Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur
13. júlí - 18. ágúst 2019
Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína. Samtímalistasýningin sýndi verk eftir 24 listamenn frá Íslandi, Evrópu og Asíu.
Sýningin stóð yfir frá 13. júlí til 18. ágúst 2019. Opið var daglega kl. 11:00-16:00 og var sýningin vel sótt.
Opnunarhátíðin
Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/11 fór fram 13.júlí kl. 15:00-17:00. Heiðursgestur við opnunina var boðuð mennta- og menningarmálaráðherra Íslands Lilja Alfreðsdóttir en hún forfallaðist á síðustu stundu og í hennar stað heiðraði opnunina Auður Edda Jökulsdóttir menningarfulltrúi ráðuneytisins. Einnig kom Ms. Gao Chunyan sem fulltrúi Kínverska sendiráðsins á Íslandi og heiðraði gesti með tölu sem og May Lee fulltrúi CEAC sem einnig fór með ræðu. Dagskránna leiddi Gauti Jóhannesson sveitarstjóri og bauð hann einnig gesti velkomna í ræðu sinni. Tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir spilaði tónlist fyrir gesti og Kvenfélagið Vaka sá um veitingar og töfruðu fram heimalagðar kræsingar líkt og vaninn er. Brauðsúpa varð fyrir valinu í ár með rjóma en á Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta er lögð áherslu á staðbundin hráefni og framleiðslu í anda Cittaslow hugmyndafræðinnar. Austri brugghús bauð upp á bjór sem er framleiddur ofan af héraði og vakti mikla lukku gesta.
Listamenn:
Axis Art project / Eva Ísleifs / Eygló Harðardóttir / Guðrún Benónýsdóttir / Halldór Ásgeirsson / Hildigunnur Birgisdóttir / Jin Jing / Jos Houweling / Kjartan Ari Pétursson / Kristján Guðmundsson / Lilja Birgisdóttir / Liu Yuanyuan /Luuk Schröder / Marianne Lammersen / Marjan Teeuwen / Meiya Lin / Nanda Runge / Nick Renshaw / Örn Alexander Ámundason / Rakel McMahon / Styrmir Örn Guðmundsson / Twan Janssen / Una Margrét Árnadóttir / Yan Jian.