Djúpivogur
A A

Fundargerðir

14. desember 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.12.2012

32. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 14. desember 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og  Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að lið 2b yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2013; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Gjaldskrár 2012.  Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2013 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I.    Fasteignaskattur A                0,625%   
II.    Fasteignaskattur B               1,32%
III.    Fasteignaskattur C             1,65%
IV.    Holræsagjald A                   0,25%
V.    Holræsagjald B                     0,25%
VI.    Holræsagj. dreifbýli             7.500 kr.
VII.    Vatnsgjald A                      0,35%
VIII.    Vatnsgjald B                     0,35%
IX.    Aukavatnskattur                 37,50 kr./ m³.
X.    Sorphirðugjald                     14.000 kr. pr. íbúð
XI.    Sorpeyðingargjald                12.500 kr. pr. íbúð
XII.    Sorpgjöld, frístundahús       10.000 kr.
XIII.    Lóðaleiga                         1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV.    Fjöldi gjalddaga                  6  

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
    
b)    Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2013. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2013. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði.
Það samþykkt samhljóða og undirritað á fundinum.
d)    Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
e)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2013, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):            
*     Skatttekjur A-hluta .........................................    190.470
*     Fjármagnsgjöld aðalsjóðs.................................    15.967             
*     Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, jákvæð...............      16.506        
*     Rekstrarniðurstaða A-hluta, jákvæð .................     12.226
*     Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................      25.972
*     Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......     40.337
*     Afskriftir A og B hluti ....................................       24.182
*     Eignir .............................................................  622.389
*     Langtímaskuldir og skuldbindingar....................   339.915
*     Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.......     92.309
*     Skuldir og skuldbindingar samtals....................    432.224
*     Eigið fé í árslok 2013 .....................................    190.165
*     Veltufé frá rekstri áætlað ................................    55.604
*     Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........    32.000
f)    Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 25.972  þ.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem byggð hefur verið upp í sveitarfélaginu á undanförnum árum.  Sveitarstjórn er sömuleiðis  sammála um að gætt verði áframhaldandi hagræðingar og aðhalds í rekstri á öllum sviðum auk þess sem kannaðir verði frekari möguleikar til að losa um eignir sem ekki koma við lögbundin verkefni.
Sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í jarðvegsskipti og endurnýjun lagna við götuna Hraun á árinu 2013. Þá verður unnið að næstu skrefum við hönnun fráveitu með það að markmiði að hægt verði að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir árið 2014, samhliða jarðvegsskiptum  í Vogalandi.  Að höfðu samráði við Siglingastofnun hefur verið ákveðið að bjóða út nýsmíði á smábátabryggju í byrjun næsta árs, en unnið er að því að breyta teikningum að teknu tilliti til athugasemda sem borist höfðu vegna framkvæmdanna.   Verkefnið felst í að rífa gömlu bryggjuna fyrir þá nýju með það að markmiði að bæta aðstöðu smærri báta í höfninni.  Stefnt er að gagngerum endurbótum á Markarlandi 2 með það fyrir augum að skapa eldri borgurum félagsaðstöðu til framtíðar. Munu þær endurbætur bæði verða innan- og utanhúss og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki sumarið 2013 ásamt framkvæmdum á lóð.  Þá verður unnið áfram að uppbyggingu á Faktorshúsinu eins og verið hefur, en sú framvinda tekur að hluta mið af hve mikil mótframlög kunna að berast.  Hið sama gildir um gömlu kirkjuna.  Áfram verður unnið að hönnun á nýju Ríkarðssafni í samstarfi við Teiknistofu GJ og Ólöfu og Ásdísi Ríkarðsdætur.  Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast fyrir okkur sjálf og aðra þá sem heimsækja Djúpavogshrepp.

Sveitarstjórn lítur björtum augum fram á veginn ekki síst í ljósi jákvæðrar íbúaþróunar þar sem kraftmikið ungt fjölskyldufólk hefur verið að fjárfesta og setjast að á Djúpavogi í auknum mæli á síðustu árum enda hlutfall ungra barna hér  það hæsta í fjórðungnum .  
Þótt enn sé brýnt að bæta úr þá hefur atvinnuleysi farið minnkandi m.a. með aðgerðum og verkefnum sem sveitarfélagið hefur haft forgöngu um og hafa skráðir atvinnulausir á svæðinu ekki verið jafn fáir í mörg herrans ár.

Sveitarstjórn er sammála að með margvíslegum hagræðingaraðgerðum, auk þess að nýta ýmis sóknarfæri á síðustu misserum hafi umtalsverður árangur náðst í rekstri sveitarfélagsins, ekki síst ef litið er til þess erfiða rekstarumhverfis sem sveitarfélög almennt hafa glímt við á síðustu árum.  

