Rúllandi snjóbolti/9, Djúpivogur
15. júlí - 20. ágúst 2017
2017 er fjórða sumar samtímalistasýningarinnar Rúllandi snjóbolta í Bræðslunni á Djúpavogi.
Sýningin var opin alla daga kl. 11:00-16:00 frá 16. júlí til 20. ágúst og aðgangur var ókeypis.
Sýningin opnaði við hátíðlega athöfn 15. júlí kl. 15:00
- Sérlegur gestur var Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá Austurbrú, og opnaði hún sýninguna.
- Kvenfélagið Vaka sá um veitingar úr héraði, í anda Cittaslow
- Langabúð sá um sölu áfengra veitinga
- Katrín frá Núpi lék nokkur lög
- Gjörningur eftir Tuma Magnússon
- Ræðuhöld og fleira
Á Rúllandi snjóbolta/9 voru sýnd verk 31 listamanns frá Íslandi, Evrópu, Ameríku og Kína:
Árni Ingólfsson / Árni Páll Jóhannsson / Arnout Mik / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Egill Sæbjörnsson / Gjörningaklúbburinn / Guðlaug Mía Eyþórsdóttir / Guido van der Werve / Haraldur Jónsson / Helgi Þórsson / Hrafnkell Sigurðsson / Hreinn Friðfinnsson / Kan Xiuan / Kristján Guðmundsson / Magnús Logi Kristinsson / Margrét Blöndal / Marlene Dumas / Meiya Lin / Mercedes Azpilicueta / Ólafur Elíasson / Pauline Curnier-Jardin / Ragnar Kjartansson / Sara Björnsdóttir / Sigurður Guðjónsson / Sigurður Guðmundsson / Sirra Sigrún Sigurðardóttir / Stevens Vaughn / Tumi Magnússon / Þór Vigfússon / Wei Na / Yang Jian
Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) og Djúpavogshrepps.
Styrktaraðilar Rúllandi snjóbolta/9, Djúpivogur voru JOSIKANGA, Uppbyggingarsjóður Austurlands, Myndlistarsjóður, Orkufjarskipti og Fiskeldi Austfjarða.
Við þökkum styrktaraðilum sýningarinnar kærlega fyrir stuðninginn!
Sýningarskrá Rúllandi snjóbolta/9, Djúpivogur
Myndir frá Rúllandi snjóbolti/9, Djúpivogur: