Eggin í Gleðivík eru útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson, einn fremsta listamann íslensku þjóðarinnar. Um er að ræða 34 eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla í Djúpavogshreppi. Stærst er lómseggið, en lómurinn er einkennisfugl sveitarfélagsins.
Eggin standa á steyptum stöplum sem áður héldu uppi löndunarröri Bræðslunnar sem stendur innst í Gleðivík, meðan hún var starfrækt. Listaverkin endurspeglar tengingu Djúpavogshrepps við náttúruna og áhuga íbúa þess og gesta á því fjölbreytta fuglalífi sem þar fyrirfinnst.
Verkin voru vígð með formlegum hætti við Gleðivík 14. ágúst árið 2009 og eru nú orðin meðal helstu aðdráttarafla bæjarins.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá undirbúningi, vígsludeginum svo og af listaverkinu sjálfu lesendum síðunnar til yndisauka.
Frá oddvita sveitarfélagsins, Andrési Skúlasyni: "Fyrir hönd sveitarfélagsins vill undirritaður nota tækifærið hér og þakka listamanninum sérstaklega skemmtilega og gefandi tíma meðan hann dvaldi í Himnaríkinu sínu hér á Djúpavogi."
Eggin komu í þessum trékössum alla leið frá starfstöð listamannsins í Kína
Egill vandar sig við að koma fyrsta egginu á stöpulinn sinn
Bryndís Reynisdóttir þáv. menningar- og ferðamálafulltrúi með Sigurði listamanni við fyrsta eggið (lundaeggið)
Það tóku margar röskar hendur þátt í uppsetningunni og gekk verkið vonum framar
Hér er stóra lómseggið á leiðinni á stallinn, starfsmenn áhaldahússins vanda til verka
Og svo var eggið stóra híft á síðasta stöpulinn
Sigurður Guðmundsson og kona hans Ineke stilla sér stolt upp við lómseggið
Á vígsludaginn, Andrés Skúlason oddviti og listamaðurinn Sigurður Guðmundsson afhjúpa verkið
Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri heiðrar hjónin á vígsludegi
Og færir þeim tvær myndir að gjöf
Listamaðurinn flytur ávarp í tilefni dagsins
Svo er spjallað um listina milli atriða
Björn Hafþór Guðmundsson þáverandi sveitarstjóri og Hlíf Herbjörnsdóttir taka sig vel út við egg skógarþrastarins
Svo gengu menn með 200 m löngu listaverkinu og skoðuðu hvert egg fyrir sig
Ingimar Sveinsson og listamaðurinn á góðu spjalli
Meira grill
Andrés Skúlason oddviti ásamt listamanninum við egg óðinshanans
Ineke og Sigurður bregða á leik við egg steindepilsins
Listamaðurinn og steindepilseggið
Horft yfir höfnina og listaverkið ofan af lýsistanknum
Eggin skarta sínu fegursta við Gleðivíkina
Strandafjöllin eru flott í bakgrunni eggjanna
Sigurður og Ineke alsæl að vígsludegi loknum úti á svölum í Himnaríki (nafn á heimili listamansins)