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2.    Fundargerðir

a)    Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd, dags. 1. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
b)    Skipulags- byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 22. nóvember Liðir 1a-1f staðfestir. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c)    Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd, dags. 12. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Félagsmálanefnd, dags. 10. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 22. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
g)    Aðalfundur Héraðskjalasafns Austfirðinga, dags. 22. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 30. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
i)     Hafnasamband Íslands, dags. 19. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
j)     Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
k)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. nóvember 2012.  Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Karlakórinn Trausti, dags. 13. nóvember 2012. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
b)    Tónlistarfélag Djúpavogs, dags.  Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
c)    Tónleikafélag Djúpavogs, dags. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
d)    Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dags. 13. nóvember 2012. Styrkbeiðni hafnað.
e)    Skólastjórafélag Austurlands, dags. 14. september 2012. Lagt fram til kynningar.
f)    Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, dags. 28. nóvember 2012. Vísað til SBU.
g)    Deloitte, dags. 3. desember 2012. Lagt fram til kynningar.
h)    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ódags. Lagt fram til kynningar.
i)     Skógræktarfélag Íslands, dags. 30. nóvember 2012. Lagt fram til kynningar.

4.    Sérstakar húsaleigubætur

Sveitarstjóri kynnti drög að nýjum reglum vegna sérstakra húsaleigubóta. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

5.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar áframhaldandi rekstur Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

6.    Breyting á lögum um gatnagerðargjöld

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingu á lögum um gatnagerðargjöld, nr. 153/2006, með síðari breytingum.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Hreindýraarður. Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun hreindýraarðs vegna ársins 2012.
b)    Fundargerðir nefnda. Sveitarstjóri fór yfir nýtt fyrirkomulag varðandi skil á fundargerðum nefnda bæði til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins og til útprentunar.
c)    Suðurferð. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum í Reykjavík með ráðherrum og embættismönnum flestra ráðuneyta dagana 5.- 7. desember síðastliðinn, auk funda með vegamálastjóra, Guðrúnu Jónsdóttur FAÍ og Argos teiknistofu.
d)    Sóknaráætlanir landshluta. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann og oddviti sóttu á Egilsstöðum þann 12. desember varðandi sóknaráætlun landshluta.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

18.12.2012

3. desember 2012 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 03.12.2012

2. aukafundur 2010-2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 3. desember 2012 kl. 12:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson  og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

Samþykkt að taka fyrir fundargerð hafnarnefndar 30.11.2012. undir lið 2.

1.    Sala eigna – Helgafell

Hótel Framtíð ehf. hefur boðið kr. 28.000.000 í fasteignina Eyjaland 4 /Helgafell sbr. kauptilboð dags. 26.11.2012.  Tilboðið gildir til og með mánudags 3. desember. Kaupverð verði greitt með peningum við kaupsamning og afhending verði 1.1.2013.  Tilboðsgjafi hafði áður gert tilboð sem var hafnað. Sveitarstjórn hefur kynnt sér áætlanir tilboðsgjafa varðandi nýtingu hússins sem hyggst koma þar upp vinnuaðstöðu fyrir framleiðslu og eftirvinnslu á myndefni auk ferðaþjónustu.
Í ljósi þess að þessar fyrirætlanir falla að þeim skilmálum sem settir voru við auglýsingu eignarinnar samþykkir sveitarstjórn að taka tilboðinu með því skilyrði að afhendingartími verði ekki síðar en 1.4.2013.  Sveitarstjóra falið að kynna tilboðsgjafa niðurstöðuna og ganga frá sölunni í framhaldinu.
Samþykkt samhljóða.    

2.    Fundargerð hafnarnefndar dags. 30.11.2012. Staðfest.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 13:00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

03.12.2012

15. nóvember 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 15.11.2012

31. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. nóvember 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Irene Meslö, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2013. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%.  Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2013.
b) Gjaldskrár 2013 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2013. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2013. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2013 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2013-2015. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2013. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2013. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013.
e) Útkomuspá vegna ársins 2012 og drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2013. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2013. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur. 15,9.m.  Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu  þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir  í rekstri að ganga eftir.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2013.  Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 13. desember kl. 16:00.

2.    Fundargerðir

a) Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 17. október 2012. Liður 1a) og 2 staðfestir af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 29. október 2012. Lögð fram til kynningar.
c) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 6. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
d) Hafnasamband Íslands, dags. 15. október 2012. Lögð fram til kynningar.
e) Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 25. október 2012. Lögð fram til kynningar.
f) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 5. nóvember 2012.
Undir lið 2. í fundargerð. Stjórnarmenn ræddu framtíð sjóðsins, formaður stjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:  “Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs samþykkti á fundi sínum þann 5 nóv. sl. að óska eftir svörum frá aðildarsveitarfélögum hvort þau ætli að halda áfram aðild sinni að sjóðnum.”
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur staðið heilshugar að baki Atvinnuþróunarsjóði Austurlands til þessa dags og samþykkir samhljóða aðild sína að honum áfram.  Fundargerð að öðru leyti lög fram til kynningar.
g) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. september 2012. Lögð fram til kynningar.
h) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 18. október 2012. Lögð fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 24. október 2012. Lögð fram til kynningar.
j) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október 2012. Lögð fram til kynningar.
k) Sjávarútvegssveitarfélög, dags. 22. október 2012. Lagt fram til kynningar.
l) Sjávarútvegssveitarfélög, dags. 7. nóvember 2012. Lagt fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a) UMF. Neisti, umsókn um styrk, dags. 2. nóvember 2012. Sveitarstjórn tekur undir með stjórn UMF. Neista hvað varðar forvarnargildi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Sveitarstjórn samþykkir umbeðna styrkbeiðni og felur sveitarstjóra að kanna möguleika varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi félagsins í Blánni.
b) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 9. nóvember 2012. Samþykkt samhljóða.
c) Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, tillögur Djúpavogshrepps um flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar, dags. 1. nóvember 2012.Lagt fram til kynningar.
d) Landsbyggðin lifi, styrkbeiðni, dags. 2. nóvember 2012. Hafnað.
e) SÁÁ, styrkbeiðni, dags. 4. október. Hafnað.
f) Landssamband hestamannafélaga, skráning reiðleiða, dags. 3. október 2012. Hafnað.
g) Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, vegna áfengisauglýsinga á íþróttasvæðum, dags. 26. október 2012. Sveitarstjórn tekur undir áherslur samtakanna hvað varðar áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum.  
h) Stígamót, styrkbeiðni, ódags. Hafnað.
i) Nefndasvið Alþingis, umsögn um miðstöð innanlandsflugs, dags. 8. nóvember 2012. Lagt fram til kynningar.
j) Austurbrú, jól á Austurlandi – styrkbeiðni, dags. 8. nóvember 2012. Hafnað.
k) Blátt áfram, styrkbeiðni, dags. 6. nóvember 2011. Hafnað.
l) Snorrasjóður, styrkbeiðni, dags. 8. nóvember 2012. Hafnað.

4.    Málefni ferða- og menningarmálafulltrúa

Tímabundinni ráðningu núverandi ferða- og menningarmálafulltrúa lýkur um áramót. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Austurbrú um þjónustusamning vegna nýs ferða- og menningarmálafulltrúa í starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi.

5.    Málefni félagsmálanefndar

Sveitarstjórn samþykkir reglur um notandastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk, reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra auk gjaldskrár vegna stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

6.    Byggðakvóti

Sveitarstjórn gagnrýnir þá reiknireglu sem lögð er til grundvallar  við úthlutun byggðakvóta.
Það hefur verið mat sveitarstjórnar um langt árabil að með reiknilíkani því sem unnið er eftir, sé að sáralitlu leyti verið að vinna með þau grundvallaratriði sem lögð voru til hliðsjónar með úthlutun byggðakvóta þ.e.  að mæta vanda fámennra  byggðarlaga sem eiga allt undir í veiðum og vinnslu á botnfiski.  Sveitarstjórn gagnrýnir einnig nú sem áður að Djúpavogshreppi hafi aldrei verið mætt af skilningi við úthlutun byggðakvóta vegna þess bakslags í útgerð og vinnslu sem varð á svæðinu þegar uppsjávarvinnsla hvarf  frá Djúpavogi. Sveitarstjórn mótmælir aðferðarfræði við útreikning sem leiðir til þess með beinum eða óbeinum hætti að stærri sveitarfélög þar sem kvótastaða er mjög sterk, bæði er varðar heimildir í  botn-og uppsjávarfiski taki stærstan  hluta byggðakvótans til sín.

Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri við hlutaðeigandi m.a. við nýstofnuð samtök sjávarútvegssveitarfélaga og væntir ábyrgra viðbragða af þeirra hálfu í þágu “smærri sjávarútvegssveitarfélaga.”

7.    Félagsstarf eldri borgara

Á fundi með félagi eldri borgara, þann 10. nóv. sl. sem haldinn var í Löngubúð kynntu sveitarstjóri og oddviti hugmyndir af hálfu sveitarstjórnar um að fasteiginin að Markarlandi 2 (Vogur)  hýsi framtíðar félagsaðstöðu eldri borgara. Fram kom á fundinum af hálfu fulltrúa sveitarfélagsins að gangi mál eftir þá þurfi umtalsverðar endurbætur að eiga sér stað á húsnæðinu sem og á lóð.  
Fulltrúar í félagi eldri borgara sem mættu á fundinn tóku vel í hugmyndir um að Markarland 2 yrði tekið undir félagsstarf.  Þá voru málefni Helgafells einnig rædd á fundinum og hugmyndir sveitarfélagsins kynntar um ráðstöfun þeirrar fasteignar.   Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins er varðar Markarland 2 í samráði við félag eldri borgara.

8.    Sala eigna

Staða Helgafells hefur allt frá því Dvalarheimilinu var lokað árið 2009 verið til umræðu og frekari skoðunar innan sveitarstjórnar og á þessum tíma hefur verið reynt að finna húsnæðinu framtíðar hlutverk með það fyrir augum að skapa því varanlegan rekstargrundvöll.  Þegar ljóst varð að húsnæði Helgafells uppfyllti hvorki kröfur eða væntingar sem dvalar- eða hjúkrunarheimili, gekkst sveitarfélagið fyrir því að skoða að breyta húsnæðinu í þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara.  Þær hugmyndir náðu hinsvegar ekki fram að ganga þar sem eftirspurn reyndist ekki til staðar eftir að hugmyndirnar voru kynntar.  Í ljósi þess hvernig staða Helgafells hefur þróast felur sveitarstjórn sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Helgafell (Eyjaland 4) til sölu.  Sveitarstjórn er jafnframt sammála um að mikilvægt sé að setja skilgreinda fyrirvara vegna sölu hússins m.a. með tilliti til starfsemi og skipulags á svæðinu.  

