Fundargerðir
21. júní 2012
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 21.06.2012
27. fundur 2010 – 2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21. júní 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir í upphafi fundar að taka á dagskrá liði 3 g) og 9 í fundargerð þar sem viðkomandi erindi barst eftir útsendingu fundarboðs. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Gatnagerð 2012. Sveitarstjóri gerði grein fyrir verk- og fjárhagsáætlun vegna gatnagerðar við Hlíð og Brekku.
2. Fundargerðir
a) HFN, dags. 1. júní 2012. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 4. júní 2012. Lögð fram til kynningar.
c) Haust, dags. 10. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
d) Haust, dags. 13. júní 2012. Lögð fram til kynningar.
e) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 16. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
g) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
h) Samgöngunefnd SSA, dags. 31. maí 2012. Lögð fram til kynningar.
3. Erindi og bréf
a) Umhverfisráðuneytið, dagur íslenskrar náttúru, dags. 30. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
b) Aflið, styrkbeiðni, dags. 26. apríl 2012. Hafnað.
c) Saman-hópurinn, samvera fjölskyldunnar, dags. 23. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
d) Siglingastofnun, styrkúthlutun úr Hafnabótasjóði, dags. 25. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
e) Náttúrustofa Austurlands, og Umhverfisstofnun, hreindýr og girðingar, dags. 24. maí 2012. Lagt fram til kynningar. Undir þessu lið telur sveitarstjórn rétt að komi fram að Djúpavogshreppur er um þessar mundir að undirbúa niðurrif á gömlu bæjargirðingunni og leggur þar með sitt af mörkum til að minnka verulega umfang óþarfa girðinga á svæðinu.
f) Umhverfisstofnun, efnistaka, dags. 31. maí 2012. Lagt fram til kynningar.
g) Landeigendur Berufirði v/veglínu dags.15.júní.2012. Tekið fyrir bréf með athugasemdum frá landeigendum vegna afstöðu sveitarfélagsins til veglínu við botn fjarðarins. Sveitarstjórn áréttar fyrri afstöðu til málsins og heldur sig við veglínu sem þegar hefur verið mörkuð af hálfu sveitarfélagsins í skipulagi. Samþykkt samhljóða.
h) Pokasjóður, styrkveiting, dags. 5. júní 2012. Lagt fram til kynningar.
4. Friðlýsing Blábjarga
Samkvæmt stefnu Djúpavogshrepps í Aðalskipulagi 2008 – 2020 eru Blábjörg á Berufjarðarströnd meðal þeirra náttúrufyrirbrigða sem stefnt var á að friðlýsa, en um er að ræða mikinn flikrubergsgang sem gengur í sjó fram. Hið fyrirhugaða friðlýsta svæði sem er vinsæll áningastaður ferðamanna er alls 1.44 ha að stærð. Um þessar mundir vinnur sveitarfélagið að undirbúningi formlegrar friðlýsingar í samráði við landeigendur og Umhverfisstofnun. Stefnt er að frágangi málsins í sumar. Staðfest
5. Kjör oddvita og varaoddvita
Oddviti kjörinn Andrés Skúlason, varaoddviti kjörinn Albert Jensson, til tveggja ára.
Samþykkt samhljóða.
6. Umsögn vegna rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjörðum ehf.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar frá fyrirtækinu Fiskeldi Austfjörðum ehf. er hyggur á laxeldi í Berufirði. Sveitarstjórn fagnar aðkomu hinna nýju aðila að fiskeldi í Berufirði og bindur vonir við að áform þeirra gangi sem best eftir. Sveitarstjórn gerir því fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við framsal á rekstrarleyfi nr IS-36088. frá Granda hf.til Fiskeldis Austfjörðum ehf.
Samþykkt samhljóða.
7. Fundur vegna framkvæmda við höfnina
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og gerði grein fyrir fundi sem sveitarstjóri átti með fulltrúum Siglingastofnunnar ásamt oddvita,form. hafnarn. og hafnarverði þann 12. júní sl. þar sem farið var yfir hugmyndir að byggingu á nýrri og lengri trébryggju sem stefnt er að reisa í stað gömlu trébryggjunnar. Fram kom á fundinum að þörf væri á stækkun smábátaaðstöðu vegna fjölgunar smábáta og að sama skapi þarfnaðist gamla bryggjan algerrar endurnýjunar sökum aldurs að mati fulltrúa Siglingastofnunnar. Fulltrúar Siglingastofnunnar munu senda tillögur að teikningum af fyrirhugaðri smábátaaðstöðu innan skamms til frekari umfjöllunar.
8. Héraðsdómur Austurlands
Djúpavogshreppur gegn Stefaníu Ingu Lárusdóttir .
Sveitarstjórn fagnar niðurstöðu dómsins sem féll 19. janúar sl. staðfestir að rétt hafi verið staðið að málum er varðar gangnaboð í sveitarfélaginu.
9. Skýrsla sveitarstjóra
a) Fundur með munknum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Davíð Tencer.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nýja upplýsingamiðstöð.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nýtt almenningssalerni á jarðhæð Faktorshússins.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.
7. júní 2012 (aukafundur)
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Aukafundur 21.06.2012
26. fundur 2010 – 2014
Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 7. júní 2012 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Undirskriftalisti frá íbúum í dreifbýli vegna refaveiða
Sveitarstjórn barst undirskriftalisti þar sem segir:
„Við undirrituð förum hér með fram á að sveitarstjórn Djúpavogshrepps endurskoði afstöðu sína til eyðingar á ref og leggi í það verulegt fjármagn ásamt því að ráða grenjaskyttu á syðsta svæðið hið fyrsta, því stuttur tími er til stefnu. Að okkar mati er mjög mikilvægt að vel sé að þessum málum staðið.
Minna má á að við sameiningu sveitarfélagana á sínum tíma. Var þetta eitt af þeim málum sem hvað mest áhersla var lögð á að haldið yrði í lagi.“
Oddviti lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:
Í ljósi undirskriftalista mikils meirihluta íbúa úr dreifbýli Djúpavogshrepps ódags. auk bókunar frá landbúnaðarnefnd dags. 27.04.2012 um málið sem hafnað hafði verið á sveitarstjórnarfundi dags. 10.05.2012 er sveitarstjórn í ljósi málavöxtu sammála um að endurskoða afstöðu til málsins.
Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða aukafjárveitingu sem verði úthlutað til refaveiða fyrir árið 2012 að upphæð 500.000 kr. Ráðnum veiðimönnum verði sömuleiðis gefin kostur á að leita á syðsta svæðinu og verður fyrirkomulag það unnið í samráði við sveitarstjóra.
Þá telur sveitarstjórn jafnhliða mikilvægt að fyrirkomulag refaveiða verði tekið til endurskoðunar sem og gjaldskrá við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:15
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.