vestra. Sveitarstjórn sammála um að vísa málinu til frekari umfjöllunar í skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd.  Þorbjörg yfirgaf fundinn og Kristján tók sæti sitt aftur.

3.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Tilfærslur og breyting á rekstrarútgjöldum:

  1. I. Fjárhagsleg endurskipulagning og ráðgjöf.
    Á fundi sveitarstjórnar 30.06.2014 var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við R3 Ráðgjöf um fjárhagslega endurskipulagningu og ráðgjöf.
    Áhrif:  Heildarkostnaður með vsk. er áætlaður 3.000.000 og kemur  til lækkunar á handbæru fé. 
  2. II. Tækjakaup
    Fjárfest verður í  þökuskurðarvél fyrir sveitarfélagið sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014.  Áhrif: Fjárfestingaráætlun 2014 hækkar um 1.499.976 kr. og kemur til lækkunar á handbæru fé.

Heildaráhrif viðauka

Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 1.499.976 kr. sem mætt verður annars vegar með nýtingu á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða.  Rekstrargjöld munu hækka nettó um 3.000.000 kr. og koma rekstararáhrif til lækkunar á afkomu ársins.  Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við 2. mgr.,  63. gr.  sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

4.  Skýrsla sveitarstjóra 

a)  Malbikunarframkvæmdir.  Stefnt er að því að malbika Hraun 20.-22. júlí.  Í framhaldinu verður farið að huga að lagningu gangstéttar.
b)  Starfsmannamál.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfslokum Ugniusar Hervars Didziokas sem sagt hefur upp starfi sínu sem ferða- og menningarmálafulltrúi og mun láta af störfum 1. september.  Stefnt er að því að auglýsa starfið og verður nánari ákvörðun þar um tekin fljótlega.  Einnig er stefnt að því að auglýsa fljótlega starf í Tryggvabúð þar sem dagvist og félagsstarf eldri borgara verður til hús frá og með 1. september.  Gert er ráð fyrir einni 100% stöðu eða tveimur 50%.
c)  Myndlistarsýning í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir opnun sýningarinnar Rúllandi snjóbolti 5/Djúpivogur sem haldin var í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðin.  Sýningin verður opin til og með 15. ágúst.  Ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður vegna hennar en Menningarráð Austurlands styrkti viðburðinn um 800.000 kr.
d)  Vegagerð í Búlandsdal.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýlegum framkvæmdum við veginn í Búlandsdal.  Þar var framkvæmt fyrir 1.500.000 kr. sem fengust úr Styrkvegasjóði.
d)  Lokun skrifstofu.  Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá 21. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi 18. ágúst. 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð. 

Fundarritari Kristján Ingimarsson.

21.07.2014

10. júlí 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.07.2014

2. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 10.07 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, fyrri umræða

Eftir samráðsfund F og Ó lista 8. júlí 2014 liggja fyrir tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, lúta þær einkum að breytingum á fastanefndum og erindisbréfum. Eftir umfjöllun við fyrri umræðu var samþykkt að vísa samþykktum um stjórn og fundarsköp í heild sinni til síðari umræðu þann 17. júlí 2014.

2. Fundargerðir

a) Brunavarnir á Austurlandi, dags 23. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
b) HAUST, dags. 25. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SÍS, dags. 27. júní 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Kristrún Björg Gunnarsdóttir og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, ábendingar varðandi bókasafnið, dags. 2. júní 2014. Bréfritarar leggja til að starfshlutfalli bókavarðar og opnunartíma verði breytt. Afgreiðslu frestað þar til fagnefnd hefur tekið til starfa.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, kosning fulltrúa á landsþing SÍS, dags. 6. júní 2014. Afgreiðslu frestað.
c) Þjóðskrá Íslands, fasteignamat, dags. 10. júní 2014. Fasteignamat hefur hækkað að meðaltali um 7,7%. Lagt fram til kynningar.
d) Hrókurinn, styrkbeiðni, dags. 11. júní 2014. Farið er fram á styrk vegna Skákfélagsins Hróksins á Grænlandi og Íslandi, 50 – 100.000 kr. Styrkbeiðni hafnað.
e) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12. júní 2014.
Fjármálastjórn sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
f) Þjóðskrá Íslands, dags. 13. júní 2014. Fasteignamat 2015. Fasteignamat í Djúpavogshreppi hækkar um 7,7% og landmat um 2,6%. Lagt fram til kynningar.
g) Innanríkisráðuneytið, viðaukar við fjárhagsáætlanir, dags. 18. júní 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Landeigendur og íbúar við botn Berufjarðar, þjóðvegur nr. 1, í botni Berufjarðar, dags. 25. júní 2014. Meginefni bréfsins er áskorun til sveitarstjórnar um að hún beiti sér fyrir því að veglínu við botn Berufjarðar verði breytt frá því sem liggur fyrir í samþykktu aðalskipulagi. Samþykkt samhljóða að sveitarstjóra verði falið að kalla eftir formlegu áliti sérfræðinga Vegagerðarinnar á málinu eins fljótt og auðið er þar sem m.a. áhrif á kostnað og tímasetningar verða metin.
i) Brunavarnir á Austurlandi, gjaldskrá til samþykktar, dags. 30. júní 2014. Gjaldskrá samþykkt.
j) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ályktanir frá 15. þingi Landssambandins, dags. 2. júlí 2014. Lagt fram til kynningar.
k) Skipulagsstofnun, Fiskeldi Austfjarða ehf, tillaga að matsáætlun.
(undir þessum lið vék Kristján Ingimarsson af fundi vegna vanhæfis og Þorbjörg Sandholt tók sæti hans við afgreiðslu)
Beiðni um umsögn á allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði, dags. 3. júlí 2014, þar af 7000 tonna aukningu í Berufirði. Umsögn óskast fyrir 25. júlí 2014. Sveitarstjórn sammála um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sem verður þann 17. júlí 2014. (Kristján kemur aftur inn á fund.)
l) Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun XXVIII. landsþings SÍS, dags. 4. júlí 2014. Frestað til næsta fundar.
m) KPMG, námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk, dags. 4. júlí 2014. Sveitarstjóra falið að finna hentugan tíma eftir sumarfrí.

4. Endurskoðendur sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og ráðningarbréf frá KPMG. Samþykkt samhljóða að KPMG annist endurskoðun fyrir Djúpavogshrepp.

5. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2014 - 2018.

Sveitarstjóri lagði fram tillögur að kjörum sveitarstjórnar og nefnda með hliðsjón af leiðbeinandi útgáfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á að nefndarfólk fái 10.000 kr fyrir fund og formaður 50% álag, sveitarstjórnarfólk fái 55.000 kr á mánuði oddviti fær það tvöfalt og varamaður 10.000 kr fyrir fund. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:20
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Fundarritari Kristján Ingimarsson.

 

20.07.2014

30. júní 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 30.06.2014

1. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 30. júní 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.

a) Kosning oddvita.
Kosningu hlaut Andrés Skúlason með öllum greiddum atkvæðum.
(Hér tók nýkjörinn oddviti við fundarstjórn).
b) Kosning varaoddvita.
Tillaga kom fram um Rán Freysdóttur og Sóley Dögg Birgisdóttur
Kosningu hlaut Sóley Dögg Birgisdóttir með 3 greiddum atkvæðum, tveir voru á móti.
c) Kosning ritara.
Kosningu hlaut Kristján Ingimarsson með öllum greiddum atkvæðum.

2. Ráðning sveitarstjóra.

Oddvita veitt heimild til að ganga frá samningi við Gauta Jóhannesson vegna ráðningar hans í starf sveitarstjóra Djúpavogshrepps á grundvelli samningsdraga sem kynnt voru á fundinum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

3. Nefndir og erindisbréf nefnda.

Lagðar fram tillögur um fastanefndir og fulltrúafjölda kjörtímabilið 2014 – 2018 ásamt erindisbréfum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögum um fastanefndir ásamt erindisbréfum til síðari umræðu um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps til staðfestingar í sveitarstjórn þann 10. júlí. og munu þá tilnefningar um fulltrúa jafnframt liggja fyrir frá hvorum lista í samræmi við niðurstöðu nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

Undir þessum lið minnti oddviti á að leitast verði við sem framast kostur er að hafa kynjahlutfall sem jafnast við tilnefningar í nefndir.

Samþykkt að vísa öðrum eftirtöldum liðum til síðari umræðu um stjórn og fundarsköp.
a. Siðareglur
b. Hæfi sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna
c. Aðgangur gagna fyrir sveitarstjórn
d. Boðun varamanna

4. Tillaga um færslu málaflokka sem heyra munu beint undir sveitarstjórn.

a) Byggingatengd mál.
Erindisbréf vegna fyrirkomulags um byggingartengd mál lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfi til síðari umræðu þann 10. júlí.
b) Húsnæðismál.
Erindisbréf vegna fyrirkomulags um húsnæðismál lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfi til síðari umræðu þann 10.júlí.

5. Kosningar og tilnefningar í félög, stjórnir og ráð til eins árs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa eftirfarandi kosningum og tilnefningum til næsta fundar:
a) Kosning fulltrúa og varafulltrúa á fund SSA. 2 fulltrúar og 2 til vara.
b) Heilbrigðiseftirlit Austurlands 1 fulltrúi – og annar til vara á aðalfund
c) Skólaskrifstofa Austurlands. Framkvæmdastjóri sveitarf. og annar til vara á aðalfund
d) Menningarráð Austurlands 1 fulltrúi

6. Kosningar og tilnefningar í félög, stjórnir og ráð til 4 ára. 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa eftirfarandi kosningum og tilnefningum til næsta fundar:
a) Kosning fulltrúa á Landsþing sveitarfélaga 1 fulltrúi og 1 til vara
b) Fulltrúi í stjórn Héraðsskjalasafni Austfirðinga 1 fulltrúi á aðalfund og annar til vara.
c) Fulltrúar í stjórn Kvennasmiðjunnar 2 fulltrúar
d) Kosning yfirkjörstjórnar 3 fulltrúar

7. Kjörnir fulltrúar til 4 ára í sameiginlegar fastanefndir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa eftirfarandi kosningum og tilnefningum til næsta fundar.
a) Almannavarnarnefnd. 1 fulltrúi
b) Brunavarnir á Austurlandi. 1 fulltrúi
c) Félagsmálanefnd. 1 fulltrúi

8. Endurskoðendur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða að fresta ákvörðun til næsta fundar.

9. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2014 - 2018.

Samþykkt samhljóða að fresta ákvörðun til næsta fundar.

10. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2014.

Sumarleyfi ákveðið frá 15. júlí til 30. ágúst. Áskilinn er þó sá réttur að boða til aukafundar ef þörf krefur á tímabilinu.

11. Fjárhagsleg málefni.

Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um hagræðingu í rekstri Djúpavogshrepps og möguleikum í fjárhagslegri endurskipulagningu. R3 Ráðgjöf sem komið hefur að samskonar verkefnum hjá fjölda sveitarfélaga hefur lagt fram umfangs- og kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að endanleg skýrsla gæti legið fyrir um mánaðarmót ágúst/september nk. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við R3 Ráðgjöf á grunni framlagðra gagna.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Fundarritari Kristján Ingimarsson.

 

01.07.2014