Djúpivogur
A A

Fundargerðir

2. nóvember 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 2. nóvember 2017 

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 fimmtudaginn 2. nóvember 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi: 

1. Fjárhagsáætlun 2018 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2018 og kynnti frumdrög unnin í samráði við KPMG. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrám utan að þær taki mið af þróun launavísitölu um 6,5%. Ekki ert gert ráð fyrir söluhagnaði vegna Nordic Factory en þar sem fasteignin er til sölu leggur hópurinn til að það verði gert. Farið var yfir fjárfestingarhluta áætlunarinnar og gerðar á honum minniháttar breytingar. Stefnt er að því að hópurinn fundi a.m.k. einu sinni enn áður en áætlunin verði tekin til fyrri umræðu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30.

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

13. nóvember 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. nóvember 2017 

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 mánudaginn 13. nóvember 2017. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi: 

1. Fjárhagsáætlun 2018 


 

1. Fjárhagsáætlun 2018

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2018. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi 2018 þrátt fyrir meiri fjárfestingar en undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að Nordic Factory verði seld á árinu og nemur söluhagnaður um 30 millj. Starfshópurinn sammála um að leggja áætlunina fram til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn 16. nóvember. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

 Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. nóvember 2017

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 mánudaginn 13. nóvember 2017. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Fjárhagsáætlun 2018

 

1. Fjárhagsáætlun 2018 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2018. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi 2018 þrátt fyrir meiri fjárfestingar en undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að Nordic Factory verði seld á árinu og nemur söluhagnaður um 30 millj. Starfshópurinn sammála um að leggja áætlunina fram til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn 16. nóvember.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

16. október 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 16. október 2017

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 11:00 mánudaginn 16. október 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:
1. Fjárhagsáætlun 2018
2. Rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla
3. Fjárhagsviðmið vegna 2018

1. Fjárhagsáætlun 2018 Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2018. Undanfarið hefur verið unnið með forstöðumönnum stofnana að gerð frumdraga áætlunarinnar. Stefnt er að öðrum fundi fljótlega þar sem m.a. verður farið betur yfir fjárfestingarhluta áætlunarinnar.

2. Rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla Farið yfir rekstarkostnað leik- og grunnskóla í samanburði við sambærilegar stofnanir í öðrum sveitarfélögum. Heilt yfir er rekstarkostnaður skóla sveitarfélagsins sambærilegur við sambærilegar stofnanir annarsstaðar.

3. Fjárhagsviðmið vegna 2018 Farið yfir fjárhagsviðmið 2018 fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

17. október 2017

Fundargerð – SFU Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.
19. fundur 2014 – 2018 Fundur haldinn í Geysi kl.18:00 þann 17.10. 2017

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson –
Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Verndarsvæði í byggð. SFU fagnar því að hafa náð þeim merka áfanga að verða fyrsta sveitarfélagið til að gerast aðili að verkefninu Verndarsvæði í byggð, með staðfestingu ráðherra menntamála á Djúpavogi þann 15.okt. Form. kynnti að þessu tilefni auglýsingu frá húsafriðunarsjóði sem tekur sérstakaklega til þeirra sveitarfélaga sem hafa lokið vinnu við Verndarsvæði í byggð. Formanni falið að vinna að því að sækja um fyrir 1.des. næstk. vegna verkefna fyrir árið 2018.

2. Bílaklúbbur Djúpavogs – 12.10.2017 Lagðir fram uppdrættir ásamt umsókn undirrituð af Arnóri Magnússyni fyrir hönd Bílaklúbbs Djúpavogs. Sótt er um að útbúa mótorkrossbraut á þegar skipulögðu svæði fyrir akstursíþróttir ofan Búlandshafnar á aflögðu ræktarlandi. Samþykkt samhljóða.

3. Hamarsel – skipulagslýsing Fyrir fundinum lá skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar byggingar tveggja smáhýsa vegna útleigu til ferðamanna að Hamarseli Djúpavogshreppi. Fundarmenn sammála um að vísa skipulagslýsingu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4. Íslenska gámafélagið Form. gerði skýrði frá fyrirhuguðum fundi með fulltrúum frá Íslenska gámafélaginu, sveitarstjóra og forstöðum. áhaldahúss þann 31.okt. næstk. varðandi framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Nefndarmenn SFU hvattir til að mæta á fundinn.

5. Jarðstrengur Teigarhorn - lagt fram til kynningar

6. Jarðhitaleit Form. fór yfir næstu skref við jarðhitaleit og gerði grein fyrir fundum og samskiptum við aðila máls vegna frekari jarðhitaleitar. Stefnt að því að vinna að umsókn sem fyrst til að senda Orkusjóði. Markmiðið nú er að bora dýpra en áður eða 6 – 800 metra holu með það að markmiði að finna enn heitara vatn en nú þegar er fundið með nýtingaráform í huga fyrir samfélagið.

7. Umhverfisstofnun 9.okt.2017 Samningur um eftirlit vegna vegagerðarframkvæmda við botn Berufjarðar. Umhverfisstofnun hefur um árabil gert samninga við Vegagerðina um sérstakt eftirlit með framkvæmdum samkvæmt lögum um náttúruvernd. Með lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 var gerð breyting á ákvæði laganna um slíkt eftirlit og er nú gert ráð fyrir aðild viðkomandi sveitarfélags. SFU tilnefnir úttektaraðila byggingarfulltrúa sem fulltrúa Djúpavogshrepps vegna samnings þessa.

8. Hraðhleðslustöð Tekið fyrir erindi frá Orku náttúrunnar varðandi staðsetningu hraðhleðslustöðvar fyrir allt að þrjá rafbíla í senn, 10 – 20 mín hleðsla. Ýmsar staðsetningar ræddar og niðurstaða að skoða að höfðu samráði - staðsetningu sem næst spennivirki Rarik sem talið er mikilvægt t.d. við tjaldsvæðið eða við bílastæði Við Voginn.

Fundi slitið kl. 19:50

18.12.2017

21. ágúst 2017

Smellið hér til að skoða fundargerð Landbúnaðarnefndar frá 21. ágúst 2017.

18.12.2017

10. október 2017

Smellið hér til að skoða fundargerð Landbúnaðarnefndar frá 10. október 2017.

18.12.2017

31. október 2017

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 31. október kl. 13:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óskar Ragnarsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir á hafnarsvæði 2018

Formaður hafnarnefndar kynnti hugmyndir að framkvæmdum á hafnarsvæði Djúpavogshafnar 2018. Um er að ræða malbikun á plani o.fl. Formanni hafnarnefndar og hafnarstjóra falið að fá endanlega kostnaðaráætlun miðað við uppdrátt sem gerður var á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

2. Trébryggja

Hafnarnefnd leggur áherslu á að lokið verið við að stífa nýju trébryggjuna sem fyrst.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

29. ágúst 2017

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Viðbyggingin við Búlandstind.

Farið var yfir erindi Búlandstinds ehf. dags. 14. ágúst 2017 vegna viðbyggingar við fiskvinnsluhúsnæði Búlandstinds ehf. í tengslum við vinnslu á laxi. Samþykkt að fara í vettvangsferð ásamt fulltrúum Búlandstinds ehf. og hafnarstjóra áður en endanlegt afstaða verður tekin til erindisins. Hafnarstjóra falið að hafa samband við fyrirtækið og boða til vettvangsferðar í framhaldinu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

6. desember 2017

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 06.12.2017
22. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 6. desember 2017 kl.16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Pálmi Fannar Smárason.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldra: Sigríður Ósk Atladóttir og Ágústa Margrét Arnardóttir.
Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Gjaldskrá leikskóla sem vísað var til okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi 16. nóvember 2017. Tekin til umræðu, borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Nýjar reglur Djúpavogsskóla.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kynnti nýjar reglur Djúpavogsskóla. Töluverðar umræður voru um reglurnar. Að loknum umræðum voru reglurnar bornar upp til samþykktar. Nýjar reglur Djúpavogsskóla voru samþykktar með fyrirvara um að inn í reglurnar verði sett að tillit verði tekið til barna í sérstökum aðstæður.

3. Gjaldskrár grunn-og tónskóla sem vísað var til okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi 16. nóvember 2017. Tekin til umræðu, borin upp og samþykkt samhljóða.

4. Erindi frá Þórdísi Sigurðardóttur dags. 13. nóv. '17.
Erindið er 3 liðum. Í fyrsta lið er farið fram á það að þeim nemendum grunnskólans sem vilja koma með nesti að heima til að neyta í hádegishléi verði búin aðstaða til að matast. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að því koma því svo við að nemendur geti borðað nesti sitt í skólanum/mötuneyti skólans í hádegishléi eins og reglugerð um lágmarksaðstöðu í grunnskólum segir til um.
Í öðrum lið er spurt um hver beri ábyrgð á því að kennt sé eftir námsskrá og hver fylgist með því að svo sé. Einnig er þar spurt um hvernig nemendur Djúpavogsskóla komi út úr samræmdum prófum á landsvísu eða meðal skóla hér á austurlandi. Skv. grunnskólalögum (29gr.) er það á ábyrgð skólastjóra að gerð sé, og kennt eftir, skólanámsskrá sem er nánari útfærsla á aðalnámskrá sem gefin er út af ráðherra. Ráðuneytið tekur skólann út með reglubundnum hætti og fylgist þannig með að aðalnámsskrá sé fylgt. Einnig er innra og ytra mat framkvæmt af skóla og sveitarfélagi reglulega. Einnig geta foreldrar fylgst með sínum börnum og þeirra markmiðum skv. námskránni inná mentor. Varðandi samræmd próf þá er það þannig að þegar verið er að bera saman meðaltöl einkunna í samræmdum prófum eru einungis bornir saman skólar þar sem a.m.k. 11 nemendur tóku prófið. Það er gert til að tryggja að ekki sé hægt að persónugreina gögnin. Nemendur við Djúpavogsskóla hafa því ekki verið bornir saman við landsmeðaltöl eða meðaltöl á austurlandi í opinberum gögnum undanfarin ár, þar sem árgangar við skólann hafa verið mjög fámennir undanfarið. Skólastjóri/kennarar hafa þó aðgang að þessum gögnum og geta brugðist við ef tilefni er til. En óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburð nemanda öðrum en honum sjálfum og forráðamönnum.
Þriðji liður erindisins snýr að gæslu í frímínútum og hádegishléi. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að tryggja að gæsla sé ávallt nægilega vel mönnuð miðað við aðstæður. Einnig að skólalóðin verði gerð öruggari og allar slysagildrur fjarlægðar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:10
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.12.2017