Djúpivogur
A A

Rúllandi snj./7

Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur

2. júlí - 21. ágúst 2016

2016 var þriðja sumar nútímalistasýningarinnar Rúllandi snjóbolta í Bræðslunni á Djúpavogi.

Sýningin var opin alla daga kl. 11:00-16:00 frá 3. júlí til 21. ágúst. Við formlega opnun sýningarinnar 2. júlí bar kvenfélagið Vaka fram yndælis heimagert rúgbrauð með plokkfiski, úr fiski í boði Búlandstinds, í anda Cittaslow. Sérlegur gestur opnunarinnar var Katrín Jakobsdótttir, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra.

Um 4.300 manns sóttu sýninguna og var aðgangur ókeypis.

Á Rúllandi snjóbolta/7 voru sýnd verk eftirtalinna 32  listmanna frá Íslandi og sex öðrum þjóðernum:

  Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson / Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Sæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

 Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi

Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

 

Þrír listamenn gáfu Djúpavogshreppi verk

Djúpavogshreppur hlaut þrjár merkar gjafir sem afhentar voru formlega við opnun Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur. Þeir Sigurður Guðmundsson, Hrafnkell Sigurðsson og Þór Vigfússon gáfu Djúpavogshreppi hver um sig verk. Þór gaf ónefnt verk unnið á mdf frá árinu 2016 (2005) sem sýnt var á einkasýningu hans í gallerí i8 vorið 2016. Sigurður gaf verkið Growing - Declining - Rotating, sem sýnt var í fyrsta sinn utan Kína á Rúllandi snjóbolta/7, og samanstendur af 30 egg- og kúlulaga skúlptúrum úr postulíni sem unnir voru árið 2004. Hrafnkell gaf Djúpavogshreppi útilistaverkið Upprif sem hann vann með aðstoð heimamanna sumarið 2015 meðan hann var í listamannadvöl á Djúpavogi í tengslum við Rúllandi snjóbolta/6. Það er sveitarfélaginu mikill heiður að taka á móti þessum gjöfum.

   

 

Djúpavogshreppur og Kínversk-evrópska menningarmiðstöðin vilja þakka þeim ótalmörgu sem lögðu hönd á plóg þannig að sýningin gæti orðið að veruleika.

Uppbyggingarsjóður Austurlands og Mundriaan Fund styrktu Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur. Við kunnum aðstandendum sjóðanna kærar þakkir fyrir stuðninginn.

 

 Sýningarskrá Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur

 

Nokkrar myndir frá Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur:
 

 

 

 

 

 

 

 

Var efnið hjálplegt?