9.    Skýrsla sveitarstjóra

a) B-gatnagerðargjöld. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlögðu frumvarpi varðandi B-gatnagerðargjöld.  Einnig gerði hann grein fyrir með hvaða hætti staðið er að innheimtu gjaldanna hér vegna nýafstaðinna gatnaframkvæmda.  
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna framkvæmda við smábátabryggju.
c) Fiskeldi Austfjarða hf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Fiskeldi Austfjarða og eldi þeirra í firðinum.
d) Friðlýsing Blábjarga – Oddviti gerði grein fyrir málinu, en stefnt er á að Blábjörg á Berufjarðarströnd verði formlega friðlýst í viðurvist ráðherra umhverfismála þann 28. nóv.næstk.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.40.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.11.2012

10. október 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 10.10.2012

30. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Irene Meslö, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Fjárhagsáætlun 2013. Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um fjárfestingar og stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

2.    Fundargerðir

a)    HAUST, dags. 12. september 2012. Lögð fram til kynningar.
b)    Framkvæmdastjórn SKA, dags. 12. september 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Stjórn SSA, dags. 15. september 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Stjórn SSA, dags. 2. október 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. september 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Hafnasamband Íslands, dags. 19. september 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a) Lögmenn Lækjargötu, málefni Kvennasmiðjunnar, dags. 9. september 2012. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögmann.
b) HAUST, starfsleyfistillögur vegna fiskeldis, dags. 13. september 2012. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
c)  HAUST, skýrsla um fráveitumál, dags. september 2012. Lagt fram til kynningar.
d) Fjárlaganefnd Alþingis, fundur með fjárlaganefnd Alþingis, dags. 3. september 2012. Lagt fram til kynningar.
e) World wide friends, dags. 18. september 2012. Samþykkt að fela formanni FMA að bregðast við erindinu.
f) Skipulagsstofnun, landsskipulagsstefna 2013-2024, dags. 24. september. Samþykkt að beina erindinu til SBU.
g) Innanríkisráðneytið, málstefna sveitarfélaga, dags. 21. september 2012. Lagt fram til kynningar.
h) Svavar Kjarrval Lúthersson, OpenStreetMap, dags. 6. september 2012. Formanni SBU falið að bregðast við erindinu.
i) Pétur Pétursson, stofnun fasteignar, dags, 13. sept. 2012. Samþykkt af sveitarstjórn.
j) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, umsögn um drög að frv. til laga um náttúruvernd, dags. 26. sept. 2012. Lagt fram til kynningar.

4.    Málefni Helgafells.

Sveitarstjóri og oddviti kynntu hugmyndir að framtíðarráðstöfun á húsnæði Helgafells, eftir að í ljós hefur komið að húsnæðinu verður ekki breytt í þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Sveitarstjóra og oddvita falið koma á fundi með félagi eldri borgara er varðar hugmyndir að framtíðarfélagsaðstöðu.  
Oddviti kynnti undir þessum lið erindi á tölvupósti, dagsettum 6. október 2012, sem áður hefur verið tekið fyrir í sveitarstjórn frá aðilum er áhuga hafa á nýtingu húsnæðis Helgafells undir svokallaða heilsutengda ferðaþjónustu.  Sveitarstjórn fagnar hugmyndinni og væntir þess jafnframt að framtíðarráðstöfun á fasteigninni Helgafelli muni skýrast á allra næstu vikum.

5.    Sóknaráætlun landshluta

Sveitarstjóri kynnti drög að skapalóni vegna sóknaráætlunar landshluta. Sveitarstjórn leggur áherslu á að að lögð verði sérstök áhersla á hagsmuni og vaxtarsprota í hinum smærri sveitarfélögum á Austurlandi í þeirri vinnu sem framundan er við sóknaráætlun landshlutans.  

6.    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Djúpavogshreppur gerast stofnaðili að samtökunum með það að markmiði að tryggja sem best að sjónarmið og hagsmunir smærri sveitarfélaga verði ekki fótum troðnir innan hins nýja vettvangs.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Siglingamálastofnun og fyrirliggjandi útboði vegna framkvæmda við smábátabryggju sem stefnt er að fari fram í lok október.  
b) Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 27. – 28. sept.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir Fjármála-ráðstefnu sveitarfélaga og ýmsum fundum sem þeir sóttu af því tilefni.
c) Almenningssamgöngur.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnis um almenningssamgöngur og gerði grein fyrir fundi sem haldinn var um málið þann 8. október sl.
d) Fundur með forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar þar sem farið var yfir þau verkefni sem eru í gangi í samstarfi við Nýsköpunarsmiðstöð og möguleika á frekara samstarfi.
e) Þingmannafundur. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir 2 klst. fund sveitarstjórnar með þingmönnum kjördæmisins þann 1.október sl. þar sem farið var yfir ýmis hagsmunamál sveitarfélagsins.
f) Strandveiðar 2012. Sveitarstjóri gerði grein fyrir lönduðum afla strandveiða í Djúpavogshöfn sumarið 2012.
g) Fundur með fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar og Austurbrúar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar og Austurbrúar á Djúpavogi 9. október.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17.55.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.10.2012

12. september 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 12.09.2012

29. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 12. júlí 2012  kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Irene Meslö, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Oddviti óskaði eftir að bæta við liðum 2a, 2b, 3d og 3e. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Fjárhagsáætlun 2013. Sveitarstjórn stefnir að því að síðari umræða um fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps verði lokið fyrir lok nóvember. Sveitarstjóra falið að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar í samráði við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.

2.    Fundargerðir

a)    HHN, dags. 31. júlí 2012.
Liður 1. Trébryggja í Djúpavogshöfn. Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b)    SBU, dags. 23. ágúst 2012.
Liður 1a). Steinþór Björnsson v/ frístundahúss í landi Hvannabrekku. Staðfest af sveitarstjórn.
Liður 1b). HT Hús ehf. Umsókn um byggingarleyfi í Hlíð 4. Staðfest af sveitarstjórn.
Liður 1c). Kári Snær Valtingojer, reising smáhýsis að Kambi 10. Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c)    LBN, dags. 21. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    LBN, dags. 28. ágúst 2012. Liður 1, skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur af sveitarstjórn. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
e)    HNN, dags. 31. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Stjórn SSA, dags. 24. ágúst 2012.
Liður 2e), samræming á greiðslum og fyrirkomulagi refaveiða.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samráðshópi um skipulag refa- og minkaveiða, sem hefur það markmiði að samræma greiðslur til veiðimanna og tilhögun veiðanna. Albert Jensson skipaður fulltrúi sveitarfélagsins.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
g)    Þróunarfélag Austurlands, dags. 30. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    Aðalfundur ÞFA, dags. 30. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
i)    Samgöngunefnd SSA, dags. 3. september 2012.  Lögð fram til kynningar.
j)    Skipulagsmálanefnd sambandsins, dags. 17. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Guðjón Bragason og Lúðvík Gústafsson, umsögn um drög að landsáætlun um úrgang, dags. 18. júlí 2012. Lagt fram til kynningar.
b)    Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði, dags. 24. júlí 2012. Lagt fram til kynningar.
c)    Héraðsskjalasafn, dags. 5. sept. 2012.
d)    Fjárlaganefnd alþingis, fundir sveitarfélaga með fjárlaganefnd 2012, dags. 3. september 2012.
e)    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, frumvarp til náttúruverndarlaga, dags. 3. september 2012.

4.    Sjálfsmat í Djúpavogsskóla, leikskóli og grunnskóli.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með það metnaðarfulla starf sem unnið er í Djúpavogsskóla.
Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.    Málefni Helgafells

Í kjölfar sérstaks kynningarfundar sem sveitarfélagið stóð fyrir með íbúum 60 ára og eldri á Helgafelli þann 9. júlí sl. bárust engar umsóknir um fyrirhugaðar leiguíbúðir. Auglýstur umsóknarfrestur rann út þann 1.sept.sl.  Á tilvitn. kynningarfundi sem hafði verið boðað til með útsendu bréfi til allra íbúa 60 ára og eldri í Djúpavogshreppi, fóru sveitarstjóri og oddviti, ásamt hönnuði breytinga Guðrúni Jónsdóttur FAÍ  yfir teikningar að breytingum sem lágu frammi á húsnæði Helgafells og sveitarfélagið var reiðubúið að ráðast í ef áhugi reyndist fyrir hendi hjá markhópnum.
Það er mat sveitarstjórnar að fenginni þessari niðurstöðu að eldri íbúar kjósi að búa eins lengi og nokkur kostur er í eigin íbúð, með þann stuðning og heimaþjónustu sem sveitarfélögum ber að veita. Segja má að þessi niðurstaða sé í raun í takti við þá þróun sem hefur átt sér stað í öðrum og sambærilegum sveitarfélögum.  Jafnhliða þessari niðurstöðu er ljóst að sveitarfélagið þarf að taka til umræðu aðrar hugmyndir og skipulag er varðar  húsnæði Helgafells.  Sveitarstjórn áréttar því í þessu sambandi mikilvægi þess að finna heildstæða lausn er varðar bæði framtíðarnýtingu á húsnæði Helgafells sem og  lausnir til framtíðar er varðar félagsaðstöðu eldri íbúa í Djúpavogshreppi.  Slík framtíðarsýn verður eðli máls ekki unnin nema í samráði við markhópinn líkt og gert hefur verið fram til þessa.   Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að framgangi og leggja fram hugmyndir á næsta sveitarstjórnarfundi  um næstu skref í málinu.

6.    Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn

Ferða- og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir reynslunni af nýrri upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn að Bakka 3 (Sætúni).

7.    Kjör fulltrúa á aðalfund SSA til 1 árs.

Aðalmenn Andrés Skúlason og Albert Jensson. Til vara Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

8.    Kjör fulltrúa í félagsmálanefnd

Albert Jensson, fulltrúi í félagsmálanefnd, hefur ákveðið að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Ákveðið að fresta kjöri nýs fulltrúa sveitarfélagsins í hans stað.

9.    Drög að ályktunum aðalfundar SSA 2012

Sveitarstjóri kynnti drög að ályktunum að aðalfundi SSA 2012.

10.    Heilbrigðisþjónusta

Fyrir fundinum lá ályktun frá læknaráði HSA um svokallaða læknislausa daga á Vopnafirði og Djúpavogi. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir með læknaráði að slíkar lausnir á rekstarvanda stofnunarinnar séu óásættanlegar, hættulegar og mismuni stórlega íbúum á þjónustusvæðinu hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Sveitarstjórn hvetur heilbrigðisyfirvöld til að snúa þessari öfugþróun við hið bráðasta þannig að íbúar svæðisins búi við ásættanlegt þjónustustig að þessu leytinu til framtíðar.

