Fundargerðir
14. mars 2012
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.03.2012
22. fundur 2010 – 2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn. 14. mars 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.
Mættir voru: Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson, Irene Meslo og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Albert stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Hafnarnefnd, dags. 1. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
b) FMA, dags 23. febrúar 2012. Lögð fram til kynningar.
c) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 16. febrúar 2012. Lögð fram til k.
d) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 14. febrúar 2012.Lögð fram til k.
e) Samstarfsnefnd SÍS og KÍ v/ FL, dags. 9. febrúar 2012. Lögð fram til k.
f) Samstarfsnefnd SÍS og KÍ v/ SÍ, dags. 6. febrúar 2012.Lögð fram til k.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 17. febrúar 2012.Lögð fram til k.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. febrúar 2012.Lögð fram til k.
2. Erindi og bréf
a) Kvennasmiðjan, dags. 29. febrúar 2012. Undir þessum lið viku SDB og GJ af fundi.
Stjórn Kvennasmiðjunnar fer þess á leit að Kvennasmiðjan verði leyst undan samningi um rekstur í Löngubúð, dags. 20.07.2007, hið fyrsta. Samþykkt samhljóða. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að auglýsa eftir rekstraraðila sem fyrst. SDB og GJ sneru aftur á fundinn.
b) SSA, viðauki vegna menningarsamnings, dags. 13. febrúar 2012. Lagt fram til k.
c) Kirkjuráð, samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa, dags. 10. febrúar 2012 Lagt fram til k.
d) Í þínum sporum, þjóðarsáttmáli gegn einelti, dags. 23. febrúar 2012. Lagt fram til k.
e) Vinnandi vegur, dags. 9. febrúar 2012. Lagt fram til k.
f) Guðmundur Bjarnason, umskipunarhöfn, dags. 8. mars 2012. Lagt fram til k.
3. Gatnagerð
Stefnt er að malbikun Hlíðar og Brekku í sumar. Sveitarstjóri fór yfir gögn varðandi málið m.a. kostnaðaráætlun o.fl. unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit. Sveitarstjórn telur jafnframt mikilvægt að gerð verði áætlun um frágang þeirra gatna sem eftir eru án bundins slitlags í þéttbýlinu. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
4. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
Stefnt er að því að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verði til húsa í Sætúni í sumar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að nauðsynlegum breytingum í samráði við formann FMA.
5. Staða ferða- og menningarmálafulltrúa
HRG hefur upplýst að hún hætti störfum sem ferða- og menningarmálafulltrúi í vor. Stefnt er að því að á Djúpavogi sé starfandi ferða- og menningarmálafulltrúi í 100% starfi, svo sem verið hefur, mögulega í samstarfi við AST. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
6. Fjarskiptaáætlun 2011 – 2014 / 2011 – 2022.
Sveitarstjóra og oddvita falið að senda inn umsagnir fyrir tilskilinn tíma.
7. Skýrsla sveitarstjóra
a) Viðlagatrygging Íslands. Sveitarstjóri gerði grein fyrir endurmati og skráningu á nýjum mannvirkjum í eigu Djúpavogshrepps, sem unnið er að í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit.
b) Vinnumálastofnun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála hjá áhaldahúsinu.
c) Brunavarnir á Austurlandi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir skiptingu kostnaðar sveitarfélaga vegna brunavarna árið 2012.
d) Bréf frá ÞS. Lagt fram til kynningar.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ferð til Reykjavíkur, þar sem hann átti fund með framkvæmdastjóra Samkaupa og aðilum vegna Ríkarðssafns.
f) Kynningarfundur vegna AST. Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaðan kynningarfund á vegum AST. Samþykkt að halda fundinn miðvikudaginn 21. mars kl. 16:00.
g) Cittaslow. Sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn fulltrúa á vegum Cittaslow til Djúpavogs, 7.-.9. mars sl.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:45
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.