Laus störf
Laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss
Djúpavogshreppur auglýsir laust starf við skráningu muna í eigu Ríkarðshúss.
Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um tvo mánuði og að því verði lokið eigi síðar en 1. október með skráningu allra muna inn á sarpur.is.
Gerð er krafa um góða íslensku- og tölvukunnáttu og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á að gert er ráð fyrir að allir munir verði ljósmyndaðir.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við atvinnu- og menningarmálafulltrúa eða sveitarstjóra á amfulltrui@djupivogur.is og/eða sveitarstjori@djupivogur.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2020.
Laus störf hjá Djúpavogsskóla og Leikskólanum Bjarkatúni
Áherslur skólanna eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og grænfánans og mikil áhersla á velferð og vellíðan. Skólarnir leggja áhersluá teymis- og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga. Við leitum að kennurum og starfsfólki með farsæla starfsreynslu, sem eru tilbúnir að taka þátt íþróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólanna.
Djúpavogsskóli auglýsir
Áherslur Djúpavogskóla eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og við leggjum mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga. Skólinn er í mikilli þróun og á næsta skólaári verður áherslan meðal annars á teymis- og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu.
Tónlistarkennara vantar við Tónskóla Djúpavogs
Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónskóli og fyrir skólaárið 2020-2021 vantar okkur tólistarkennara í tón- og grunnskóla í 100% starf.
Djúpavogskirkja auglýsir samhliða eftir organista við kirkjuna en starfshlutfallið þar er 25%
Um frábært tækifæri er að ræða t.d. fyrir tvo tónlistarkennara og eru möguleikar á 100% starfshlutfalli fyrir báða aðila, t.d. með því að kenna í grunnskólanum, eða bjóða uppá tónlistarnám fyrir einstaklinga, kóra eða hvað sem er.
Áherslur Djúpavogskóla eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og við leggjum mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga.
Mikil samvinna er milli grunn- og tónskólans og á hverju ári er settur upp söngleikur þar sem allir nemendur grunnskólans taka þátt með aðstoð frá nemendum og starfsfólki tónskólans. Mikil hefð er fyrir frábæru tónlistarstarfi í sveitarfélaginu og margir aðilar hér sem sinna tónlistariðkun og því fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríkt fólk.
Laun greiðast skv. kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skólastjóri, Signý Óskarsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 698-9772.
Prestur Sr. Alfreð Örn Finnsson veitir nánari upplýsingar á alfred.orn.finnsson@kirkjan.is eða í síma 891-6138.
Umsóknarfrestur er t.o.m. 30. apríl 2020.
Laust starf á fjármálasviði nýs sameinaðs sveitarfélags á skrifstofunni...
Um er að ræða 75% starf
Leitað er að einstaklingi í framtíðarstarf sem hefur drifkraft og frumkvæði og finnst skemmtilegt að vinna með öðru fólki. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 1. júní 2020.
Helstu verkefni eru:
- Skráning, vinnsla og frágangur í tengslum við launaútborganir.
- Skýrslugerð og frágangur skilagreina vegna launa.
- Þátttaka í ársuppgjörum og fjárhagsáætlunarvinnu.
- Taka þátt í vinnu við fasteignagjöld, reikningagerð og fleiri tilfallandi verkefni.
- Samskipti við viðskiptamenn og afstemmingar.
- Almenn afgreiðsla, símsvörun og móttaka á skrifstofu.
- Vinnsla fer að stærstum hluta fram í fjárhagskerfum sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði fjármála og starfsmannamála æskileg.
- Þekking og reynsla úr umhverfi launa- og fjárhagskerfa mikilvæg.
- Þekking og reynsla úr umhverfi NAV fjárhagskerfa æskileg.
- Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, metnaður og frumkvæði.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur er til 17. apríl.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri, sveitarstjori@djupivogur.is / 470 8700
Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar
Djúpavogshreppur auglýsir starf skólastjóra Djúpavogsskóla. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina samkvæmt gildandi skólastefnu sveitarfélagsins.
Djúpavogsskóli er heildstæður sameinaður grunn- og tónskóli sem hefur skýra framtíðarsýn og starfar eftir einkunnarorðunum; hugrekki, virðing og samvinna. Ríflega 80 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli eru í skólanum.
Djúpavogshreppur augýsir: Störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs
Djúpavogshreppur auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs.
Laust er til umsóknar starfs forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs
Um er að ræða fjölbreytt starf í íþróttamiðstöð þar sem er líf og fjör allan daginn. Forstöðumaður er ábyrgur fyrir daglegum rekstri íþróttamiðstöðvarinnar ásamt starfsmannahaldi. Hann hefur umsjón með viðhaldi mannvirkja, tækja og búnaðar, gerð fjárhagsáætlana og annast undirbúning að gerð verk- og framkvæmdaáætlana, ásamt tilheyrandi kostnaðaráætlunum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.
Forstöðumaður skipuleggur störf starfsmanna og sér um ráðningar, annast gerð vinnuskýrslna og skipuleggur vaktir að teknu tilliti til þarfa skóla, íþróttafélaga, annarra samtaka og almennings. Forstöðumaður skal hafa réttindi í björgun og skyndihjálp og taka sundpróf starfsmanna sundlauga.
Laust er til umsóknar fast stöðugildi við Íþróttamiðstöð Djúpavogs.
Starfið felst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Starfshlutfall er breytilegt milli sumars og veturs. Upplýsingar um starfshlutfall og kjör er hægt að fá hjá launafulltrúa. Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.
Gert er ráð fyrir að nýir starfsmenn hefji störf eigi síðar en 1. maí.
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 1. apríl.
Djúpavogshreppur auglýsir eftir flokkstjórum sumarið 2020
Djúpavogshreppur auglýsir eftir 2-3 flokkstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu, o.fl. Umsækjendjur þurfa að hafa bílpróf. Starfstímabil er júní-ágúst.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Umsóknir má senda á sveitarstjori@djupivogur.is
Djúpavogshreppur auglýsir starf verkefnastjóra umhverfismála
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra umhverfismála í Djúpavogshreppi. Um er að ræða 100% starf frá maí - ágúst.
Starfið felst í meginatriðum í umsjón með grænum og opnum svæðum í samráði við forstöðumann Þjónustmiðstöðar Djúpavogshrepps. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Umsóknir má senda á sveitarstjori@djupivogur.is
Sundþjálfari óskast
Sunddeild Neista leitar að þjálfara til starfa sem fyrst.
Hefur þú menntun eða reynslu í sundþjálfun og/eða einhvern bakgrunn í sundi og áhuga á að vinna með börnum?
Þá endilega settu þig í samband við okkur í gegnum netfangið neisti@djupivogur.is eða í síma 868 1050 (Helga Rún, framkvæmdastjóri Neista) fyrir frekari upplýsingar.
UMF Neisti
Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs 2020
Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2020.
Starfið fellst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Um er að ræða 100% stöðugildi á tímabilinu.
Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.
Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.
Umsóknir og ferilskrá skal senda á netfangið andres@djupivogur.is
Umsóknarfrestur er til 1. mars. næstkomandi
Upplýsingar í síma 8995899
Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD