Fundargerðir
22. desember 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 22. 12. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 22. des. 2009 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Sigurður Ágúst Jónsson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2010; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Mál, sem frestað var á fundi 15. des. 2009:
I. Bændur græða landið. Fyrir fundinum lágu upplýsingar frá Landgræðslu Ríkisins um einstaka þátttakendur og eftir atvikum verkefni sem í gangi eru. Fram kemur að heildargreiðsla 2010 yrði um kr. 35.000.- og magn áburðar 13.2 tonn og 100 kg af fræi. Heildarkostnaður pr. tonn er því 2.650. Stærsti þáttakandi í verkefninu kaupir 3 tonn. Samþykkt samhljóða að styðja áfram við verkefnið en oddvita jafnframt falið að rita Landgræðslunni bréf með fyrirspurn vegna eins landgræðsluverkefnis í sveitarfélaginu.
II. Erindi Eðvalds Smára og Ólafs Áka Ragnarssona. Vegna fundar fulltrúa sveitarstjórnar með framangreindum tilboðsgjöfum vegna landsspildu í Hamarsfirði.
b) Gjaldskrár 2010. Fyrirliggjandi tillögur bornar upp. Þær samþykktar samhljóða.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2010 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,25%
V. Holræsagjald B 0,25%
VI. Holræsagj. dreifbýli 7.500 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnskattur 31,82 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 12.500 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 12.500 kr. pr. íbúð
XII. Sorphirðugjald fyrirt. Ákveðið í janúar 2010.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþegan árið 2010. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um fasteignafjaldaálagningu og munu auk þess verða aðgengnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
d) Eignabreytingar og framkvæmdir 2010. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði. Það samþ. samhljóða og undirritað á fundinum.
e) Viðhaldsáætlun eignasjóðs og stofnana lögð fram og samþ. samhljóða.
f) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2010. Síðari umræða. Fyrirliggjandi gögn kynnt. Helztu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 229.600
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs.................................... 15.627
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð............... 4.095
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ................. 647
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................ 2.927
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 39.389
* Afskriftir A og B hluti .................................... 29.964
* Eignir ............................................................. 676.290
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 459.042
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 136.946
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 595.988
* Eigið fé í árslok 2009 ..................................... 80.302
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 49.179
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 3.900
Áætluð rekstrarniðurstaða er skv. framanrituðu jákvæð um 2.927. þús. Eins og sjá má hér að ofan er gert ráð fyrir óverulegum fjárfestingum 2010. Eingöngu er áformað að vinna áfram að endurbyggingu Faktorshúss, enda liggja fyrir upplýsingar um væntanlega fjárveitingu, 3.1 milljón á fjárlögum 2010. Sveitarfélagið mun leggja á móti 3.9 milljónir króna. Heildarframkvæmdafé til ráðstöfunar er því áætlað 7 milljónir. Viðhaldsverkefni á vegum eignasjóðs verða smávægileg að öðru leyti en því að gert er ráð fyrir því að verja 5 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á grunnskóla vegna slæms ástands þeirrar fasteignar. Um að ræða fyrsta áfanga endurbóta, klæðningu útveggja, endurnýjun þakkanta og fl.
Sveitarstjórnin áformar að endurskoða framkvæmda- og viðhaldsáætlun í mars 2010. Staðan verður því endurmetin þegar fyrir liggja ýmsar upplýsingar um rekstrarumhverfi sveitarfélaga það ár, ekki sízt hvað varðar Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lítur svo á, ef frekara svigrúm skapast til framkvæmda og nægjanlegt fjármagn verði til staðar á næsta ári verði áframhaldandi gatnagerð efst á forgangslistanum.
Áætlunin borin undir atkvæði. Samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.
2. Erindi og bréf.
a) Jafnréttisstofa, dags 2. desember 2009. Fyrirspurn varðandi jafnréttisáætlun. Sveitarstjóra og oddvita falið að svara erindinu.
b) Matvælastofnun, dags. 7. september 2009. Varðar breytingar á lit á eyrnamerkjum vegna breytinga á sauðfjárlínum. Lagt fram til kynningar en jafnframt vísað til LBN.
c) Bréf Þórarins Lárussonar og sr. Bjarna Guðjónssonar dags. 23. júní 2009. Bréfið barst sveitarfélaginu 10. desember sl.
Sveitarstjórn tekur eingöngu undir þann hluta bréfsins þar sem lagt er til að búskap verði hætt að Stórhóli. Að sama skapi verður ekki látið hjá líða að harma þær kveðnu og hálfkveðnu vísur er bréfritarar láta falla í garð forsvarsmanna sveitarfélagsins sem afskipti hafa haft af búfjárhaldi á Stórhóli á undanförnum árum, m.a. vegna alvarlegra athugasemda eftirlitsaðila. Sveitarstjórn bendir á að fyrir liggja blákaldar staðreyndir um vanrækslu þá sem reynt hefur verið að koma böndum yfir og dómur Héraðsdóms Austurlands 15. desember 2009 staðfestir svo ekki verður um villst.
d) ILDI / Sigurborg Kr. Hannesdóttir, dags. desember 2009. Upplýsingar um þjónustu Ráðgjafarfyrirtækisins ILDI. Lagt fram til kynningar.
e) Vinnumálastofnun dags. desember 2009. Upplýsingar frá Vinnumarkaðsráði Austurlands varðandi stuðning við atvinnulífið. Eftirtaldar stofnanir bjóða þjónustu við hugsanleg verkefni: Þekkingarnet Austurlands, Þróunarfélag Austurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Markaðsstofa Austurlands, Menningarráð Austurlands, Vinnumálastofnun á Austurlandi. Í bréfinu hvetja Vinnumálastofnun og Vinnumarkaðsráð atvinnurekendur á Austurlandi til að nýta sér stuðning ofangreindra stofnana. Jafnframt er kallað eftir hugmyndum fyrirtækja á Austurlandi um atvinnuskapandi verkefni, vinnustaðanám eða annað sem leitt getur til nýsköpunar og þekkingar uppbyggingar í fjórðungunum. Lagt fram til kynningar.
f) KPMG, fjárhagslegar upplýsingar vegna „tengdra aðila“. Ódagsett. Í bréfinu kemur fram að ákveðið hafi verið af KPMG við undirbúning að gerð ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2009 að afla upplýsinga um „tengda aðila“ samkvæmt svohljóðandi skilgreiningu: Almennt eru tengdir aðilar aðal- og varamenn í sveitarstjórn auk æðstu stjórnenda sveitarfélagsins þ.e. sveitarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra. Makar þessara aðila, ófjárráða börn og aðrir fjárhagslega háðir einstaklingar falla einnig hér undir, ásamt fyrirtækjum í eigu eða undir stjórn þessara aðila. Eyðublöð vegna upplýsingagjafar höfðu verið send út með fundargögnum. Sveitarstjóri mun taka á móti upplýsingum og koma þeim á framfæri við KPMG, ef einhverjar eru.
3. Dómur í búfjárhaldsmáli.
Svohljóðandi drög að bókun lögð fram: Þrátt fyrir að náðst hafi fram játning í dómi Héraðsdóms Austurlands í búfjárhaldsmálinu að Stórhól, hefur sveitarstjórn uppi mjög alvarlegar athugasemdir varðandi ótrúlega eftirgjöf ákæruvaldsins í málinu sem skýrist m.a. í að boðin var dómssátt og sektargreiðsla sem eru úr öllum takti við alvarleika brotsins. Sveitarstjórn tekur undir gagnrýni yfirdýralæknisins, Halldórs Runólfssonar og fleiri aðila á saksóknara, að hafa ekki krafist banns við búfjárhaldi að Stórhóli vegna eðlis brotsins. Það er því blákalt mat sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að dómur þessi sé til skammar þeim er töldu 80.000 kr. hæfilega refsingu fyrir jafn stórtæka og illa meðferð á búfénaði og fyrir liggur.
Jafnframt furðar sveitarstjórn sig á viðbrögðum forsvarsmanna Bændasamtaka Íslands vegna yfirlýsinga oddvita um aðkomu þeirra að málinu. Borið upp og samþykkt samhljóða.
4. Skipulags- og byggingarmál.
Undir þessum lið tilkynnti sveitarstjóri að byggingarfulltrúi hefði á grundvelli heimildar til að afgreiða minniháttar mál, veitt heimild til að reisa snyrtiaðstöðu í Hálsaskógi á vegum Skógræktarfélags Djúpavogs. Málið hefur einnig verið kynnt fyrir nefndarmönnum í SBU og verður lagt fyrir á næsta fundi nefndarinnar til staðfestingar.
5. Fundargerðir.
a) Landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps 15. desember. Umfjöllun varð um lið 5, fyrirkomulag refa- og minkaveiða. Svohljóðandi drög að bókun borin upp: Meðan ekki liggur fyrir á hvern hátt ríkið mun koma að endurgreiðslum vegna refa- og minkaveiða vill sveitarstjórn halda því opnu að minnka fjármagn til málaflokksins og og áskilur sér rétt til að segja upp núverandi samningum fyrir 1. apríl 2010. Sveitarstjóra falið að segja upp núgildandi samningum um minkaveiðar en jafnframt verður því haldið opnu að auglýsa á nýjan leik eftir veiðimönnum, enda liggi fyrir fjármagn til verkefnisins. Einnig er ákveðið að fella niður greiðslu vegna veiða á hlaupadýrum til annarra en landeiganda, þangað til fyrir liggur hvort og þá hvernig ríkið kemur að fjármögnun veiðanna. Samþykkt með fjórum atkvæðum. GVG sat hjá.
b) Hafnarnefnd 21. desember. Í fundargerðinni kemur m.a. fram að gengið var frá nýrri gjaldskrá Hafnarsjóðs Djúpavogshrepps, sem tekur gildi 1. janúar 2010. Að jafnaði hækka gjaldskrárliðir um 10% en aflagjald verður þó óbreytt, 1,40%. Gjaldskráin í heild verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
6. Skýrsla sveitarstjóra.
a) Atvinnuástand í Djúpavogshreppi 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að hann hefði með skýrslu til Vinnumálastofnunnar lagt lauslegt mat á núverandi atvinnuástand og horfur fyrir árið 2010 í Djúpavogshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skýrsluna. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
15. desember 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.12.2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 15. des. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Sigurður Ágúst Jónsson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2010, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2010. Heimild til hámarksútsvars er 13,28%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2010.
b) Gjaldskrár 2010 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2010. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2010. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2010 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2010-2012. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2010. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2010. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.
e) Útkomuspá vegna ársins 2009. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirl. uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2010. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.
g) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2010. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum vantar um 13 milljónir króna til að ná endum saman. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða að draga saman í rekstri og farið betur yfir tekjuspá 2010. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 22. des. kl. 17:00.
h) Undir þessum lið lágu fyrir eftirtalin gögn:
I) Stofnskrá Ríkarðssafns ehf. Sveitarstjórn samþykkir stofnskrána og felur sveitarstjóra að undirrita hana. Í stjórn safnsins eru frá Djúpavogshreppi: Bj. Hafþór Guðmundsson og Andrés Skúlason. Varamaður Bryndís Reynisdóttir. Aðrir í stjórn eru: Ólöf Ríkarðsdóttir (formaður), Ásdís Ríkarðsdóttir og Már Guðlaugsson. Varamaður þeirra er Þorsteinn Pétursson.
II) Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Svohljóðandi bókun gerð: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 47.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna eldri framkvæmdir við gatnagerð og fleira sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Hafþór Guðmundssyni, kt. 160147-3859, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
III) Opnunarfundargerð v. tilboða í tryggingapakka Djúpavogshr. frá 1. des.´09. Óskað var tilboða frá Sjóvá og VÍS og var tilboðið frá Sjóvá hagstæðara. (Andrés Skúlason vék af fundi undir þessum lið). Samþykkt samhljóða að taka tilboðinu frá Sjóvá til næstu fimm ára.
IV) Bréf Varasjóðs Húsnæðismála dags. 9. des. 2009. Í bréfinu kemur fram að fjármagn það sem Varasjóðurinn hefur haft til ráðstöfunar til að greiða í söluframlag vegna félagslegra íbúða er uppurið. Því falli frekari framlög niður verði samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga ekki framlengt.
V) Bréf Landgræðslu ríksins (samstarfsverkefnið Bændur græða landið dags. 4. des. 2009). Fyrir fundinum lágu upplýsingar um þáttt. úr Djúpavogshreppi í verkefninu. Óskað hefur verið skýringa frá Landgræðslunni á ákveðnum atriðum. Þar sem þær hafa ekki borist var afgreiðslu vísað til síðari umræðu um FJ-2010.
VI) Fundargerð aðalf. fulltrúaráðs Héraðskjalasafns Austurlands, 26. nóv. 2009. Lögð fram til kynningar. Vísað til FJ-2010.
VII) Fundur stjórnar Brunavarna á Austurl. 23. 11. 2009 ásamt fjárhagsáætlun f. 2010 með yfirliti yfir kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga. Vísað til FJ-2010.
VIII) Erindi Eðvalds S. Ragnarssonar varðandi „Ólafshjáleigu“. Í munnlegu erindi E.S.R. sbr. áður afhent gögn kemur fram að verðhugmyndir tilboðgjafa hafi lækkað vegna breytinga á landsstærð m.v. upphaflega auglýsingu. Eðvald sat fundinn undir þessum lið og skýrði ýmis atriði. Ákveðið að skoða málið frekar og afgr. erindið eigi síðar en í lok des. (Hér vék Eðvald af fundi)
2. Erindi og bréf.
a) Heilbrigðisráðuneytið dags. 16. nóv. 2009. Um er að ræða afrit varbréfs til Mýflugs h.f. varðandi þjónustu á flugvöllum fyrir sjúkraflug. Lagt fram til kynningar.
b) UMFÍ dags. 10. nóv. 2009. Varðar áskorun til sveitarfélaga að styðja dyggilega við íþrótta – og æskulýðsstarf. Einnig er fagnað uppb. á íþróttamannvirkjum um allt land og hvatt til markviss viðhalds og fegrunar á umhverfi þeirra. Lagt fram til kynningar.
c) SART (samtöku atvinnurekanda í raf – og tölvuiðnaði) dags. 18. nóv. 2009. Varðar rafmagnsöryggi og þjónustu rafverktaka. Lagt fram til kynningar.
d) Samband ísl. sveitarfélaga. Dags. 30. nóv. 2009. Varðar tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríkis til sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
e) Nefndarsvið Alþingis dags. 2. des. 2009. Ósk um umsögn um mál nr. 15 á 138. löggjafarþingi, frumvar til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998. Varðar fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps kýs að gefa ekki umsögn og vísar eftir atvikum til umsagnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga.
f) Jafnréttistofa dags. 2. desember 2009. Varðar jafnréttisáætlun. Afgreiðslu frestað.
g) Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 24. nóv. 2009. Varðar könnun um innleiðingu laga um leik – og grunnskóla. Fyrir liggja svör frá skólastjóra grunnskóla Djúpavogs og fram kemur að málið hefur verið til umfjöllunar í skólanefnd . Sveitarstjóra falið að óska eftir viðbótarfresti til að afgr. erindið í samráði við SKN.
h) ALTA, 26. nóv. 2009. Kynning á þjónustu ráðgjafarst. ALTA. Lagt fram til kynn.
i) Brunavarnir á Austurlandi dags. 4. nóv. 2009 Brunavarnaáætlun. Lagt fram til kynn.
j) Þórarinn Lárusson og sr. Bjarni Guðjónsson, dags. 23. júlí 2009 (mótt. 10. des.). Erindi barst óundirritað í tölvupósti. Vísað til næsta fundar.
3. Fundargerðir
a) Hafnarnefnd dags. 14. des. 2009. Halda átti fund í hafnarnefnd 14. des. en vegna forfalla formanns var fundi frestað fram til mánudagsins 21. desember.
b) Héraðsskjalasafn Austurl. dags. 26. nóv. 2009 kl. 13:00. Lögð fram til kynningar.
c) Héraðsskjalasafn Austurl. dags. 26. nóv. 2009 kl. 17:40. Lögð fram til kynningar.
4. Skýrsla sveitarstjóra
a) Öxi. Sveitarstjóri kynnti ákv. um opnun vegarins yfir Öxi, laugard. 12. des. Var hún framkvæmd á kostnað sveitarfélagsins með samþykki Vegagerðarinnar. Kostnaður var óverulegur.
b) Fundur ráðherra sveitarstjórnarmála á EGS. 14. des. Andrés Skúlason, sem sæti á í starfshóp vegna áforma um að Austurland verði gert að einu sveitarfélagi sat fundinn og gerði fundarmönnum grein fyrir helstu atriðum er þar koma fram.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
26. nóvember 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 26.11. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 26. nóv. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Albert Jensson, Andrés Skúlason, Klara Bjarnadóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020:
a) Fyrir fundinum lá tillaga að greinargerð sveitarstjórnar sbr. 9. gr. laga nr. 205/2006 um umhverfismat áætlana. Gerði oddviti grein fyrir málinu. Að því búnu var fyrirliggjandi greinargerð borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
b) Síðan lagði oddviti til að greinargerð sveitarstjórnar yrði felld inn í greinargerð Aðalskipulags Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 3.9.2009 undir kafla 4.10.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
12. nóvember 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.11. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 12. nóv. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Sóley Birgisdóttir og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Menningarráð Austurlands o.fl.
Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, mætti á fundinn undir þessum lið. Signý kynnti meðal annars nýja menningarstefnu Menningarráðs Austurlands, menningarsamning og fl. Að lokinni kynningu vék SO af fundi.
2. Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a) Rekstrarniðurst. jan./sept. 2009. Undirb. FJ-2010. Fulltrúi KPMG, Guðlaugur Erlingsson sat fundinn undir þessum lið. Að lokinni ítarlegri kynningu vék Guðlaugur af fundi.
b) Breytingar á gjaldskrá v/ búfjár utan vörzlusvæða. Skv. dagskrá átti fram að fara síðari umræða um drög, sem lágu fyrir eftir fund sveitarstjórnar 15. okt. 2009. Í millitíðinni hafði sveitarstjóri óskað álits (sjávarútvegs- og) landbúnaðarráðuneytisins á málinu, en tregt verið um aðstoð eða ábendingar vegna endanlegs frágangs. Leitaði hann því álits lögfræðisviðs Samb. ísl. sveitarfélaga. Í tp. frá lögfræðisviðinu 11. nóv. 2010 kom fram að fyrir lægi eftir símtal við rn. að það muni ekki staðfesta gjaldskrá vegna búfjár utan vörslusvæða í Djúpavogshreppi, jafnvel þótt henni verði breytt eins og tillaga sé gerð um (eftir fyrri umræðu). Fram kemur einnig hjá lögfræðisviðinu að afstaða ráðuneytisins byggist á mjög strangri túlkun búfjárhaldslaganna og að það líti jafnframt svo á að ákvæði í samþykkt sveitarfélagsins frá 2006 um gjaldskyldu séu ólögmæt og að fjáreigendum sé rétt að virða þau að vettugi. Ráðuneytið telji engu skipta að það sjálft hafi staðfest samþykktina á sínum tíma. Í lok álitsgerðar lögfræðisviðsins kemur fram að ólíklegt sé að árangur náist í málinu fyrr en lögunum verði breytt. (Sveitarstjóri tekur fram að ákvæðum í tilvitnaðri gjaldskrá hefur ekki verið beitt).
Svohljóðandi bókun borin upp og staðfest samhljóða:
„Sveitarstjórn furðar sig á afstöðu ráðuneytins vegna málsins, en mesta furðu vekur að ráðuneytið sjálft skuli ekki fyrir löngu hafa beitt sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum, sé það staðreynd að ekki sé hægt að ganga frá eðlilegum gjaldskrám á grundvelli laga, sem kveða á um slíkar heimildir.
Sveitarfélagið hefur fengið ákúrur úr ráðuneyti sveitarstjórnarmála vegna atriðis, sem tengist einmitt gjaldskrám og meðferð þeirra. Í ljósi þess, beinir sveitarstjórn Djúpavogshrepps því til ráðherra sveitarstjórnarmála að hann beiti sér fyrir því við ráðherra landbúnaðarmála, að hlutast verði til um breytingu umræddum lögum og jafnframt hætt að halda ímyndaðri verndarhendi yfir búskussum í stað þess að stuðla að metnaði í landbúnaði, sem reyndar lang flestir búendur á Íslandi sýna í dag.