11.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Framlenging B-gatnagerðargjalds. Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi sem barst frá sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framlengingu á ákvæði um B-gatnagerðargjöld en farið var yfir málið á fundi með innanríkisráðherra þann 5. september sl. þar sem ráðherra tók jákvætt í erindið.
b)    Ríkarðssafn. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi Ríkarðssafn.
c)    Gatnagerð. Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýlegum gatnagerðarframkvæmdum í þorpinu.
d)    Fundur með menntamálaráðherra. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með menntamálaráðherra 29. ágúst sl.
e)    Fundur með innanríkisráðherra. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með innanríkisráðherra 5. september sl.
f)    Samstarf við Þjóðskjalasafn.
g)    Gæsluvöllur, sveitarstjóri gerði grein fyrir nýtingu gæsluvallar í sumar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.09.2012

12. júlí 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 12.07.2012
28. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. júlí 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir í upphafi fundar að taka á dagskrá liði 3d og 7.  Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Sala eigna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fasteignir í eigu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða að auglýsa  húseignina Markarland 2 til sölu. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

2. Fundargerðir

a) SBU, dags. 28. júní 2012.
2d. HT Hús ehf. Egilsstöðum 19.06.2012.  Umsókn um byggingarlóð fyrir einbýlishús að Hlíð 4.  Staðfest af sveitarstjórn.
2e.  Jón Ásberg Salómonsson.  Ódagsett fyrirspurn varðandi endurbætur/endurgerð á Búlandi 9.  Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) SKN, dags. 27. júní 2012. 
1a.  Skóladagatal 2012-2013.  Staðfest af sveitarstjórn.
2b.  Sumarfrí leikskóla.  Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. júní 2012.  Lögð fram til kynningar.
d) Hafnasamband Íslands, dags. 20. júní 2012. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Umhverfisráðuneytið, landsáætlun um meðhöndlun úrgangs, dags. Lagt fram til kynningar.
b) Fjárlaganefnd, frumvarp til fjárlaga, dags. 18. júní 2012. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við eftir atvikum.
c) N4, þáttagerð á Austurlandi, dags. 2. júlí 2012. Lagt fram til kynningar.
d) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 10. júlí 2012.  Varðar auglýsingu á starfsleyfisdrögum fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.  Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við eftir atvikum.

4. Málefni Helgafells

Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var þann 9. júlí síðastliðinn með íbúum 60 ára og eldri er varðar breytingar á Helgafelli með leiguíbúðir í huga.
Á fundinum kynntu oddviti, sveitarstjóri og hönnuður breytinga Guðrún Jónsdóttir FAÍ hugmyndir sveitarfélagins og teikningar af íbúðunum ásamt því sem farið var í vettvangsferð.
Gestir kynningarfundarins voru bæði áhugasamir og jákvæðir í garð verkefnisins.
Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þetta úrræði þurfa að hafa sótt um fyrir  1.sept.næstk. og þá í framhaldi mun sveitarstjórn taka afstöðu til þess hvort af framkvæmdum  þessum verður með hliðsjón af eftirpurn. 

5. Áform Fiskeldis Austfjarða ehf.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ehf.
Fyrir liggur að fyrirtækið Fiskeldi Austfjörðum  ehf. hefur keypt rekstur HB Granda hf.  í Berufirði.  Að fyrirtækinu standa aðilar sem hafa reynslu í fiskeldi og frumkvöðlar einnig sem hafa getið sér góðs orðs á öðrum sviðum atvinnulífsins. Tengdir aðilar eru m.a. fyrirtækið Náttúra fiskeldi ehf. sem er með strandeldi í Þorlákshöfn.  
Í bréfi sem Guðmundur Gíslason stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða sendi sveitarstjórn Djúpavogshrepps kemur m.a.  fram að fyrirtækið hyggur á umfangsmikið eldi í Berufirði á næstu árum og hefur að markmiði að fullnýta framleiðsluleyfin innan fárra ára, jafnframt munu þeir óska eftir stækkun leyfa.  Þegar hafa verið settir út 50.000 fiskar í kvíar og til viðbótar verða settir út 150.000 fiskar síðar á þessu ári.  Ráðgert er síðan að setja út eina milljón fiska á næsta ári og tvöfalda síðan þann fjölda árið 2014.  Fiskeldið verður umhverfisvottað og verður á græna markaðnum með framleiðsluna, sem fellur mjög vel að stefnu og ímynd sveitarfélagsins Djúpavogshrepps.  Starfsemi sem þessi kallar á mikil umsvif í landi og starfsmannahald og hafa starfsmenn HB Granda á Djúpavogi þegar verið ráðnir og gera má ráð fyrir fjölgun starfa strax á útmánuðum.  Forsvarsmenn fyrirtækisins eru bjartsýnir á framhaldið enda hefur allt gengið samkvæmt áætlun hingað til. Í bréfinu kemur fram að Fiskeldi Austfjörðum vonast eftir góðu samstarfi við stjórnendur, starfsmenn og íbúa Djúpavogshrepps, hér eftir sem hingað til. Sveitarstjórn fagnar mjög að sjá hin metnaðarfullu áform fyrirtækisins að fiskeldi í Berufirði og væntir því áfram góðs samstarfs við forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ehf.
Sveitarstjórn er þess fullviss að þessi jákvæða innspýting í atvinnumálin sem fyrirhuguð eru á svæðinu eigi eftir að styrkja samfélagið á Djúpavogi í heild mjög mikið á komandi árum. 

