Djúpivogur
A A

Fundargerðir

9. janúar 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.01.2014

43. fundur 2010-2014

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. janúar kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 að því tekur til breyttrar legu Axarvegar (veglínu G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, breyttrar legu hringvegar um Berufjarðarbotn milli stöðva 21070 og 17200, og staðsetningar níu nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar ásamt umhverfisskýrslu sem henni fylgir. Tillaga að breytingunni ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 6. nóvember 2013, og lágu gögnin frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 18. desember 2013. Ein athugasemd barst.
Þá bárust þrjár umsagnir um breytingartillögu og umhverfisskýrslu, frá Umhverfisstofnun (dags. 27. nóvember 2013) og Veiðimálastofnun (25. október og 13. nóvember 2013).
Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar ábendingar og athugasemdir og samþykkir umsagnir um þær. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 12. ágúst 2013 með síðari uppfærslum (þeirri síðustu 8. janúar 2014), ásamt umhverfisskýrslu, til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps - Svar við umsögn Veiðimálastofnunar – Umsögn sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vísar orðrétt í minnisblað Mannvits til Vegagerðarinnar (Guðmundar Heiðrekssonar) um Axarveg (939), skoðun á breytingum vegna tjarna í Berufirði, dags. 21. nóvember 2013 í umsögn sinni við athugasemdum Veiðimálastofnunar dags. 25. október og 13. nóvember 2013 og tekur undir þau. Með þessu lítur sveitarstjórn svo á að athugasemdum Veiðimálastofnunar hafi að fullu verið svarað.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 16. desember 2013. Lögð fram til kynningar.
b) StarfA, dags. 3. desember 2013. Lögð fram til kynningar.
c) Hafnasamband Íslands, dags. 13. desember 2013. Lögð fram til kynningar.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2013. Lögð fram til kynningar.
e) StarfA, dags. 3. desember 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Seyðisfjarðarkaupstaður, dags. 19. desember 2013.
b) SÍS, umsögn um frv. um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs, dags. 23. desember 2013.
c) Alþingi, tillaga til þingsályktunar um málefni hreindýra til hreindýraráðs, dags. 6. janúar 2013.
Sveitarstjórn er sammála megináherslum tillögunnar um að stjórnsýsla er varðar hreindýr sé best fyrir komið á Austurlandi. Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.

4. Skýrsla sveitarstjóra

a) Suðurferð. Sveitarstjóri og oddviti skýrðu frá vinnuferð til RVK. í des. síðastliðnum.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

10.01.2014