Djúpivogur
A A

Sundmót Neista

Sundmót Neista

Sundmót Neista

skrifaði 27.04.2012 - 08:04

Sundmót Neista var 21. apríl. Mjög góð þátttaka var frá öðrum félögum. Við Neistamenn vorum með keppendur frá 2. bekk grunnskóla sem voru yngstu sundmenn þessa móts og stóðu þau sig mjög vel. Gestir voru ánægðir með mótið og enn aftur er talað um hvað við erum heppin með að hafa svona frábæra aðstöðu. Stjórn og sundráð vill koma á framfæri þakklæti fyrir frábært samstarf við Íþróttamiðstöð Djúpavogs og Djúpavogsskóla vegna framkvæmda við mótið. Stjórn og sundráð vill einnig þakka þeim sem tóku þátt í sjálfboðastarfi vegna sundmóts við ýmis störf.

Þetta mót var ekki stigamót og þess vegna gátu þjálfarar skoðað betur hvern keppanda og séð hvað betur má gera fyrir hvern og einn. Strax eftir mótið var afrekshópur UÍA með æfingar. 

Undirbúningur er hafinn fyrir sumarstarf Neista og auglýsum við hér eftir aðila til að taka að sér framkvæmdarstjórastöðu. Áhugasamir hafi samband við Ester S. Sigurðardóttur í síma 899 7600.

Stjórnin

Myndir frá sundmótinu: