Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur
11. júlí - 22. ágúst 2015
Sumarið 2015 var annar Rúllandi snjóbolti haldinn í Bræðslunni á Djúpavogi.
Fyrsti Rúllandi snjóboltinn á Djúpavogi, sumarið 2014, tókst með eindæmum vel. Segja má að sýningin hafi verið ein stærsta listasýning á Íslandi árið 2014 og því var ekki síður farið með sýninguna 2015. Verkefnið er því komið til að vera og mun verða til þess að efla samstarf milli skapandi listamanna í Evrópu, Asíu og víðar, sem og veita Austfirðingum og Íslendingum öllum tækifæri til að virða fyrir sér samtímalist fremstu listamanna heimsins á Djúpavogi.
Hafist var handa við undirbúning Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur strax á haustmánuðum 2014.
Sýningin opnaði formlega með pompi og pragt 11. júlí, kl. 15:00, að viðastöddum Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra og Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi. Þó nokkrir af listamönnunum sem verk eiga á sýningunni voru einnig viðstaddir opnunina og glöddust með heimamönnum. Þá reiddi kvenfélagið Vaka fram kræsingar úr héraði í anda Cittaslow - kjötsúpu búna til úr hráefnum úr Djúpavogshreppi sem og ábrysta frá Hvannabrekku.
Sýningin var opin á tímabilinu 11. júlí – 22. ágúst, kl. 11:00-16:00 alla daga.
Á Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur voru sýnd verk 26 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi, Íslandi og öðrum löndum.
Eftirtaldir 26 listamenn tóku þátt í Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur:
Árni Páll Jóhannsson / Aernout Mik / Bård Breivik / Bjørn Nørgaard / Finnbogi Pétursson /
Guido van der Werve / Hekla Dögg Jónsdóttir / Hrafnkell Sigurðsson / Josie Jenkins / Kan Xuan / Kristján Guðmundsson / Libin Chen / Marike Schuurman / Marjan Laaper / Ólöf Nordal /
Ragnar Kjartansson / Rúna Þorkelsdóttir / Sarah Mei Herman / Scarlett Hooft Graafland /
Sigurður Guðmundsson / Stevens Vaughn / Þór Vigfússon / Tim Chen Chuanxi / Voebe de Gruyter / Zhang Ya / Zhifei Yang
Tveir listamenn dvöldu á Djúpavogi sem gestalistamenn CEAC í tengslum við Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur, þau Kan Xuan frá Kína og Hrafnkell Sigurðsson frá Íslandi.
Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur var styrktur af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Myndlistarsjóði og Landsbankanum. Við kunnum við þeim kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Sýningin hlaut Menningarverðlaun SSA á ársfundi Sambands Sveitarfélaga 2. október 2015 og var tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2016.
Bræðslan og skúlptúr Hrafnkels Sigurðssonar
Frá opnuninni: Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, heldur ræðu.
Frá opnuninni: Félagskonur í Kvenfélaginu Vöku huga að veitingum.
Frá opnuninni: Bjørn Nørgaard flytur gjörning sinn
Myndir frá sýningunni