Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd

Aðalmenn:

Þorbjörg Sandholt form.
Hafliði Sævarsson
Sigurjón Stefánsson
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Bergþóra Birgisdóttir

Varamenn:

Ingi Ragnarsson
Jóhann Hjaltason
Birta Einarsdóttir

Þór Vigfússon
Dröfn Freysdóttir

Hlutverk nefndarinnar er:

1) Að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um atvinnu- og menningarmál.
2) Að vinna að eflingu ferðaþjónustu og annast kynningu á Djúpavogshreppi sem ferðamannastað og
byggðarlags með menningarhefð og blómlegt menningarstarf
3) Að stuðla að útgáfu bæklinga og kynningarefnis um sveitarfélagið og innviði þess.
4) Að fara með hlutverk bókasafnsnefndar og fylgjast með framkvæmd laga um almenningsbókasöfn og
annarra laga og reglugerða er undir starfssvið nefndarinnar falla.
5) Að hafa umsjón með safnamálum í sveitarfélaginu.
6) Að stuðla að fjölbreyttu menningarlífi s.s. fyrirlestrum, leiksýningum, listsýningum, tónleikum og o.fl.
7) Að hafa umsjón með opinberum listaverkum og minnisvörðum í byggðarlaginu auk málefna
fornleifarannsókna og húsaverndar.
8) Stuðla að menningarþátttöku fólks sem er af erlendu bergi brotið
9) Að styðja við þá starfsemi sem þegar er á svæðinu og leita nýrra atvinnutækifæra.
10) Að markaðsetja sveitarfélagið með fjölbreytta atvinnustarfsemi í huga og stuðla að frekari eflingu
vöruþróunar á svæðinu.
11) Að nýta hugmyndafræði og tækifæri Cittaslowhreyfingarinnar til atvinnuuppbyggingar.
12) Að efna til kynninga og funda um atvinnumál og tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu m.a.
með áherslu á frekari nýtingu á svæðisbundnu hráefni.
13) Að vera í tengslum og nýta þær stoðstofnanir sem styðja við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra, m.a.
Austurbrú, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og fl.
14) Vinna að betra síma og netsambandi auk lagningar ljósnets.
15) Að gera tillögur til sveitarstjórnar um skipulag refa- og minkaveiða meðan þessir málaflokkar falla undir
verksvið sveitarstjórna.
16) Að gera tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag fjallskila í sveitarfélaginu, þ.m.t. uppbyggingu rétta.
17) Að gera tillögur um öryggismál varðandi lausagöngu búfjár, t.d. frágang fjárheldra girðinga
18) Að gera tillögur til sveitarstjórnar um endurbætur á vegakerfi í sveitum, t.d. um ráðstöfun á safnvegafé.
19) Að gæta hagsmuna íbúa í dreifbýlli hlutum sveitarfélagsins í atvinnumálum o.fl. og koma með tillögur til
sveitarstjórnar til úrbóta ef nefndin telur þörf á.
20) Að beita sér fyrir lagningu þriggja fasa rafmagns í dreifbýli.
21) Að vinna að þeim verkefnum öðrum sem sveitarstjórn felur nefndinni.

Var efnið hjálplegt?