6. Gatnaframkvæmdir

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við Hlíð og Brekku. Sveitarstjórn leggur áherslu á að frágangi við gangstéttir og gangstéttarkanta verði lokið sem fyrst.

7. Sumarleyfi sveitarstjórnar

Ákveðið hefur verið að sveitarstjórn taki sér sumarleyfi til 1.sept.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Austurbrúar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málefnum Austurbrúar.
b) Faktorshúsið.  Sveitarstjóri skýrði frá því að almenningssalerni hefði verið tekið í notkun í austurendanum í kjallara Faktorshússins.  Þess er vænst að aðstaða þessi muni nýtast vel vinnandi aðilum á hafnarsvæðinu sem og ferðafólki.
c) Öxi 2012.  Sveitarstjóri gerð grein fyrir „Öxi 2012 – Göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar“ sem haldin var nýlega.
d) Staða byggingarfulltrúa.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningi sveitarfélagsins við
Þórhall Pálsson á Fljótsdalshéraði sem felur í sér að hann sinni starfi byggingarfulltrúa Djúpavogshrepps og sitji jafnframt fundi skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar.  Sveitarstjórn væntir að afgreiðsla og önnur umsýsla er varðar byggingartengd mál verði með samningi þessum bæði skilvirkari og faglegri.
e) Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar varðandi vegstæði  við botn Berufjarðar.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir góðum árangri UMF. Neista á móti UÍA um liðna helgi. Sveitarstjórn fagnar því kröftuga og góða starfi  sem UMF. Neisti hefur unnið á liðnum árum og heitir áfram góðum stuðningi við félagið, hér eftir sem hingað til enda er stuðningur við æskulýðs- og íþróttastarf einn af hornsteinum heilbrigðs mannlífs í hverju sveitarfélagi.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.07.2012

21. júní 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 21.06.2012

27. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21. júní 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir í upphafi fundar að taka á dagskrá liði 3 g) og 9 í fundargerð þar sem viðkomandi erindi barst eftir útsendingu fundarboðs.  Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:


1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Gatnagerð 2012. Sveitarstjóri gerði grein fyrir verk- og fjárhagsáætlun vegna gatnagerðar við Hlíð og Brekku.

2.    Fundargerðir

a)    HFN, dags. 1. júní 2012. Lögð fram til kynningar.
b)    Stjórn SSA, dags. 4. júní 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Haust, dags. 10. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Haust, dags. 13. júní 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Hafnasamband Íslands, dags. 16. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
g)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    Samgöngunefnd SSA, dags. 31. maí 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Umhverfisráðuneytið, dagur íslenskrar náttúru, dags. 30. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
b)    Aflið, styrkbeiðni, dags. 26. apríl 2012. Hafnað.
c)    Saman-hópurinn, samvera fjölskyldunnar, dags. 23. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
d)    Siglingastofnun, styrkúthlutun úr Hafnabótasjóði, dags. 25. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
e)    Náttúrustofa Austurlands, og Umhverfisstofnun, hreindýr og girðingar, dags. 24. maí 2012. Lagt fram til kynningar. Undir þessu lið telur sveitarstjórn rétt að komi fram að Djúpavogshreppur er um þessar mundir að undirbúa niðurrif á gömlu bæjargirðingunni og leggur þar með sitt af mörkum til að minnka verulega umfang óþarfa girðinga á svæðinu.  
f)    Umhverfisstofnun, efnistaka, dags. 31. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
g)    Landeigendur Berufirði v/veglínu dags.15.júní.2012.  Tekið fyrir bréf með athugasemdum frá landeigendum vegna afstöðu sveitarfélagsins  til veglínu við botn fjarðarins. Sveitarstjórn áréttar fyrri afstöðu til málsins og heldur sig við veglínu sem þegar hefur verið mörkuð af hálfu sveitarfélagsins í skipulagi. Samþykkt samhljóða.
h)    Pokasjóður, styrkveiting, dags. 5. júní 2012.  Lagt fram til kynningar.

4.    Friðlýsing Blábjarga

Samkvæmt stefnu Djúpavogshrepps í Aðalskipulagi 2008 – 2020 eru Blábjörg á Berufjarðarströnd meðal þeirra náttúrufyrirbrigða sem stefnt var á að friðlýsa, en um er að ræða mikinn flikrubergsgang sem gengur í sjó fram. Hið fyrirhugaða friðlýsta svæði sem er vinsæll áningastaður ferðamanna er alls 1.44 ha að stærð. Um þessar mundir vinnur sveitarfélagið að undirbúningi formlegrar friðlýsingar í samráði við landeigendur og Umhverfisstofnun. Stefnt er að frágangi málsins í sumar. Staðfest

5.    Kjör oddvita og varaoddvita

Oddviti kjörinn Andrés Skúlason, varaoddviti kjörinn Albert Jensson, til tveggja ára.
Samþykkt samhljóða.