Ennfremur sjái landbúðaðarráðherra til þess, að við nauðsynlega og löngu tímabæra endurskoðun á lögum um búfjárhald o.fl. verði tryggð sambærileg eftirlits- og þvingunarúrræði vegna landbúnaðarframleiðslu og í annarri matvælaframleiðslu“.
c) Breytingar á gjaldskrá v/ búfjáreftirlits. Síðari umræða. Fyrirliggjandi drög eftir fyrri umræðu staðfest og undirrituð. Sveitarstjóri láti ráðherra staðfesta gjaldskrána og komi henni síðan í birtingu í Stjórnartíðindum.
d) Ábendingar sveitarstjóra um hugsanlegan sparnað v. jóla, áramóta o.fl. Ákveðið var að ekki verði hengd upp jólaljós í götustaura svo sem verið hefur. Áætlaður sparnaður kr. 300 þús. Hugmyndunum að öðru leyti vísað til afgr. FJ-2010.
3. Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:
a) 19. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi. Varðar m.a. rekstur BvA og fjárhags-áætlun fyrir árið 2010. Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar Djúpavoghrepps fyrir árið 2010 (FJ-2010).
b) Aðalfundur SKA, dags. 22. okt. 2009. Fundarg. lögð fram til kynningar.
4. Erindi og bréf:
a) Nefndasvið Alþingis, dags. 10. nóv. 2009. Persónukjör, ósk um umsögn. Fyrir fundinum lá umsögn SSA frá 14. sept. 2009 um frv. til laga um sveitarstjórnar-kosningar og var samþ. samhljóða að taka undir hana.
b) SSA, dags. 7. nóv. 2009. Tilnefning í vinnuhópinn: „Austurland eitt sveitarfélag“.
Tillaga kom fram um eftirtalda og var hún samþykkt (samhljóða).
Aðalmaður: Andrés Skúlason.
Varamaður: Albert Jensson.
c) Sveitarstjórnarráðuneytið. dags. 5. nóv. 2009. Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 43/2009. Varðar stjórnsýslukæru Magnúsar H. Árnasonar f.h. eigenda Vörðu 18 á Djúpavogi. Í bréfi rn., dags. 5. nóvember 2009, er í fyrsta lagi kynntur úrskurður rn. og í öðru lagi þeim tilmælum beint til sveitarfélagsins að úrskurðurinn verði lagður fram á fundi sveitarstjórnar til kynningar. Hafði hann verið sendur út með fundargögnum. Í niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins segir svo:
Kröfu Magnúsar Helga Árnasonar hdl., f.h. Jóhanns Ævars Þórissonar kt. 190246-3299 og Kristrúnar Jónsdóttur kt. 080346-3529, Vörðu 18, Djúpavogi um að fella úr gildi álagningu B-gatnagerðargjalds að fjárhæð kr. 762.234 á fasteign þeirra Vörðu 18, er hafnað.
Á bls. 11, tl. 6 segir svo í úrskurði rn.:
„Þótt það hafi ekki áhrif á niðurstöðu málsins þykir ráðuneytinu rétt að fjalla nokkuð um meðferð málsins alls hjá Djúpavogshreppi en ljóst er að það á sér langa sögu. Telur ráðuneytið framkvæmd alla hjá Djúpavogshreppi við álagningu B-gatnagerðargjaldsins á A og B (eigendur Vörðu 18) ámælisverða að því leyti að ítrekað var gjaldið lagt á þau með formlega röngum hætti. Getur varla talist góð stjórnsýsla af hálfu sveitarfélags að þurfa aftur og aftur að afturkalla álagningu vegna mistaka og valda þannig íbúum verulegum óþægindum og jafnvel fjárútlátum.“
Sveitarstjóri skýrði ákveðin atriði varðandi framangreint, en bendir jafnframt þeim, sem vilja kynna sér málið út í hörgul, að báða úrskurði rn. má finna á heimasíðu þess:
I) Upphaflega var gjaldið lagt á þegar slitlag var komið á, kantar höfðu verið steyptir og gangstéttir lagðar á göturnar, Vörðu og Steina, nema 39.27 m vantaði af slitlagi á gangstétt í Vörðu. Allir íbúar við götuna féllust á að borga gjald sitt nema eigendur Vörðu 18 sem hengdu hatt sinn fyrst á það atriði að gatan væri ekki fullkláruð vegna þess að verktaki (Malarvinnslan hf.) varð frá að hverfa við lagningu slitlags á gangstétt vegna veðurs haustið 2006.
II) Álagning fór aftur fram þegar framangreindir metrar og sentimetrar höfðu verið huldir slitlagi í kjölfar aths. eigenda Vörðu 18. Á þeim tímapunkti kom í ljós að sveitarstjóra hafði láðst að fá staðfestingu ráðherra á gjaldskrá sem álagningin átti að byggja á. Af þeim sökum áformaði sveitarfélagið að fresta álagningu unz gjaldskráin hefði hlotið formlega staðfestingu ráðuneytisins og hefði verið birt í Stjórnartíðindum. Í millitíðinni lá fyrir mat lögmanns sveitarfélagsins, sem borið hafði verið undir sérfræðing í þessum efnum og voru báðir sammála um að í ljósi nýrra laga um gatnagerðargjöld þyrfti ekki staðfestingu ráðherra á umræddri gjaldskrá. Var því ákveðið að leggja á umrædda eign, enda höfðu þá allir aðrir eigendur við framangreindar götur greitt gjöld, án nokkurra formlegra fyrirvara og þannig fallist á að leggja sitt af mörkum til samfélagsins í kjölfar þeirra stórkostlegu breytinga sem urðu á umhverfi þeirra þegar lagt var bundið slitlag á áratuga gamlar götur og þær fullgerðar með tilheyrandi kostnaði.
III) Í kjölfar úrskurðar rn. 30. apríl 2009 (68/2008) var fyrri álagningin að sjálfsögðu dregin til baka en jafnframt boðuð álagning á grundvelli reglugerðar frá Búlandshreppi hinum forna, sem rn. benti á í fyrri úrskurði sínum að kynni að vera í fullu gildi og rn. raunar staðfestir að svo sé með hinum nýja úrskurði.
d) Markaðsstofa Aust. dags. 16. okt. 2009. Ósk um viðræður um nýjan samning um MA. Samþ. að ganga til viðræðna á grundvelli erindisins og fyrirliggjandi gagna. Í viðræðuhópnum verði: Ferða- og menningarfulltrúi, form. F & M og varaform. F & M.
e) Umhverfisstofnun dags. 5. nóv. 2009. Í erindinu er kynnt fyrirsjáanlegt fjármagnssvelti til refaveiða á næsta ári, þar sem í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki eyrnamerkt neitt fé í þær dúsur, sem hingað til hafa þó fengist í framangreindu skyni. Samþ. að vísa málinu til LBN (landbúnaðarnefndar Djúpavogshrepps).
f) Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá. Nýjar lóðir. Fyrir fundinum lá bréf frá starfandi byggingarfulltrúa Djúpavogshrepp varðandi eignir í landi Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Til að stofna lóðir þær, sem fram koma í erindinu, en þær eru allar vegna bygginga, sem nú þegar hafa verið reistar, þarf sveitarstjórn að samþykkja gjörninginn. Tillaga þar um borin upp og samþ. samhljóða.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
a) Sveitarstjóri og varaoddviti gerðu grein fyrir fundi fulltrúa sveitarstjórnar Djúpavogshrepps með þingmönnum 28. október. Einnig lagt fram minnisblað
v/ atriða, sem rædd voru við þingmenn.
b) Oddviti gerði grein fyrir fundum sínum í REK fyrir skömmu með heilbrigðisráðh. o.fl.
c) Sveitarstjóri kynnti stöðu mála vegna verkefnisins H2OWATN ehf.
d) Fyrir fundinum lá minnisblað varðandi hugsanlega þátttöku í Seatrade Miami 2010 í samstarfi við Hornfirðinga, en sveitarfélögin hafa hingað til skipt kostnaði á milli sín. Til stendur að F&M fulltrúi og sveitarstjóri fundi með bæjarstjóra Hornarfjarðar og framkvæmdastjóra Ríkis Vatnajökuls til þess að ræða áframhaldandi samstarf á þessu sviði en ekki náðist að koma á þeim fundi fyrir fund sveitarstjórnar. Bryndís Reynisdóttir, ferða og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir málinu. Sveitarstjóra veitt heimild til ákvarðanatöku á grundvelli frekari upplýsinga varðandi fjármögnun.
e) Sveitarstjóra veitt heimild til þess – í samráði við oddvita – að ganga frá kaupum á hitunarbúnaði fyrir áhaldahúsi og safnstöð að Víkurlandi 6 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og hagkvæmnisútreikninga.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
15. október 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15. 10. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 15. október 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Sigurður Ágúst Jónsson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Í upphafi óskaði oddviti eftir að fallizt yrði á að taka fundargerð F & M frá 13. okt. 2009 inn á dagskrána sem lið 2 d), en hún hafði ekki borizt í hús, þegar fundargögn voru send út. Var það samþ. samhlj. Einnig var ákveðið að bæta á dagskrána undir lið 4 k) bréf SLR v/ byggðakvóta.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a) Ráðning í starf við heimaþjónustu aldraðra.
Samþ. að fela sveitarstjóra að afgreiða málið.
b) Hugmyndir um lækkun á rekstrarkostnaði. Vísað til endurskoðunar FJ-2009 og eftir atvikum til áætlanagerðar fyrir 2010.
c) Breytingar á gjaldskrá v/ búfjár utan vörslusvæða. Fyrri umræða.
d) Breytingar á gjaldskrá v/ búfjáreftirlits. Fyrri umræða.
e) Undirbúningur endurskoðunar FJ-2009. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.
f) „Ólafshjáleiga“. Um er að ræða lokatilboð Ólafs Áka Ragnarssonar og Eðvalds Smára Ragnarssonar í landsspildu í eigu Djúpavogshrepps við Rauðuskriður sbr. auglýsingu þar um og umfjöllun á síðasta fundi sveitarstjórnar. Eftirfarandi tillaga kom fram: Sveitarstjóra falið að ganga frá lokatilboði með það að leiðarljósi að ekki verði vikið frá upphaflegum tímasettum áformum um starfsemi á svæðinu enda er það fyrirliggjandi starfsemi sem liggur til grundvallar sölunni. Hinsvegar er fallist á að upphafleg tilboðsfjárhæð verði lækkuð um eina milljón, enda náist samkomulag um greiðslufyrirkomulag. Verðhugmyndir tilboðsgjafa hafa lækkað, þar sem kom í ljós að landstærð var minni en upphaflega var getið í auglýsingu. Sveitarstjórn leggur áherslu á vegna mikils dráttar á frágangi þessa máls að því verði lokið fyrir næstu mánaðarmót.
g) Fjármálaráðstefnan 2009. Oddviti og sveitarstjóri sátu ráðstefnuna og gerðu grein fyrir henni og ekki síður ýmsum fundum, sem þeir áttu samhliða henni, ekki sízt út af málefnum H2O WATN.
h) Vatnsveita Djúpavogshrepps. Innra eftirlit. Sveitarstjóri kynnti fund sem hann átti fyrir skömmu með sérfræðingi í slíkum málum. Þrátt fyrir að gæði neyzluvatns séu ákjósanleg og lítið um kvartanir v/ afhendingar, er sveitarstjórn sammála um það, að staðið skuli að fullu að hinu innra eftirliti í samræmi við áætlun þar um. Einkum hefur verið misbrestur á skráningu viðhalds, viðgerða og bilana. Sveitarstjórnin felur form. SBU og sveitarstjóra að fara yfir verkefnið með starfsm. Áhaldahúss og Vatnsveitu Djúpavogshrepps m.a. í ljósi breytinga, sem gerðar hafa verið á áætluninni. Jafnframt verði hin nýja áætlun send Heilbrigðiseftirliti Austurlands til kynningar og umsagnar.
2. Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:
a) SKN, 6. okt. 2009. Lögð fram til kynningar.
b) SBU, 13. okt. 2009.
Eftirtalin mál rædd og eftir atvikum staðfest:
Liður 1 a); Reynslan af hinni nýju sorpstöð. Sveitarstjórn fagnar hinum jákvæða árangri sem náðst hefur við flokkun úrgangs og þakkar fjölmörgum íbúum byggðarlagsins fyrir góð viðbrögð, en nú þegar er greinilegt að hið nýja fyrirkomulag hefur sparað umtalsverða fjármuni.
Liður 1 c); Tilnefning til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu. Sveitarstjórn samþykkir tillögu SBU og felur SBU og ferða- og menningarmálafulltrúa að koma tilnefningunni á framfæri.
Liður 2; Aðalskipulag. Form. SBU fór yfir málið. Í ljósi upplýsinga, sem fram komu í máli hans lítur sveitarstjórn svo á að ekki þurfi að bregðast við athugasemdum, sem komu inn að loknum fresti þar um.
Liður 3 a); Byggingarleyfisskyld mál. Sveitarstjórn tekur undir álit SBU um frágang byggingarleyfisumsóknar, sem þar er fjallað um og felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við að framkvæmdir skyldu hafnar áður en umsókn var send inn Einnig verði að höfðu samráði við Verkfræðistofuna Mannvit kallað eftir ítarlegri gögnum varðandi umsóknina og eftir atvikum í samráði við hana sent út kynningarbréf varðandi skyldur íbúa og byggingaryfirvalda í þessum málaflokki.
Liður 3 b). Staðfest heimild til niðurrifs bílskúrs í eigu Djúpavogshrepps við Markarland 2 (Vog).
Liður 5 b); Takmörkun á umferðarhraða í Borgarlandi sbr. undirskriftarlista frá íbúum þar. Málið er í vinnslu.
c) Skólaskrifstofa Austurlands, 15. sept. og 29. sept. 2009. Fundarg. lagðar fram til kynningar.
d) F & M 13. okt. 2009. Sveitarstjórn fagnar upplýsingum, er fram koma í fundargerðinni, m.a. um þá fjölmörgu þætti, sem sýna að byggðarlagið er í mikilli sókn í ferða- og menningarmálum.
3. Kosningar:
a) Fulltrúi Djúpavogshrepps á aðalfund SKA. (Skólaskrifstofa Austurlands) 22. okt. 2009.
Aðalmaður: Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir.
Varamaður: Sóley Dögg Birgisdóttir.
b) Fulltrúi Djúpavogshrepps á aðalfund HAUST 28. okt. 2009.
Aðalmaður: Andrés Skúlason.
Varamaður: Albert Jensson.
Liðir a) og b) samþykktir samhljóða.
4. Erindi og bréf:
a) SSA, umsögn um frv. til laga um sveitarstj.kosn. (149. mál). Lagt fram til kynningar.
b) SSA. Þrjú verkefni, kynnt á aðalfundi 25. og 26. sept. 2009. Lagt fram til kynningar.
c) SSA, viðtöl þingmanna NA-kjördæmi 28. okt. 2009. Ákveðið að sem flestir aðalmanna í sveitarstjórn mæti á fundinn. Oddvita og sveitarstjóra falið að að undirbúa drög að minnisblaði til að leggja fyrir þingmenn. Meðal annars komi þar fram óánægja með fyrirhugaðan niðurskurð vegna jöfnunar á námskostnaði og vegna samgönguframkvæmda.
d) Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sjónskertra, 1. sept. 2009. Um er að ræða kynningu á nýrri ríkisstofnun sem tók til starfa 1. janúar 2009. Lagt fram til kynningar.
e) BÍL (Bandalag ísl. leikfélaga), 10. sept. 2009. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir sumarstarf leiklistarskóla bandalagsins. Vísað til frekari skoðunar.
f) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 11. sept. 2009. Ósk um fjárframlag vegna eldvarnarátaks 2009. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
g) Samtök bókasafna á Austurlandi, 21. sept. 2009. Varðar áskorun um að felld verði niður afnotagjöld vegna bókasafna. Þar sem Djúpavogshreppur hefur nú þegar ákv. að fella niður þjónustugjöld vegna útlána var erindið eingöngu lagt fram til kynningar.
h) Ályktun Barnaheilla til sveitarfélaga o.fl., 30. sept. 2009. Varðar hvatningu til ríkisstofnana og sveitarfélaga að forgangsraða upp á nýtt og setja öll börn þessa lands í fyrsta sæti. Lögð fram til kynningar.
i) Evrópuskrifstofan, ódagsett. Lagt fram til kynningar.
j) Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið dags. 5. okt. 2009. Varðar vinnuhóp um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga. Vísað til landbúnaðarnefndar.
k) Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 12. okt. 2009 v/ Byggðakvóti 2009 – 2010. Sveitarstjóra og oddvita falið að ganga frá umsókn Djúpavogshrepps fyrir 28. okt.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
a) Fram kom að þó nokkur hreyfing er á húsnæðismarkaði á Djúpavogi og munu nokkur hús vera í söluferli. Sveitarstjórn fagnar þessum upplýsingum og telur þær staðfesta tiltrú á vöxt og viðgang byggðarlagsins.
b) Umfjöllun varð um aukna umferð um Djúpavogshöfn, en nú stefnir í að meiri afli komi á land hér á þessu ári en því síðasta. Sveitarstjórn þakkar starfmönnum hafnarinnar, eigendum Fiskmarkaðs Djúpavogs og öðrum, sem hlut eiga í hinu jákvæða orðspori, sem fer af þjónustu hafnarinnar. Ennfremur eru heimamönnum og öðrum útgerðarmönnum sem landa hér afla, færðar þakkir fyrir að nýta þjónustu hafnarinnar.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
3. september 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 03. 09. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 3. september 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Þórdís Sigurðardóttir, Guðmundur Kristinsson, Andrés Skúlason, Sigurður Ágúst Jónsson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a) Áformuð lántaka hjá SpHorn. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kjör komi til þess að sveitarstjórn ákveði að taka lán til allt að 5 ára. Endanleg ákvörðun um lántöku verður þó ekki tekin fyrr en samhliða endurskoðun á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009 í ljósi rekstrarniðurstöðu fyrstu 9 mánaða ársins. Á þeim tíma eiga einnig að liggja fyrir upplýsingar um nokkuð endanlegar greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári, en sterkar vísbendingar eru um að heildargreiðslur verði mun lægri en 2008 og munar þá mestu um hlut sveitarfélagsins úr svonefndum eins milljarðs potti.
b) Ákv. HSA um lokun Helgafells. Oddviti fór yfir málið og gerði m.a. grein fyrir viðbrögðum sínum við fréttatilkynningu HSA frá 13. júlí s.l., sem hann kom á framfæri við ákveðna fjölmiðla. Málefni aldraðra rædd í ljósi stöðunnar. Í framhaldi kynnti oddviti nýjar hugmyndir að framtíðar nýtingu á húsnæði Helgafells. Hugmyndir þessar sem eru í frumathugun ganga út á að kanna hvort sé hægt að breyta hluta hússins í 3 – 4 þjónustuíbúðir með góðu aðgengi þar sem aldraðir hefðu forgang. Grófar teikningar lagðar fram til kynningar til stuðnings hugmyndinni, en of snemmt er að segja á þessu stigi hvort hugmyndir þessar geti gengið eftir. Unnið verður áfram að málinu og hugmyndirnar kynntar fyrir arkitekt hússins. Sveitarfélagið er hlynnt því að veita eldri borgurunum í Djúpavogshreppi eins góða þjónustu og unnt er og rækja skyldur sínar gagnvart þessum hópi íbúa.
c) Hugm. um lækkun launaliða og ferðakostnaðar Sveitarstjóri kynnti hugmyndir sínar o.fl. um framangreind atriði. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
d) Mötuneytismál í Leikskólanum Bjarkatúni í kjölfar lokunar Helgafells. Leikskólastjóri, Þórdís Sigurðardóttir og sveitarstjóri, gerðu grein fyrir stöðu mála. Kom m.a. fram að samið hefur verið tímabundið við fyrirtækið „Við Voginn“ um afhendingu máltíða næstu vikur með svipuðu fyrirkomulagi og var frá Helgafelli. Afgreiðslu ákvörðunar um framtíðar fyrirkomulag frestað til næsta fundar. Undir þessum lið var einnig kynnt fyrirspurn varðandi hefðbundna sumarlokun leikskólans. Leikskólastjóri mun taka málið upp á næsta fundi í foreldrafélaginu.
e) Yfirferð um þjónustuframboð á vegum Djúpavogshr. og hugsanlegan niðurskurð. Ýmsar hugmyndir ræddar, afgreiðslu frestað.
f) Breytingar á gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu. Fyrir liggur bréf frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðar-hrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar, dags. 27. ágúst 2009 um nýja gjaldskrá, sem tekur gildi 2. sept. og kemur til framkvæmda 15. okt. 2009. Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti og samþykkir að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.
g) Eggin í Gleðivík, uppsetning, styrkir og fleira. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Að öðru leyti er vísað til umfjöllunar undir fundarg. hafnarnefndar í lið 2 c).
h) GIFT ehf. Í bréfi, sem lá fyrir fundinum kemur fram að Djúpavogs- og Vopnafjarðarhreppur hafa sameiginlega óskað liðsinnis lögfræðideildar Samb. ísl. sveitarfélaga að ganga frá erindi um til sérstaks saksóknara um opinbera rannsókn á GIFT ehf. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með að málið skuli vera komið í þennan farveg.
i) Samræmd innkaup stofnana. Oddviti kynnti hugmyndir, sem fram hafa komið. Samþ. að fela honum sem forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs að leiða framgang málsins.
j) „Ólafshjáleiga“, kynnt gögn frá Eðvald Smára Ragnarssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni v/ landspildu í Hamarfirði neðan þjóðvegar milli Hálstanga og Grjótgarðstanga, í kjölfar auglýsingar sveitarfélagsins á sínum tíma. Tvö tilboð bárust og var tilboð ESR og ÓÁR sýnu hagstæðara. Vegna þess að í ljós kom að landstærð var ofmetin í auglýsingu, m.a. vegna vegagerðar sem skerti land á seinni stigum máls. Koma tilboðsgjafar nú á framfæri hugmyndum um lækkun heildarverðs, lengri greiðslutíma, auk þess sem fram eru settar skýrari upplýsingar um starfsemi á svæðinu, verði af kaupunum. Afgreiðslu frestað.
2. Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:
a) Landbúnaðarnefnd (LBN), 27. júlí 2009.
Eftirtaldir liðir ræddir / afgreiddir:
Liður 2, fjallskilamál í Búlandsdal / Hamarsfirði. Hugmynd um skilarétt sunnan við Hálsa. Ákveðið var að mæla með reit fyrir rétt skammt frá kirkjugarðinum að Hálsi. Ennfremur er sveitarstjórn opin fyrir því að komið verði upp beitarhólfi á umræddu svæði sbr. lið 4a í fundargerð LBN frá 25. ágúst 2009.
Liður 3, fjallskilamál á miðri Berufjarðarströnd / aukarétt í landi Gautavíkur. Ákveðið var að heimila landbúnaðarnefnd að setja málið í gang að höfðu samráði við landeigendur.
Liður 10, ósk um að sendar verði út aftur samþykkt sveitarfélagsins um búfjárhald. Ákveðið var að fela sveitarstjóra að senda samþykktirnar út.
Liður 11, búfjárhald í Löngulág. Skv. upplýsingum búfjáreftirlits hafa einungis 2 af 7 leigutökum / eigendum búfjár í Löngulág farið eftir ákvæði um fjölda búfjár. Sveitarstjórn samþykkir tillögu LBN um að þeim 5 samningum sem ekki hefur verið farið eftir verði sagt upp frá og með 1. júní 2010, hafi meinbugir ekki verið lagfærðir skv. ásetningsskýrslum nú í haust. Einnig tekur sveitarstjórn undir vangaveltur LBN, hvort leigja eigi aðstöðuna í Löngulág til fólks, sem er ekki með lögheimili í Djúpavoghreppi.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Landbúnaðarnefnd, 25. ágúst 2009.
Eftirtaldir liðir ræddir / afgreiddir:
Liður 3; Staðfest ákvörðun LBN um kr. 15.000.- fyrir dagsverk vegna fjallskila.
Liður 4 b); Bókun LBN, svohljóðandi: „Að gefnu tilefni vill LBN koma því á framfæri við sveitarstjórn að hún geri athugasemdir við ákvörðun eigenda jarðarinnar Hofs að takmarka akstur á vegslóða í landi jarðarinnar með því að læsa hliðum innan við útihúsin þar. Jafnframt verði farið fram á það við landeigendurna að framangreindri ákvörðun verði breytt“. (BHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að koma ábendingum þessum á framfæri með sérstöku bréfi til landeigenda þar sem óskað verði svara við athugasemdum þessum.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c) Hafnarnefnd 31. ágúst 2009.
Eftirtaldir liðir ræddir / afgreiddir:
Liður 2. Eggin í Gleðivík / aðkoma hafnarsjóðs Djúpavogshrepps.
Bókun Elísar Grétarssonar og umfjöllun hafnarnefndar, svohljóðandi. „Elís bað um orðið og gerði að umtalsefni að tilkynnt hefði verið að hafnarsjóður Djúpavogshrepps kæmi til með að fjármagna hluta af kostnaði við verkið. Kvaðst hann ekki minnast þess að um málið hefði verið fjallað í hafnarnefnd og taldi að ekki hefði átt að ganga fram hjá nefndinni við ákvarðanatökuna, enda hefði sér þá gefizt tækifæri til að bóka andmæli sín við framangreinda ákvörðun. Hafnarnefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að hún fjalli um málið á fundi hennar 3. sept. 2009 og skýri af hverju tilkynnt var um aðkomu hafnarsjóðs, án þess að fjallað hefði verið fyrst um það í nefndinni“. Sveitarstjóri upplýsti að við vígslu listaverksins og með upplýsingum, m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins hefði komið fram að hafnarsjóður myndi styrkja verkið með fjárframlagi. Sú ákvörðun hefði verið tekin í samráði við form. hafnarnefndar og oddvita og upplýsa hefði átt nefndina um hana á næsta fundi hennar. Sveitarstjóri baðst afsökunar á því hvernig málið hefði borið að og því að hafnarnefndarmenn hefðu frétt um málið á þennan hátt. Hins vegar taldi hann í ljósi þess að sveitarstjórn hefði síðasta orðið í máli sem þessu talið sig hafa skýran stuðning við þennan framgang málsins og m.a. hefði jákvæð afstaða form. hafnarnefndar legið fyrir. Ákv. hefði verið tekin og tilkynnt m.a. út frá því sjónarmiði að listaverkið væri frábært innlegg i markaðssetningu sveitarfélagsins í ferðamálum, hvað varðaði komur skemmtiferðaskipa. Vissulega væru skiptar skoðanir um aðkomu sveitarfélagsins að framkvæmdinni, en skýrðir hefðu verið ákveðnir þættir við vígsluathöfnina og væri hann reiðubúinn að gera það frekar, t.d. á borgarafundi. M.a. lá fyrir, að erfitt hefði verið að breyta ákvörðuninni, sem tekin var „fyrir kreppu“. Auk þess hefði einungis þurft að greiða upphaflega umsamda fjárhæð í íslenzkum krónum (6 milljónir) fyrir framleiðsluferlið í Kína, efnið í eggin, flutning verksins til Íslands og höfundarlaun, þrátt fyrir verðfall krónunnar í kjölfar kreppunnar og að líklega hefði verkið átt að hækka um helming með hliðsjón af stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Ekki mætti gleyma því hversu stórt nafn Sigurður Guðmundsson er í hinum alþjóðlega heimi lista. Bein fjárútlát (frágangur innflutningsskjala, efni, tryggingar og ýmiss uppsetningarkostnaður væru um 400 – 500 þús., en ekki væri lagt mat á verðmæti stólpanna, sem verkin hvíla á. Þeir væru gjöf frá Nordic Factory, sem enn hefði ekki verið metin til fjár. Innkomnir / lofaðir styrkir í beinhörðum peningum væru í dag kr. 2,4 milljónir og áfram yrði sótt um frekari styrki og góðar vonir væru bundnar við jákvæðar afgreiðslur vegna þeirra. Síðast en ekki sízt hefðu ýmsir verktakar o.fl. heima fyrir styrkt uppsetningu verksins um kr. 711.597.- með vinnuframlagi eða á annan hátt. Kvaðst sveitarstjóri ákaflega ánægður með góð viðbrögð við óskum sveitarfélagsins um styrki / framlög og taldi að augljóslega hefðu margir snúist á þá sveif að styðja framkvæmdina. Vissulega væru engin mannanna verk hafin yfir gagnrýni og á tímum sem þessum mætti vel halda því fram að sveitarsjóður hefði ekki bolmagn til annarra hluta en lögbundinna verkefna. Mat margra væri hins vegar að tilvist „Eggjanna í Gleðivík“ myndi efla ferðaþjónustu í byggðarlaginu og þar með atvinnulíf hér um ókomna framtíð. Viðbrögð fjölmargra, sbr. nýlegar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins styrktu það mat. Verkið væri mjög varanlegt og t.d. lægi fyrir að seljandi granít steinanna veitti 600 ára ábyrgð á vörunni. Enginn gagnrýndi sér vitanlega árleg fjárframlög sveitarfélagsins t.d. í snyrtingu og slátt opinna svæða, þótt velta mætti því fyrir sér, hvort það væri gert fyrir heimamenn eða væntanlega gesti (eða báða hópana). Vel snyrt svæði væru reyndar listaverk á sinn hátt. Yfirlýsingar fjölmargra ferðamanna bæði í sumar og fyrr gæfu til kynna að Djúpivogur hefði upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn og að hér hefði greinilega verið vel staðið að uppbyggingu í þeim málaflokki, ekki sízt í seinni tíð. Að lokum tók sveitarstjóri fram að hann teldi að aðkoma sín og sveitarfélagsins að málinu væri á margan hátt minna gagnrýni verð, en mörg tímaeyðsluverkefni, sem lentu gjarnan á borðum sveitarstjórna án þess að nokkur óskaði eftir þeim eða sæi fyrir að þeirra væri von. Hins vegar væri það réttur íbúanna að hafa skoðun á ákvarðanatöku sem þessari og eftir atvikum að nýta rétt sinn til velja nýtt fólk til þess að fara með umboð sitt.
d) Skólaskrifstofa Austurlands, 2. júlí 2009. Fundarg. lögð fram til kynningar.
3. Skipulagsmál:
a) Aðalskipulag. Oddviti / formaður SBU kynnti drög að svörum vegna framkominna athugasemda. Svörin staðfest og undirrituð. (GK sat hjá).
