Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Mátun á Neistagöllum föstudaginn 19.júní

Áður auglýst mátun á göllum frá Neista sem átti að vera í dag hefur verið frestað fram á morgundaginn kl 17:30-18:30 í Íþróttamiðstöðinni. Þá verður kominn galli í minnstu stærð (116) sem og kvennasniði. 
Vonandi koma sem flestir og festa kaup á frábærum göllum á ótrúlegu verði.

 

18.06.2015

Síðbúið myndband frá sjómannadeginum

Hér má sjá síðbúið myndband frá sjómannadeginum - https://vimeo.com/130934660

                                                                                                          AS 

 

17. júní í Djúpavogshreppi

Hátíðardagskrá 17. júní

 

12:30 – andlitsmálun við íþróttahús

13:00 – skrúðganga frá ÍÞMD niður á Neistavöll

14:00 – dagskrá á Neistavellinum

            Ávarp fjallkonu

            Úrslit úr hverfakeppnum

            Leikir og sprell fyrir börnin – gleði og hamingja!

                        Á staðnum verða skóflur og fötur ásamt
                        sápurennibraut! J

18:00 Grillað á Neistavellinum – allir mæta með gómsætt á grillið og meðlæti. Kveikt upp í Neistagrillinu og öllum frjálst að nota það.

19:00 Fótboltaleikur – fyrsti fótboltaleikur meistaraflokks Neista í 8 ár!!

Neisti vs. Umf.B. (Borgarfjörður Eystri)

 

Umf. Neisti verður með sjoppu bæði á hátíðarhöldunum yfir daginn sem og á fótboltaleiknum um kvöldið.
Enginn posi – bara peningar!  (:

15.06.2015

Frí eftir hádegi 19. júní vegna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Starfsmönnum Djúpavogshrepps verður gefið frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan hafði þá staðið yfir frá árinu 1885 en þá skrifaði Valdimar Ásmundsson grein um stjórnmálaréttindi kvenna í blað sitt Fjallkonuna og sömuleiðis Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og Páll Briem hélt opinberan fyrirlestur um kosningarétt og önnur réttindi kvenna.

Árið 1894 var stofnað í Reykjavík Hið íslenska kvenfélag og hafði það jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opinberum málum á stefnuskrá sinni. Félagið safnaði 2000 undirskriftum með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt árið 1895. Þetta var fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna sem skipulögð samtök kvenna lögðu fram.

Allar stofnanir sveitarfélagsins verða því lokaðar frá hádegi 19. júní.

Tengt efni:
Kvennasögusafn Íslands
Kosningaréttur í 100 ár
Konur og stjórnmál
Wikipedia
Vísindavefurinn

Undirbúningur fyrir 17. júní

Hér koma upplýsingar til að skýra aðeins línurnar fyrir 17. júní.

  • Hverfin halda sínum lit og velja sér eitt svæði innan sinna litamarka og skreyta það svæði extra vel.
  • Hver litur ákveður tvo kónga (18 ára+) og láti vita fyrir 15.júní (láta Hönnu vita: neisti@djupivogur.is )
  • Tveir aðilar frá hverjum lit til að sjá um dagskrá á Neistavellinum ásamt stjórn Neista. Þessir aðilar þurfa að vera einn fullorðinn og einn 14+. LÁTIÐ VITA SEM FYRST hvaða aðilar þetta eru sem ætla að aðstoða.
  • Byrjað að skreyta sunnudaginn 14. júní og tekið niður síðasta lagi sunnudaginn 21. júní
  • Eftir að ljóst er hver vinnur farandbikarinn verður farið með Neistagrillið á hverfasvæði sigurvegaranna og hvetjum við öll liðin til að mæta og grilla saman.

Nánari dagskrá auglýst síðar

09.06.2015

Sumardagskrá

Undir liðnum "tímatafla" hér til vinstri er búið að setja inn tímatöflu sumarsins ásamt gjaldskrá.

Í boði er fjölmargt skemmtilegt fyrir krakkana og vonandi verða þau dugleg að nýta sér það sem er í boði.

Hér er beinn hlekkur á stundatöfluna04.06.2015