6.    Umsögn vegna rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjörðum ehf.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar frá fyrirtækinu Fiskeldi Austfjörðum ehf.  er hyggur á laxeldi í Berufirði. Sveitarstjórn fagnar aðkomu hinna nýju aðila að fiskeldi í Berufirði og bindur vonir við að áform þeirra gangi sem best eftir. Sveitarstjórn gerir því fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við framsal á rekstrarleyfi nr IS-36088. frá Granda hf.til Fiskeldis Austfjörðum  ehf.
Samþykkt samhljóða.

7.    Fundur vegna framkvæmda við höfnina

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og gerði grein fyrir fundi sem sveitarstjóri átti með fulltrúum Siglingastofnunnar ásamt oddvita,form. hafnarn. og hafnarverði þann 12. júní sl. þar sem farið var yfir hugmyndir að byggingu á nýrri og lengri trébryggju sem stefnt er að reisa í stað gömlu trébryggjunnar.  Fram kom á fundinum að þörf væri á stækkun smábátaaðstöðu vegna fjölgunar smábáta og að sama skapi þarfnaðist gamla bryggjan algerrar endurnýjunar sökum aldurs að mati fulltrúa Siglingastofnunnar.  Fulltrúar  Siglingastofnunnar munu  senda tillögur að teikningum af fyrirhugaðri smábátaaðstöðu innan skamms til frekari umfjöllunar.  

8.    Héraðsdómur Austurlands

Djúpavogshreppur gegn Stefaníu Ingu Lárusdóttir .
Sveitarstjórn fagnar niðurstöðu dómsins sem  féll 19. janúar sl.  staðfestir að rétt hafi verið staðið að málum er varðar gangnaboð í sveitarfélaginu.  

9.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Fundur með munknum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Davíð Tencer.
b)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nýja upplýsingamiðstöð.
c)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nýtt almenningssalerni á jarðhæð Faktorshússins.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

22.06.2012

7. júní 2012 (aukafundur)


Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Aukafundur 21.06.2012

26. fundur 2010 – 2014


Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 7. júní 2012  kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Undirskriftalisti frá íbúum í dreifbýli vegna refaveiða

Sveitarstjórn barst undirskriftalisti þar sem segir:

 „Við undirrituð förum hér með fram á að sveitarstjórn Djúpavogshrepps endurskoði afstöðu sína til eyðingar á ref og leggi í það verulegt fjármagn ásamt því að ráða grenjaskyttu á syðsta svæðið hið fyrsta, því stuttur tími er til stefnu. Að okkar mati er mjög mikilvægt að vel sé að þessum málum staðið.

Minna má á að við sameiningu sveitarfélagana á sínum tíma. Var þetta eitt af þeim málum sem hvað mest áhersla var lögð á að haldið yrði í lagi.“

Oddviti lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:

Í ljósi undirskriftalista mikils meirihluta íbúa úr dreifbýli Djúpavogshrepps  ódags. auk bókunar frá landbúnaðarnefnd dags. 27.04.2012 um málið sem hafnað hafði verið á sveitarstjórnarfundi dags. 10.05.2012 er sveitarstjórn í ljósi málavöxtu sammála um að endurskoða afstöðu til málsins.  

Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða aukafjárveitingu sem verði úthlutað til refaveiða  fyrir árið 2012 að upphæð 500.000 kr.  Ráðnum veiðimönnum verði sömuleiðis gefin kostur á að leita á syðsta svæðinu og verður fyrirkomulag það unnið í samráði við sveitarstjóra.

Þá telur sveitarstjórn jafnhliða mikilvægt að fyrirkomulag refaveiða verði tekið til endurskoðunar sem og gjaldskrá við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:15

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

08.06.2012

18. maí 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  18. 05. 2012

25. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstud. 18. maí 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Albert Jensson, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2011, síðari umræða.            .

Helstu niðurstöður ársreiknings 2011 eru, í þús. króna:

A hluti    

Tekjur                                354.282
Rekstargjöld                       279.747
Afskriftir                              15.148
Fjármagnsgjöld                    38.555
Rekstrarniðurstaða jákvæð    20.832
    
A og B hluti    

Tekjur                               398.958
Rekstargjöld                      299.570
Afskriftir                              23.909
Fjármagnsgjöld                    44.588
Tekjuskattur                            259
Rekstrarniðurstaða               31.150
    
Efnahagur A hluta 31.12.2011    

Heildareignir                      545.458
Eigið fé                               81.136
Skuldir                              464.322
    
Efnahagur A og B  hluta 31.12.2011    

Heildareignir                      677.548
Eigið fé                             158.343
Skuldir                              519.206

Sveitarstjórn vill undir þessum lið fagna þeim árangri sem náðst hefur í fjármálum sveitarfélagsins við annars erfitt rekstrarumhverfi og að því tilefni vill sveitarstjórn þakka sveitarstjóra sérstaklega hlut hans í þeim árangri sem náðst hefur.  Sveitarstjórn er sömuleiðis meðvituð um að áfram þarf að gæta aðhalds í rekstri, jafnhliða því sem hugað verði að frekari sölu eigna.

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borin upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

2.    Samþykkt um B-gatnagerðargjöld, síðari umræða

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að fá staðfestingu ráðherra og fá birtingu í Stjórnartíðindum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

21.05.2012