Dagar myrkurs 2020 eru 28. október – 1.nóvember. Í ljósi aðstæðna verður þessi 20 ára gamla hátíð á Austurlandi ekki með hefðbundnu sniði í ár. Í stað þess þó að morkna úr leiðindum og tilbreytingarleysi hugsum við í lausnum. Við gerum okkur glaðan dag með því að hlusta á skemmtilegar sögur, rifja upp gamla tíma, hræðast yfir drungalegum frásögnum og hlusta á þjóðsögur með hlaðvarpsþáttum sem teknir hafa verið saman fyrir þetta tilefni. Enn er öllum velkomið að senda inn efni í hlaðvarpsbankann og má það berast til greta.samuelsdottir@mulathing.is, einnig má hafa samband í síma 697-5853.
Allra heilagra messa
Allra heilagra messan er 1. nóvember. Alla jafna er hún hluti af dagskrá Daga myrkurs en í þetta sinn verður henni streymt á netinu, hlaðið inn á hlaðvarpið og útvarpað á FM 100,2. Fólk er hvatt til að kveikja á kerti við kirkjuna. Alfreð Finnsson prestur á Djúpavogi stýrir athöfninni.
Frásagnir Kristins Guðmundssonar frá Þvottá
Dagbjört Guðmundsdóttir frá Þvottá í Álftafirði les tvær frásagnir afa síns Kristins Guðmundssonar. Frásagnirnar eru hrakningasögur af Kristni, systkinum hans og sveitungum og því tilvalið efni fyrir Daga myrkurs.
Arnoddarurð
Halldóra Dröfn segir frá Arnoddarurð í Stöðvarfirði
Hugleiðing
Hugleiðing frá Alfreð Finnssyni presti á Djúpavogi
Á Sprengisandi
Á Sprengisandi flutt í samsöng í Djúpavogsskóla 1. - 4. bekkur. Kórstjóri er Ilona Laido.
Djákninn á Myrká
Alfreð Finnson prestur segir söguna um Djákninn á Myrká.
Vofan í Markúsarseli
Vofan í Markúsarseli. Saga úr bókinni Heyrt og munað – endurminningar Guðmundar Eyjólfssonar frá Þvottá. Íris Birgisdóttir les.
Skála-Brandur
Berlind Einarsdóttir les um Skála-Brand upp úr bókinni Dvergasteinn: Þjóðsögur og sagnir úr Djú́pavogshreppi eftir Öldu Snæbjörnsdóttur.
Sviðahausar
Sviðamessu drengirnir sameinast á ný eftir alltof langa fjarveru. Gunnar Sigvalda, Skúli Andrésar og Hallur Ásgeirs láta ljós sitt skína af gömlum vana og nú í formi hlaðvarps fyrir Daga myrkurs á Djúpavogi. Engu er til sparað, engum er hlíft og ekkert meikar sens.
Faðirvorahlaupið
Faðirvorahlaupið er einn af föstum viðburðum Djúpavogs á Dögum myrkurs. Nafn hlaupsins á sér skemmtilega sögu og fyrirmynd þess líka. Stefán Jónsson rithöfundur, alþingismaður og útvarpsmaður lýsti því í bók sinni Að breyta fjalli þegar hann hljóp frá Teigarhorni heim til sín í Rjóður og gerði það á þremur faðivorum, teygðum. Hér heyrum við Írisi Birgisdóttur lesa hluta úr bók Stefáns Jónssonar þar sem þessu er lýst.
Sigurður Ægisson og Traustavísur