„Undir þessum lið var einnig lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, greinargerð og uppdrættir, sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu 6. júlí 2009, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillögunni verður breytt til samræmis við svör við athugasemdum sem bárust og afgreidd voru á fundi sveitarstjórnar þ. 3. 9. 2009.“
Afgreiðsla:
„Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun hana til afgreiðslu sbr. 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 97/1997 m.s.br.“
4. Erindi og bréf:
a) AFS á Íslandi, dags. 20 júlí 2009. Varðar skiptinema. Vísað til afgreiðslu FJ 2010.
b) Hrossaræktarsamtök Austurlands dags. 15. júlí 2009. Styrkbeiðni vegna uppbyggingar reiðhallar. Erindinu hafnað.
c) Félag fagfólks í frítímaþjónustu dags. 15. júlí 2009. Varðar starfsemi félagsmiðstöðva og frístundheimila, lagt fram til kynningar.
d) Þjóðkirkjan dags. 14. júlí 2009. Í bréfinu er upplýst um nauðsyn þess að þinglýsa kirkjulegar eignir og bent á hlutverk sveitarstjórna/byggingaryfirvalda í því sambandi. Lagt fram til kynningar.
e) SÍS dags. 9. júlí 2009. Tilkynning um sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010.
f) Baldur Gunnlaugsson dags. 6. júlí 2009. Varðar tún við Borgargarð 3 og Hermannastekka. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu með hliðsjón af áður gerðum samningi um tún í Merki.
g) R-3 Ráðgjöf. dags. 4. ágúst 2009. Upplýsingar um ráðgjöf við faglega aðstoð við endurskoðun á rekstrarháttum og fleiru. Vísað til endursk. fjárhagsáætlunar 2010.
h) Ólafur Áki Ragnarsson, dags. 11. ágúst 2009. Lagt fram til kynningar.
i) UNICEF Ísland, dags. 29. júlí 2009. Varðar áhrif efnahagsþrenginga á velferð íslenskra barna. Lagt fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
a) H2O WATN. Oddviti og sveitarstjóri upplýstu að þeir hefðu þann 27. ágúst sl. gengið frá aðkomu sveitarfélagsins á 1/3 eignarhlut í einkahlutafélaginu H2O WATN (Worldwide Aqua Transport Network). Meðeigendur eru Auðunn S. Ólafsson og Ólafur S. Ögmundsson. Tilgangur félagsins er að vinna og selja vatn til útflutnings til neyslu og til iðnaðar -og landbúnaðarnotkunar, vinna að markaðsmálum og sölu framleiðsluvara og annar skyldur atvinnurekstur, auk reksturs fasteigna. Nánar tiltekið eru uppi áform um útflutning á vegum fyrirtækisins á vatni með tankskipum sem kæmu til með að liggja við festar í Fossárvík í Berufirði, en vatnið yrði tekið úr Nykurhyl, sem er einungis 1,5 km frá væntanlegum legustað skipanna. Reiknað er með að skip allt að 80 þús. tonn myndu lesta vatnið og að lestun hvers farms tæki um 2 sólarhringa. Enn stendur á ákveðnum leyfum / samþykki hins opinbera, en unnið hefur verið að framgangi málsins m.a. í samráði við landeigendur í um það bil eitt ár. Gangi áformin eftir munu þau hafa í för með sér gífurlega lyftistöng fyrir hafnarsjóð, sveitarsjóð, landeigendur, iðnaðarmenn og ýmsa þjónustuaðila, auk þess sem útflutningurinn myndi hafa í för með sér verulegar tekjur fyrir ríkissjóð. Sveitarstjórn bindur vonir við að þrátt fyrir miklar annir í ráðuneytum, sem málið varðar, takist að búa þannig um hnúta að hægt verði að ganga til samninga við væntanlega kaupendur fljótlega. Gert er ráð fyrir að iðnaðarvatnið yrði að stærstum hluta selt til ákveðinna landa við Miðjarðarhaf en fyrir liggur að þörf á slíku vatni fer mjög vaxandi í heiminum og hefur vatn m.a. verið nefnt „Bláa gullið“.
b) Hreindýraveiðar á Búlandsdal. Vísað til frekari umfjöllunar hjá SBU og LBN.
c) Erindi frá Ósnesi, sbr. bókun stjórnarfundar HAUST 2. sept. 2009: Heilbrigðisnefnd leggur til að veitt verði tímabundin undanþága til að fóðra þorsk í Berufirði. Undanþágan verði veitt í eitt ár. Að þeim tíma loknum kynni fyrirtækið hver árangur hefur orðið. Einungis er heimilt að nota fiskslóg og afskurð af fiski frá áðurnefndum fyrirtækjum og slóginu skal dreift a.m.k. tvisvar í viku. Skilyrði fyrir undanþágunni er að sveitarstjórn Djúpavogs og Grandi hf., sem stundar þorskeldi í Berufirði veiti samþykki sitt. Hægt er að afturkalla undanþáguna ef forsendur breytast. Sveitarstjórn veitir fyrir sitt leyti samþykki fyrir framangreindum áformum.
d) Fulltrúar á aðalfund SSA í lok sept. 2009: Andrés Skúlason og Guðmundur Valur Gunnarsson. Til vara: Albert Jensson og Klara Bjarnadóttir.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
2. júlí 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 02. 07. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. júlí 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Sigurður Ágúst Jónsson og Brynjólfur Einarsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir 2009. Endurskoðun, síðari umræða.
Helztu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 232.541
* Fjármagnsliðir aðalsj. ................................... 27.624
* Rekstrarniðurstaða aðalsj. ............................ 9.546
* Rekstrarniðurst. m. öðrum sjóðum, A-hluta .... - 4.573
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................ - 8.564
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 79.908
(þar af reikn. verðb. 57.419 þús.)
* Afskriftir A og B hluti .................................... 29.675
* Eignir ............................................................. 739.733
* Skuldir og skuldbindingar............................... 633.426
* Eigið fé í árslok 2009 ..................................... 106.305
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 78.530
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 19.500
Áætlaður hallarekstur er skv. framanrituðu rúmlega 8,5 millj. króna. Stafar það ekki sízt af fjármagnsliðum, sem eru áætlaðir um 80 millj. króna (nettó).
Áætlunin borin undir atkvæði. Samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.
Samhliða ofangreindu var ákveðið að hafa sérstakan vinnufund með forstöðumönnum og fulltrúum sveitarstjórnar eigi síðar en um miðjan júlí til að fara yfir leiðir til að draga úr rekstrarkostnaði, án þess að það leiði til beinnar skerðingar á þjónustu.
b) Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar. Fyrirliggjandi vinnublað rætt, staðfest og undirritað. BE sat hjá. Nettófjárhæðin kemur fram í lið 1 a).
c) 3ja ára áætlun 2010 – 2012, síðari umræða. Fyrirl. vinnubl. rætt, staðfest og undirritað. BE sat hjá.
d) Álit skoðunarmanna v/ ársreiknings 2008. Í ályktuninni kemur fram að skoðunarmenn gera engar athugasemdir við bókhaldsgögn sveitarfélagsins árið 2008.
e) Mötuneytismál v/ leikskóli. Umræðu frestað.
f) Hlíðarendi ehf., stofnskrá. Í útsendum gögnum fyrir fundinn er stofnskrá Hlíðarenda ehf., en tilgangur félagsins er að hanna og reisa safnhús undir verk Ríkarðs Jónssonar, myndhöggvara að Hlíðarenda á Djúpavogi. Jafnframt mun byggingin gegna hlutverki að verða vettvangur menningar- og listviðburða, sem stjórn hússins telur samrýmast tilgangi þess. Stofnendur eru auk Djúpavogshrepps Ásdís og Ólöf Ríkarðsdætur. Sveitarstjórn staðfestir eignarhlut Djúpavogshrepps skv. fyrirliggjandi stofnskrá.
g) Sjálfsmat, skýrsla Grunnskóla Djúpavogs. Skýrsla unnin af skólastjóra lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar skýrsluna.
2. Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:
a) Skólanefnd, dags. 18. maí 2009. Fundargerð lögð fram til kynningar
b) SBU, dags. 23. júní 2009. Liður 1 vegna Aðalskipulags staðfestur. Vegna liðar 2 staðfestir sveitarstjórn eftirtalin byggingarleyfi / framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvörum sem nefndin gerir vegna liða 2 a) og 2 c):
2 a) Ólafur Eggertsson, vegna gestahúss og þjónustuhúss Berunesi.
2 b) Lilja Aðalsteinsdóttir, viðbygging við sumarhús að Víkurlandi 4 a)
2 c) Kári Valtingojer, bílskúrsbygging að Kambi 10.
2 d) Þór Vigfússon, vegna „bíslags“ við Sólhól.
c) 1. – 5. fundur samstarsnefndar um sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Fundargerðirnar í heild lagðar fram til kynningar, en auk þess gerðu fulltrúar Djúpavogshrepps í samstarfsnefndinni og sveitarstjóri lítillega grein fyrir starfi hennar.
3. Erindi og bréf:
a) Samþykkt stjórnar SÍS 26. júní, um „stöðugleikasáttmálann“. Lögð fram til kynningar.
b) Sjávarútvegsráðuneytið, dags. 26. júní 2009. Tilkynning um úthlutun byggðakvóta til Djúpavogshrepps fiskveiðiárið 2008/2009. Um er að ræða 16 þorskígildistonn. Í bréfinu kemur fram að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eigi hún að skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 21. júlí 2009. Fram kom tillaga um að ekki verði settar neinar sérstakar reglur varðandi hungurlús þá, sem um ræðir, en þess í stað látnar gilda reglur ráðuneytisins sem fram koma í reglugerð ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2008/2009 frá 25. júní 2009, enda er það í samræmi við stefnumörkun sveitarstjórnar v/ byggðakvóta undanfarin fiskveiðiár. Samþykkt samhljóða.
c) SSA, tilk. um aðalfund 25. og 26. sept. 2009. Lögð fram til kynningar.
d) Samgönguráðuneytið, dags. 10. júní ásamt stjórnsýslukæru lögmanns eigenda Vörðu 18, dags. 5. júní 2009. Kynnt drög að svari sveitarfélagsins. Lögmaður sveitarfélagsins, Bjarni G. Björgvinsson var í símasambandi undir þessum lið og gerðu hann og sveitarstjóri grein fyrir framgangi málsins frá því að ráðuneytið úrskurðaði þann 30. apríl 2009 um álagningu gatnagerðagjalda Vörðu 18, Djúpavogi. Til að taka af öll tvímæli undirstrikar sveitarstjórn að sveitarstjóri starfar í fullu umboði hennar að afturköllun eldri álagningar og ákvörðun um nýja álagningu skv. reglugerð um B-gatnargerðargjöld í Búlandshreppi 1989, sbr. svohljóðandi bókun sem gerð var við umfjöllun um málið 6. maí 2009: „Ráðuneytið staðfesti í úrskurði sínum að lagaheimild til álagningar B-gatnagerðargjalds sé enn til staðar. Sveitarstjórn lítur svo á að málinu sem slíku sé ekki lokið þrátt, fyrir niðurstöðu ráðneytisins, enda standi lagaheimildir til þess að B-gatnagerðargjald verði lagt á fasteignina Vörðu 18 á Djúpavogi á sama hátt og á aðrar fasteignir við þá götu.
4. Málefni varðandi búfjárhald.
Stefaníu Lárusdóttur og Jónasi Kjartanssyni á Stórhól stóð til boða að mæta á fundinn. Stefanía forfallaðist á síðustu stundu og tilkynnti að Jónas sæi sér ekki heldur fært að mæta. Eftirt. atriði voru engu að síður rædd og afgr., enda liðurinn á dagskrá skv. fundarboði:
a) Munnleg ósk Stefaníu að sveitarstjórn beiti ekki ákvæðum 3. gr. búfjársamþykktar nr. 399/2006 eða vinni ekki að því á annan hátt að leggja búskap á Stórhól alveg af. Kveðst hún reiðubúin til samninga þar að lútandi, þar sem m.a. væri kveðið á um hámarkstölu búfjár.
b) Afrit bréfs Gísla M. Auðbergssonar, lögm. ábúenda, dags. 25. júní 2009, til héraðsdýralæknis, en þar koma fram áform ábúenda að draga saman í fjölda búfjár. Í bréfinu er bent á sem helstu rök að ábúendur hafa fengið sér til fulltingis búfjárræktarráðunaut og búfræðing sem eru að vinna að því að aðstoða viðkomandi við endurskipulagningu á búskap að Stórhól.
c) Samningur milli ábúenda og Djúpavogshrepps, dags. 29. des. 2006, sem miðaði m.a. að því að ábúendur á Stórhól fækkuðu eigi síðar en haustið 2007 fé niður í þann fjölda sem óbreyttur húsakostur á Stórhól var talinn rýma, eða í 600 kindur. Að mati sveitarstjórnar hefur sá samningur verið þverbrotinn og var farið yfir það á fundinum.
d) Fjallskil á vegum ábúenda, en fyrir liggur að mati sveitarstjórnar að þau hafa ekki verið innt af hendi sem skyldi, sbr. bókun hennar í lið 2 b) á fundi 12. feb. 2009, en þar var m.a. ákveðið að segja ábúendunum upp afnotum á svonefndum Oddum og upprekstrarheimild á landi sveitarfélagsins á svonefndri Tungu.
e) Bókun í lið 2 a) í fundargerð frá 11. júní 2009, en þar var oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að því að höfðu samráði við lögmann sveitarfélagsins að nýta þau úrræði, sem sveitarfélagið hefur í málum eins og því, sem um ræðir, m.a. niðurlagsákvæði 3. gr. búfjársamþykktar Djúpavogshrepps nr. 399/2006, sbr. lög nr. 103/2002 Einnig bar á góma bókun sveitarstjórnar frá 2. júní 2009 um meint brot á dýraverndarlögum og kæru frá Matvælastofnun, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglustjóraembættinu.
f) Farið var yfir neðangreinda bókun frá Búnaðarsambandi Austurlands:
„Í framhaldi af umræðu um málefni Stórhóls í Álftafirði á stjórnarfundi BsA þann 11. júní s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt. Stjórn hvetur sveitarfélög til að draga lærdóm af málinu og beita hörðum viðurlögum, miklu fyrr en raun var í þessu máli. Heimildir búfjáreftirlits og dýralækna eru takmarkaðar og skaðinn er mikill þegar svona er komið. Stjórnin óttast áhrif slíkra mála á ímynd dilkakjötsframleiðslu bæði innanlands og utan, því nú á tímum ljósvakamiðla getur markaður skaðast um allan heim vegna fréttaflutnings eins og þessa. Jafnframt óskar stjórnin þess að Djúpavogshreppur og Matvælastofnun sjái til þess að málum verði komið í fullkomlega ásættanlegt ástand strax eða viðkomandi gert að hætta búskap ella.“
g) Fyrir fundinum lá svohljóðandi erindi, undirritað af Stefaníu Lárusdóttur, ódags, en mótt. 2. júlí 2009:
„Ég undirrituð óska eftir áframhaldandi afnotum á Oddatúnum sem Stórhóll hefur nytjað í um 30 ár, enda hef ég látið rækta og þurrka hluta af landinu undanfarin ár (síðast í fyrra var gerð nýrækt þar). Einnig hafa verið endurnýjaðar girðingar þar og byrjað var síðastliðið haust á girðingavinnu sem átti að klára nú fyrir haustið.“
Erindin tekin fyrir og afgreidd sem hér greinir:
I) (liður a) hér að ofan) Erindi hvort beita eigi ákvæðum samþykkta og laga um búfjárhald og eftir atvikum laga um dýravernd. Farið var yfir málið með Bjarna G. Björgvinssyni, lögmanni sveitarfélagsins og einnig kynnt álit lögm. Samb. ísl. sveitarfélaga, sem leitað var eftir vegna málsins.
Tillaga að ályktun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af búfjárhaldi ábúenda að Stórhóli í Álftafirði sem nú sæta kæru Matvælastofnunar vegna illrar meðferðar á skepnum. Vegna langvarandi samskipta sveitarstjórnar og ábúenda vegna ítrekaðra brota ábúenda á 20. gr. dýraverndarlaga nr. 15/1994 sbr. 18. gr. laga um búfjárhald nr. 103/2002 og 3. gr. sbr. 18. gr. samþykktar fyrir búfjárhald í Djúpavogshreppi nr. 399/2006, sér sveitarstjórn sig knúna til þess að beita ákvæði lokamálsliðar 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Djúpavogshreppi og svipta ábúendur leyfi til búfjárhalds í sveitarfélaginu með þriggja mánaða fyrirvara talið frá með næstu mánaðamótum. Leyfi ábúenda til búfjárhalds í sveitarfélaginu fellur niður 31. október 2009.
Tillagan borin upp og samþ. samhljóða.
II) (liður g) hér að ofan) Erindi varðandi svonefnda Odda: Þar sem sveitarstjórn lítur svo á að forsendur til búfjárhalds á Stórhól séu áfram hinar sömu, sbr. mál það sem nú er upp vegna búfjárhalds á bænum ákveður hún að halda fast við fyrri ákvörðun sína í lið 2 b) á fundi 12. febrúar 2009 þar sem ábúendum á Stórhól var sagt upp afnotarétti á svonefndum Oddum og einnig sagt upp upprekstrarheimild í landi Djúpavogshrepps í Markúsarseli og Tunguhlíð. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
III) Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að setja í gang ferli skv. 9. gr. samnings frá 29. des. 2006, sem miðar að því að innheimta eldri áfallinn kostnað við búfjáreftirlit, sem fram kemur í 8. gr. sama samnings.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
a) Fundur með talsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 30. júní. Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir málinu. Einnig gerði oddviti grein fyrir fundi 1. júlí með fulltrúa Ferðamálastofu á Djúpavogi.
b) Undirskriftarlisti vegna of hraðs aksturs um íbúðargötuna Borgarland. Svohljóðandi texti, undirritaður af ríflega 30 íbúum sveitarfélagsins, lagður fram: „Við undirrituð skorum á sveitarstjórn Djúpavogshrepps í Borgarlandi verði lækkaður sem fyrst, en eins og allir vita er hann 50 km/klst. Við sjáum 2 kosti í stöðunni:
1. Lækkun á hámarkshraða.
2. Sett verði upp hraðahindrun.
Við þessa götu búa mörg börn, sem þar eru að leik og því miður erum við allt of oft vitni að því að margir aka hér ansi hratt um“.
Sveitarstjórn fagnar áhuga íbúa á málinu og er sammála um að Djúpavogshreppur beiti sér fyrir því að sett verði upp skilti með hámarkshraða 30 km við allar íbúagötur í þéttbýli Djúpavogs. Sveitarstjóra falið að setja málið í ferli.
Sveitarstjóri kynnti einnig ábendingu þess efnis að bílastæði vantaði fyrir rútur og að óeðlilegt væri að bílstjórar flutningabíla kæmust upp með að leggja þeim t.d. framan við Geysi, eins og nýlegt dæmi sannaði. Sveitarstjórn þakkar viðkomandi ábendinguna. Málinu vísað til skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar til umfjöllunar og eftir atvikum til frekari úrvinnslu.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
11. júní 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11. 06. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 11. júní 2009 kl. 08:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a) Ársreikningar Djúpavogshrepps 2008. Síðari umræða. Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.
b) Viðtöl við forstöðumenn helztu stofnana sem boðaðir voru á fundinn.
Þeir mættu í þessari röð:
Kl. 08:00 – Forstöðumaður ÍÞMD.
Kl. 08:10 – Forstöðumaður Grunnskóla Djúpavogs.
Kl. 08:20 – Forstöðumaður Bjarkatúns.
Kl. 08:30 – Hafnarvörður.
Kl. 08:40 – Form. SBU og sveitarstjóri v/ áhaldahús.
Kl. 08:50 – Sveitarstjóri v/ skrifstofa.
Í öllum tilvikum var farið yfir rekstrarniðurstöðu viðkomandi stofnana og hún borin saman við fjárhagsáætlun þeirra fyrir síðasta ár. Farið var yfir á hvern hátt draga mætti saman í rekstri. Sveitarstjóri mun funda aftur með forstöðumönnum fyrir síðari umræðu um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins.
c) Endurskoðun fjárhagsáætlunar Djúpavogshrepps fyrir 2009. Fyrri umræða. Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri áætlun. Hún rædd og yfirfarin. Að því búnu var áætluninni vísað til síðari umræðu fimmtudaginn 25. júní kl.15:00.
d) Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar. Að lokinni yfirferð var ákveðið að vísa áætluninni til síðari umræðu sbr. lið 1 c), en ákveðið að ráða ekki fleiri starfsmenn að svo komnu til hefðbundinna framkvæmda og fresta viðhaldsverkum, sem til stóð að vinna að hluta til fram á haustið til að byrja með.
e) Fyrri umræða um þriggja ára áætlun 2010 – 2012. Eftir umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
f) Atvinnuátak vegna skógræktar. Ákveðið að halda því opnu að fara í verkefnið í samráði við Skógræktarfélag Djúpavogs og Vinnumálastofnun.
2. Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:
a) LBN, 9. júní 2009. Í fundargerðinni er eingöngu fjallað um búfjárhald á Stórhól í Álftafirði í ljósi atburða síðustu daga og mánaða. Eftir umfjöllun var sveitarstjóra og oddvita falið að nýta öll þau úrræði sem sveitarfélagið hefur í málum sem þessu, m.a. niðurlagsákvæði 3.gr. búfjársamþykktar Djúpavogshrepps nr. 399/ 2006 samanber lög nr.103/2002. Jafnframt er oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að uppsögn á samningi við ábúendur á Stórhól frá 29.des 2006. Hvort tveggja verði gert í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
3. Málefni Helgafells.
Til stóð að sveitarstjórn ætti viðræður við forsvarsmenn HSA í tengslum við sveitarstjórnarfundinn. Að beiðni HSA verður að fresta fundinum, en sveitarstjórn lýsir sig áfram reiðubúna til að funda um málið.
4. Skipulagsmál:
Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 8. maí 2009 (sjá fundarg. 2. júní 2009) koma fram athugasemdir stofnunarinnar við tillögu að Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Oddviti lagði fram svör Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts FAÍ, dags. 10. júní 2009, við þeim athugasemdum og gerði tillögu um að sveitarstjórn staðfesti þau. Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvita. Jafnframt er oddvita falið að óska eftir því að Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur gangi frá gögnum til auglýsingar í samræmi við samþykktar breytingar og tillagan verði auglýst svo fljótt sem auðið er.
5. Hugmyndir um skútuhöfn í Djúpavogshreppi.
Oddviti kynnti málið. Eftirfarandi var bókað. Sveitarstjórn fagnar grein Péturs Rafnssonar formanns Ferðamálasamtaka Íslands í mbl. um hugmyndina að skútuhöfn við Gleðivík. Málið verður tekið upp á fundi með starfsmanni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þann 19.júní á Djúpavogi og fylgt eftir á annan hátt sem þurfa þykir.
6. Erindi og bréf:
a) Austurfjarðatröllið 2009, styrkbeiðni hafnað þrátt fyrir áhugavert verkefni.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, 27. maí 2009. Varðar frv. til vegalaga.
Lagt fram til kynningar.
c) Samgönguráðuneytið, rafrænar kosningar, 28. maí 2009. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að kynna ráðuneytinu áhuga Djúpavogshrepps að verða þátttakandi í verkefninu.
d) Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi, 4. júní 2009. Varðar aðgengismál í opinberum byggingum. Lagt fram til kynningar.
7. Skýrsla sveitarstjóra:
a) Lega girðingalínu yfir Hálsana. Samþykkt að fela Guðmundi Val og Andrési að vinna að málinu.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 11.00
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.
2. júní 2009
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 02. 06. 2009
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 2. júní 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Hótel Framtíð v/ liðar 1. Geysir v/ annarra liða.
Mættir voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Sigurður Ágúst Jónsson og Brynjólfur Einarsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a) Ársreikningar Djúpavogshrepps 2008. Fyrri umræða. Undir þessum lið sátu fundinn í upphafi, auk sveitarstjórnar og sveitarstjóra, Magnús Jónsson frá KPMG, Ólafur Eggertsson og Ásdís Þórðardóttir, skoðunarmenn. Magnús gerði grein fyrir ársreikningi sveitarsjóðs og undirfyrirtækja.
Helstu niðurstöðutölur ársreikningsins eru:
* Heildartekjur A-hluta ...................................... 275.074.500
* Heildargjöld A-hluta, án fjármagnsliða .............. 243.839.641
* Heildartekjur A- og B-hluta ............................. 308.772.675
* Heildargjöld A- og B-hluta, án fjárm.liða ........... 268.614.407
* Hrein fjármagnsgjöld A-hluta........................... 93.113.296
* Hrein fjármagnsgjöld A- og B-hluta................... 115.901.302
* Framlög til eigin sjóða.................................... 22.219.219
* Rekstrarniðurstaða A-hluta ............................. -84.097.656
* Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta .................... -75.743.034
* Skuldir og skuldbindingar A-hluta ................... 522.833.821
* Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta .......... 596.485.871
* Eignir A-hluta ............................................... 668.721.416
* Eignir A- og B-hluta ...................................... 711.355.914
Eftir ítarlega umfjöllun var samþ. samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu fimmtud. 11. júní. kl. 08:00.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem og endurfjármagna lán sveitarfélagsins hjá öðrum fjármálastofnunum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra, Birni Hafþór Guðmundssyni, kt. 160147-3859, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
b) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir 2009. Endurskoðun, fyrri umræða. Frestað til 11. júní.
c) Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar. Frestað til 11. júní.
d) Gatnagerðagjöld v/ Varða 18. Sveitarstjóri kynnti stöðu mála og m.a. bréf lögmanns eigenda Vörðu 18, dags. 28. maí 2009, sem er m.a. svar við áformum sveitarfélagsins að endurleggja gatnagerðargjöld á eignina, sbr. umfjöllun um málið á seinasta fundi sveitarstjórnar.
e) Niðurfellingar 31. 12. 2008 skv. lista. Skjalið staðfest og undirritað.
f) KPMG, 18. maí 2009; bréf vegna stjórnsýsluendurskoðunar. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri hefur nú þegar svarað hluta af erindinu. Magnús Jónsson gerði grein fyrir sjónarmiðum KPMG. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
g) Endurb. Faktorshúss, staða mála eftir heimsókn ráðgjafa 27. maí. Oddviti og sveitarstjóri kynntu stöðu mála. M.a. þarf að taka ákvörðun um hvort unnið verði eftir upphaflegri framkvæmdaáætlun ársins 2009 og þar með hvort sveitarfélagið leggur verkefninu til 4 milljónir á þessu ári. Vísað til síðari umræðu á endurskoðun fjárhags- og framkvæmdaáætlunar ársins.
2. Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:
a) Samstarfshópur o.fl. v/ áforma um sameiningu Djúpavogshrepps & Fljótsdalshéraðs 19. maí 2009. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Minnispunktar v/ fundar starfshóps SSA með sveitarstjórn Djúpavogshrepps, 15. maí. Oddviti og sveitarstjóri gerðu lítillega grein fyrir fundinum. Áherzlupunktar sveitarstjórnar hafa verið sendir SSA.
3. Málefni Helgafells:
Sveitarstjóri kynnti erindi frá forstjóra HSA í bréfi dags. 18. maí 2009.
Eftir umfjöllun um efni þess var sveitarstjóra falið að tilkynna forsvarsmönnum HSA að sveitarstjórn sé reiðubúin að ganga til viðræðna við þá um málefni Helgafells á grundvelli efnisatriða sem fram koma í bréfinu. Sveitarstjórn vill þó undirstrika að ákveðnar forsendur hafa breyst frá því að hún setti fram hugmyndir sínar í ársbyrjun 2009 um aðkomu sveitarfélagsins að endurskipulagningu á starfsemi Helgafells.
4. Kosningar:
a) Oddviti til eins árs.
Kosningu hlaut: Andrés Skúlason
b) 1. varaoddviti til eins árs.
Kosningu hlaut: Albert Jensson
c) 2. varaoddviti til eins árs.
Kosningu hlaut: Sigurður Ágúst Jónsson. (Í öllum tilfellum samhljóða kosning).
5. Erindi og bréf:
a) Austurfjarðatröllið 2009. Afgreiðslu á styrkbeiðni frestað.
b) SÁÁ, styrkbeiðni, maí 2009. Hafnað.
c) Samgönguráðuneytið varðandi árseikninga sveitarfélaga, 12. maí. Lagt fram til kynningar.
d) Landhelgisgæslan varðandi samkomulag um niðurfellingu eða afslátt af hafnargjöldum, 15. maí 2009. Sveitarstjóri hefur borið málið undir formann hafnarnefndar og hafnarvörð og mælir með að erindið verði samþykkt á grundvelli þess að hér sé m.a. um öryggisþjónustu að ræða. Samþykkt samhljóða.
e) Félags- og tryggingamálaráðuneytið, dagur barnsins, dags. 15. maí. Lagt fram til kynningar.
f) Menntamálaráðuneytið, niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2009, dags. 12. maí. Lagt fram til kynningar.
g) Skipulagsstofnun, 17. apríl 2009. Oddviti gerði grein fyrir málinu. Svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar verður lagt fram á fundi sveitarstjórnar 11. júní.
h) Íþróttaþing ÍSÍ, ályktanir 18. apríl 2009. Lagðar fram til kynningar.
i) Samgönguráðuneytið, efling sveitarfélaga, dags. 8. maí 2009. Lagt fram til kynningar.
6. Skýrsla sveitarstjóra:
a) Verkefnið um „úrgang og endurvinnslu“. Oddviti kynnti málið.
b) Seatrade. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps mætti á fundinn og gerði grein fyrir kostnaði vegna ferðalaga F&M fulltrúa á Sea Trade ráðstefnu í Feneyjum í desember 2008 og nú síðast í mars 2009 í Miami. Taka þarf ákvörðun um hvort senda eigi sameiginlegan fulltrúa frá Djúpavogshreppi og sveitarfélaginu Hornafirði á næstu Sea Trade sýningu sem haldin verður í Hamburg í september nk. Samþykkt að taka þátt í sýningunni að því gefnu að Hornfirðingar greiði helmings hlut eins og verið hefur í tvö síðustu skipti vegna samstarfs sveitarfélaganna í þessum málaflokki.
c) Gögn frá Alta. Lögð fram til kynningar.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að Guðmundur Gunnlaugsson sem starfað hefur hjá þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps í nokkur ár hefði óskað eftir því að láta af störfum, enda kominn á eftirlaunaaldur. Sveitarstjórn þakkar Guðmundi fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum og Hrönn Jónsdóttur, konu hans, alls velfarnaðar.
e) Atvinnuátak skógræktarfélaga. Frestað til 11. júní.
f) Búfjárhald á vegum ábúenda á Stórhól í Djúpavogshreppi. Komið hefur í ljós að ástand búfjár á Stórhól og í refahúsum á Geithellum er mjög alvarlegt bæði hvað varðar vanfóðrun og vanhirðu, sbr. eftirlitsferð héraðsdýralæknis og búfjáreftir-litsmanns 1. júní s.l. Samþykkt samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna að því að tryggja annars vegar velferð búfjár eftir því sem við á og lög kveða á um og hins vegar að tryggja að leitað verði allra leiða til að koma í veg fyrir að sú vanfóðrun og vanhöld, sem þarna hafa greinilega átt sér stað, endurtaki sig.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.